Morgunblaðið - 29.08.1946, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói:
Hægviðri úrkomulaust, — en
skýjað.
Fimtudagur 29. ágúst 1946
Finnbjörn Þorvalds-
son 3. í 100 m. í
Kalmö
MIKILL fjöldi bestu íþrótta-
manna, sem þátt tóku í Evrópu
meistaramótinu í Osló, eru nú
í Svíþjóð og keppa þar á mót-
um.
S.l. þriðjudag vann einn ís-
lensku íþróttamannanna, Finn-
björn Þorvaldsson, það afrek
að verða 3. í 100 m. hlaupi í
keppni í Malmö. Hljóp hann
á 10,9 sek. Fyrstur í þessari
kppni var Baily, en annar varð
Evrópumeistarinn Englending-
urinn Archer. — Baily, sem
varð fyrstur, er breskur ríkis-
borgari, og hefir í sumar reynst
besti 100 m. hlaupari Englend-
inga, en hann fjekk ekki að taka
þátt í Evrópumeistaramótinu
vegna þess, að hann er ekki inn-
fæddur Evrópumaður.
Langferðabifreið
fer um Siglu-
fjarSarskarS
Siglufirði, miðvikudag.
Frá frjettaritara vorum.
FYRSTI langferðabíllinn
kom hingað yfir Siglufjarð-
arskarð í gærkvöldi og byrj-
ar í dag fastar áætlunarferð-
ir þrisvar í viku hjeðan inn
yfir eins lengi og bílfært er.
Þetta er bíll frá Bifreiðastöð
Badvins á Sauðárkróki og
stjórnar eigandinn, Baldvin
Kristjánsson, sjálfur bílnum,
sem er 18 manna.
Ferðin hingað gekk vel. Ó-
bílfær er aðeins 600 metra
kafli af fjallveginum og
menn stórlega undrandi að
ekki er'lagt meira kapp á að
gera þann kafla svo að fult
vegarsamband fáist. Er nú í
ráði að Ríkisverksmiðjurnar
sendi nokkra flokka sjálf-
boðaliða til að vinna að þessu,
en eins og nú er verða far-
þegar að ganga þenna spöl
milli endastöðvar Sauðár-
króks- og Siglufjarðarbílanna
og bera farangur sinn með
sjer,-— Jón. .
- Parísarfunduriiin
Frh. af bls. 1
álitu, að allar þjóðir hefðu rjett
á að bera fram tillögur og
kynna skoðanir sínar.
Landakröfur Frakka.
Á fundi nefndar þeirrar, sem
fer með pólitísk og landfræði-
leg málefni Ítalíu fjekk ítalsk-
ur fulltrúi tækifæri til að tala
máli þjóðar sinnar. Hann kvað
ítali fúsa til að láta af hendi
nokkuð landsvæði, til þess að
sambúð þeirra og Frakka yrði
sem vinsamlegust í framtíðinni,
en hinsvegar liti ítalska stjórn-
in svo á, að ef landspildur þær,
sem Frakkar, samkvæmt tillög-
um utanríkisráðherranna, eiga
að fá, verði teknar af Italíu,
bíði öryggi landsins í framtíð-
inni mikið tjón.
Sigursælt handknattleikslið
Sænska ríkið styrkir
Hauka-stúlkurnar, sem unnu hraðkeppnina: Talið frá
SÆNSKA ríkið hefur á-
kveðið að veita einum ís-
:lenskum stúdent fjárstyrk til
náms í Svíþjóð, skólaárið
1946 til 1947.
Styrkur þessi er 2350
sænskar krónur. Af þeim eru
450 krónur reiknaðar í ferða-
kostnað. Eftirstöðvar til uppi
halds meðan á náminu stend
ur. Fræðslumálastjórinn til-
kynnti þetta í gær. En þang-
að ber umsækjendum að
snúa sjer. Stúdent sá er hlýt
ur styrkinn er frjálst um val
já námsgrein og skóla.
Bandaríkjaborgarar
hjer gefi sig fram
vinstri: Efri röð: Svanhvít Sigurjónsdóttir, Þorbjörg Magn-
.*> m _| ■ rjg
úsdóttix-, Kristín Þorvarðardóttir, og Sigurlaug Arnórs-
dóttir. Miðröð: Ilelga Guðmundsdóttir, Svava Júlíusdóttir
og Soffía Júlíusdóttir. Fremst: Rut Guðmundsdóttir.
(Ljósm.: Guðbjartur Ásgeirsson)
Fvrsta ísl. skipið, sem búið er
Radar væntanlegt í haust
FYRSTA íslenska skipið, sem búið verður radartæki, er
væntanlegt hingað til lands á hausti komanda.
Verið er að byggja skipið í
Svíþjóð, fyrir firmað Haraldur
Böðvarssón & Co. á Akranesi.
Þetta verður fiskiskip milli 70
og 75 rúmlestir að stærð. Smíði
þess verður væntanlega. lokið
'seinnipart októbermánaðar,
eða í byrjun nóv. n. k.
Radartækið er breskt. Það er
smíðað í Cossor Radarverk-
smiðjunum, en firmað hefir
umboð þeirra hjer á landi.
Haraldur Böðvarsson skýrði
blaðinu frá þessu í gær. Hann
gat þess og að hinir nýju tog-
arar, sem verið er að byggja í
Bretlandi, yrðu búnir þessum
tækjum.
Frá frjettaritara vorum
á Siglufirði.
FYRIR hádegi í fyrradag bár
ust síldarfrjettir til Siglufjarð-
ar. Höfðu flugmenn þeir er
leita síldarinnar sjeð nokkra
síld suðaustur af Horni. All-
‘mörg skip fóru þangað. Afli
þeirra mun yfirleitt hafa ver-
ið Ijelegur. Eitt skip fjekk ein-
ar 60 tunnur.
I gær var veðurblíða á öllu
veiðisvæðinu, en skip þau sem
á miðunum voru fengu einsog
að undanförnu mjög litla veiði.
í gær var reknetaveiði all-
sæmileg. Einn bátanna fjekk i
gær 60 tunnur síldar í 35 net.
Þetta mun hafa verið einn besti
dagur hjá reknetabátum. Síld-
ina veiddu þeir suðvestur af
Siglufirði.
Hýfl blað, Femina,
hefur göngu sína
NÝTT heimilis- og kvenna-
blað, Femia að nafni hefur
hafið göngu sína. Ritstjóri
þess er frú Sigríður Ingimars
dóttir, en útgefandi er Blaða
útgáfan h.f. Efni þess er fjöl-
breytt og frágangur nýstár-
legur. Með fylgir sjerstök
framhaldssaga, sem binda má
láta inn, er henni er lokið. Er
það Juanita, eftir Kathleen
Norris. Fylgja 8 síður með
hverju blaði. Þá er og sjer-
stakt munstur fyrir húfu og
peysu á 5 ára telpu.
Efni blaðsins er fjölbreytt
og myndirnar margar og fall
egar. Yfirleitt kemur það
ákaflega laglega og snyrti-
lega fyrir sjónir. Af efni má
nefna: Jeg gat aldrei sagt nei,
Bak við * grímu kvikmynda-
leikaranna. Sólböð, Maður-
inn við arininn (saga), Mynd
ir og frásögn úr kvikmynd
bygðri á óperunni Carmen,
Úr tískusölum Parísarborg-
ar, Telpukjólar, í nýtísku
ensku húsi, Svefn barnanna
o. m. fleira.
Reknir a£ götunum
LONDON: Scotland Yard hef
ir hert mjög á ákvæðum varð-
andi það, hvar bifreiðar mega
standa á götum Lundúnaborg-
ar. Verða allir, sem láta bif-
reiðar sínar standa á ólögleg-
um stöðum, sektaðir um háar
upphæðir.
ALLIR þeir búsettir á ís-
landi, sem öðlast hafa amerísk
ríkisborgararjettindi eru beðnir
að setja sig í samband við
Ræðismannsdeild Ameríska
Sendiráðsins, þai sem gengið
verður úr skugga um þjóðrjett-
arstöðu þeirra samkvæmt „Lög-
um um þjóðerni“ frá 1940. Þar
eð Þjóðþingi Bandaríkjanna var
nýlega slitið án þess, að frestað
væri lengur framkvæmd 404
greinar þessara laga geta sumir
þeirra, sem öðlast hafa Ame-
rísk ríkisborgararjettindi, mist
þau neína þeir komi aftur til
Bandaríkjanna fyrir 13. október
þessa árs.
Það er því mjög áríðandi að
allir, sem öðlast hafa Amerísk
ríkisborgararjettir.di setji sig
strax í samband við Ræðis-
mannsdeild Sendiráðsins.
Rannsóknáhögum
heríanga í
Breflandi
London í gærkveldi.
ATTLEE, forsætisráðherra,
hefir fyrirskipað stjórnardeild-
um þeim, er háfa með herfanga
að gera, að gefa skýrslu um
fangana og notkun vinnuafls
þeirra til þessa. Stjórnin mun
síðan taka skýrsluna til athug-
unar og birta yfirlýsingu um
fyrirætlanir sínar um framtíð
þeirra.
í sambandi við þetta sagði
talsmaður forsætisráðherrans
blaöamönnum, að stjórnin teldi
æskilegt, að ákvörðun yrði tek-
in um heimflutning fanganna,
hversu skjótt þeir verða send-
ir heim til Þýskalands og hverj-
ir verði látnir ganga fyrir.
Heimflutningur þessi mun þó
taka alllangan tíma, því stjórn-
in hefir fullan hug á, að gæta
þess, að nasistar meðal fang-
anna sjái sjer ekki leik á borði
og nái frelsi sínu, fyr en æski-
legt væri. — Reuter.
20.000 vestur
LONDON: Síðan styrjöldinni
lauk hafa 20.000 breskar kon-
ur, sem giftst hafa Bandaríkja-
hermönnum, fluttst vestur um
haf til Bandaríkjanna.
SOVJETRÍKIN 1946. — Sjá
grein á bls. 7.
„Infórmalion"
ræölrjamnlnga
Dana og íslend-
inga
K.höfn í gærkveldi.
DANSKA blaðið „Informat-
ion“ birtir ritstjórnargrein, sem
fjallar um skilnað Dana og ís-
lendinga. Segir þar, að íslend-
(ingar vilji gjarna, að Danir, bú-
^settir á íslandi, fái íslenskan
ríkisborgararjett, og hann hafi
margir þeirra þegar fengið.
Reglur sambandslaganna um
ríkisborgararjett sjeu tvímæla-
laust*' til meiii hagsbóta fyrir
íslendinga, búsetta í Danmörku,
en Dani, búsetta á íslandi, þar
sem hinir fyrrnefndu sjeu fleiri
en hinir síðarnefndu. Sennilega
verði þeir framvegis látnir
njóta þeirra rjettinda, sem þeir
njóta nú, en hinsvegar muni
reglur sambandslaganna um
ríkisborgararjett verða úr gildi
numdar, þannig að þeir, sem
hjer eftir taki sjer bólfestu í
öðru hvoru sambandsríkjanna,
njóti ekki þar rjettinda á borð
við heimamenn. Segir í grein-
inni, að skrítið sje það, að ís-
lendingar skuli alltaf vera að
lýsa því, hve mjög þeir óski
eftir að halda sambandinu við
Norðurlönd, en svo vilji þeir
hinsvegar ólmir afnema gagn-
kvæm ríkisborgararjettindi, en
þau sjeu ekki nema óveruleg-
ur vísir að sameiginlogum ríkis
borgararjetti Norðurlandanna.
íslendingar hafi að vísu veitt
Færeyingum fiskveiðirjettindi,
en þó ekki nema til málamynda.
Segir blaðið, að íslenskir
kommúnistar hafi þegar eftir
sambandsslitin viljað koma á
samtökum íslands, Grænlands
og Eæreyja til þess að vega á
móti freistingum frá Banda-
ríkjamönnum. Hjer hafi þó
frekar verið að ræða draumóra
en raunveruleika. Hugsanlegt
sje þó, að hægt verði að finna
samningsgrundvöll. íslending-
ar vilji fá fiskveiðirjettindi við
Grænland, ef samskonar rjett-
indi eiga að fást Færeyingum
til handa við ísland. Vonandi
verði þó ekki samið á þessum
grundvelli. Danir hljóti að geta
veitt Færeyingum hlunnindi,
sem jafnist á við þau óverulegu
hlunnindi, sem Færeyingar hafi
hingað til haft á íslandi. Blað-
ið segir, að handritamálið komi
ekki sambandslögunum við, en
verði þó sennilega rædd á fund-
um samninganefndanna.
Að lokum segir í greininni,
að sambandið milli Danmerk-
ur og íslands hafi verið kulda-
legt eftir að Danmörk var leyst
úr höndum Þjóðverja. Margir
íslendingar hafi síðan komið til
Kaupmannahafnar og undrast
þetta. Nú muni í Reykjavilí
koma í ljós, hvort hinn brott-
hlaupni maki Danmerkur sja
góður viðurfangs eða skap-
vargur. — Páll.
LONDON: Atkvæði hafa ver-
ið greidd um það í bresku borg-
inni Canterbury, hvort sýna
skyldi kvikmyndir á sunnu-
dögum. Var þetta samþykt með
2095 atkvæða meirihluta.