Morgunblaðið - 07.08.1946, Side 7

Morgunblaðið - 07.08.1946, Side 7
Miðvikudagur 7. ágúst 1946 MOKGUNBLAÐIÐ 7 SIGVALDI KALDALÓNS, tónskáld SIGVALDI KALDALÓNS verður í dag borinn til grafar. Hann var fæddur hjer í Reykjavík 13. jan. 1881, í litlu húsi sem stendur enn við Garða stræti, þar bjuggu foreldrar hans þá. Faðir hans var Stefán Egilsson múrari, kunnur atorku maður en móðirin Sesselja Sig- valdadóttir ljósmóðir. Er Stefán látinn fyrir hálfum öðrum ára- tug, en frú Sesselja lifir enn, háöldruð og dvelur á Elliheim- ilinu. Sigvaldi var elstur barna þeirra, sem voru fjórir drengir, Guðmundur múrari og glímu- kappi, Snæbjörn skipstjóri og Eggert söngvari. Á æskuárum þeirra hafði Reykjavík upp á færra að bjóða en nú, efni mann voru þá minni en nú, en framgjarna menn dreymdi um sjálfstæði lands og þjóðar og m’örgum ungum manni svall þá móður í brjósti um að taka þátt í baráttunni fyrir því. •— Skemmtanalíf var líka fá- brotnara en síðar varð, en uppi í Garðastræti og síðar í Suður- götunni söng frú Sesselja fyrir drengina sína og spilaði undir á gítar og Stefán múrari ljek á langspil eða kvað rímur undir þunglamalegum seiðandi ís- lenskum lögum. Hve örlagarík þessi einfalda óbrotna sönglist varð fyrir elsta og yngsta son- inn hefir þau Sesseiju og Stefán víst lítið grunað þá. Síðar sungu strákarnir fjórraddað heima hjá sjer með tilsögn móðurinnar. — Það var unga Island sem var að vakna til meðvitundar á sviði tónlistar- innar, og þá höfðu þeir Sigfús Einarsson og Árni Thorsteins- son víst þegar samið sín fyrstu lög. Elsti drengurinn mun víst ekki hafa staðið fjær hjarta móðurinnar en hinir, hann bar föðurnafnið hennar, og þegar hann hafði aldur til var ákveð- ið að reyna að láta hann ganga menntaveginn, eins og það er stundum kallað hjer, og hann var látinn í Latínuskólann. Það kom víst fljótt í Ijós að hvað námshæfileika snerti þá hefðu þeir mátt vera meiri. Hefir hann sjálfur sagt mjer að altaf hafi hann verið neðar- lega í röðinni í bekk sínum. Hugurinn var þá farinn að hneigjast að sönglistinni og orgel komið á heimili foreldr- anna, sem var mesti tímaþjóf- ur frá skólalestrinum. En svo vinsæll var hann meðal bekkja bræðra sinna að þeir gengu með eilífan „prófskrekk“, fyrir hönd Sigvalda, því þeir voru hræddir um að hann myndi heltast úr lestinni. En svona gekk þetta bekk úr bekk, uns hann útskrifaðist að lokum og setti upp stúdentshúfuna. Þakk aði hann það elskulegum bekkj arbræðrum og ekki síst góðvini sínum Bjarna Jónssyni, sem nú er dómkirkjuprestur og vígslu- biskup, sem las þá oft með hon-: um og hjelt honum við nám- ið. Að stúdentsprófi loknu inn- ritaðist Sigvaldi Stefánsson í Læknaskólann, en samhliða náminu var hann .mikið með í sönglífi stúdenta og bæjarbúa. Þá átti Brynjólfur Þorláksson mikinn þátt í að móta sönglíf' Reykvíkinga, smekkvís stjórn- andi og ágætur harmoníum- leikari og fyrirtaks kennari. Minntist Sigvaldi hans alla tíð með miklu þakklæti og taldi tilsögn hans hafa orðið sjer notadrýgsta. Varð Sigvaldi undir handleiðslu hans hinn færasti hljóðfæraleikari og mun á þessum árum hafa samið sín fyrstu lög, en svo fór hann dult með það að jafnvel hans nán- ustu mun ekki hafa verið kunn ugt um að hann fengist við tón- smíðar. Á þessum árum ljet hann sjer detta í hug að gera tónlistina að æfistarfi sínu, en úr því varð þó ekki, og slíkt þótti með engu móti lífvæn- legt, jafnvel fjarstæða. Hjelt hann því áfram við læknis- fræðina, en meira en hálfur hugurinn var þó oft við söng og spil. Eitt sinn þegar langt var komið með læknisfræðina var hann svo að segja staðráðinn í að hætta við námið, en fyrir fortölur Jóns iektors Helgason- ar — síðar biskups — hjelt hann áfram og lauk sínu prófi. j Eitt síðasta árið sem hann var við læknisfræðinámið dvaldi hann lengst af hjá sjera Olafi Magnússyni í Arnarbæli, góð- | vini sínum, söngelskum mjög' sem alkunnugt er. Var þá oft mikið sungið og spilað í Arnar- bæli og þar sem þeir sjera Olaf- ur og Sigvaldi komu. Einu sinni hjeldu þeir söngskemmtun á Eyrarbakka og söng sjera Ólaf- ur þá 22 lög eftir 18 tónskáld en Sigvaldi spilaði undir. Eftir ,,konsertinn“ var svo farið heim til Nielsens hjóna og haldið á- fram þar með söng og spil langt fram á nótt, þar til undirspil- arinn varð að hætta vegna blóð nasa af áreynslunni. Hefir sjera Ólafur sagt mjer að ekki hafi hann þá haft nokkra hugmynd um að læknastúdentinn fengist við tónsmíðar, enda þótt þeir væru syngjandi og spilandi alla daga og að hann hefði þá þeg- ar samið fáein lög sem urðu síðar þjóðkunn og á hvers manns vörum. Þegar Sigvaldi Stefánsson hafði lokið prófi í læknisfræð- inni sigldi hann til Kaupmanna hafnar til framhaldsnáms við fæðingarstofnun og spítala. En jafnframt því kynnti hann sjer danska og erlenda tónlist eftir föngum sjer til mikillar gleði og menntunar. En örlagaríkast var þó það í utanförinni að í Danmörku kynntist hann ungri hjúkrunarkonu Karen Mar- grethe Mengel Thomsen að nafni, dóttir skógarvarðar á Sjálandi. Varð hún kona hans, besti fjelagi og stoð hans og stytta alia tið til dauðadags. Sigvaldi og frú hans komu svo heim til Islands og hann fær veitingu fyrir iæknishjeraði við Inn-Djúpið og bústað á^Ár- múla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni, þar sem skriðjökull úr Drangajökii fellur niður á sljettuna, þar sem silfurtærir lækir hoppa niður brattar hlíð- ar og þrestir syngja í angandi kjarri. Hann varð sem bjarg- numinn af hinni stórfenglegu og unaðslegu náttúru Langa- dals- og Snæfjallastrandarinn- ar og tók sjer upp frá því ættar nafnið Kaldalóns. En það var ekki einungis náttúrufegurðin sem heillaði hann því hann feldi sig einnig ágætlega við hjeraðsbúa og þeir við hann. Hann reyndist heppinn og góð ur læknir, skyldurækinn og samviskusamur og vann sjer þar álit sem prýði stjettar sinn- ar og hjeraðsbúai kunnu vel að meta mannkosti hans. Reglu maður var hann svo af bar og alla æfi einn öruggasti fylgis- maður góðtemplarareglunnar. Hann tók einnig drjúgan Jþátt í íjelagsmálum hjeraðsins. Ferðalög voru oft bæði löng og erfið, en Sigvaldi Kaldalóns var þrekmenni að burðum og fær í alt. Svo vel undi hann hans þar varð þó skemri en' samdi mörg lög við kyæði eft hann ætlaðist til. Frostavetur- inn 1917—18 var síst mildari þar en annarsstaðar ög húsa- kynni voru ekki nógu hlý og góð. Þá vildi það til að læknir- inn fjekk taugaveiki og lá lengi ir lítt þekta höfunda og hag- yrðinga. Hann leitaði líka stund um langt aftur í tímann eftir textum, til Eggerts Ólafssonar, sjera Einars í Eydölum og Kol- beins Tumasonar, Matthías og þungt haldinn. Líkamshreysti Einar Benediktsson áttu rík ítök hans þvarr mjög og heilsan [ í honum. En eitt var þó það bilaði. Eftir taugaveikina kom j skáld sem Sigvaldi Kaldalóns berklaveikin og uppúr því varð (tók fram yfir aðra og það var hann ekki fær um að gegna Grímur Thomsen. Grímur var starfi sínu í erfiðu víðáttu- j honum gullnáma sem aldrei miklu hjeraði. Var það þungt þraut. Flest lög sín samdi Sig- áfall, að þurfa að gefa upp j valdi í hjáverkum, þegar hlje hjeraðið þar sem hann hafði var frá skyldustörfum. Trúmað fest svo djúpar rætur, kveðja: ur var hann mikill og setti vinina þar og flytja burt með' mörg ágæt lög við sálma bæði fjölskyldu sína til Reykjavíkur.! gamla og nýja. Hann var mikill Og veraldlegum auði hafði I ættjarðarvinur og aðdáandi ís- hann ekki safnað í hjeraðinu, j lenskraar náttúru og færði hann var rausnarmaður og gest' margar raddir, er hann heyrði risni þeirra hjóna alla tíð við- brugðið. Nú lá leiðin að Vífilstaða- hæli og þegar heilsan fór að batna dvaldi hann á heiisuhæli í Danmörku. Heilsu náði hann þó aldrei svo að hann gengi heill til skógar það sem eftir var æfinnar, eða síðustu 25 ár- in. Hann sem hafði áður þolað svo að segja1 hvað sem var mátti nú ekki bjóða sjer neitt líkamlegt erfiði. Þegar honum var batnað svo að hann taldi sig færan til nokkurs starfs sótti hann um Flateyjarhjerað þar í búning tónanna. Þannig varð t. d. lagið við „Svanasöng á heiði“ til er hann kom ofan af heiði á Vesturlandi og heyrði álftakvakið á firðinum fyrir neðan. í sambandi við tónsmíðar Kaldalóns er óhjákvæmilegt að minnast hinnar ágætu eigin- konu hans. Hún hafði glöggan skilning á þessu yndisstarfi manns síns, hún bjó honum notalegt umhverfi á heimilinu og vegna aðgerða hennar urðu stundirnar miklu fleiri sem hann gat notað til tónlistar- og var veitt það. Þar samdi i starfsins í ró og friði, en ella sjer á þessum slóðum að þacj. var ætlun hans að dvelja við Djúpið hjá þeim Djúpmönnum meðan starfsþrek og æfi entust. Það eru engar öfgar þó sagt sje að fólkið við Djúpið hafi elskað þennan lækni sinn og sýnt það í verki. Einu sinni þegar Kaldalóns kom heim úr læknisferð stóð nýtt og hljómfagurt flygel í stofunni á Ármúla, gjöf hjer- aðsbúa til listamannsins og læknisins þeirra. Sýndi það mikinn höfðingsskap og var um leið tákn skilnir.gs og vináttu. Á þessum árum gerist það að yngsti bróðir Sigvalda, Eggert fer utan til að læra að syngja. Þegar hann kom heim í sumar- leyfum var hann jafnan með bróður sínum á Ármúla. Þar kynnist hann fyrst tónsmíðum bróður síns og Eggert sá strax að þarna var enginn miðlungs- maður að verki og hvatti hann mjög til að halda áfram við tónsmíðarnar. Og Eggert og Sigvaldi fóru til Isafjarðar og hjeldu ,,koncerta“ og þar hljóma svo fyrstu Kaldalóns- lögin opinberlega 1913. Var þar á meðal lagið „Á Sprengisandi við „Ríðum, ríðum“, eftir Grím Thomsen. Hjer má geta þess að 1916 hittast þeir Sigvaldi og Sig urður Eggerz í Borgarnesi, en Eggerz hafði þá fyrir skömmu ort „Alfaðir ræður“ er skip- skaði varð í Vík í Mýrdal. Við þetta kvæði setti Kaldalóns þá hið þjóðkunna lag, sem Eggert söng opinberlega og strax vann hylli allra. Enginn maður mun hafa ýtt undir tónskáldið Sigvalda Kaldalóns eins og Eggert Stef- ánsson. Árin liðu við Djúpið og Sigvaldi læknir naut vin- áttu og virðingar allra, en dvöl hann^lagið við vísu Eggerts Ólafssonar „ísland ögrum skor- ið“, og þar söng bróðir hans það fyrst opinberlega. Þar var hann þangað til hann var flutt- ur í Keflavíkurhjerað og fjekk búsetu í Grindavík. Fyrir fá- um árum veitti Alþingi honum lausn frá embætti, með full- um launum; þótti honum sem von var vænt um þá viður- kenningu. Hvar sem Sigvaldi Kaldalóns og kona hans fengu búsetu varð heimili þeirra nokkurs- konar miðdepill bygðarlagsins. Heimili þeirra var altaf aðlað- andi, andi húsbóndans og um- hyggja húsmóðurinnar gerðu það að verkum. Það var við- burður í lifi margra að koma þar, tala við þau og hlýða á þegar læknirinn settist við flygelið, sem var hans yndi alla tíð, við það var hann töframað- ur. Þar var altaf opið hús, skáld og listamenn voru þar heima- gangar og dvöldu þar sumir langdvölum. Á sönglögum Sigvalda Kalda lóns veit jeg enga tölu, en þau eru mörg. Læknastúdentinn sem var að fást við tónsmíðar í laumi i æsku sinni varð eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinn- ar, svo að nú má heita að ekki sje haldin söngskemmtun í land inu svo að ekki sjeu þar eitt eða fleiri lög eftir hann. Að nefna einstök lög hjer yrði of langt mál. Við sem þektum Sig- valda Kaldalóns vel og kom- um oft til hans undruðust frjó- semi hans. Þau voru ekki fá hefðu orðið. Þar kom líka að góðu haldi að hún er lærð hjúkr unarkona og var fær um að ljetta morgum læknisstörfum af veikum herðum manns síns og hún hjúkraði honum í lang- varandi og erfiðum veikindum alt til síðustu stundar. Vegna þessarar kærleiksríku um- hyggju hennar urðu Kaldalóns- lög íslensku þjóðarinnar bæði fleiri og fegurri. Þrjú börn þeirra hjóna eru nú uppkomin og gift; elstur er Snæbjörn lyfjafræðingur, þá Sigvaldi Þórður garðyrkjumað- ur, en yngst er Selma kona Jóns Gunnlaugssonar stud. med. Söknuður vandamanna og vina er að vonum mikill eftir slíkan mann sem Sigvaldi Kaldalóns var, en það mildar sorgina að á minninguna ber enga skugga. Þakklæti yfir að hafa notið vináttu hans og trygðar er efst í huga þeirra sem þektu hanh best. Og þó hann sje nú horfinn yfir landa- mærin mun hann mörgum öðr- um fremur halda áfram að vera á meðal vor. Meðan íslensk lög verða sungin gleymist nafn hans ekki. Ragnar Ásgeirsson. fá flus- vjelamóðurskip London í gærkvöldi. ATTLEE, forsætisráðherra. afhenti Frökkum í dag breska lögin sem hann átti eftir að 'flugvjelamóðurskipið Coloss- rita á blað þegar heilsan bilaði ^es. Fór afhendingin fram í algjörlega fyrir tveim árum síð ^Portsmouth með mdkilli við- an. Eitt hið síðasta var við höfn, en franska stjórnin fær kvæði Gríms Thomsens um Svein Pálsson og kóp. Hann var 'smekkvís og fundvis á ljóð og skipið að láni til 5 ára. Collosses tók þátt í stríðinu gegn Japönum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.