Morgunblaðið - 13.10.1946, Síða 8
Sunnudagur 13. okt. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsía,
Auscurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.0o á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Er vilji fyrir hendi —
ÞEGAR NÝ SKÖPUN ARST J ÓRNIN var mynduð
haustið 1944, lágu þær grundvallar hugsanir að baki að
verja þeim fjármunum, sem þjóðinni hafði þá áskotnast, á
undanförnum stríðsárum, til þess að endurskapa fram-
leiðslustarfsemi þjóðarinnar með nýrri tækni á sviði at-
vinnulífsins. Til þess að framkvæmd slíkra áforma mætti
vel takast var höfuðnauðsyn að sætta sem flest öfl til sam-
taka og samvinnu. Það varð að girða fyrir innanlands-
óeirðirnar, tryggja gagnkvæman skilning og samúð stjett-
anna, skapa vinnufrið í þjóðfjelaginu.
Til þess að þetta mætti verða þurftu stjórnmálaflokk
arnir að gera sjer ljóst, að þeir þurftu að hafa víðsýni og
skapfestu til að láta víkja hin einstöku sefnusjónarmið
fyrir samræmdri stjórnarstefnu, er byggðist á samstarfi
. eða samræmingu fleiri og ólíkra sjónarmiða.
Þegar stjórnin var mynduð fylgdi forsætisráðherra
henni úr hlaði með þessum orðum: ,,Að þessari stjórn
standa menn, sem hafa í grundvallaratriðum sundurleit-
ar skoðanir á, hvaða þjóðskipulag henti íslendingum
best. Þeir hafa nú komið sjer saman um að láta ekki
þann ágreining aftra sjer frá að taka höndum saman um
þá nýsköpun atvinnulífs þjóðarinnar, sem jeg hefi lýst,
og sem er kjarni málefnasamningsins, og byggð er á því
þjóðskipulagi, sem íslendingar nú búa við. Það er svo
ráð fyrir gert, að áfram haldist sú skipan, sem nú er á
starfrækslu atvinnutækja í landinu. Rekstur einstaklinga,
fjelaga, bæja og sveitasjóða og ríkisins haldist. í hve
ríkum mæli hverju úrræði fyrir sig verður beitt, veltur
að sjálfsögðu nú sem fyrr, ýmist á framtaki hvers aðilans
um sig eða þingviljans eins og hann hverju sinni er.
Það er öllum þessum flokkum til ofs, að hafa sýnt þann
stjórnmálaþroska, að láta eigi deilur um stefnur standa í
vegi fyrir því mikilvæga höfuðhlutverki: nýsköpun at-
vinnulífs þjóðarinnar.“
Þjóðfjelagsaðstæður eru að sjálfsögðu ekki þær sömu
nú og haustið 1944. Meðal annars vegna þess að nýsköpun
atvinnulífsins er þegar vel á veg komin þótt framkvæmd
hennar sje ekki enn að fullu tryggð. í þeim efnum hafa
hins vegar þegar verið stigin svo stór spor að ekki verður
snúið við og reyndar heldur ekki numið staðar, nema
stórkostleg sónn verðmæta sigldi þar í kjölfarið.
Það verður að halda áfram á þeirri braut, sem við höf-
um verið, og riðja úr vegi þeim ásteytingarsteinum sem
fyrir verða.
Ef gera má ráð fyrir, að slíkur vilji sje almennt fyrir
hendi, og allar líkur benda til þess, er augljóst, að svipað
hugarfar verður að ríkja í viðhorfi flokkanna innbyrðis,
eða hjá meiri hluta Alþingis, eins og haustið 1944. Að sjálf
sögðu tekur þetta til allra flokka, en þingræðislega nægir
hver sú flokkasamsteypa, sem hefir að baki sjer meiri
hluta fylgi þingsms.
Það kann vel að vera, að áhugi sumra þingmanna sje
nú annar en áður fyrir framkvæmd fyrverandi stjórnar-
stefnu Hitt er víst, að áhugi almennings hefir í þessum
efnum ekki breytst.
Það sjerstæða fyrirbrigði liggur fyrir, að stjórnin hefir
sprungið, — ekki á framkvæmd stefnu sinnar, — heldur
á sjerstæðu máli, sem efnislega raskar á engan hátt við
grundvelli stjórnarsamstarfsins.
Verður ekki með öllu sjeð, hvaða áhrif slíkar aðstæður
kunna að hafa á tilraunir til nýrrar stjórnarmyndunar. En
málefnalegir örðugleikar til samstarfs ættu að vera því
minni sem minni ágreiningur er um stjórnarstefnuna.
Bætist þá einnig hjer við, að sá flokkurinn, sem utan i
stjórnarinnar stóð, hefir í vaxandi mæli lýst sig fylgj-'
a,ndi nýsköpunarstefnunni, þótt greint hafí á um fram-'
kvæmdaratriði.
li ibrijar:
UR DAGLEGA LIFINU
Bera Siglfirðingum
illa söguna.
FYRIR NOKKRU var á það
drepið hjer, að sænskir sjó-
menn, sem voru við síld-
veiðar fyrir Norðurlandi í
sumar bæru okkur illa söguna.
Var heldur lítið gert úr þessum
sögum hinna sænsku síldveiði-
manna. En nú er komið á dag-
inn, að þetta er enginn hje-
gómi. Islendingur í Svíþjóð
sendir mjer grein úr ekki ó-
merkara blaði en Göteborgs
Posten, þar sem mikið er gert
úr því á 1. síðu blaðsins, að
sænskir sjómenn hafi ekki
mætt nema dónaskap og kulda
hjá Siglfirðingum. Segir brjef-
ritari að mikið hafi verið um
grein þessa rætt og spyr hvort
ekki sje hægt að leiðrjetta
þetta á einhvern hátt, þar sem
Islendingar hafi orðið fyrir ó-
þægindum af þessum ástæð-
um.
Kvartanir Svía.
í GÖTEBORGS POSTEN er
það skipstjórinn á ,,Dagny“,
sem borinn er fyrir sögunum.
Hann kvartar yfir, að skip hans
hafi ekki fengið að leggjast við
bryggju á Siglufirði og hefði
þurft að liggja úti á firði í
slæmu veðri. Skipverjum hafi
verið neitað um mjólk, íslensku
stúlkurnar hafi ekki viljað
dansa við Svía og í .kvikmynda-
húsinu hafi þeir ekki getað
fengið nema barnasæti á 1.
bekk.
Skipstjórinn telur að annað
hljóð hafi verið í strokknum
fyrir stríð gagnvart Svíum á
Siglufirði, þá hafi þeir mætt
vináttu og kurteisi af íslend-
inga hálfu.
0
Sldljanlega ástæður.
ÞEIR, sem kunnugir eru á
Siglufirði um síldveiðitímann'
munu skilja ástæðurnar fyrirj
kvörtunum Svíanna. Mjólkur- 1
skortur hefir vSnjulega verið
mikill um síldveiðitímann og j
ekki stafar það af fjandskap
Siglfirðinga við íslenskar skips- !
hafnir, að ekki er hægt að
selja þeim mjólk. Þá er alkunna
að bryggjupláss er ekki það
mikið þegar síld berst, að hægt
sje að leyfa skipum, sem ekki
eru að landa síld að liggja þar
við bryggju. Þá þarf ekki að
skýra aðsóknina að kvikmyndaj
húsunum og þarf ekki Svía til
að verða vonsvikinn yfir að ná
sjer ekki í bestu sæti, þegar
fer að nálgast sýningu.
Neitun stúlknanna að dansa
við skipverja af ,,Dagný“ er
vafalaust annars eðlis og al-
þjóðleg, ef til vill getur góður
spegill gefið skipverjum skýr-
ingu á þeirri neitun.
0
Leiðrjettingar.
ÞAÐ ER GÖMUL reynsla að
það er hægara að koma vill-
andi sögu í erlend blöð, en að
fá leiðrjettingu á missögnum.
En vitanlega er það hlutverk
sendiráðs íslands í Stokkhólmi,
að reyna að koma leiðrjett-
ingum á framfæri. Ætti það að
vera auðvelt, því bæði er eðli-
leg skýring á kvörtunum Sví-
anna og svo hitt að fleiri dæmi
munu vera til þess að sænsk-
um sjómönnum sje vel tekið
hjer, en hitt.
0
Þingmenn draga um
sæti.
SPAUGILEGT atvik kom
fyrir er þingmenn drógu um
sæti sín s.l. fimtudag, er hið
nýja þing var sett. Svo er fyr-
irmælt í þingsköpum, að þing-
mönnum skuli hlutuð sæti. —
Er það gert á þann hátt, að
þingmenn draga kúlur úr kassa
á borði forseta, en númeraðar
kúlur eru i kassanum jafn-
margar og þingmenn eru. Sæti
eru og númeruð.
Þegar dregið var um sæti í
neðri deild á fimtudag, vildi,
svo til, að númer ráðherrastól-
anna voru í kassanum, og fóru
leikar svo að nokkrir þing-
menn drógu sæti í ráðherra-
stólum. Voru það Katrín Thor-
oddsen, Sigurður Bjarnason,
Gísli Sveinsson, Pjetur Otte-
sen og Jörundur Brynjólfsson.
Þau kunnu þessu illa, enda
bar þeim ekki sæti í ráðherra-
stólum. Ákvað forseti, að dreg-
ið skyldi á ný á næsta fundi,
föstudag.
0
Neitar að skifta um
sæti.
ÞINGMENN ljetu sjer þetta
vel líka, nema einn. Einar Ol-
geirsson, sem í fyrra skiftið
hafði dregið eitt besta sætið
í salnum, beint á móti áhorf-
endapöllum og heppilegt sæti
fyrir mann, „sem vill tala fyr-
ir fólkið“.
Forseti deildarinnar, Barði
Guðmundsson, ljet við þetta
sitja um hríð og hjelt áfram
sætadrættinum. En er allir
þingmenn deildarinnar höfðu
dregið sjer númer, nema Ein-
ar, ítrekaði forseti við hann að
draga. Einar sat við sinn keip
enn. Tilkynti forseti, að þar
sem aðeins væri eftir ein kúla
myndi hann sjálfur draga fyrir
háttvirtan þingmann.
Gerði hann það og kom upp
talan 13.
Laust þá upp hlátri miklum
á þingbekkjum.
Það vildi Einari til happs, að
flokksbróðir hans, Lúðvík Jós-
epsson dró fyrra sæti Einars og
skiftujpeir, þannig að Einar Ol-
geirsson heldur áfram hinu
góða sætinu!
MEÐAL ANNARA ORÐA . .
fiiiiiiiiiiiiimMiiiiiiiiiiiiiiiiiMmiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiirn
r
A melunum fyrir 25 árum
FYRIR 25 árum var hjer í
gerst á Melunum og á enn eft?
FYRIR 25 árum var hjer í
blaðinu pistill um Melana og
var hann svona: „Það virðist
máske óeðlilegt að tala um Mel-
ana, þegar verið er að ræða
bæjarlífið í höfuðborginni. •—
Melarnir sjeu utan við bæinn
og það líf, sem fari fram á þeim
móti ekki að neinu leyti það
sem gerist inni í bænum. En
allir vita, að Melarnir eru einn
þáttur bæjarlífsins. Þangað
hefir legið og liggur .nn, leið
margra á nóttu og degi. Þar er
ágætur göngustaður í góðu
veðri, þar sparka fótboltamenn-
irnir allt vit úr sjálfum sjer
og öðrum, þar raka íþróttafje-
lögin saman stórfje, þar eru
engin fen nje forræði, þó skot-
ist sje út af veginum og þar er
maður utan við landslög og
rjett, — nokkurskonar frið-
helg skepna. Og það getur oft
komið sjer vel.
Bæjarbúar eru þar því tíðir
gestir. Gamalt fólk og ráðsett
gengur þar sjer til hressingar
á góðviðrisdögum. Unga fólkið
fer þangað í ástarvímu sinni.
A bifreiðum og hjólhestum er
þeyst þar. að og frá bænum. ■—
Þar læra allir bifreiðastjórar
handverk sitt og koma þaðan
með makt og miklu veldi niður
í bæinn og aka á allt, fast og
laust: hunda, menn, hús og
símástaura. Þar hefir Stein-
olíufjelagið forðabúr sitt og
spýr þaðan í öll hús bæjarins
olíu, sem ekkert kostar. Þar
er loftskeytastöðin, þar sem
hlýða má á hljómleika suður í
Frakklandi og ísgnauð norður
við Jan Mayen. Og þar er hinn
nafntogaði sparkvöllur, eins og
áðan er á minnst, þar sem kon-
ungum er búið hásæti og börn-
um rólað, íslenska glíman af-
skræmd og bestar ræður haldn-
ar. Margt hefir því merkilegt
gerst á Melunum og á enn eft-
ir að gerast. Þeir eiga sína ó-
skrifuðu sögu, sín æfintýr og
örlagaríku nætur. Því á Melun-
um er eins verið á nóttu sem
degi. Þangað ganga, þegar
húma fer, hinir borðalögðu,
erlendu menn með eldfimar
meyjar við hlið sjer. Og Suð-
urlandsnæturnar eru margar
fagrar og friðsælar og lokka til
útiveru og ásta. Eitt skáldið
okkar nefnir þessa Melamenn
„húmlæður“, og vill reka þær
í hjónaband og láta þær rækta
lahdið. En Hamsun myndi
svara því, að þetta, væri „den
mpnneskelige Natur“. Áujc þets
er þetta stórborgarbrógur. Og
Reykjavík er altaf að reyna áð
vera stórborgunum lík, —
í öllu góðu.
En síðan byggingar fóru að
færast suður á bóginn, eru
Melarnir að missa sinn gamla
svip. Það er ,,húmlæðunum“
stór bagi og óþægindi. Friður-
inn er minni, umferðin truflar
og enginn veit sig algerlega
óhultan. En áður fyrri var
þetta á aðra lund. Þá var það
að fara suður á Mela, sama og
að loka sig úti frá umheimin-
um. Þar var maður frjáls. Þar
var allt hægt að gera.
En í dag eru þó Melarnir
friðland þeirra, sem ekki vilja
„binda bagga sína sömu hnút-
um og samferðamenn". Þangað
fara þeir, sem með harðfvlgi
og vaskleik ná sjer í forboðna
vöru. Því suður á Melum eru
aldrei pólití. En þau eru engin
lömb að leika sjer við hjer í
bæ — hafa auga á hverjum
fingri, refsa og „arrestera“
miskunarlaust, hver sem í hlut
á. En Melarnir eru fyrir utan
umdæmi beirra og þar njóta
menn gæða lífsins, blessandi
gjafarann allra góðra hluta.
Suður á Mela fara líka þeir,
sem vilja draga sig út úr borg-
arglaumnum óg þirtunni og
njóta friðárStúhdar við hlið
úngra meýjá: Þangað fara þeir,
Framh á 12. síðu.