Morgunblaðið - 17.09.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. sept. 1946 56. dagur „Það gerir ekkert til. Tam frænka er nógu rík. Hún hjálp- ar mjer. Hún er ekki sínk á fje, og vill helst eyða því í íerðalög11. „Nei, nú er mjer öllum lok- ið“. — Hún stóð á fætur. „Það er gott, og nú er best að þú farir. Og við skulum ekki hittast aft- ur fyr en við höfum afráðið hvað gera skal. En mundu það, að jeg er enginn stelpukrakki, sem þú getur farið með eins og þjer sýnist. Komdu aftur á morgun, því að þá höfum við jafnað okkur“. Hann gekk nær henni: „Viltu ekki semja frið og gefa mjer einn koss“. Hann brosti og hjarta henn- ar kiptist við. Með þessu brosi hafði hann alt ráð hennar í hendi sjer. Hana langaði til að hlaupa upp um hálsinn á hon- um og kyssa hann ofsalega hvað eftir annað, eins og hana hafði svo oft dreymt um. En hún sneri sjer undan og heyrði sjálfa sig segja: „Nei, jeg vil ekki kyssa þig. Þú ert stundum jafn smeðjulegur og hispurs- laus eins og kvensa“. „Eins og hvað?“ hreytti hann úr sjer. „Þú lætur eins og Ijettúðar- drós“. Svo rauk hún út. „Nei, nú er mjer öllum lok- ið“, sagði hann og skelti upp úr. En undir niðri sveið honum þetta. * Hann gekk inn í litlu stofuna og þar sat hershöfðingjafrúin með prjóna sína. Hún lagði þá frá sjer þegar hún sá hann og sagði: „Komið inn, Tom. Við skul- um tala saman“. Það var eitthvað í rödd henn ar og látbragði, sem honum geðjaðist ekki að. Það var eins og hún hefði sagt: Fyrst við er- um nú laus við þessar tvær leiðindaskjóður, þá skulum við skemta okkur! Hann langaði mest til að snúa aftur, en hann var kominn í mjög áríðandi erindagjörðum. Hann gekk því til hennar og klappaði henni á bakið. „Jæja, Louise frænka, þjer hafið fengið sendingu þar sem þær eru Agnes og Tam“. „Já, jeg skil ekkert í því hvað að þeim gengur. Tam var nú altaf skrítin, en nú er hún al- veg gengin af göflunum. Eins og við hershöfðinginn hefðum ekki við nóg vandræði að etja áður. Setjist þjer hjerna hjá mjer. Hjer hefir alt verið á öðrum endanum siðan þjer fór- uð. Þjer hafið ekki sagt mjer hvernig á því stóð að þjer hurfuð“. Tíann settist hjá henni. „Jeg var á leið út að vatninu í vissum erindum, og þá var mjer rænt. Jeg fór ekki, mjer var rænt“. Hún leit einkennilega á hann og sagði svo með áherslu: „Já, jeg get ímyndað mjer hvaða erindí það hafa verið“. Hann hló, vegna þess að hann vissi að hún ætlaðist til þess, og sagði: „Þjer vitið alt, Louise frænka“. „Það komu rauðir dílar í kinnarnar á henni og hún sagði: „Var hún falleg?“ „Já. mjög falleg“. „Segið mjer frá því. Þjer hafið aldrei sagt mjer neitt frá ástmeyjum yðar. Segið mjer nú alt, þjer mikla kvennagull“. „Það er ekki margt að segja. En það fór illa“. „Hvers vegna?“ Hann hló: „Það er löng saga að segja frá því, og sumt mun- uð þjer ekki skilja“. „Segið mjer það samt. Jeg skil meira en þjer haldið. Þjer vitið það að jeg hefi verið gift í rúm þrjátíu ár“. Honum lá við að hlæja. Svo skoplegt fanst honum það að þessi kona skyldi hafa verið gift hershöfðingjanum í þrjátíu ár. En þarna lá fiskur undir steini. Eftir þrjátíu ára hjóna- band vissi hún enn ekki neitt í ástamálum, en brann í skinn- inu eftir að fá að vita eitthvað. Þess vegna var það að hún naut þess, að henni væri klappað á bakið. Hann hugsaði: Það er best að segja henni sögu. Henni þykir gaman að því og svo hjálpar hún mjer í staðinn til þess að koma mínum málum fram við hershöfðingjann. Jeg verð að múta henni með sögu Svo hló hann og sagði: „Jæja þá, jeg skal segja yður alt. En munið að þjer báðuð mig um að segja frá. Þess vegna megið þjer ekki hneyksl- ast á því“. Augun í henni stóðu eins og hún væri að rýna út í fjarskann eftir einhverju. Hann heyrði að andardráttur hennar varð tíð- ari af eftirvæntingu. Hann var hinn rólegasti. Hann hallaðist aftur á bak í stólnum og sagði henni frá því, að hann hefði orðið ásthrifinn af málrómi stúlku, sem hann hefði aldrei sjeð. En hann gætti 'þess vel að reyna að koma í veg fyrir að hún hjeldi að það | væri barónsfrúin. Hann sagði að þessi stúlka ætti heima hin- um megin við götuna. ‘ Síðan | sagði hann söguna nokkurn veginn eins og hún hafði geng- ið, nema hvað hann sagðist hafa verið fangi hjá Pontehar- train vatni í stað Bel Manoir. Og meðan hann sagði frá hreyfst hann sjálfur af frá- sögninni og talaði af eldlegum áhuga. Og hin feita frú hreifst meir og meir og mátti best sjá það á því, að hún varð rauðari og rauðari í framan og æðarnar á handarbökum hennar tútn- uðu út. Hann hafði tvöfalda ánægju af því að segja sögu sína, í fyrsta lagi vegna þess hvað frúin komst í mikla geðshrær- ingu, og í öðru lagi vegna þess j að honum var unun að því að rifja upp alla atburðina. Hvað eftir annað laut hún áfram og það var eins og hún næði varla andanum. Og þá hvíslaði hún: ,,Ó, var það svona! Haldið þjer áfram! Flvernig fór svo!“ Og vegna þess að hann sá hvað henni leið, þá sagði hann henni ýmislegt, sem hann hefði varla sagt öðrum en karl- manni, og var undrandi á því að hún skyldi þola það án þess að rjúka upp Og hann hugs- aði með sjer: „Hún er eins og fallinn engill“. Aldrei hefði hún átt að fara til Louisiana. Það var ekki staður fyrir fólk frá Nýja Englandi. Svo lauk hann sögunni og sagði: „Og þetta er nú öll sagan“. En hún hvíslaði: ,.Já, var það svon7i“. „Já, það var svona“. Hún hallaðist þá aftur á bak í stólnum og lokaði augunum. Honum kom fyrst til hugar að liðið hefði yfir hana af geðs- hræringu, en svo sá hann að hún brosti ósköp ánægjulega, eins og barn í svefni. Svo opnaði hún augun, starði út í bláinn og mælti lágt: „Svona er það þá. Enginn hefir sagt mjer þetta fyr. Asninn sá arna, gamli asninn sá arna“. Svo leit hún á hann og sagði: „Þakka yður fyrir, Tom“. Nú er tíminn kominn, hugs- aði hann nú eða aldrei. „Þjer getið gert mjer mikinn greiða, frú Louisa“, sagði hann. Grunsemdarskugga brá sem snöggvast fyrir í augum henn- ar, en svo sagði hún: „Hvað er það. Jeg vil gera alt fyrir yður, Tom“. „Það er nú raunar ekki fyrir sjálfan mig. Það er fyrir de Lehe, barónsfrú — jeg á heima hjá henni“. „Var það hún, sem þjer sögð- uð frá?“ spurði hún hvatskeyt- lega. Hann Ijet sjer hvergi bregða. „Auðvitað var það ekki hún. En hún bjargaði lífi mínu, og fyrir það er jeg henni mjög þakklátur“. Svo skýrði hann henni ýtar- lega frá því, að hann hefði ver- ið lokaður inni í kofa, sem var að brenna, og hvernig baróns- frúin hefði þá stofnað lífi sínu í voða til þess að bjarga honum. Hann sagði að hana hefði borið þarna að af tilviljun. Hún heíði gert sjer ferð frá Martinique til þess að líta eftir eignum sínum. Fyrst hefði hún svo mist Améde frænda sinn og nú hefði hún mist frænku sína og stæði uppi einmana og úrræðalaus. Hershöfðinginn gæti hjálpað henni með því að gefa lausa innstæðu hennar í bankanum, er hann hafði lagt hald á. Hers- höfðinginn þyrfti ekki annað en gefa út fyrirskipan og þá væri alt í lagi. Hann kvaðst sjálfur mundi vilja gera alt sem hann gæti fyrir barónsfrúna. Hún leit kankvíslega á hann og spurði: „Er það nú víst að hún sje ekki stúlkan, sem þjer sögðuð mjer frá?“ „Já, það er alveg víst“. Hún hristi höfuðið. „Jæja, jeg skal reyna“, sagði hún. „En hershöfðinginn á nú við mikla erfiðleika að stríða, og hann er þungur á bárunni. Jeg lofa því að gera það sem jeg get, en það er óvíst að mjer takist þetta“. Svo braut hún upp á öðru. „Veit Agnes um ævintýri yðar?“ „Já“. „Og hvað ætlar hún að gera?“ „Jeg veit það ekki“. Hrólfur huglausi 12. íerðum þeirra, fyrr en þau koma þangað sem átti að beygja heim að hellinum. Þar lætur biskup tjalda. Síðan halda þau til hellisins þrjú saman: biskup, Katla og Hrólf- ur. Var skessa úti og fagnaði þeim vel og var mjög glöð. Sagði hún þá Kötlu allt um ætterni hennar, og þótti henni gaman að hitta móður sína, þó að hún á hinn bóginn væri undrandi yfir því að vera komin af tröllum í aðra ættina, og hálffeimin var hún við móður sína fyrst í stað. Dvelja þau dálitla stund hjá skessunni, og þegar biskup lagði af stað aftur, beiddist hún eftir því, að Katla fengi að vera hjá sjer, á meðan hann væri fyrir norðan; var það auðsótt. Trúlofuðust þau Hrólfur og Katla þarna, í viðurvist biskups og skessunnar. Þegar þeir biskup og Hrólfur komu aftur til tjaldanna, urðu sveinar biskups undrandi yfir því, að Katla skyldi ekki vera með þeim, en töluðu fátt um. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir koma norður að Hólum. Urðu þar fagnaðarfundir miklir bæði á milli biskupanna, og þá eigi síður milli sunnan-biskupsins og unnustu hans. Var þá slegið upp veislu, og giftust þau Skálholtsbiskupinn og biskupsdótt- irin. Dvöldu ungu hjónin dálítinn tíma fyrir norðan, áður en þau hjeldu heim á leið. Bað Hrólfur biskupsfrúna fyrir Kötlu næsta vetur, svo að hún fengi að menntast enn þá betur en orðið var. Lofaði hún því og var síðan haldið af stað, en Hrólfur varð eftir hjá foreldrum sínum. Á suðurleiðinni fór biskup til hellisins og sótti Kötlu, og þótti þeim mæðgum mikið fyrir að skilja. Gekk ferðin *;. írlendingur í Bandaríkjunum rakst á hund á förnum vegi, en hundurinn ljet illa og urraði grimdarlega. Ferðamaðurinn reyndi að taka upp stein til að fleygja að honum, en frost var á og steinarnir jarðfastir. — Skrítið land þetta, muldr- aði írlendingurinn. Steinarnir hafðir fastir, en óðir hundar ganga lausir. ★ Það var verið að þjálfa nýju lögregluþjónana og Casey var orðinn þreyttur. — Leggist á bakið, skipaði þjálfarinn, teygið fæturna upp í loft og látið sem þið sjeuð að hjóla. Hraðar nú! Casey, sparkaði út löppunum nokkrum sinnum og stoppaði svo. Barr lausan, ætlaði tafarlaust að framkvæma skipunina, upp- götvaði þá, að hann var strok- inn. ★ Norðmaður nokkur var færð- ur til aðalstöðva Gestapo í Osló, vegna þess að hann hafði heyrst segja eitthvað móðgandi um Þjóðverja. Þegar á Gestapostöðvarnar var komið, mótmælti sá norski, sagðist aðeins hafa sagt, að hann vildi fremur starfa fyrir 10.000 Þjóðverja en einn Breta. Nasistarnir urðu svo hrifnir, að þeir buðust til að útvega honum atvinnu? — En hvað gerið þjer eigin- lega? spurðu þeir. — Jeg er grafari, var svarið. — Casey, hrópaði þjálfarinn, hvers vegna í skrattanum held- urðu ekki áfram. — Jeg er að fara niður brekku, svaraði Casey. ★ Frjettaritari einn símar blaði sínu frá Tokyo, að óbreyttur hermaður í her Bandaríkjanna þar hafi nýverið fengið brjef frá unnustu sinni, með undir- skriftinni: „þín elskandi móð- ir“. í brjefinu skýrði hún her- mannsræflinum frá þvi, að hún hefði gifst föður hans. ★ — Ef jeg aðeins gæti fengið einhvern til að leggja þúsund krónur í fyrirtækið, gæti jeg grætt ögn af peningum. — Hvað mikið? — Þúsund krónur. ★ Herlögreglan í Missoula, Bandaríkjunum, fjekk nýlega skipun frá hermálaráðuneyt- inu um að láta James nokkurn (■■1111111111111111 llilllJdllltllllllllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIII IIMt | til leigu í Norðurmýri. | | Ársfyrirframgreiðsla á- i i skilin. Tilboð leggist inná | | afgreiðslu Morgunblaðsins i Í merkt: „606—809“. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Cæfa fyigir kringunum trúlofunar- frá Sigurþór Hafnarstr. 4 Reykjavík Sendir gegn póstkröfu hvert á land sem er — Sendij nákvœmt mál — Bílskúr I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.