Morgunblaðið - 13.10.1946, Side 9
Sunnudagur 13. okt. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
9
Orðbragð Þjóðviljans.
ORÐBRAGÐ þeirra manna,
sem í Þjóðviijann rita1, hefir
verið með hraklegasta móti
undanfarna daga. Er þó ekki
hvíft að velkia í þeim efnum.
Þeir, sem blaðið lesa, venjast
því, að íslendingar, sem eru
ekki kommúnistar, eru í Þjóð-
viljanum daglega kallaðir land
ráðamenn, þjóðníðingar, úr-
hrök þjóðfjelagsins, Kvislingar
og fjöldamörgum álíka nöfn-
um.
Ritstjórar Þjóðviljans álíta
sýnilega, að eftir því, sem þeir
nota ljótari munnsöfnuð, eftir
því vinni þeir hinni austrænu
stefnu sinni meira gagn, og
sýni það gleggra, hversu inni-
lega þeir eru staðfastir í þeirri
trú sinni, að Islendingum geti
aldrei liðið verulega vel, nema
þeir verði þeirrar náðar aðnjót-
andi, að verða undirokaðir af
hinum austrænu húsbændum
kommúnista, líkt og Eystrasalts
þjóðirnar og fleiri, sem hin
rauða flóðbylgja hefir skollið
yfir.
Hið soralega orðskvaldur,
sem Þjóðviljaritarar láta dag-
lega frá sjer fara, hefir ekki
önnur áhrif á þá, sem lesa blað
ið, en að undirstrika það bet-
ur og betur, að kommúnistar,
er hafa játast undir hin aust-
rænu yfirráð, eru fólk út af
fyrir sig, sem allur almenning-
ur í landinu á ekki samleið
með.
„Kvislingar kom-
múnista“.
SÍÐUSTU vikurnar hafa Þjóð
viljamenn oft nefnt þá landa
sína Kvislinga, sem eru ekki í
kommúnistaflokknum og hlýða
ekki fyrirskipunum austan að.
í fljótu bragði sýnist manni
það einkennilegur háttur, að
gera þá skilgreiningu á íslend-
ingum, að þeir sjeu nefndir
Kvislingar eða svikarar við
þjóð sína, sem hafa ekki játast
undir yfirráð og til hlýðni við
erlent vald, til aðgreiningar frá
hinum logaskæru föðurlands-
vinum, kommúnistunum, sem
vinna bæði leynt og Ijóst að
því, að gera þjóð sína að undir-
lægju erlends einvaldsríkis.
Eftir kokkabókum kommún-
istanna þurfa menn að vera eld
heitir kommúnistar til þess, að
geta heitið sannir íslendingar.
í augum allra. sem standa utan
við kommúnistaflokkinn, er
þessi hlálega skilgreining Þjóð-
viljans hin örgustu öfugmæli.
En á meðan kommúnista-
flokkur er starfandi hjer á
landi, er rjett að gera sjer grein
fyrir sálarástandi þeirra manna
sem í flokki þeim standa. — í
þjóðernismálum eru þessir
menn eins og afturgöngurnar
voru sagðar vera í gamla daga,
er sneru Faðir vori og bless-
unarorðunum öfugt. Þeir hafa
öðlast alveg nýtt föðurland í
austrinu. Þeir fóru ekkert dult
með þetta á árum fyrr, meðan
þeir ólu upp æskulýðsfylkingu
sína við þá iðju að traðka á ís-
lenska fánanum, og bölva öllum
ættjarðarsöngvum og ættjarð-
arást. Nú um skeið hefir verið
tekinn upp lævísari háttur í
uppeldis- og fræðslumálum
flokksins.
Samt sem áður gægist alltaf
hið gamla rótgróna hugarfar
fram. Að meta meira hagsmuni
hins „austræna föðurlands“, en
REYKJAVIKURBRJEF
ættjarðarinnar. Ef einhver mað
ur, sem hefir verið sanntrúaður
kommúnisti, myndi hverfa til
ættlandsins aftur og hætta að
meta meira hina austrænu hags
muni, en heill fósturjarð-
arinnar, þá væri slíkur maður
í augum sanntrúaðra kommún-
ista svikari, rjettnefndur „Kvis
lingur“, því hann hefði svikið
einræðisríkið, er kommúnista-
flokkurinn vinnur fyrir.
„Þjóðin og við“.
EITT er það einkenni kom-
múnista, að þeir hafa vanið sig
á að kalla skoðanabræður sína
eða flokk sinn ,,þjóðina“. —
„Þjóðin segir þetta“. „Þjóðin
vill þetta“, segja þeir, þegar
um er að ræða óskir kommún-
istanna sjálfra.
Þessi hugsunarháttur er sem
annað í fari þeirra, lánað að
austan. Þar eru það valdhaf-
arnir, sem öllu ráða, þó ekki
sje um að ræða nema tiltölulega
fámennan flokk, 1—2% af þjóð
inni. Það, sem hinn fámenni
flokkur segir og gerir, er gert
í nafni þjóðarinnar, því allir
landsmenn aðrir eru rjettlaus
lýður.
Aðdáendur þessa stjórnarfars
hjer á landi, „hins austræna
lýðræðis“, sem þeir kalla, falla
fyrir þeirri freistingu, að láta
svo, sem sama ófremdarástand
sje komið hjer á eins og þar,
að kommúnistaflokkurinn einn
ráði hjer öllu. Hann geti kallað
sig ,.þjóðina“. Því hitt fólkið
allt, þeir íslendingar sem kom-
múnistar kalla Kvislinga, af
því þeir vilja ekki beygja sig
undir hið aus'ræna vald, sjeu
ómerkingar, eins og þar austur
frá, rjetflaus lýður sem hægt
sje að gera við allt, sem vald-
höfunum sjálfum sýnist.
Fundafals.
ÞEGAR kommúnistarnir hjer
hömuðust mest á dögunum á
móti flugvallarsamningnum, þá
þóttust þeir hafa alla þjóðina
með sjer. Þeir kölluðu til sinna
manna hjer og þar um landið,
og ljetu þá senda Þjóðviljanum
samþyktir, er áttu að hafa
komið frá hinum og þessum
fjelögum. Jafnvel þó aldrei
væru haldnir neinir fundir í
fjelögum þessum, voru sam-
þyktir auglýstar, og látið lita
svo út, sem allir fjelagsmenn-
irnir væru á bandi kommúnista
í málinu.
í augum velflestra íslend-
inga, er framferði annað eins
og þetta furðulegt. og ósam-
rímanlegt íslensku hugarfari.
En menn verða í þessu efni að
muna, að kommúnistar líta alt
af öðrum augum á lýðræði, en
aðrir Islendingar. Fjöldinn, at-
kvæðamagnið, rjettur einstak-
lingsins, til þess að neyta at-
kvæðisrjettar síns, er í augum
kommúnista hjegóminn helber.
Ef jábræður kommúnista fá
með frekju og rangindum, að
koma málum sínum fram, þá
gildir einu, í þeirra augum.
Landhelgismál.
IVIATTHÍAS ÞÓRÐARSON,
ritstjóri í Charlottenlund hefir
nýlega gefið út bækling, er
12. október.
hann nefnir „Þröngt fyrir dyr-
um“. Fjallar hann um íslensk
landhelgismál.
Matthías hefir allra manna
mest ritað um fiskveiðasögu ís-
lendinga, sem kunnugt er, og
verið fundvís á ýmiskonar fróð
leik um þau efni.
Þó þessi nýútkomni bækling
ur hans sje ekki stór, hefir hann
að geyma ýmsan fróðleik, sem
margir munu telja þess virði,
að gaumur sje gefinn.
Það kemur t. d. einkennilega
fyrir, að á einokunartímanum,
þegar ástand þjóðarinnar var
sem allra bágbornast, þá skuli
landhelgin hjer við land hafa
verið margfalt stærri en hún
er nú. Þá voru takmörkin 16
sjómílur fyrir ensk skip, en 24
sjómílur fyrir fiskiskip annara
þjóða. Innan þessarar landhelg
islínu máttu erlend fiskiskip
ekki veiða í þá daga.
25 árum eftir að verslunin
var gefin frjáls, er landhelgis-
línan ákveðin með kgl. úr-
skurði, 4 sjómílur. og vai um
síðustu aldamót loks ákveðin að
eins 3 sjómílur frá landi.
Matthías leggur m. a. til í
bæklingi sínu, að mál þetta
verði tekið til rækilegrar at-
hugunar, og unnið að því, að
landhelgin verði stórlega aukin.
Blaðamanna-
fundurinn.
SEINT í fyrra mánuði var
haldinn norrænn blaðamanna-
fundur í Stokkhólmi, sá 8. í
röðinni. Slíkir blaðamannafund
ir hafa einkum verið kynning-
arfundir meðal norrænna blaða
manna, þar sem ýms sameigin-
leg áhugamál hafa verið rædd,
er snerta blaðamensku og blaða
útgáfu. Svo var og að þessu
sinni.
Sænska stjórnin hafði boðið
nokkrum ritstjórum hjeðan úr
Reykjavík í kynnisför til Sví-
þjóðar um sama leyti og fund-
ur þessi var haldinn. Ætluðu
þeir að slá tvær flugur í einu
höggi, njóta hins góða boðs
sænsku stjórnarinnar, og sitja
fundinn í sömu ferðinni.
En þegar til kom, áttu þeir
ekki heimangengt einmitt þá
daga, sem fundur blaðamanna
var haldinn, svo ekkert varð úr
förinni að því sinni. Það voru
því færri íslenskir blaðamenn
á þessum fundi, en í upphafi
var til ætlast. Aðalformælandi
þeirra þar, var Skúli Skúlason,
ritstjóri Fálkans.
Hentug landkynn-
ing.
SAMKVÆMT fregnum þeim
sem borist hafa af fundinum,
hafa hinir sænsku forstöðumenn
fundarins tekið hinum íslensku
blaðamönnum, er þarna komu,
með alveg sjerstaklegri alúð. En
yfir öllum fundinum var hinn
innilegasti fagnaðarblær yfir
því, að nú gátu blaðamenn allra
Norðurlanda átt með sjer mót
að nýju, sem frjálsir menn eftir
áþján og hörmungar stríðsár-
anna.
Eitt af þeim málum. er bar
á góma, á fundi þessum var,
að koma fastri1 skiþún á sjer-
stakt kynningar’starf rrieðal
blaðamanna á Norðurlöndum.
Að einstök blöð eða blaðamanna
fjelög, kæmu sjer saman um,
að hafa mannaskifti tíma og
tíma svo blaðamenn, einkum
ungir og efnilegir menn, er lík-
legir væru til þess að eiga lang
an og mikinn starfsferil fram-
undan, fengju tækifæri til þess
að vera um tíma við blöð ann-
ara Norðurlanda.
Jeg hygg að við íslendingar
ættum að gefa þessu kynninga-
starfi gaum. Við ættum að leit-
ast við að koma því svo fyrir,
að hjer gætu á hverju ári dval-
ið nokkrir blaðamenn frá Norð
urlöndum, er hefðu hug á því,
að kynnast íslenskum staðhátt-
um og íslenskri tungu. Með því
móti yrði trygt að með tíð og
tíma yrðu starfandi menn hjer
og þar á Norðurlöndum við
blaðamensku, sem hefðu allná-
in kynni af landi og þjóð og
gætu haldið uppi nánara frjetta
sambandi milli íslands og ann-
ara Norðurlandaþjóða, en hing
að til hefir komist á.
Merkileg saga um
barrtrje.
ÍSLENSKUR vísindamaður,
er hefir mikinn áhuga fyrir
skógrækt, var í Vesturheimi í
sumar. Hann heimsótti m. a.
tilraunastöð, er annast athug-
anir á því, hvernig best megi
haga ræktun barrtrjáa. Sjer-
fræðingur í þeirri grein skóg-
ræktar skýrði honum svo frá:
Til þess, að viður barrtrjáa
verði eins góður og hann getur
bestur verið, þurfa trjáplönt-
urnar að alast upp í slíku lofts-
lagi að árhringar þeirra verði
þunnir og vöxtur lítill fyrstu
árin.
Sjeu plönturnar gróðursett-
ar í hlýju loftslagi, þá verða
árhringar þeirra gildir, og þá
verður viður þeirra ekki eins
stinnur og traustur eins og í
trjám, sem vaxa hægt og lítið
fyrstu árin.
Til þess að fá hina bestu barr
viði, Verður hentugast, eftir
þessu að dæma, að ala barr-
plönturnar upp í sem norðlæg-
ustu loftslagi að fært er, til þess
að þær haldi lífi. Þegar þær svo
eru orðnar stálpaðar í því lofts
lagi, þó hægt fari, þá ætti að
flytja þær í suðlægara loftslag,
þar sem þær ná skjótara og
fullum þroska.
Ef hjer á landi yrði hægt, en
það telja menn engum vafa
undirorpið, að haga uppeldi
plantna þannig, að nokkurn
vegipn sje víst, að hávaðinn af
þeim lifi, þá ætti beinlínis að
vera hægt að ala hjer upp barr
plöntur í stórum stíl, með það
fyrir augum, að flytja þær út
á unga aldri til uppeldis og
þroskunar í hlýrra loftslagi.
Það er viðbúið. að lífsvegir
Islendinga geti orðið harla fjöl-
breyttir, þegar þekking manna
vex á því, hvernig hægt er að
nota sjer þá möguleika, sem í
landinu felast, og þau skilyrði
er það hefir að bjóða.
Flugvallarsamn-
ingurinn og Norð-
urlönd.
ÞEGAR mest gekk á í Þjóð-
viljanum á dögunum, út af flug
vallarsamningnum töluðu kom
M i - ■■■■
múnistar um að ótilhlýðileg
eftirlátssémi frá hendi íslendú
inga gagnvart Bandaríkjunum
myndi hafa hinar alvarlegustu
afleiðirígar fyrir aðrar Norður-
landaþjóðir. Því samningur
þessi, sem við gerðum við
Bandaríkin, myndi verða tek-
inn til fyrirmyndar í viðskiftum
stórveldanna við Norðurlönd.
Þetta mun vera í fyrsta skifti
sem við íslendingar erum tald-
ir vera í slíkri aðstöðu í utan-
ríkismálum, að gerðir okkar
eigi að geta haft bein eða óbein
áhrif á sambúð og viðskifti
milli annara þjóða, bæði
skyldra og óskyldra.
Ekki hefir borið á því, síðan
samningurinn var gerður, að
neinar óánægjuraddir hafi kom
ið fram frá frændþjóðum okk-
ar á Norðurlöndum út af þess-
ari samningagerð. — Og vart
munu vera líkur til að nokkuð
slíkt sje í vændum, nema þá
frá einni hlið, þ. e. þeim mönn-
um, sem vilja fyrir hvern mun
að hin austrænu áhrif verði sem
mest á Norðurlöndum.
Engin þjóð, hvorki stór nje
smá, getur af samningi þeim,
sem hjer er gerður, fengið neina
átyllu til fordæmis um það, að
hafa í frammi ágengni í garð
eins eða neins. Sje svo, að samn
ingur sá, sem við höfum gert
við Bandaríkin verði fyrr eða
seinna gerður að umtalsefni, eða
í hann vitnað af þjóðum þeim,
sem minni máttar eru taldar
í heiminum, þá er víst, að þar
geta þær fengið fordæmi, sem
að öllu leyti verður stórveldum
til fyrirmyndar og smáþjóðum
í hag.
Hjer er fullveldisrjettur smá
þjóðarinnar í engu skertur. Og
hjer er að öllu leyti þannig á
málum haldið, að verða mun
báðum aðilum til sóma en frænd
um okkar að gagni ef til kem-
ur.
Um Reykjavíkur-
völlinn.
EITT af því, sem ávannst við
umræðurnar um flugvallar-
samninginn var það, að ský-
lausar kom í ljós en áður, hver
afstaða kommúnista er gagnvart
flugvellinum hjerna í Reykja-
vík.
Menn þurfa ekki annað en
koma út á flugvöllinn þegar
meðalstór farþegaflugvjel tek-
ur sig upp til flugs, til þess að
sjá, að völlurinn, í þeirri stærð
sem hann er nú, er ekki til
frambúðar sem millilandaflug-
völlur.
Tillögur kommúnistanna, í
flugmálum eru sem kunnugt er
þær: Að þjóðin leggi fram milj-
ónatugi til þess að stækka flug-
völlinn sem gerður hefir verið
hjer inni í bænum, svo hjer
verði hægt að lenda hinum
stærstu langferðaflugvjelum.
Að hættan af umferð flugvjela
yfir bænum er bæjarbúum þótti
nóg um á stríðsárunum, fáist
aukir, sem mest. Að íbúðarhús
verði hjer rifin og ekki verði
hægt í framfíðinni að reisa hús
í fullri hæð á mörgum verð-
mætustu lóðum bæjarins, vegna
þess að hætt er við að flug-
vjelar sem koma hingað eða
leggi upp hjeðan rekist á hús-
in sjeu þau bygð í þeirri hæð,
sem bæjaryfirvöldin hafa ætl-
ast, til.
Samtímis því, sem kommún-
l'rh. á bls 12.