Morgunblaðið - 25.04.1946, Side 9
Fimtudagur 25. apríl 1946
MORGUNBLAÐIÐ
ENDURREI
NOREGS
LÖNGU fyrir stríðslok hafði
Johan Nygaardsvold tilkynt
það frá London, að stjórn hans
mundi segja af sjer undir eins
og hún kæmi heim til Noregs
aftur. Þetta gerði hún líka, og
samkvæmt því, sem áður hafði
verið ráðið, var nú mynduð
bráðabirgðastjórn allra flokka,
er skyldi undirbúa nýjar kosn-
ingar og hefja framkvæmdir
ýmsra brýnna ráðstafana, sem
stjórnin gamla hafði ákveðið.
Kosningarnar fóru fram í
október, með þeim úrslitum, að
flokkurinn fjekk hreinan meiri
hluta. Einar Gerhardsen, sem
hafði haft forustu bráðabirgða
stjórnarinnar, tók að sjer að
mynda hreint flokksráðuneyti,
það er nú situr. í því sátu að
eins tveir ráðherrar úr útlegð-
arstjórninni, Trygve Lie og
Terje Vold, og nú er ekki nema
Vold eftir, síðan Lie varð aðal
ritari Sameinuðu þjóðanna. En
sæti hans sem utanrikisráð-
herra tók Halvard Lange.
Þó að verkamannaaflokkur-
inn fengi ekki nema 40.6% at-
kvæða við kosningarnar 8. okt.
(en 42% við kosningarnar ’36),
náði flokkurinn samt 76 þing-
sætum — einu yfir helming.
Hægri — næst stærsti — flokk
urinn fjekk 17.1 (22,8 árið
1936); vinstri 13,8 (16,4), og
bændaflokkurmn 8.3 (11.9%).
Þessir fjórir flokkar töpuðu því
allir atkvæðum. En kommún-
istar og kristilegi flokkurinn
hirtu gróðann. Þeir fyrnefndu
höfðu verið í samlögum við
verkamannaflokkinn ’36. nema
í einu kjördæmi, en fengu nú
11.1% allra atkvæða, en kristi-
legi flokkurinn hækkaði at-
kvæðatölu sína úr 1.2% upp
í 8.8. Vöxtur hans var óvænt-
asta fyrirbrigðið í kosningun-
um.
Einar Gerhardsen hafði í
kosningaræðu boðað allvíðtæka
þjóðnýtingu í ýmsum greinum.
En líklegt þykir að sá boðskap-
ur muni ekki rætast fyrst í stað.
Svo er nefnilega mál með vexti,
að í vor komu allir þingflokk-
ar sjer saman um víðtækan mál
efnagrundvöll, hvað snerti við-
reisn landsins eftir stríðið, og
var fullkomið samkomulag um
þessa áætlun. Það er fram-
kvæmd hennar, sem hvílir fyrst
og fremst á stjórninni nú, en
stefnumál flokksins verða að
bíða. Yfirleitt hefir stjórnin átt
vinsældum að fagna og ekki
orðið fyrir aðkasti, nema þá
helst fyrir seinlæti í fram-
kvæmdum og of mikla skrif-
finsku. Stjórnin virðist vilja
,,centralisera“ allt meira en áð-
ur var, draga öll völd t'1. Oslo,
en rýra að sama skap? vald
fylkisstjórna og sveitastjórna.
Og opinberu stofnanknar í
Osló eru seinar til athafna. •—
Svo finst að minsta kosti Finn-
merkingum — þaðan heyrist
mest óánægjan, enda eru þeir
verst staddir allra Norðmanna.
— Það er engum vafa bund-
ið að í stjórnmálum hafa Norð-
menn þokast verulega til vinstri
á stríðsárunum, en hinsvegar
virðast kennisetningar sósíal-
ismans ekki í eins miklum há-
vegum hafður innan róttæku
flokkanna og áður. Allur grund
völlur hinnar gömlu stjórnmála
skoðana hefir raskast, og fólkið
Eftir Skúla Skúiason
Síðari grein
leitar að nýjum grundvelli. Við
síðustu kosningar var ekki kos
ið jafn flokksbundið og áður
og ýmsir úr borgaraflokkunum
kusu með verkamannaílokkn-
um. Fyrir sumum mun það hafa
vakað, að betra væri að hann
næði hreinum meirihluta í þing
inu — eins og varð — heldur
en að hann yrði að vera kominn
upp á náð kommúnista um fram
gang mála, sem þá mundu nota
hjálp sína til að neyða verka-
mannaflokkinn til að ganga
lengra í ýmsum málum, en
honum gott þætti.
Núverandi stjórn Noregs er
sú yngsta, sem þar hefir nokk-
urntíma setið. Flestir meðlimir
hennar voru fremstir í flokki
í andstöðuhreyfingunni og fjór
ir þeirra sátu í fangelsunum í
Sachsenhausen, þar á meðal
Gerhardsen og Sven Oftedal
fjelagsmálaráðherra.
Endurreisn fjármálanna.
ÞEGAR Þjóðverjar skildu við
Noreg voru öll fjárhagsmál
landsins komin í stakasta öng-
þveiti. Quislingstjórnin hafði
þurft mikið fje, og Þjóðverjar
notuðu norska seðla til að greiða
með það sem þeir keyptu í land
inu og notuðu í mútur og þókn-
anir. Seðlaflóðið var orðið mik-
ið, en hvert var hið raunveru-
lega gildi þessara seðla? Gull-
trygging var engin fyrir þeim,
því að stjórnin hafði flutt gull
Noregsbanka úr landi.
Stjórnin ákvað að láta fara
fram eignaskráning um land
alt, til þess að fá yfirlit yfir
breytingar þær, sem orðið hefðu
á fjárhag einstaklinga síðan fyr
ir stríð. Samfara því voru allir
gamlir seðlar gerð,ir ógildir í
október, en nýir gefnir út í
þeirra stað. En fyrir hverjar 100
krónur í gömlum seðlum fengu
menn aðeins 60 krónur í nýjum,
mismunurinn, 40% var tekinn
í vörslu hins opinbera og inn-
lánsskírteini afhent fyrir. •— Á
þann hátt minkaði seðlaveltan
um 40%. En þegar um smáupp-
hæðir var að ræða, voru þó
þessi 40% greidd von bráðar,
er fólk gat sannað að það þyrfti
á þeim að halda. Upphæð seðla
í umferð var fyrir innlausnina
1400 miljón krónur, en minkaði
í svipinn um 385 miljónir. En
það hefir sýnt sig að viðskiftin
þurftu meiri gjaldeyri, og í byrj
un febrúar var seðlaveltan orð
in eins há og fyrir breyting-
una, eða 1430 miljónir.
Vextir voru lækkaðir niður
í 2%%, og í sambandi við það
hefir fjölda lána verið sagt upp
og ódýrari lán tekin í staðinn.
Þessi nýju lán hafa yfirleitt ver
ið boðin fram á svipstundu, oft
margföld upphæð við það, sem
um var beðið.
Utanríkisverslunin.
ÞAÐ ræður að líkum að vöru
þurðin var mikil í Noregi í vor
sem leið og því eðlilegt að inn-
flutningur yrði mikill fyrst í
stað, en hinsvegar lítið til að
flytja út. Enda var viðskifta-
jöfnuðurinn óhagstæður og verð
ur það vafalaust næstu árin. •—
En bæði hafa Norðmenn láns-
traust, og eins eiga þeir miklar
innstæður erlendis, þó að þær
sjeu ekki lausar, því að þær eru
í Englandi. Fyrstu sex mánuð-
ina eftir stríðslok fluttu Norð-
menn inn fyrir 858 milj. krón-
ur, þar af matvæli fyrir 363
miljónir, og skip fyrir 139 milj.
Mest af þessum skipum var frá
Svíþjóð. og þar eiga Norðmenn
enn fjölda skipa í smíðum. Á
sama tíma nam útflutningurinn
aðeins 106 miljónum. Nú er
heldur að draga úr innflutningn
um en útflutningurinn fer hins
vegar vaxandi, þó að langt
verði þangað til verslunarjöfn-
uður næst, eða rjettara sagt svo
mikill útflutningur, að hann
standist fyrir innfl. ásamt sigl-
ingatekjunum. Því að Norð-
menn hafa jafnan óhagstæðan
verslunarjöfnuð, en hinsvegar
valda siglingatekjurnar því, að
greiðslujöfnuður næst. Siglinga
tekjur og skemtiferðamenn.
Norðmenn hafa nú fengið
nægilegar birgðir af kolum,
olíu og bensíni handa iðnaðin-
um, járnbrautunum og vöru-
flutningabifreiðunum. — Og
mannflutningabifreiðar eru sem
óðast að losa sig við viðarkola-
katlana og taka bensín í stað-
inn, en þó lofa yfirvöldin engu
um, að það fáist í framtíðinni,
en hvetja menn til að nota
timbrið til eldsneytis áfram. —
Það þykir rjett að spara ben-
sínið sem mest, vegna gjald-
eyrisins.
Innlenda framleiðslan af mat
fer vaxandi. Mjólkurframleiðsl
an er orðin eins mikil og hún
var fyrir stríð, en kjötfram-
leiðslan er miklu minni. — Af
brautmat er skamturinn nú orð
inn eins mikill og fyrir stríð,
en skömtunarseðlar eru enn not
aðir til þess að hindra að bænd-
ur noti korn til skepnufóðurs.
— Sykurskamturinn hefir ekki
enn verið hækkaður, hann er
200 grömm á viku, en nú fæst
betri sykur, en sú gervivara, er
notuð var á stríðsárunum, og
sumum fanst saltbragð að. •—
Smjörskamturinn hefir verið
hækkaður um 25%, og smjörlík
ið er orðið ágæt vara. Veitinga-
húsin eru nú farin að láta af
hendi brauð og smjör án þess
að taka skömtunarseðla. En
kjötmatur sjest varla þar.
Húsnæðisleysið
ER EIN mesta plága Noregs,
í bæjunum, og þó hvergi verra
en í Oslo og bæjunum, sem
brendir voru til ösku. I Oslo
vantar að minsta kosti 15.000
nýjar íbúðir, og um landið allt
að minsta kosti 100 þúsund. —
Það ræður því að líkum, að lít-
ið verður um útflutning bygg-
ingarefnis frá Noregi næstu ár-
in. Og mikill skortur er á trje-
smiðum og steinsmiðum.
Norðmenn telja það eitt hið
mesta vandamál sitt, að vís-
indaleg starfsemi í þágu at-
vinnuveganna hefir svo að
segja legið niðri undanfarin ár.
Þeir eru hræddir um að þeir
hafi dregist aftur úr, og sjeu
því ekki samkepnisfærir á er-
lenda markaðinum. Benda á að
t. d. Svíar hafi gert stórkost-
legar umbætur á framleiðslu
sinni og gert uppgötvanir, er
muni verða útflutningsvörum
þeirra til stórmikils framdrátt-
ar. En kunnáttumenn Noregs
í þessum greinum verði að flýja
land og leita sjer atvinnu ann-
arsstaðar, því að þeir hafi ekki
að neinu að hverfa heima. Það
er t. d. bent á, að berglög Nor-
egs sjeu svo að segja ókönnuð,
þó að búast megi við að finna
þar samskonar málm, sem nú
eru unnir með miklum hagn-
aði í Svíþjóð. Ýmislegt bendir
á að í Noregi megi finna sams
konar málmsvæði og hm auð-
ugu málmsvæði í Boliden í Sví
þjóð.
Fjárlagafrumvarpið
FYRIR yfirstandandi fjár-
hagsár (1945—46) hefir nýlega
verið lagt fyrir stórþingið. Þar
er gert ráð fyrir 2.110 miljón
króna útgjöldum, en á síðasta
fjárlagafrumvarpi fyrir stríð,
1939—40, voru útgjöldin 635
miljónir. Tekjurnar eru áætl-
aðar 1.450 miljónir, svo að hall-
inn verður 665 milj. krónur.
Á síðasta fjárhagsári (1. júlí
1944'—45), var raunverulegur
tekjuafgangur 16 milj. krónur.
Stærsti liður útgjaldamegin
eru hermálin. Þau taka nær
fjórðung allra útgjaldanna, eða
497.2 miljón krónur. — Þessi
liður er vitanlega miklu hærri
en hann verður í framtíðinni,
því að á hann fellur kostnaður
við hínn óvenjulega herafla, er
Norðmenn urðu að hafa á síð-
asta ári til gæslu þýsku fang-
anna. Dómsmálin eru óvenju
kostnaðarsöm vegna málarekst
ursins gegn landsvikurunum,
en þeim verður að mestu lok-
ið á þessu fjárhagsári. Eru 108
miljónir áætlaðar til þeirra.
Viðskiftagjaldið er stærsti
tekjuliður fjárlaganna, en næst
kemur tekju- og eignaskattur
og svo áfengisskatturinn, sem
nemur 127 milj. krónum.
Ríkisskuldir Noregs erlend-
is voru fyrir stríðið (1938) 1464
miljón krónur, en af þeim hafa
verið greiddar um 1000 miljón
krónur á ófriðarárunum, af
stjórninni í London. Mun Nor-
egur vera eina hernaðarlandið,
sem lækkað hefir ríkisskuldir
sínar á ófriðarárunum. Hins-
vegar hafa þær hækkað heima
fyrir og vaxtagreiðslur eru
orðnar tvöfaldar frá því fyrir
stríð, eða 181 miljón krónur.
Framlag ríkisins til endur-
reisnar og húsabygginga er á-
ætlað 101 miljón krónur. — Á
hinn bóginrw hefir ríkið tekið
við verðmæti, sem Þjóðverjar
skildu eftir í landinu, fyrir 70
miljón krónur, en áætlað ér, að
skaðabætur og upptækt fje frá
landsvikurum nemi um 30 mil-
jónum. Til atvinnuleysisstyrks
hefir ríkið fyrirliggjandi rúm-
ar 300 miljónir.
Þá er komið fram frumvarp
um skattgjald í eitt skifti fyrir
öll, af hagnaði á stríðsárunum.
Þessi skattur er áætlaður 30%
af fyrstu 10.000 kr., 50% af
næstu 20.000, 70% af næstu
40.000 og 95% af því, sem fram
yfir er. Gróðamenn stríðsár-
anna verða þannig að skila nær
öllum sínum feng í ríkissjóð.
Rjettarhöldin
YFIR landráðamönnunum
halda áfram um land alt. Hing-
að til hafa ekki nema 10 menn
verið dæmdir til dauða. meiri
hluti þeirra eru forustumenn
bófasveita þeirra. sem myrtu
fjölda af saklausu fólki og hafa
framið svo svívirðilega glæpi,
að þeir mundu varla hafa kom-
ist hjá dauðarefsingu á venju-
legum tímum. Af ráðherrum
Quislings hafa ýmsir sloppið
með æfilangt fangelsi.
Alls voru teknir fastir um 15
þúsund manns, fyrir meiri og
minni sakir, en margir þeirra
hafa verið látnir lausir aftur og
munu sleppa með fjársektir. •—
samt sem áður verða fangelsin
í Noregi fyllri næstu árin, en
þau hafa nokkurn tíma verið
í sögu þjóðarinnar Ýmsii fang-
anna munu verða látnir vinna
arðbæra vinnu, t. d. er líklegt
að fjöldi af föngum verði látinn
vinna að járnbrautarlagningu
í Norður-Noregi, við fram-
ræslu mýra og hleðslu flóð-
garða.
Talsvert er deilt um landráða
dóma og meðferðina á sakborn
ingunum yfirleitt. Sumum þyk
ir of en öðrum van. Og yfirleitt
finst fólki aðalsamherja'- Quisl
ings sleppa of billega,, en pilt-
arnir, sem gintust til þess að
gerast sjálfboðaliðar á vvgvöll-
unum, fá of þunga refsingu.
Knut Hamsun sleppur við
málssókn. Geðveikralæknar, er
höfðu hann til meðferðar segja
í skýrslunni, að hann geti ekki
talist geðveikur, en hinsvegar
með „varigt svekkede sjels-'
evner“. Hann er nú orðinn 87
ára og alveg heyrnarlaus, og
telur saksóknarinn „enga hættu
á að hann geri sig sekan í sams-
konar athæfi oftar“. Hins-
vegar hlífði alduvinn ekki Er-
lingi Björnson á Aulestad. —
Hann fekk átta ár fangelsi.
kaupmaiur
látinn
Frá frjettaritara vorum
á Isafirði.
ÓLAFUR Karason kaupmað-
ur andaðist hjer þann 18. þ. m.
Ólafur hafði hjer umfangsmikla
verslun um meira en aldar-
fjórðungs skeið og tók talsverð-
an þátt í málefnum bæjarins
og ýmsum atvinnufyrirtækjum.
Á yngri árum iðkaði Ólafur
glímu og knattspyrnu, gerðist
síðan skipstjóri, fyrst á segl-
skipum og síðan á vjelbátum,
varð svo lögreglubjónn hjer, en
síðast kaupmaður. Ólafur var
dugnaðarmaður að hverju sem
hann gekk, hagsýnn fjesýslu-
maður. — Hann var kvæntur
Fríðu Torfadóttur, Markússon-
ar skipstjóra.