Morgunblaðið - 13.10.1946, Side 14

Morgunblaðið - 13.10.1946, Side 14
14 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 13. okt. 1946 Eiii!miiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiii:iiii!iiiimiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii| B | BLÓÐSUGAN tlftir Jok n CjoodujLn Íiimmmmmmmmmmmmiuiimiiimmmmmiiimimiii immmmimmmiimmiiiimmmimiiiiimmmimmiiiiimrS 11. dagur — Jeg hata og óttast góð- gjörðasemi við fullorðna karl-. menn. Það gerir ekki annað en halda sárum heimsins opnum í stað þess að græða þau. Um börnin er allt öðru máli að gegna. Með peningum er hægt að lyfta nokkrum þeirra upp úr ræsinu og gera úr þeim menn og konur. Jeg þakka yður fyrir mína hönd og vina minna. En Craven skal engan frið fá eða aðrir þeir, sem fylla ræsin af eyðilögðum mönnum með fje- græðgi sinni. Augu Ormes leiftruðu og röddin var eins og heróp. — Það er tími til kominn, að England verði sjálfu sjer ráð- andi. Og fyrir því ætlum við að berjast með engu minni krafti en forðum við Þjóðverja. Frú Garth leit á hann og fjekk undarlega tilfinningu fyrir hjartað. Han bar höfuðið þannig að birtan fjell á breitt ennið og fyrirmannlegt andlitið, og hún sá, að þarna var maður, sem var fæddur foringi. — Já, þjer skuluð ekki vægja þeim, sagði hún. — Jeg er að vísu ein af ríkisfólkinu, en 1 þessu er jeg alveg á yðar máli. Og munið þjer, að þjer eigið líka óvini og þjer skuluð sanna, að Craven verður ekki betri viðureignar en Þjóðvérjinn. — Hún rjetti honum höndina. — Komið þjer heim til mín ann- að kvöld og talið við mig. Augu Ormes ljómuðu. Spurn- ing var komin fram á varir hans, en hann tók sig á. — Þakka yður fyrir; það skal vera mjer ánægja. Þakka yður enn fyrir gjöfina.Hann greip hönd hennar og flýtti sjer síð- an út. Eftir að dyrnar lokuðust, stóð frú Garth ofurlitla stund þegjandi. — Ef jeg fæ að lifa eitthvað enn, sagði hún lágt, — á jeg eftir að sjá þennan nýgræðing í forsætisráðherrastólnum. — John Orme mun stjórna Eng- landi fyrr eða síðar. Mjer hef- ir enn aldrei mistekist að þekkja fólk. Hún kastaði ávís- anaheftinu í skúffuna. — Og hver veit nema jeg geti stjórn- að Englandi fyrir hans milli- göngu. — Annars lítur svo út, sagði hún við sjálfa sig, — að Blóð- sugan fari eins með seinheppi- lega ríkismenn eins og Craven fer með þurfandi fátæklinga. Jæja, Blóðsugan gamla, þú hefir í dag fengið mann til að taka svari þínu. En hvernig yrði ef John Orme sæi þig ljós- lifandi? Hún tók heyrnartólið. — Er það hr. Calverley? Já, jeg verð burtu tvo klukku- tíma. Hún lagði heyrnartólið frá sjer, en ekki á gímatólið Frú Garth opnaði nú mið- dyrnar á hinum vegnum, fór út og lokaði á eftir sjer. Síðan gekk . hún eftir löngum eyði- legurá gangi. Þar sem hann endaði voru tvær grindahurð- ir, sín hvoru megin. Sú til vinstri var rambyggilega læst og hinumegin við hana tóku við geymslurúmin, þessi þjóf- heldu og eldtryggu, sem Garths banki var frægur fyrir. En frú Garth opnaði hurðina til hægri og gekk nú eftir öðrum gangi, þar sem alt var steinn, en sá gangur endaði við járnhurð af eldri gerð, sem leit út eins og risavaxinn peningaskápur. — Þetta var hið allra helgasta í bankanum og enginn hafði að- gang að því nema frúin. Hún dró úr barmi sínum lítil gull- hylki, en í því voru tveir lykl- ar. Með þessum lyklum, ekki stærri en þeir voru, gat hún opnað stóru hurðina, sem sner- ist á hjörunum undir eins og hún snertí hana. Hún gekk hægt inn, þrýsti á rafmagnshnapp og lokaði járn- hurðinni. Slárnar, sem voru slynglega útbúnar, læstu hurð- inni samstundis. Lampinn, sem stóð á lágri hillu gaf góða birtu um her- bergið. Fyrir framan hilluna var stóll. Frú Garth settist á stólinn og dró lítinn kassa úr hólfi undir hillunni. í honum var ýmislegt skrítið og þegar lokið lyftist upp, kom í ljós spegill, sem var feldur innan í það. Óvinir frúarinnar hefðu víst viljað gefa mikið til að sjá hvað hún gerði nú. Með fimm fingratökum bar hún á andlit sitt smyrsl, sem á svipstundu gaf því hinn gulleita lit ellinnar. Engin Jjtur getur breytt andliti eins gjörsamlega og gulur, og heldur ekki hefði nein leikkona verið fimari að breyta lit sínum en frú Garth var nú. Fingur hennar fóru í hin ýmsu hólf í kassanum á víxl og svo upp að andlitinu. Það var eins og hrukkurnar spryttu upp á enni hennar og kring um augun, ljósu augnahárin fengu skollitan lit, varirnar mjókkuðu og urðu að grönnu, litlausu striki og kinnbeinin hækkuðu. Einnig bar hún ein- hvern vökva í augun sjálf, og loks gerði hún hendurnar hrukk óttar. Hún gekk ískyggilega vandlega að verki, en flýtir hennar var engu síður aðdá- ur.arverður. Síðan hafði hún fataskifti og var álíka fljót að því. Hún fór í óbrotinn, næstum ljót- an kjól úr svörtu efni, utan yf- ir laglegu fötin, sem hún var í, svo hann huldi þau alveg. ■— Fremst á höfuðið festi hún of- urlítið af gráu hári og ljet það koma fram undan ofurlitlu.m hatti, en yfir honum var dökk blæja, sem þó ekki huldi gula andlitið. Frú Garth stóð upp og lagði síðustu hönd á verkið með ó- segjanlegri aðgæslu. Hún leit á mynd sína í speglinum og varirnar kipruðust í óviðkunn- anlegt bros. — Blóðsuga, sagði hún, — þinn tími er kominn. Hún opnaði nú hinar dyrnar á geymsluhólfinu með hinum lyklinum; þær voru svo lágar, að hún varð' að beygja sig til þess að komast út um þær. — Þegar hún háfði lokað á eftir sjer, brá húp upp vásaljpg' á raka steinvegginn, sem hinu- mogin var, og þar var ekki auð- velt að sjá hvar hurðin var. Hurðin var frá fyrri tímum Garths-banka En þegar hún var komin út um dyrnar, var bankinn og alt, sem í honum var, horfinn sjónum. Hvorki þeir sem elsk- uðu hana, nje heldur hinir, sem hötuðu hana vissu neitt um þetta leyndarmál. Það tilheyrði henni einni. Hún fór gegn um hvern ganginn eftir annan og voru sumir þeirra svo mjóir, að tveir menn hefðu getað gengið þar hlið við hlið. Hún gekk niður einn stigann og upp annan og fór þannig gegn um heila sam- byggingu af húsum, þangað til komið var gegn um síðustu dyrnar og út í tómt herbergi með kölkuðum veggjum, þar sem birtan kom inn um lítinn glugga. Úr þessu herbergi var gengið inn í annað stærra, þar sem veggirnir voru dumbrauðir á litinn. Þarna inni var stórt skrif I borð og við það sat kona, alein og þögul, og hafðist ekkert að. Þetta var síðasti þátturinn í ferðalaginu að hitta þessa konu, því hún var lifandi eftirmynd Blóðsugunnar. Gula hörundið, ellilegu hendurnar, svarti bún- ingurinn og slæðan, var sýni- lega fyrirmyndin, sem frú Garth hafði hagað dulargervi sínu eftir. Og konan við borðið hvorki hreyfði sig nje talaði. Það var líkast því, að hún væri í móki. Frú Garth snerti fingri við öxl hennar og benti þegjandi á dyrnar, sem hún sjálf hafði komið inn um. Konan stóð upp samstundis og hlýddi bending- unni. Þá settist frú Garth 1 sæti hinnar og dyrunum var læst. Frú Garth leit kringum sig í skrifstofunni og greip talpípu, sem var hjá henni. Um leið snerti hún bjölluhnapp og síð- an heyrðist rödd hennar mjó en hvöss. — Hr. Drave. Jeg er tilbú- in að afgreiða það, sem mín kann að þurfa við. Þjer skilj- ið. Ekkert af því, sem er smá- vægilegra. Það afgreiðið þier sjálfur eins og vant er. Jeg get afgreiK stærri viðskiftamenn- ina næstu tvo klukkutíma. VI. KAPÍTULI. Sir Melmoth Craven gekk niður útiþrepin á íbúðarhúsi sínu og fór inn í leiguvagn, se>n þjónn hans hrtfði útvegað hcii- um. Þetta var klukkan háh- tólf árdegis, daginn eftir við- tal hans við Steinberg. — Til kauphallarinnar, sagði hann við ekilinn, lokaði síðan báðum gluggum og kastaði s’ jr aftur í sætið. Augu hans voru myrk og þreytuleg, og svipurinn óró-, legur. Við : hans í sætinu var litil skjaiataska, læst, og hvíldi hön^ hans á henni alla leiðina. — Þá tr að spila síðasta trompinu, ságði harin við sjálf- anjsig og stundi. ÍJEST AD AUGLÝSA í MOBGUNBLAÐINU Barnið og björninn EFTIR CHARLES G. D. ROBERTS. 2. H Allt í einu, þegar hann var nýbúinn að taka vænan sil- ung af færinu, tók drengurinn eftir því, að hið skógivaxna nes, sem skyggt hafði á útsýn hans út á vatnið, hafði allt i einu verið dregið inn í landið, eða svo fannst honum það. Hann fjekk ákafan hjartslátt, sneri sjer við og sá að það voru svo sem tíu metrar milli flekans og vatnsbakkans. Flekinn rann rólega, en ekkert mjög hægt frá bakkanum og nálgaðist stöðugt hinar hvítfextu öldur, sem risu þar, sem landvarinu sleppti. Drengurinn lagði veiðistöngina niður á flekann, því hann var alltaf reglusamur. Svo stóð hann um stund eins og stirðnaður. Þetta var einn þeirra skelfilegu atburða, sem stundum koma fyrir og hann hafði heyrt um. Komu fyrir annað fólk, og hann hafði lesið um. Þetta var eins og hann hefði verið að lesa hryllilegt æfintýr og væri allt i einu kominn sjálfur inn í atburðarásina. Og honum fanst hvítfextu öldurnar úti á vatninu glápa á sig og teygja út hendur eftir sjer. Hann rak upp tvö æðisleg óp, sem titruðu í loftinu eins og hnífar í trje. ,,Hvað er að?“ var kallað skelfdri röddu inni á milli trjánna á vatnsbakkanum. Þetta var rödd Andrjesar frænda. Hann hafði þá komið aftur fyr en búist var við. Og um leið hvarf ótti drengs- ins. Hann vissi að allt myndi verða komið i lag eftir stutta stund. ,,Jeg er á reki. Á reki á flekanum hans Villa“, svaraði hann og röddin hljómaði eins og hann væri stórmóðgaður við flekann. „Nú, það er það“, sagði Andrjes frændi um leið og hann kom fram á milli trjánna. „Þú ert kominn á rek lagsi. Jeg var hræddur um að þú værir að sökkva eftir skrækj- unum að dæma. Vertu nú rólegur, jeg skal sækja þig strax. Og svo skulum við vita hvað flekinn segir, þegar við förum að tala yfir honum fyrir að haga sjer svona“ í Bandaríkjunum er eins og víðar, erfitt að fá inni á hótel- um. Svo öll hugsanleg ráð eru auðvitað notuð. Þannig segir blað nokkurt frá því, að ung kona hafi nýlega fengið herbergi í New York, af því að hún var með barn á handleggnum. Barnið reyndist síðar vera dúkka. Sama blað skýrir svo frá, að maður, sem kom á hjólastól og fjekk herbergi af mannúðar- ástæðum, hafi dansað í dans- sal hótelsins um kvöldið! ★ Flotaforingi var í veislu hjá gamalli konu, sem einhvern veginn gat ekki komið því inn í hausinn á sjer, að sjóhetjan væri annað og meira en venju- legur skipstjóri. Þetta fór í taugarnar á flota- foringjanum, svo hann sagði \ ið konuna: — Skipstjóri hefi jeg verið, frú mín góð, en það er jeg ekki lengur. — En sú sorgarsaga, sagði gamla konan. Var það áfengið, sem fór svona með yður? ★ Tveir menn veðjuðu um það, hvor gæti látið kolabirgðir sínar endast lengur. Annar notaði sykurtengur, þegar hann kynti miðstöð sína, og þóttist með þessu viss um að vinna veðmálið. Hann var því í góðú skapi, þegar hann eftir viku heimsótti kunningja sinn, til að sjá hvernig hon- um gengi. Hann kom að honum, þar sem hann rogaðist með poka af kol- um fram og aftur um stofu sína. — Þetta er hitandi, sagði hann, og jeg þarf þess vegna alls ekki að kynda miðstöð- ina. Hann vann veðmálið. ★ Þegar John Kincheloe, lækn- ir í borginni Hardingburg í Kentucky, var sjötugur fyrir skömmu síðan, hjeldu 5942 manns homnn samsæti. Lækn- irinn hafði á sínum tíma kom- ið öllum hópnum heilu og höldnu í þennan heim! ★ — Jeg varð að senda einn af drengjunum heim í gær vegna þess að hann hafði ekki lesið lexíurnar sínar. — Hjálpaði það nokkuð? — I dag hafði enginn lesið lexíurnar sínar. ★ Dómarinn — Og svo leyfi jeg mjer að vona, að þetta sje í síðasta skifti að við hittumst hjerna. I Sakborningurinn — Nú, já, | ætlið þjer að fara að hætta ' störfum? ★ Þégar hamingjan snýr við okkur bakinu, fara aðrir að dæmi hennar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.