Morgunblaðið - 17.09.1946, Blaðsíða 1
16 síður
33. árgangur.
209. tbl. — Þriðjudagur 17. september 1946
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Meirihlufi í Færeyjum með skilnuði
Vesturlandamæri
Póllands ákveðin á
Potsda m ráðstefn u n n i
Holtov svarar Stuifgarl-ræðu Bymes
París í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
í KVÖLD var birt skýrsla, sem Molotov, utanríkisráðherra
Sovjetríkjanna ljet fulltrúa pólsku frjettastofunnar í París í
tje varðandi vesturlandamæri Póllands. Skýrslan er svar við
þ'essum atriðum í ræðu þeirri, sem Byrnes, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, flulti í Stuttgart nú á dögunum. Molotov mót-
mælir því harðlega, að óútkljáð sje um landamærin, því að á
ráðstefnu Trumans, Attlee og Stalin í Potsdam, hefði verið tekin
ákvörðun í þessu efni, og hefðu þeir allir þrír ritað nafn sitt
undir hana.
Segir Molotov, að það eina,
sem eftir sje að gera í þessu
efni, sj.e að staðfesta að form-
inu til þessa ákvörðun á ráð-
stefnu þeirri, sem haldin
verður til þess að gera frið-
arsamninga við Þjóðverja.
ÁkvörÖunin framkvcemd.
Molotov sagði, að ákvörðun
hinna þriggja stóru hefði
ekki verið pappírsgagn eitt,
því að strax hefði verið byrj-
að á framkvæmd hennar. í
meira en ár hefðu vestur-
landamæri Póllands verið
meðfram línunni Swine-
munde- Oder- Vestur-Neisse.
Stjórn hjeraðanna austan
þessarar línu hefði nú á ann-
að ár verið í höndum Pól-
verja. Frá 26. nóvember 1945
hefðu 2 milljónir Þjóðverja
verið fluttir frá Póllandi. í
stað þeirra hefðu Pólverjar
setst að í hjeruðunum austan
þessarar línu. Bandaríkja-
stjórn væri vel kunnugt um
þetta alt.
Breyting, útilokud.
Molotov sagði, að ekki
kæmi til mála að breyta á-
kvörðun hinna þriggja stóru
um landamæi'i Póllands.
Undirskriftir stórmenna
hefðu altof mikla þýðingu til
þess að þannig mætti fara að.
Sovjetstjórnin myndi aldrei
fallast á slíkt, þótt Byrnes
hefði gefið í skyn, að Banda-
ríkjastjórn væri í þessu efni
albúin þess að ganga á gerða
samninga.
Druknuðu sex.
LONDON. Nýlega druknuðu
sex breskir hermenn, sem voi'u
að æfingum á vatni einu í Ess-
ex. Talið er að vindkviða hafi
hvolft bát þeirra.
Bevin svarsr full-
Irúum Arabaríkj-
anna
London i gærkveldi.
ERNEST BEVIN, utanríkis-
ráðh. Bretlands, sat í dag fund
Palestínuráðstefnunnar. I ræðu
sem hann flutti á fundinum,
svaraði hann ræðum þeim, sem
fulltrúar Arabaríkjanna fluttu
í vikunni, sem leið, varðandi
lausn Palestínuvandamálanna.
Bevin lagði áherslu á það, að
breska stjórnin væri fús til þess
að athuga hverja þá tillögu um
Palestínumálin, sem Arabar
eða Gyðingar settu fram. — Að
ræðu Bevins lokinni, var fund-
um ráðstefnunnar frestað, til
þess að fulltrúum Arabaríkj-
anna gæfist færi á því að at-
huga sjónarmið þau, sem fram
komu í ræðu Bevins. Talið er,
að næsti fundur ráðstefnunnar
muni ekki verða fyrr en á fimtu
dag.
Svíar unnu Norð-
menn 3—0
Oslo, mánudag.
SVÍAR unnu Norðmenn
með þrem mörkum gegn
engu í landsleik, sem háður
var hjer í gær. 36.000 manns
horfðu á leikinn. Fyrsta
markið var sett á 39. mínútu
fyrra hálfleiks, annað mark-
ið á 33. mínútu síðara hálf-
leiks og það þriðja á 41. mín-
útu. Lið Norðmanna var
betra en búist var við, en aft-
ur á móti þótti ekki eins mik-
ið til Svíanna koma og álitið
hafði verið, þótt staðsetning-
ar þeirra væru með ágætum.
— Akselson.
Virðir vilja Fær-
Ma,
Mikill fögnuður vegna
úrslitanna
Knud Ki-istensen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, hefir lát-
ið svo um mælt, að danska
stjórnin muni virða vilja Fær-
eyinga varðandi sambandsslit
við Danmörku.
Á LAUGARDAGINN var fór fram þjóðaratkvæða-
greiðsla í Færeyjum um það, hvort Færeyingar vildu taka
stjórnarbót þeirri, sem Danir hafa boðið fram, eða að öðr-
um kosti segja sambandinu slitið við Danmörku. At-
kvæðagreiðslan fór þannig, að með sambandsslitum voru
greidd 5.633 atkvæði, en 5.458 atkv. á móti sambandsslit-
um og með því, að Færeyingar tækju tilboði því frá Dön-
um, er fyrir liggur. Ógildir og auðir seðlar voru 477. —
Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 68.5% kjósenda.
Þjóðaratkvæðagreiðsla þessi
fór fram samkvæmt samkomu-
lagi, er samninganefnd Dana
og Færeyinga gerði, er hún sat
á rökstólum í Kaupmannahöfn
í vor. Þar var ákveðið, að áður
en frekari aðgerðir færu fram
í málinu, skyldi leita eftir vilja
kjósenda í Færeyjum.
Járn finst í jörðu.
LONDON. Útvarpið í Moskva
hefir tilkynt, að mjög mikið af
járni hafi fundist í jörðu nærri
Krasnoyarsk í Síberíu.
Bílaþjófnaður
GERÐ var tilraun til að stela
bíl og öðrum var stolið nú um
helgina. Það voru tveir sænsk-
ir sjómenn, sem komið var að
að í bíl einum hjer á Lauga-
vegi. Var annar þeirra sestur
undir stýri bifreiðarinnar, er
komið var að þeim.
Öðrum bíl var stolið. Hann
fanst klukkutíma síðar vestur
á Öskuhaugum. Þá voru í hon-
um tveir ungir menn, er báðir
voru di'ukknir. Bílinn skemmdu
þeir ekki.
Öryggisráðið:
Gromyko vill fyrir-
skipanir til Grikkja
Vaxandi skilnaðarhugur.
Óhætt er að fullyrða, að úr-
slit þessarar atkvæðagreiðslu
kemur mjög mörgum á óvart.
Frameftir sumri litu menn svo
á, sem kunnugir voru í fær-
eyskum stjórnmálum, að eigi
kæmi til mála, að Færeyingar
samþyktu skilnað. En síðustu
vikur hefir viðhorfið breyst af
ástæðum, sem blaðinu er ekki
kunnugt um. Talið er líklegt,
að skilnaðarmönnum hafi fjölg
að í Eyjunum, vegna þess hve
tilboð Dana um stjórnarbót fól
í sjer litlar breytingar frá því,
sem verið hefir. Eftir því skyldu
Færeyjar í raun rjettri vera
amt í Danmörku eftir sem áð-
ur.
IKæra Egyplar vegna þrásetu
breskra hersveila!
New Yoi'k í gæx'kvöldi.
Einkaskeyti til Morgunbl. frá REUTER.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag til þess
að rannsaka kæi'u Ukrainu á hendur Grikkjum. Gromyko, full-
trúi Sovjetríkjanna, bar fram ályktun þess efnis, að öryggis-
ráðið krefðist þess af grísku stjórninni, að hætt yrði ofbeldis-
verkum á landamærum Grikklands og Albaníu og *-.ð lagðar yrðu
niður ofsóknir á hendur þjóðernisminnihlutum í Grikklandi.
Áður höfðu fulltrúar Ástr-
alíu og Hollands látið í ljós
I þá skoðun, að kæra Ukrainu
j væri eingöngu borin fram í
áróðui'sskyni, og vildi hinn
! fyrrnefndi láta taka málið af
dagskrá. Fulltrúi Hollands, van
Kleffens, vildi, að ráðið skipaði
þriggja manna undirnefnd, sem
í framtíðinni gæti sjeð svo um,
að ráðið þyrfti ekki að þvæla
tímunum sarnan um jafn á-
stæðulausa og hneykslanlega
kæru og þessi væri.
Kvörtun vegna herselu Breta
í Egyptalandi?
Fawzi, fulltrúi Egyptalands í
Öryggisráðinu ljet svo um mælt
í dag, að hann vonaðist fastlega
til þess, að ekki þyrfti til þess
að koma, að Egyptar yrðu að
bera fram kvartanir við Örygg
isráðið út af þrásetu hersveita
Breta í Egyptalandi. Hann
sagði, að undanfarnar vikur
hefðu farið fram samningaum-
leitanir um brottflutning her-
sveitanna, en ef þær gætu ekki
borið árangur, þá væri eina
leiðin fyrir Egypta að bera
fram kröfur sínar á alþjóða-
vettvangi.
Á móti tilboðinu.
Þátttakan í atkvæðagreiðsl-
unni er að vísu æði lítil, þegar
á það er litið, um hvað var ver-
ið að greiða atkvæði. Það vekur
og nokkra athygli, hve margir
seðlar voru auðir og ógildir, en
kunnugir menn telja, að það
stafi af því, að flokkur manna
í Færeyjum hafði tekið sig sam
an um að greiða atkvæði á þann
hátt, sem hlaut að gera seðlana
ógilda. Sem sje með því, að
skrifa á seðlana „nei“, er skyldi
þýða, að þeir höfnuðu samn-
ingatilboði Dana.
Fögnuður í Færeyjum.
Samkvæmt skeyti, sem hing-
að barst í gær, ríkti mikill fögn
uður meðal Færeyinga á sunnu
daginn, er úrslit atkvæðagreiðsl
unnar voru kunn. Fánar blöktu
við hún hvai'vetna um eyjar,
og flokkur manna hjelt heim
að Kirkjubæ, til þess að leggja
heiðurssveig á legstað hins
látna frelsisforingja Eyjanna,
Jóannesar Paturssonar, enda er
Framh. á 2. síðu.