Alþýðublaðið - 18.05.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.05.1929, Blaðsíða 3
AL1> VÐUBLAÐIÐ 3 MfinraM&Ot GirðingareSnl: Danskisr gaddavír 12 V2 09 14, Vírnet 68 og 92 em. Ixá, Sléttmr vír, Oirðingarstélpar, Mhugið vel, að beztu kauoin gerið öér bjá okfeur, Effflið vandað — verðið lágt. TlUUMFJji 4.98 H.P. MODEL C.N. Ef þér ætlið að fá yður rnótorhjói, pá athugið hin beztu, sem nokkurntíma hafa verið bygð, hin nýju TRIUHPH. Framleidd af verksmiðju, sem fræg hefir verið fyrir framleiðslu sína yfir 50 ár. Reynslan hefir einnig sýnt hér sem annarstaðar, að Triumph eru áreiðanlega hin beztu er til landsins flytjast. Verð við allra hæfi. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Aðalumboð á íslandi fyrir Trlnmph Motorcycle Co. Fálkinn. Alyktanir. Neðri deild gerði í gær ályktun samkvæmt tillögu þeirra Bjarna um að skora á stjórnina að iund- irbúa til næsta jjings frv. um vátryggingu á kartöflum og um styrkveit'ingu úr ríkissjóði og Ián til pess að koma upp öruggri kartöflugeymslu í Reykjavík og víðar, ])ar sem félög kartöflu- ræktenda geti haft þær á markað- inum yfir veturinin án skemda- hættu. Stýfing. Stýfingartillaga þeirra Ásgeírs og Ólafs Thors, sem sagt var (frá í blaðinu í gær, — áskorun á stjórnina um að halda gengirau föstu —, marðist til samþyktar i samieinuðu þingi í gærkveldi mieð 18 atkvæðum gegn 12. Er það því minni-hluta-samþykt, 18 atkvæða af 42 þingmönnuiii. Auk „Fram- sóknar“-flokksmanna og Gunnars greiddu þrír íhaldsmenn henni at- kvæði, Jón Auðiumn, Eilnar á Geld- ingalæk og Pétur Ott. Af Ihalds- mörmum gneiddu 3 ekki atkvæði, Jóihannes, Jóhann og Magraús MGuðmundsson. — Ef Ihalds- flokkurinn væri ekki þannSg þri- klofinn í málinu, en þessir hefðu fylgst meö hinum flokksbræðruim sinnm, sem atkvæði greiddu móti tillögunni1 ásamt Alþýðiufikoks- mönnum, hefði þeiim verið í lófa lagið að fella hana. Þarna kom glögt í Ijós, hve mikið áhuga- mál íhaldsflokknum er að hæklía krónuna. ^ Sameinað þing Hið svo nefnda „ellistyrks“- frv. Ingibjargar kom nú fyrir sameinað þing. Haraldur Guð- mundsson benti þingheimi á, að það er vandræðastefna og fjarri allri sanngimi að hækka nefskatt- inn, en veita þó engin rétiindi til styTksins. Jafnframt minti hann á, að stjórninmi var faliö á sjðasta þingi að undirbúa ellitryggirngar. en enn hefir enginn áraingur kom- ið i Ijós. Tillögu AJþýðuflokks- þingmanina um lundirbúoing al- mannatrygginga hefir verið stunig- ið undir stól. í þeirri von, að stjórnin bætti ráð sitt, og til þess að forða því, að þetta gagns- lausa frv., sem hér var til um- ræðu, tefði gagnlegar frani- kvæmdir í tryggingamálunuam, lagði hann þó til, að því væri vísað tll stjórnarinnar. Sú tiiUaga féll við lítinn atkvæðamun, en síðan var frv. borið upp og felf. Neðri delld. Auk þess, er áður er sagt, var „ömmu“-frv. (um loftskeytatæki á botnvörpuskipum og um loft- skeytanotkun veiðiskipa) afgreitt til 3. umræðu. Sektarlákvæðin voru lækkuð noMmð. — Kjall- arafrumvarpinu var einnig vísað til 3. umræðu og sömuleiði’s frv. um Hafnargerð á Skagaströnd,. þótt engar likur séu til þess, að það frv., sem síðast var talið, verði að lögum á þessu þingý Sigurjón og Sveinn lögðu tiil, að tillag ríkisins yrði í sarna hlutfalli og ti'l hafnargerða alment, t. d. til Hafnarfjarðarhafnar; 1/3 kostn- aðar, en ábyrgðarheimi’ld næði til hins hiutans. Sú tillaga náði ekk.i samþykki deildarinnar, — Menn- ingarsjóðslagabreytingin var færð í það horf, sem stjórnin lagði upphaflega til í fyrra, ð(ð stjórn útgáfudeildarinnar eiin, en .ekki. MentamáLaráðið, ráði vali bóka þeirra, sem gefnar verða út fyrir fé úr Menningarsjóði. Þanarig breytt var frv. endursent efri deild. Samgöngnr við Borgar- Ijðrð. I gær fór fram urnræða urn þingsályktunartiUögu Bjarna, sem fór fram á það, að stjórnin léti gera teikningu af Borgarnessskiipi og leitaði tilboða um smlði þess. Ætlaðist hann til, að málið. yrði lagt fyrir næsta þing og gerði ráð fyrir, að rjkið eignaðist sMpið og hefði það í förum milli Reykja- víkur og Borgarness. Héðinn Valdimarsson taldi rétt- ara, að sú stefna væri tekin, að flýta þyi að lengja saman veg- ina héðan til Borgarfjarðar og setja bifreiðaferju á Hvalfjörð, og koma þannig á bifreiðafærmn vegi alla leið héðan til Vestur- og Norður-lands. Myndu þá fólks- ferðir og flutningur verða mest landleiðis. Tillaga Bjarnia fékk lítinn byr í deildinni. Var hennj. vísað tii stjórnarinnar samkvæmt uppástungu Jörundar. Efpi deild. Frumvarp feit með forsetaur- skurði. I gær tók Guðmundur í Ási á dagskrá efri deildar atkvæða- greiðslur um launabætur ljös- mæðra og um liaunabætur far- kennara. Voru farkenmaralaunm fyrst tekin fyrir. En er ganga átti til atkvæða um þau á ný, andmælti Halldór Steinsson þvL Varð það til þess, að forseti hætti víð að láta atkvæðagreiðslurnar fara fram, en kvað upp úrskurði um fyrri atkvæðagreiðsiur. Úr- skurðaði liann ljósmæðralauna- frv. PU.Í5, þar eð hann tók ekM til greina ástæður þess. þing- manns, sem ekki hafði greitt at- kvæði, og í stað þess að spyrja um atkvæði hans nú, dæmdi Guð- mundur, að það teldist gegn frv.. og væri frv. því felt með jöfn- um atkvæðum. Kyulegur úrskurð- ur það! Hins vegar úrskurðaði Guð- mundur 1. gr. farkennaraliauna- frv. samþykta, því að tveir jjeirra, sem ekki greiddu atkvæði, hefðu fært frani gildar ástæður fyrir því, þar eð þeir hefðu ekki haft nægar upplýsingar um, hvort rétt væri að raska því launahlutfalib sem er á milli farkennara og kennara við fasta skóla. Taldi hann þau atkv. þvi frá. og þá vera 12 atkv. eftir í deiljd- inni, þar af 7 með, en hin 5 taldi hann á móti þar á meðaj sjálfan sig og tvo aðra, sem ekkji höfðu greitt atkvæði. Var það frv. síðan afgreitt til 3. umræðu'. Til 3. umræðu voru einnig af- greidd þessi frv..: Um lendingar- bætur í Þorlákshöfn, um stækk- un lögsagnarumdæmis Reykjavík- ur urn Ártún og Arbæ og fjár- aukalög fyrir árið 1928. Frv. um flutningsstyrk á tilbúnum áburði var endursent neðri deild. Að lok- urn fór fram byrjun 2. umræðu um lánsfélög (áður sveitabank- ar). Vib frv. hafa verið bomaæ frarn margar og ýmiskonar b'reyt- ingartillögur, og lauk umræðunini ekki. Færsla kjördags. Allsherjarnefnd efri deiidar al- þingis klofnaði iþannig um kjör- dagsfærsiufrv,, að Ingvar og Jó- h,anne:s lögðu til, að það væri samiþykt óbreytt, en Jón Bald- vinsson reyndi að afstýra því, að verkalýður kaupstaðanna sé beitt- ur því herfilega misréttii, að kjör- dagur hans sé færður á mitt sum- ar. Sýndi Jón einniig með óræk- um tölum, að fyrsta Vetrardag' hefir kjörfundarsókn laindsmannE allra verið fniklu betri heldur en í júlí, og benti. meðal annars á, að árjið 1926 var hún 10o/0 meiri fyrstia vetrardag, héldufr en júlí- kosningin það sama ár. Þá benti hann eiraniig á það, þingbændum til athuigimar, að það var Sigurður heitinn ráðu- nautur, sem fyrstur nefndi til fyrsta vetrardag sem hentugan kjördag um land alt. Það var á alþingi 1909. Hann stakk jafn- vel upp á því, að kjördagurinn væri ákveðinn 1. nóvember. Nefnd sú, sern hafði málið til athugunar á þinginu, Jóh. Jóh., Olafur Briem. séra Eggert Pálsson, Jón' Þorkels- son og Þorleifur Jónsson, lagði1 tU, að kjördagur yrði fyirsti véttr- ardagur. Muni þeir, sem nú berj- ast fyrir þvj, að kjördagurinn sé fluttur til miðsumars, ekkii vera kunnugri því, hvað bezt hentar í sveitum, heldur en Sigurður ráðunauttir og Ólafur Briem vocru. Er það undarlegux snúningur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.