Morgunblaðið - 16.10.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1946, Blaðsíða 8
I M O R G Ú\N B L A Ð IÐ Minningarorð: FRÚ ÁSTRIÐUR PÁLMADÓTTIR Fædd 11. apríl 1884. Dáin 7. október 1946. ÞÖGN! ÞÖGN! Strengur brast hljóðlega. Ljúfur hljóm- ur þagnaði. Merk og góð kona kyaddi. Kona, sem lengi lifði við heilsuleysi og þjáningar, en gleymdi þrautum sínum í um- hugsun og starfi fyrir farsæld annara. Kona, sem ávalt var reiðubúin til þess að hjúkra og hjálpa öðrum, meðan hún gat á fótum staðið. Slík kona var Ástríður Pálmadóttir frá Bolungavík, sem andaðist í Landsspítalanum 7. þ. m. Hún var fædd að Meiri-Bakka í Skálavík ytri og ólst þar upp í glöðum og gjörfulegum systkinahóp. Ástríður giftist G.uðmundi Jónssyni, formanni, frá Þjóð- ólfstungu. Þeim var ekki tarna auðið, en ólu upp fóst- urbörn að öllu leyti, en mörg ungmenni dvöldu á heimili þeirra lengri og skemri tíma, endurgjaldslaust. Ástríður Pálmadóttir var gáfuð og góð kona, og frába® að hjálpfýsi og hjartagæðum, einkum við þá, sem áttu sjer fáa kosti eða lítt var sint af öðrum. Mega margir sveit- ungar hennar votta það, að hafa notið hjálpar og aðstoð- ar’þessarar góðu og mikilhæfu konu, þegar erfiðleikar steðj- uðu að. Eiginmanni sínum og ást- vinum var Ástríður ágæt stoð og stytta. Fyrir þau var ekk- ert of gert eða gott, hvernig sem á stóð Hún hitti altaf holt ráð í hverjum vanda. Nú hefur þessi góða og gáf- aða kona kvatt þennan heim, en minningin um verk hennar mun lengi geymast hjá þeim, sem til þektu. Þeir gleyma seint gáfunum og góðvildinni. Þeir muna yndisstundirnar í rávist hennar, og þeir varð- veita heilræðin og hollráðin, sem hún lagði þeim á tungu og festi í hjörtum þeirra. _ Út á við sýndist æfistarf Ástríðar Pálmadóttur ekki fyr irferðarmikið. Hún tók ekki þátt í neinum hávaða og ljet sem minst bera á verkum sín- um. Hennar heimur voru hin innri og hljóðlátu störf, and- leg og efnisleg, sem vakið gátu gleði og frið, og 1 þeim heimi starfaði hún svo mikið, að þess mun lengi minst verða og þær minningar munu seint fölna. Þar var hjartað og hönd in í innilegri sameining. Um laun eða endurgjald var aldrei spurt eða hirt, sú var gleði mest, að geta stutt að gleði og farsæld annara. Ástríður Pálmadóttir var mikil gáfu kona’ og svo fjöl- hæf, að hún hafði á hraðbergi þau viðræðuefni, seip hverj- um og einum var mest að skapi. í nærveru hennar þótti engin stundin löng, þar var haglega fljettað saman gam- ani og alvöru. Græskulaust gaman var sem hæfilegt krvdd með alvöruefnum þeim, sem rædd voru. Slíkra stunda munu margir minnast, því að heimili þeirra Guðmundar og Ástríðar var eitt mesta rausn- arheimili í Bolungavík. Dauðinn er oftast bitur, og skilur eftir sárar endurminn- ingar. Það er þungt að skilja við ástríka eiginkonu og góð- an vin. Hjer hefur dauðan að borið til að hvíla konu eftir langvarandi þjáningar. Við- námsþrótturinn var á bak brot inn, vonin um afturbata hrun- in í grunn. Dauðinn kom því ekki í þetta sinn sem óvæntur gestur, og líklega ekki óvel- kominn heldur. Hann frelsaði þá, sem mikið hafði liðið í þess um heimi og flutti hana í nýj- an heim, þar sem engar þján- mgar og harmar eiga heima, og þar sem miklar dásemdir blasa við hverjum þeim, sem ekki hefur glatað hjarta sínu. Ástríður Pálmadóttir var sem sköpuð fyrir slíkan heim, þar sem kærleikurinn ræður öllu. Við, sem bárum gæfu til þess að kynnast henni, vitum að henni gæti hvergi liðið jafn vel. Hún hefur nú farið til hins fyrirheitna lands. Það sje huggun vor og blessun á þessari skilnaðar stund. Arngrímur Fr. Bjarnason, ísafirði. Verða geysndir í Spandau-fangelsi HINIR sjö leiðtogar Þjóð- verja, sem dæmdir voru 1 fangelsi af dómstólnum í Nurnberg, verða hafðir í haldi í Spandau-fangelsinu í breska færnámshluta Berlín- arborgar, að því er herstjórn bandamanna á Þýskalandi til- kynnti í dag. Sex hundruð fangar, en þeir eru bæði þýskir og af bandamannaþjóðum sem nú eru í fangelsinu, verða fluttir þaðan og munu þeir dæmdu frá Nunberg hafa alt fangels- ið undir. Fangelsið er reist árið 1860 og var notað alt fram að fyrri heimsstyrjöld fyrir kastala- fangelsi handa hermönnum, sem brotið höfðu eitthvað af sjer. Hvort fangaverðirnir verða þýskir, breskir eða frá öllum fjórum hernámsþjóðunum, hefir enn ekki verið ákveðið, nje heldur vinna sú, sem'fang arnir verða látnir leysa af hendi. Hvenær fangarnir yrðu fluttir til Spandau, var í ’ kvöld sagt vera „leyndar- mál“ af yfirvöldunum. Reuter r* 4k imnmutEKaHniimniiiimanninimniiimfmiiiiiiiiiiKiiii I . -),)!: L ! i í I : t* ; , Miðvikudagur 16. okt. 1946 Tvær nýjor ljóðnbækur 1. KURL, eftir Kolbein Högnason í Kollafirði í bókinni eru meira er 150 ný ljóð og kvæði, og mörg þeirra sýna nýjar o^g óþektar hliðar á þessu þróttmikla og ein stæða alþýðuskáldi. 2. Söngvar starfsins, eftir Huldu, hina nýj látnu söngvadís ís- lenskrar skáldhirðar. Hvert mannsbarn á íslandi. þekkir Huldu. Ljóðin 'hennar hafa verið les- f n og sungin um land alt í nærfelt mannsaldur. Og þjóð in þekkir skáldkonuna einnig af sögum þennar og æfintýr- um. Fá skáld, fyrr eða síðar, hafa ort fegurri ættjarðar- . ljóð en Hulda enda kvað hún; „Hver á sjer fegra fóstur- land“, ljóðið, sem sungið var við lýðveldistök- una 1944, og þjóðin hefur lært betur en öll ljóð önnur, sem kveðin voru þá. Hulda var mikil starfskona. Þessi síðasta bók hennar er lof- söngur um. starfið, nauðsyn þess fyrir heildina og göfgun þess fyrir einstaklinginn. BÓKAVERSLUN ÍSAFOLDAR endisvein eða Unglingsstúlku vantar. HÓTEL BORG. Effir Robert Storm >»//»///////, PAC< AT DAWNi KROES'ER TME:'I \VE CAN FUV TO A MOEflTAú...FEEL Y I—t WA6- CAPTAIN OF... one of tae fuehreb'5- U-B0AT5-,,. WE PROWLED THE5E..-VERV WATÉB6" OTTO KKÚDD WAÖ...WAS 6’VAIPATMETIC to our CAUE-E.... HE COLLECTED A FORTUNE... IN CAíÚ AND J-JEWELBV...FR0/V1 FRlENDó CF CER/VlANV, IN AAAERICA — TO BE IJC-ED TO FURTl-IER OUR WAR EFFORT... ÁT TAE A40/MENT OF RENDEZVOU&, \\05TlUTIEö ENDED... WS ^ DECIDED TO 4’AARE TtiS 5P0IL6 Wm i IHNÍ ~ ■ ,-r •; Bing: — Flugvjelin kemur aftur í dögun, Kröger, foringi á þýskum kafbát, við herjuðum. hjer um um frá vinum Þjóðverja í Baiidaríkjunum, en þegar ; þá verður hægt að fara með þig í sjúkrahús. Geturðu slóðir. Otto Krúdd var hlyntur málstað okkar. -— -áttí að fara að séhdá þetta; laúk ófriðnum og okk- .. i. • ■ ,» » talað? — Kröger: Því ekki það. Jeg verð hvort sem Hann safhaði heilum fjársjóði'>í gulli og skartgrip- ur kom saman um að skifta fengnum milli okkar. er ekki lifandi, þégar flugvjelin kemur .... Jeg var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.