Morgunblaðið - 13.10.1946, Side 6
fl
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. okt. 1946
Ung stúlka
Af sjónarhóli verkamanns
með gagnfræðapróf eða hliðstæða mentun
getur nú þegar eða síðar fengið atvinnu við
verslun mína.
L. H. MÚLLER,
Austurstræti 17.
«Sx^-$x^$x®k®x®x®kS>3x®«Sx®x®x®x®x®k®^x®x®xSx®x^<®x®>^®x®>3xS>^^x®>3x3>3x®x®k^x®>3x®>®>^
Húsgögn til sölu
| Vegna plássleysis er til sölu skrifborð, bóka-
hilla, stofuborð og nokkrir stólar. Húsgögnin f
eru mjög falleg og vönduð. Til sýnis á Njáls-
götu 26 frá kl. 1—9 í dag.
vantar mig sem allra fyrst. Má vera 1—3 her-
bergi og eldhús. Þeir sem vildu sinna þessu
leggi nöfn sín og heimilisföng, í lokuðu um-
slagi, inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir fimtu-
dag n. k., merkt: „Á. M. 13“.
Ásbjörn Magnússon.
Sníðanámskeið
Nýtt námskeið byrjar u mmiðjan okt. Kendar
nýjustu aðferðir. Allar uppl. á Grundarstíg 10.
Tekið á móti pöntunum fyrir síðara námskeið.
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR
meistari 1 kjólasaumi.
11 úsg ii g n
Útvega frá Danmörku húsgögn í fjölbreyttu
úrvali.
Fyrsta flokks vinna og frágangur.
Verðið mjög lágt.
Allar nánari upplýsingar hjá
HAFLIÐA JÓNSSYNI,
Njálsgötu 1, sími 4771.
Bragagata 6. Akranesi, er til sölu ef viðunandi
boð fæst. Tilboðum sje skilað fyrir miðviku-
dagskvöld á afgreiðslu blaðsins, merkt: „J. G“.
PETER SCHANNONG
Legsteinar
0. Farimagsgade 42. K0benhavn. 0.
Biðjið um verðskrá.
Á ÆSKUÁRUM mínum var j
það siður ferðamanna í vá-
lyndum veðrum, að staldra
við á kennileitum til að á-
kveða rjetta stefnu. Jeg held
að þetta hafi verið góður sið-
ur, sem vel mætti hafa til
fyrirmyndar enn, og þá ekki
síður í þjóðmálum. Að vísu
er enn vel ratljóst, en þó er
útlitið nokkuð ískyggilegt og
sviftivindar á köflum.
Mikið er rætt um dýrtíðina,
sem flestir telja staka ógæfu.
Jeg er þar ekki að öllu á sama
máli, því að vissulega hefur
hún orðið til þess að dreifa
verulegum hluta af stríðsgróð
anum út til almennings. Og
einnig hefur hún örfað til
ýmissra framkvæmda, sem
menn annars hefðu ekki þor-
að að ráðast í. Að vísu hefur
dýrtíðin komið harkalega við
gamalmenni, sjúka og öryrkja
og önnur olnbogabörn lífs-
hamingjunnar. En það hefur
altaf verið, og er enn, leikur
einn að bæta úr því, ef vilji
er til. Bótin fæst þó ekki nema
að iitlu leyti með almanna-
tryggingunum, þó að þau sjeu
spor í rjetta átt, nema þau
sjeu stór bætt.
En úr því að þjóðin bar
ekki gæfu til að hlýta gerðar-
dómslögunum, sem ein hefðu
getað komið í veg fyrir dýr-
tíðarflóðið, þá varð það að
skella yfir og rasa út. Lögin
voru að vísu gölluð, vegna
þess að þau bygðust á falskri
vísitölu og nokkru misrjetti
þegnanna. En gallarnir voru
ekki meiri en það, að vel var
hægt að leiðrjetta þá, ef vilj-
ann hefði ekki vantað hjá
öllum flokkum.
Nú er tími stríðsgróðans á
enda. Þjóðin er að vísu enn
hátt uppi, en hún á hvorki að
hækka eða lækka gengi gj ald-
miöils síns og lífsafkomu. Það
verður að halda áfram að
vinna og framleiða verðmæti,
því að okkar fámenna þjóð á
svo mikið ógert enn í okkar
stóra og góða landi. Það má
ekki koma fyrir að afkoma
sjómanna og verkamanna
versni á neinn hátt. Þessar
stjettir eiga það meira en skil
ið að þeim vegni vel, og það
er vel hægt að veita.
En vitanlega verður að búa
þannig að undirstöðu atvinnu
vegunum, að þeir geti borið
sig. Og til þess er besta leiðin
að hafa tvennskonar gengi.
Annað inn á við, sem er í sam
ræmi við núverandi kaup og
verðlag. Hitt út á við, miðað
við þarfir undirstöðu atvinnu
veganna og útflutningsversl-
unarinnar, en á þyí tvennu
veltur öll okkar afkoma.
Þetta ætti að vera hægt að
framkvæma þar sem þjóðin á
bankana, sem betur væru
sameinaðir í einn. Að vísu
verður þessu að fylgja strangt
eftirlit með utanríkisverslun-
inni, hvort sem um innflutn-
ing eða útflutning er að ræða.
En þess er líka full þörf. Yms-
ir óreyndir og óþroskaðir
menn hafa fyrir einhver mis-
tök náð altof miklum tökum
á versluninni, og hafa af
kunnáttuleysi sóað tugum
milljóna af gjaldeyri þjóðar- kvæmdum, eða fremja skatt-
innar fyrir allskonar skran,1 svik. E'n hvorttveggja er
sem keypt er altof háu verði, skaðlegt.
vegna skammsýni þessara! Mjög hefur borið á óhófs-
manna. En hinsvegar er þrosk eyðslu, skemtanafíkn og glys-
uðum og reyndum verslunum girni nú um tíma. Fjöldi
bolað frá, og'þær jafnvel of-
sóttar fyrir ímyndaðar yfir-
sjónir.
Það, sem verður að gerast í
viðskiptamálunum er þetta:
Banna innflutning á öllum ó-
þarfa, en gefa verslunina að
öðru frjálsa, eftir því sem við
verður komið. Þó verður að
gæta þess, að verslunin lendi
í höndum þeirra, sem hafa
kunnáttu og vit til að gera
haganleg innkaup.
Þó ríður enn meira á því um
útflutningsverslunina að hún
sje í rjettum höndum. Og þar
verður samvinna, aðstoð og
skilningur banka og ríkis-
stjórnar að koma til. Það
verður eðlilega að gera til-
raunir til að afla nýrra mark-
aða. En ef slíkt verður til að
eyðileggja góð og reynd við-
skiptasambönd, þá er það of
dýru verði keypt. Gunnar á
Hlíðarenda vildi heldur eiga
einn vin góðan en fleiri mis-
jafna. Þetta hefur verið svo
um marga íslendinga.
Það má kannske segja sem
svo, að með þessu fengist ekki
frjáls verslun, þar sem krafist
er aðskipta ríkisins og bank-
anna. En verslunin yrði þó í
höndum reyndra kunnáttu-
manna, sem eru færir um að
taka ákvarðanir og bera á-
byrgð gjörða sinna. Á það
jafnt við kaupmannaverslanir
og kaupfjelög. Það er enginn
vafi að slíkt yrði happasælla
fyrir þjóðina heldur en lands-
verslunar skriffinska ó-
reyndra og óábyrgra manna.
Svo eru það skattamálin.
Þau þurfa vissulega mikilla
lagfæringa við. Skattstiginn
er enn sá sami og meðan árs-
tekjur verkamanna voru rúm
ar tvö þúsund krónur. Þessu
þarf að breita verulega og
taka sanngjarnt tillit til þurft
arlaunanna, sem eiga að vera
að mestu skattfrjáls. Og það
verður að gefa mönnum kost
á að leggja nokkurt fje fyrir,
því að annars hætta þeir að
manna fer í luxusflakk og ger
ir sjálfa sig og þjóðina að at-
hlægi í augum erlendra
manna. Menn ferðast jafnvel
í eigin sprengjuflugvjelum til
fjarlægra landa. Unglingar og
óreyndur fjöldinn kaupir als-
konar glys og skran og heldur
að það sje fínt. Við þessu
verður að setja skorður. Það
má ekki svo til ganga, að f jár-
muunm og starfsorku þjóðar-
innar sje eytt til verra en
einskis. Þó að einstaklingarn-
ir eigi fjeð, þá bera þeir þó
ábyrgð á því gagnvart þjóð
sinni, að fara vel með það.
Allan þann iðnað, sem skap
ar verðmæti á að aðstoða með
útvegun efnivöru og nauðsyn
legum lánum. En sælgætismix
og fúskiðnaður á ekki tilveru-
rjett. Og það er full þörf á
ströngu eftirliti með dans-
krám, skemtistöðum og veit-
ingahúsum, hvað svo sem þau
heita.
En nú kemur að því, sem
ekki má nefna. Fyrir hönd
bænda er stöðugt gerðar harð
ar kröfur til ríkisins um als-
konar styrki og aðstoð. Jeg
efast um að bændur sjálfir
óski þessa. Þeir eiga eðlilega
að vera frjálsir um búrekstur
sinn og ráða verði afurða
sinna sjálfir. En þeir eiga þá
líka að bera ábyrgðina. Þjóð-
in er fámenn en landið stórt,
því verður að búa þar, sem
best er. Ræktaða landið og
vjelarnar gera það að verkum,
að færri bændur þarf nú en
áður til að fullnægja þörfum
þjóðarinnar um matvæli.
Þetta verður að skiljast þó að
mörgum þyki það leitt. En á
erlendum markaði er ekki
hægt að keppa um sölu land-
búnaðarafurða við aðrar þjóð
ir, sem búa við mildara lofts-
lag og margfalt betri skilyrði.
Styrkir og uppbætur verða að
hætta. Betra er þá að hætta
að telja landbúnaðarvörurnar
með í vísitölunni.
Verkamaður.
vinna að nauðsynlegum fram
^^<®X®<®<SxSx$X®xeX®KSx$<íxSXSx3»<$X$X®X®Xj»®<^K®H®>^K$x®>^x$>^3>®>3xJx^^<$X^^<®XÍX®X®X^
Síldveiðiskip
Mjög þekkt og gott vjelskip, rúmlega 100 tn.,
í ágætu standi, með „June-Munktek' vjel er
til sölu.
KRISTJÁN GUÐLAUGSSGN hrl.
JÓN SÍGURÐSSON lidl.
Austurstræti 1 Sími 3400.
«*£<®><®«®>^x®x®«$x§x$X$><$X$XÍX$x$x$k$x$x®«^K$x$x$x$xJx$x®X^<®x$<$x$>^$>3>^^x^<§xSx$X$X^<$>4x
^®X®X®X^<jX.XíxiX.Xíx'jx'«XtX.*'x»X'íx:'^<®X®x®X®>^x®xJx®X{X$Xgx®><®K®x®X$x®>^XÍX^^x«X®X®KSX®X®X$xSx$«®
MATARSALT,
gróft og fínt,
fyrirliggjandi.
(JcfCýert ^JJriótjánóóon (Jo.