Morgunblaðið - 13.10.1946, Side 7
7
Suipiudagur 13. okt. 1946 M.O R pj N B L A Ð IÐ
Gnsii Haildórsson verkfræðinffar:
IÐNAÐARMÁLIIM OG OFIMASMIÐURIIMN
Fyrri grein
i.
í FJÓRÐA HEFTI tímarits
iðnaðarmanna, sem út er kom-
ið fyrir nokkrum mánuðum,
birtist venju fremur rætnisleg
grein eftir ritstjórann herra
Sveinbjörn Jónsson, bygginga-
meistara og ofnasmið. Grein
þessi nefnist „Verkfræðingur
skrifar um iðnaðarnám“ og er
töluvert andfúl í minn garð
— en jafnframt skemtiiega
einfeldnisleg. Hefi jeg annríkis
vegna ekki getað svarað henni
fyrr en nú. En Sveinbjörn Jóns
son, sem ritstjóra tímaritsins,
verður víst að taka alvarlega.
Það sem gefur Sveinbirni
Jónssyni tilefni til þess að ota
hornunum, er grein er birtist
í septemberhefti ;,Jaðar“ og sem
heitir „Æskan krefst frelsis til
að læra“. Var grein þessi frá
minni hendi hugsuð sem hvatn-
ing til þess að afljetta þeim
hömlum, sem öllum er kunn-
ugt að til langframa hafa ver-
ið á því að ungir menn ættu
frjálsan aðgang að iðnnámi.
Er í greininni bent á þann
möguleika, að bygður verði
tæknisskóli er geti veitt mönn-
um hagkvæma fræðslu og æf-
ingu í að fara með vjelar og
verkfæri.
Sá hluti greinarinnar, sem
sjerstaklega kom Sveinbirni út
úr jafnvægi, var þessi:
„En þjóðin er enn á frum-
býiingsskónum. Og lepparnir
standa upp úr. Svo illa klædd-
ir komum vjer einatt til dyr-
anna. Svo blindir erum vjer á
þá miklu bók, sem opin stend-
ur. Svo dæmalaust lausir við
að skilja ljúðurhljóm tímans. —
Hinar hvellu raddir tækninnar.
Nótnabók hennar.
Það er ekki nóg að kaupa
vjelar og stilla þeim upp til
sýnis. Ekki frekar en að stilla
upp bókum, sem maður hefir
aldrei lesið. Hversu fallegur
sem kjölurinn er
Vjer þurfum að kunna að
lesa vjelar — eins og vjer les-
um bækur.
Vjer þurfum að læra skrifa
vjelar — eins og vjer skrifum
bækur.
Vjer þurfum að lagra að yrkja
í málma. Yrkja ferskeytlur og
hringhendur í vjelum. — Gæða
þær lifandi hteyfiorku. Skapa
þeim hjörtu og lifur og lungu.
Vjer þurfum að opna íslenskri
æsku þá dásamlegu hugar-
heima, sem tæknin fæddist í
og ólst upp í — frá því að villi-
maðurir.n smíðaði sjer hina
fyrstu öxi, þangað til vísinda-
maðurinn sprengdi atómið.
Oss ber að opna þessa heima,
enda þótt vjer sjálfir komumst
aldrei nema skammt innfyrir
dyrnai'.
I dag eru iðngreinarnar lok-
aðar í þessu landi. Harðlæstar.
Aðeins örfáir unglingar fá á
ári hverju að læra. Mest fyrir
kunningsskap eða af tilviljun.
Ekki fyrir að þeir skari fram
úr öðrum unglingum.
I dag er hinu tæknislega upp
eldi þessara ungu manna — að
ekki sje talað um uppeldi
þeirra, sem enga skólun fá —
svo sorglega áfátt, að leitun
mun á jafn herfilegu ástandi
um víða veröld.
Slitrótt og losaraleg kensla.
Upplýsingar á snöpum, milli
sendiferða. Gefnar af mönnum
sem ekki hafa tíma til þess. Oft
ekki heldur kunnáttu eða
þroska.
Hvernig getum við búist við
að hjer rísi upp samkeppnishæf
iðnaðarstjett, meðan þetta
ástand varir?
Skorturinn á iðnlærðum
mönnum er svo sár, að vjelar
og verkstæði eru ekki nýtt
nema að litlu leyti miðað við
þarfir. Hægt er að nefna heil
verkstæði, sem ekki eru starf-
rækt af sömu ástæðu. Iðnlærðu.
mennirnir fást ekki. Hvað sem
í boði er. Á sama ttíma er reynt
að notast við fúskara til að
leysa af hendi þau störf, sem
eru alveg óumflýjanleg.
Þau mistök og þær tafir, sem
af þessu hljótast, kosta þjóðfje-
lagið ómæld töp.
Iðnnámslöggjöfin, sem í dag
útilokar fjölda áhugasamra
manna frá því að afla sjer
tæknilegrar hæfni og nevðir þá
út i raðir óhreyttra og lágt
launaðra verkamanna, er sann-
arlega eins og nátttröll, sem
brátt hlýtur að daga uppi og
verða að steini.
Hjer þarf að taka upp nýja
stefnu og þroskavænlegri að-
ferðir. Líkt og hafa vinir vórir
í Bandaríkjunum og víðar.
Leysa vandamálin með því
að höggva á hnútinn þegar þörf
in krefur, frekar en eltast vð
eldgamalt og úrelt fyrirkomu-
lag, sem engum er lengur í hag.
★
Aukin tæknileg fræðsla,
bæði bókleg og verkleg, er
þessu þjóðfjelagi nauðsynlegri
en flest annað.
Aukum þessa fræsðlu í barna-
og unglingaskólum. Látum ung
lingana byggja og setja saman
áhöld og vjelar og gera nátt-
úrufræðilegar tilraunir, sem
vekja áhuga og skilning á nátt
úrulögmálinu og á tækninni.
Veitum unglingum tækifæri
til þess að eyða smáskildingum
til efniskaupa og áhalda og til
sjálfstæðrar tilraunastarfsemi.
Slik áhöld þurfa að fást til
kaups í sjerverslunum. Árang-
uinnn getur orðið ómælanlegur.
Hugleiðum til dæmis aðeins
það gagn, sem heimurinn hefir
haft af starfsemi áhugamanna
í útvarpi og svifflugi.
Stofnum jalnframt fullkom-
inn tækniskóla. Útbúinn vjel-
um og áhöldum. Ráðum að þess
um skóla vel mentaða sjerfræð
inga í þeim iðngreinum. sem
nauðsyn ber að kenna. Gerum
vissar kröfur um kunnáttu til
inntökuprófs.Kunnáttu í ensku,
er gerir nemendanum fært að
njóta enskra og amerískra
tæknirita og tæknibóka. Bóka,
sem seint verða þýddar nema
að takmörkuðu leyti. Kröfur
um vissa kunnáttu í stærðfræði
og eðlisfræði.
Útskrifum síðan á tveim árum
iðnaðarmenn með nýsveina-
rjettindum. Eins marga og rúm
og tæki skólans og eftirsókn
ákveður!
— Á skóla þessum má jafn-
framt halda stutt námskeið í
ýmsum sjergreinum. Og þeim
gætu fylgt vottorð og nokkur
rjettindi, er teldust sem liður
í fullnaðarnámi ef viðkomandi
skyldi síðar vilja ljúka ný-
sveinaprófi.
Nýsveinapróf frá skóla þess-
um gæti hinsvegar gilt sem
þáttur í námi til vjelstjóra-,
iðnfræði- og verkfræðiprófs.
Tækniskólinn gæti loks fram
kvæmt ýmsar rannsóknir í sam
bandi við atvvnnulífið, í sam-
ráði og samstarfi við Atvinnu-
deild Háskólans. Á Tækniskol-
anum mætti halda framhalcts-
námskeið fyrir sveina og meist-
ara þar sem kendar væru ny;-
ustu aðferðir á ýmsum tækni-
legum sviðum og framkvæmdar
tilraunir.
Tækniskóli er starfaði á svip-
uðum grundvelli og hjer hefir
verið lýst, útilokaði ekki
að haldið væri áfram að iðn-
mennta menn eftir núverandi
leiðum, enn um skeið og sam-
hliða. En hann opnaði fjöldá
áhugasamra æskumanna nýjan
neim.
Með honum væri rutt úr vegi
þeirri torfæru, sem nú tefur
hvað mest vöxt og viðgang ís-
lensks iðnaðar og tæknilegra
framfara á öllum sviðum. Jafn
framt væri bætt úr því mis-
rjetti, sem nú leyfir einum en
bannar öðrum þegni þjóðfjelags
ins að læra og leggja stund á
hugðarefni sín.
Islensk æska heimtar frelsi
til að læra.
Ef vjer erum sannir íslend-
ingar, er það heilög skylda vor
að verða við þeirri mannrjetr,-
indakröfu.
Leyfum þeim að læra“.
II.
Herra Sveinbjörn Jónsson
sýnir fram á „fleipur og fljót-
færni“ mína, þar sem jeg ræði
um að opna þurfi iðngreinarn-
ar. Telur hann að þær standi
nægilega opnar og færir þessu
til sönnunar fram tölur iðn-
nema á öllu landinu og í Reykja
vík. En samkvæmt þeim stundi
nú þriðja eða fjórða hvert ung-
menni iðnnám. Þessi gífurlegi
fjöldi oíbýður honum svo mjög
að hann telur að ekki nái nokk
urri átt að veita fleiri nemend-
um iðnaðarmentun. — í þessu
er hin svo kallaða ,.sönnun“
Sveinbjf.rnar fólgin. Hætt er
við að ,,sönnun“ þessi verði
Ijettvæg fundin. Ekki síst þeg-
ar fyrir liggja álitsgjörðir
tveggja nefnda, er bera það
rheð sjer, að um brýnan skort
iðnaðarmanna í ýmsum iðn-
greinum er að ræða. Báðar
þessar nefndir, Iðnaðarmála-
nefnd Vinnuveitendafjelags ís-
lands og Rannsóknarnefnd um
sjerfræðingaþörf atvinnuveg-
anna, kynntu sjer þessar þarfir
eftir bestu föngum, og m. a.
eyddi jeg persónulega töluverð
um tíma í þessar athuganir í
báðum nefndunum og þótti
honum betur varið til þess held
ur en til skattyrðinga við Svein
björn.
En síðan grein mín í ,.Jörð“
og orðsending Sveinbjarnar
birtist, hafa báðar nefndirnar
unnið úr fjölmörgum brjefum
frá mönnum, sem árum saman
hafa gert árangurslausar til-
raunir til þess að fá að stunda
iðnnám. Jafnframt úr skýrslum
og brjefum frá mörgum kunn-
um atvinnurekendum. er telja
fram hve mörgum sveinum þeir
myndu vilja bæta við sig, ef
kostur væri á. Hafa báðar nefnd
irnar þegar skilað rökstuddu
áliti og hefir Vinnuveitenda-
f jelag íslands sent álitsgjörð og
tillögu iðnaðarmálanefndar-
innar til Alþingis og veitt þeim
fullan stuðning sinn. En álit
síðari nefndarinnar var sent
ráðherra.
Til fróðleiks má geta þess,
að umsækjendur þeir, er skrif-
uðu iðnaðarmálanefnd vinnu-
veitendafjelagsins og árangurs-
laust óskuðu eftir að komast að
við iðnnám voru 221 að tölu.
Af þessari tölu sóttu 84 um
að læra rafvirkjun, 36 ýmis-
konar vjelvirkjun, eldsmíði og
plötusmíði, 35 flugvjelavirkjun,
18 húsgagnasmíði. 14 útvarps-
virkjun, 8 húsasmíði, 5 múrara
iðn, 4 skipasmíði, 3 trjesmíði,
3 húsgagnabólstrun. 2 málara-
iðn, 2 úrsmíðí, 2 klæðskurð, 2
prentiðn, 1 pípulagningar, 1
hárskurð, 1 módelsmíði.
Þannig gripu iðnirnar raf-
virkjun og útvarpsvirkjun vfir
samtals 44,3% af umsækjend-
unum. En málm- og vjelaiðn-
aðurinn yfir ca. 33%. Þar af
flugvjelavirkjun sem eftirtekt
arverður liður.
Byggingariðnaðurinn taldi
samtals 17.6%, þegar með eru
teknir húsgagnasmiðir, en loks
sjest að tæknislegu greinarnar:
rafvirkjun, útvarpsvirkjun, vjel
virkjun, fkigvjelavirkjun, vjel-
smíði og önnur málmiðja, grípa
yfir samtals 77% af umsókn-
unum. Þessar greinar ásamt
byggingariðnaðinum ná þannig
samtals yfir nær 95% af öllum
umsóknum um iðnnám .
Það er eftirtektarvert að eng-
inn sótti um að læra bifvjela-
virkjun. Er þó vitað að mjög
skortir á að nægilega margir
hæfir bifvjelavirkjar sjeu fyrir
hendi, til þess að halda við þeim
j bílakosti, sem landsmenn hafa
| nú komist yfir. Bendir þessi
tregða því til þess að iðngrein
þessi sje ekki í sem bestu tækni
legu áliti og er áminning um,
hversu mikilsvert það er, að jðn
greinarnar sjeu ekki látnar úr-
kynjast. Iðnaðarmálanefntíinni
tbárust um 120 fullnaagjandi
j svör frá ýmsum iðnrekendum.
En þeir höfðu verið spurðir eft
irfarandi spurninga:
1. Hversu margir iðnlærðir
sveinar starfa hjá fyrirtæki
yðar?
2. Hversu margir lærlingar?
3. Hversu margir ófaglærðir
menn? (gerfimenn).
4. Hve marga sveina mynduð
þjer kjósa að hafa í vinnu, ef
þjer ættuð kost á þeim?
5. Hve margra lærlinga?
6. Hve marga ófaglærða
menn? (geríimenn).
7. Hvao teljið þjer, að jðn-
grein yðar geti veitt mörgum
sveinum atvinnu eins og sakir
standa?
8. Hversu mörgum lærling-
um?
9. Hvaða opinberar hömlur
teljið þier að helst standi fyr-
irtæki vðar og iðngreininni í
heild fyrir þrifum og eðlileg-
um vexti?
10. Annað, sem þjer kunnið
að vilja vekja athygli á.
— Auk þess að útfylla skýrslu
og svör við spurningum, skrií-
uðu ýms fyrirtæki nefndinni
ýtarleg brjef. Brjef þessi hníga
öll mjög í eina átt, sem sje þá:
1. Að skortur á kunnáttu og
afkastamönnum valdi iðnaðin-
um geysilegum erfiðleikum.
2. Að iðnlöggjöfin setji ó-
hæfilegar skorður fyrir töku
lærlinga og stýfi þar með vc-Jrt-
og viðgang iðnaðarins.
3. Að iðnlöggjöfinni sje um
að kenna, að svo fáir fagmenn
eru fvrir hendi.
4. Að þetta skerði ekki aðeins
sjálfsögð mannrjettindi ein-
stakra þjóðfjelagsþegna. heldrtr
sje þjóðinni sem heild til óþurft
ar.
5. Að ef islenskur iðnað'ur eigi
að geta dafnað, þá verði hann
að eiga kost á nægum úrvals-
verkmönnum, svo að hann geíi
keppt við hliðstæðan útlendan
iðnað.
6. Að verðlagsákvæði og
skattalöggjöf gangi of nærri
vjela- og bifvjelaverkstæðun-
um, þannig að erfitt sje að reka
þau, jafnvel á þessum tímum.
7. Að efnisskortur hefir hað
mörgum öðrum fyrirtækjum.
8. Að vaxandi óánægju gætiji
vegna sífelt aukinna afskifta og
íhlutunar hins opinbera um
rekstur iðnfyrirtækjanna, semi
færður hefir verið í óeðilegar
skorður á allar hliðar.
Línuuppsetning
Tilboð óskast í uppsetningu á ca. 1000 lóðum
af hvítri línu (100 öngla) í Reykjavík eða Hafn
arfirði. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir
20. þm. merkt: „línuuppsetning“.
AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI