Morgunblaðið - 25.04.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.04.1946, Blaðsíða 7
Fimtudagur 25. apríl 1946 MORGUNBLAÐIÐ r 7 Suiiiarbækirii:1' J> Skemtilestur handa ungum og giimlum. Þessar bækur eru nú komnar í bókaverslanir: í 1. Viktoría Grandolel, eftir Henry I Bellamann. 2. Einn gegn öllum, ettir Ernest Hemmingway. V Þetta er bókin um Harra Morgan, æfintýramanninn og ofurhugann. Þetta er ein „harðsoðnasta" bók hins heimsfræga ameríska höfundar, og að flestra dómi sú besta. Viðburðarásin er hröð og spennandi og heldur lesendanum föngnum frá upphafi. Það verður enginn svikinn af því að lesa bessa bók. en fvrst og fremst er hún ætluð karlmönniun, enda sumir kaflar hennar svo berorðir um samband karls og konu, að ýmsum kann að bykja nóg um, en bó er hvergi of langt gengið í frásögninni. Höfundur bókarinnar hefir komið víða við um dag- ana. Hann hefir verið Ieikstjóri, forseti prófnefndar Juliard tónlistarfjelagsins, einn af fremstu mönnum í Curtis tónlistarstofnuninni í Philadelphia og pró- fessor í tónlist við Vassar háskólann. Utbreiddustu bækur hans eru Kings Row (kvikmynd af beirri sögu var sýnd nýlega í Tjarnarbíó), Floods of Spring, og The upward Pas. En auk þess hefir hann skrifað fjölda bóka, sem náð hafa mikilli hyili. Viktoría Grandolet er einna líkust að efni og bygg- ingu hinni heimsfrægu sögu REBEKKU eftir Daphne 1; du Maurier. — Viktoría Grandolet er metorðagjörn, t i ung og fögur stúlka frá Nýja Englandi, sem giftist inn í stolta og drambsama ætt í Lousianaríki. Baráttan milli hins gamla og viðurkenda og hins nýja og fram- andi, er höfuðviðfangsefni hókarinnar. — Þetta er bók ungra kvenna. 3. Einu sinni var. Hjer er komið 3. bindi af hinum vinsæiu siigum, sem bömin spyrja daglega um. í þessu bindi eru mörg af ágætustu æfintýrum, sem til eru, í bókinni er mesti f jöldi af stórum og fallegum myndum. Gullfuglinn, Hrokkinskinni, Híreyg og dýrið og Litlu systkinin tvö. svo sem Stígvélaði kötturinn, Börnin í skóginum, Jói og baunagrasið, 4. Jeg er af konunga kyni, eftir Olle Hedberg. Bókin er hrífandi skáldsaga, sem lýsir fjölskyldulífi á sænsku heimili, látlaust og ó- brotið. Þetta eru sumarbækur, skemtilegar og heillandi. Fást í öllum bókaverslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.