Morgunblaðið - 29.08.1946, Side 10

Morgunblaðið - 29.08.1946, Side 10
10 MORGUNBEAÐIÐ Fimtudagur 29. ágúst 1946 Sf ’ §| WmSkMÍb jMjfc .lljeS; 40. dagur Hann sagði þeim ekkert frá þeim frjettum sem hann hafði fengið hjá mönnunum, sem þau mættu, að hitasótt væri komin upp meðal uppreisnar- þrælanna og að þeir liðhlaupar hefðu nú dreifst út um landið. Þrír af þeim höfðu verið skotn ir, er þeir voru að ránum á búgarði hans. Hann steig á bak múlasnan- um og lagði aftur á stað niður að fljótinu, og hjelt síðan niður með því. Honum var ekki rótt út af þessum frjettum, að negrarnir væri farnir að dreifa sjer um bygðina. Síðan kvöldið góða, að ellefu þeirra voru drepnir, og hinir höfðu orðið að flýtja, höfðu þeir hafst við á hólma úti í fljótinu. Það var auðvelt að hafa gát á þbim þar. En er þeir höfðu dreift sjer, þá mátti búast við því að þeir gerðu árásir úr öllum áttum á nótt- unni. Þó var hann ekki mjög hræddur um það að þeir myndi ráðast á Bel Manoir aftur. Og það voru margir aðrir búgarð- ar og geymsluhús, sem hægt var að ræna. Þeir höfðu aðeins ráðist á Bel Manoir vegna þess, að þeir hötuðu Elías Sharp og alla Caniusfjölskylduna, og eins vegna þess, að áður höfðu gengið miklar sögur af þeim auðæfum, sem þar væri. Það var að minsta kosti engin hætta á að þeir gerði árásir í björtu. Nú var hann á leiðinni til að sækja prestinn, því að Amedé de Leché varð að ná prests- fundi svo hann yrði sáluhólp- inn. Þetta var trú þeirra, — en undarleg trú var það. Mac Tavish var kallaður trúlaus. Afi hans hafði verið í Frakk- landi og komist þar í kynni við skoðanir Voltaires, og eftir það voru þ'eir Tavisarnir trú- lausir. Og nú var Mac Tavish á leið inni til að sækja prest, föður Desmoulius, sem var vinur hans, þrátt fyrir allt. Faðir Demoulius var miklu frjáls- lyndari heldur en safnaðarfólk hans, enda hafði hann alið mestan aldur sinn meðal Indí- ána, Negra og Sabina, og taldi þá ekki síður guðsbörn heldur en ríka fólkið í New Örleans og á búgörðunum. Mac Tavisk hafði ekki frjett neitt af honum æði lengi, en bjóst við að hann mundi vera heima í Beaupré. Annað erindi átti Mac Tav- ish líka. Han nætlaði að reyna áð ná í bát, svo að hann gæti sent þær aðkomukonurnar til New Orleans. Það var miklu öruggara en fara landleiðina. Hann vildi losna við þær sem fyrst. Það var ekki gott að hafa tvær konur frá Nýa Englandi sem gesti í hinu dæmda sloti, Bel Manouir. Þær áttu þar ekki heima og ekkert gott leitt af dvöld þeirra. Hann var þreyttur. Hann tók ekki eftir því fyrr en hann var kominn nokkuð á leið. Og um leið og hann fann það, settist að honum dapurleiki einstæð- ingsskaparins og aldrei þessu vant varð hann kvíðandi og kjarklaus. Hann var að hugsa um ör- lög Amedé og honum fannst þau vera táknræn fyrir örlög heilla ætta þar í landi, þar á meðal ættar hans, ætta, sem höfðu hafist upp úr fjöldanum, en síðan hnignað og tapað krafti sínum og manndómi. — Hjer fúnaði allt í hitanum og rakanum. Hjer var allt í ökla eða eyra, aðeins tveir flokkar manna, auðmenn og öreigar. Þetta var ekki land fyrir hvíta menn. Negrarnir þrifust hjer ágætlega. Það gat líklega orð- ið óskaland þeirra. Og þegar hann var að hugsa um þetta, mintist hann þess að hvorki hann nje ættingjar hans hefði í rauninni nokkurn tíma átt hjer heima, því að það var eitt hvað í blóði þeirra og eðli, sem ekki gat samrýmst iðjuleysinu, hitanum, kryddaða matnum og sterku ilmvötnunum. Hann fann það nú að hann hafði aldrei átt samleið með fjelögum sínum, mönnum eins og Amedé de Léche-og Chau- vin Boisclair. Hann hafði altaf haft viðbjóð á háttum þeirra, letinni, einvígunum, drykkju- skapnum og lausunginni. Stund um hafði þessi andúð hans brot ist út í öfugstreymi, þannig, að hann langaði til að ganga fram af þeim í öllu, drykkju- skap, lausung og löstum. En á eftir fjekk hann andstygð á sjálfum sjer, því að hann fann að þetta voru falsaðar lysti- semdir, og honum fanst hann verða eins og epli, sem var rautt og fagurt að utan, en orm etið og úldið að innan. Nei, hann átti enga samleið með þeim, og þeir ekki með honum. „Það er vegna þess að skotskt blóð rennur í æðum mínum“, hugsaði hann. Hann hafði altaf verið fram farargaður. Hann hafði jafnan brennandi löngun' til þess að breyta háttum til hins betra. Ungir og hraustir menn áttu ekki að hokra með konum, drekka sig fulla, eta yfir sig og láta þræla stjana undir sig. — Þeir áttu að hafa meiri metnað og líf þeirra átti að verða starf og stríð. Ungur maður átti að elska konu sína og eiga börn, ekki til þess að fullnægja kyn- hvöt sinni, heldur til að end- urnýja sjálfan sig í nýrri og hraustri kynslóð. Fyrir honum var nú svo komið að arfur feðranna var farinn forgörðum. Hinn mikli búgarður hans var í rústum. ■— Það var ærið verk að endur- reisa hann. En var það ekki gagnslaust að reyna að endur- reisa nokkuð í þessu fagra óláns landi. Hvaða gagn var að því hjer, að reyna að ala upp hraust afkvæmi, þegar það var dæmt til þess fyrir fram að fara í hundana? ★ Ekki fann hann neinn bát og ekki sá hann neina mann- lega veru, nema gamla negra- kerlingu, sem horfði skelfd á hann og flýtti sjer í felur. Þegar hann hafði ferðast í tvær klukkustundir sá hann turnspíruna á kirkju Jóhann- esar skírara rísa úr móðunni. Og þegar hann kom nær, sá hann að reyk lagði upp af litlu húsi, sem stóð skamt frá kirkj- unni. Það var eitthvað vin- gjarnlegt við þennan reyk, og hugur hans fyltist þakklæti til prestsins, sem hafði haft kjark til þess að vera kyrr hjá leif- um safnaðar síns. Hann fór af baki við hliðið. Hann var orðinn stirður af því að sitja á múlasnanum svona langa leið. Hann barði að dyr- um og þær voru þegar opnaðar og út kom faðir Desmoulius sjálfur, brosandi á svip. — Á bak við hann gægðist Céliméne, gamla negrakerlingin, sem ekki vildi yfirgefa hann. Hún brosti út undir eyru þegar hún sá hver kominn var. Henni þótti vænst um Mac Tavish, að und- anteknum prestinum, og oft hafði hún beðið hina heilogu mey um það, að Mac Tavish tæki rjetta trú svo að hann kæmi ekki að luktum dyrum himnaríkis hinumegin. Því að Mac Tavish hafði altaf verið góður við Svertingjana. Gamli presturinn sagði: — „Góðan daginn, sonur minn“, og Mac Tavish sagði: „Góðan daginn, faðir“. Og svo tókust þeir í hendur, fast og innilega. „Þú kemur eins- ok kallaður í morgunkaffið“, sagði prestur. „Jeg má ekki tefja“, sagði Mac Tavish. „Jeg er kominn til að sækja yður. Amedé de Le- che er að deyja“. „Guð sje oss næstur“! hróp- aði gamla konan og krossaði sig. „Veslings drengurinn“. Mac Tavish hvolfdi í sig ein um bolla af kaffi og svo stigu þeir presturinn báðir á bak múl asnanum og lögðu af stað til Bel Manoir. Amedé de Léche, seinasti karlmaðurinn í þeirri fjöl- skyldu, andaðist í dögun. Við dánarbeð hans voru að eins tvær framandi konur. Hann fekk hægt andlát, og það gerði svo sem ekkert til þótt faðir Desmoulius væri ekki kominn til að hughreysta hann. Agnes tók fyr eftir því, að hann var dáinn. Hún hafði aldrei fyrr sjeð mann deyja, en hún tók þegar eftir því þeg- ar hann skildi við. Tam frænka hafði sofnað sem snöggvast. Lengi sat Agnes og horfði á líkið og hugur hennar reikaði til ókunnra landa. Hún grjet, en það vaí ekki af því, að hún gæti saknað hans, heldur af hinu að hann skyldi deyja svo ungur. Hann var áreiðanlega ekki eldri en Davíð bróðir hennar. Og á þessari stundu var eins og alt hið barnslega í henni hyrfi fyrir návist dauð- ans, það var eins og hún þrosk- aðist að æðri visku frammi fyr- ir dauðanum. Þannig sat hún nokkra stund, eins og í leiðslu. En svo reif hún sig upp úr því og vakti Tam frænku. „Hann er öáinn“, sagði hún. Það var eins og Tam frænka ætti bágt með að átta sig á því hvar hún væri og við hvað Agnes ætti. En svo sagði hún hugsunarlaust: „Það er guðs vilji“ Svo áttaði hún sig og sagði: „Jeg ætla að vera hjá honum. Farðu og sæktu þá Ce- sar og Mac Tavish“. Sagan af Gullsmiðsdóttirinni 5. Segist hún vera glaðari en svo, að þessi fatamissir geti hryggt sig; segist hún skuli útvega honum föt — miklu íallegri en þau, er keisarinn hafi farið með, og skuli hann ekki sýta yfir þessu lengur. Síðan fara þau að sofa og sofa af um nóttina. — Þegar Sigurður vaknar um morguninn, er konan horfin úr rúminu frá honum. Verður hann þá hræddur um, að hún muni hafa lagt trúnað á það, sem keisarinn hafi sagt kvöldið áður, og muni hún nú alveg vera búin að yfirgefa sig; en þegar hann er að telja harma- tölur sínar, vindur henni inn með fullt fangið af skraut- legum fötum, sem hún hafði keypt, og segir honum, að nú sje best fyrir hann að klæða sig. Varð Sigurður glaður við þetta og flýtir sjer í fötin, sem voru svo fögur, að vel hæfðu kóngssyni. Síðan segir hún, að hann skuli nú ekk- ert gera í dag nema skemmta sjer. Voru þau síðan á gangi allan daginn fyrir utan glugga keisarans, því að hún þótt- ist vita, að í því mundi honum vera mest stríð, að sjá þau saman og Sigurð svona fagurlega búinn. Talar Sigurður um við hana, að sig langi til að fara heim og finna föður sinn. Tekur hún þessu vel og segir að gullsmiðurinn, faðir hennar, sje nógu ríkur; hann geti bæði keypt skip til ferð- arinnar og útvegað menn á skipuð. Verður þetta fast- ráðið á milli þeirra, og fara þau síðan að búast til ferðar. Kvöldið áður en þau fara af stað, segist kona Sigurðar þurfa að vera heima hjá föður sínum þessa nótt, og leyfir hann henni það. Fer nú gullsmiðsdóttirin heim og skrif- ar brjef; síðan klæðist hún í hvítan kjól, setur blæju fyrir andlitið og fer inn í garð keisarans og settist á bekk, sem stóð fast undir glugganum hans. Keisarinn var til hálfs búinn að afklæða sig, þegar honum verður litið út um gluggann; sjer hann þá, hvar kona situr á bekknum; lýst honum hún íturvaxin, og fögur yfirlitum; ræður hann sjer ekki en stekkur út á brókinni. Sest hann hjá konunnl og taka þau tal með sjer. Spyr keisarinn, hver hún sje, en hún segist vera dóttir karls og kerlingar í kotinu út í skóginum; hafi þau látið það berast út, að hún væri Unglinga vantar til að bera blaðið til kaupenda um næstu mánaðarmót, við: Laugaveg Óðinsgötu Barónsstíg Grettisgötu Við flytjum blöðin heim til barnanna. Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. Ytfjor^VLnLÍa^i^ Byggingameistarar- Húseigendur Hurðir, gluggar, eldhúsinnrjettingar. Efni fyrirliggjandi. ^JréámJjaa (JiL Máfahlíð við Hagamel. — Sími 1944.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.