Morgunblaðið - 16.10.1946, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 16. okt. 1946
MORGUNBLAÐIB
eiU!llllllllllimill!lllll!IIIIimilllllllllllllllllllIIIIIII!IlllIIIII!I!IIU!imilll!!ll!!lll!IIIMI!ll!ll]ll!llllllllIllllllllll!IIII!lllli!ll!lll!I!lll!!lll!III!l!IIIIIllll!llllllllllllllllllllllllIIIIII!l^
I I
BLÓÐSUGAN
| (Cftir Jok n Cjoodwin
Riiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiimiiiiimiiiiii
iimmiiiiiiiiiimiimiiimmiiiimimiiimmmiiiimiimimiiirH
Barnið og björninn
EFTIR CHARLES G. D. ROBERTS.
4.
á hinu. Og þó björninn væri ekki neína fimm mánaða
var hann samt „fullorðnari“, hann var meira sjálfum
sjer nægur, heldur en telpukrakkinn, en honum fannst
hann vera að flækjast á stað, þar sem hann átti ekki
að vera. Hann hafði komið á flekann alveg óboðinn og
fundið litlu telpuna þar fyrir. Þessvegna bjóst hann við
sð telpan myndi urra og sýna tennurnar og reyna að
reka hann aftur í vatnið. Ef svo hefði farið, hefði hann
veitt alla þá mótspyrnu, sem honum var unnt, vegna
þess að hann var dauðhræddur við straumþungt vatn-
ið. En hann var ósköp smeykur og ýlfraði til þess að
láta sjást að hann væri ekki fjandsamlegur, því þótt
telpan væri lítil og alls ekki grimdarleg, fannst bangsa
hún eiga Hekann, og það var lögmál öræfanna og hinna
miklu skóga, að jafnvel lítil dýr gætu orðið grimm og
hættuleg ef ráðist var inn á yfirráðasvæði þeirra.
En telpan bjóst aftur á móti við því að bjarndýrsung-
inn myndi koma og bíta hana. Henni gat ekki dottið í
hug, að hann hefði klifrað upp á flekann til neins ann-
ars, fyrst hann synti að flekanum frá ágætis trjábol,
sem hann hafði hangið á. Henni .fanst trjeð svo miklu
skemtilegra heldúr en flekinn, sem hún hafði verið á
reki á í meira en klukkustund, og sem hún var orðin
dauðleið á Nú, að vísu var bjarnarhúnninn ekki miklu
stærri en stóri bangsinn, sem hún átti heima og Ijek
sjer að daglega, en þessi var lifandi og gljáði á skrokkinn
á honum, en hennar bangsi var farinn að láta á sjá,
hann hafði einu sinni verið hvítur, og augun sem glömp
uðu í höfði litla bangsans, sem var kominn á flekann
til hennar Voru gjörólík glertölunum, sem voru hafðar
fyrir augu í tuskubangsanum hennar heima. Hún vár
að hugsa um hvenær mamma myndi koma og hjálpa
henni úr öllum þessum vandræðum.
Alt í einu fór flekinn, sem hafði siglt hægt og rólega
áfram, að herða á sjer. Straumurinn lyfti honum hátt
upp svo það brakaði í honum öllum og hann ruggaði
13. dagur
Craven hallaði sjer aftur í
stólnum og fingurnir fitluðu
órólega við göngustafinn. Hann
óskaði einskis frekar en vera
kominn langt burt. Að þessi
kvenmaður skyldi vita alt um
fyrirætlanir Steinberg-fjelags-
ins, var ótrúlegt og kvíðvæn-
legt.
— Hafið þjer það eins og þjer
viljið, sagði hún og ypti öxl-
um. — Eins og þjer sjálfur
vitið, gætuð þjer ekki lánað
neitt þessu líka upphæð út á
þessi verðbrjef annarsstaðar.
En jeg get notað þau. Og ef þjer
takið 50 þúsund pund, er jeg
sem því svarar óhultari með
mitt fje! Jeg ræð yður að taka
það! Jeg skal taka tvo víxla,
i annan fyrir meir en helm-
ingnum og hinn minni, og yður
er best að samþykkja báða.
Skilmálana set jeg sjálf og þjer
getið gengið að þeim eða ekki
gengið að þeim!
Frú Gordon skrifaði nú á tvö
eyðublöð úr stimpilpaþpír skil-
málana sem settir voru fyrir
láninu. Þegar hún hafði lokið
því, rjettí hún Craven bæði
blöðin. Hann las þau til enda
og er hann hafði lokið lestrin-
um, bölvaði hann. Ef nokkur
hefði sagt honum fyrir einum
mánuði, að hann ljeti sjer detta
í hug að undirskrifa slíkt og
þvílíkt, hefði hann sagt lutað-
eigandi mann vitlausan. Sjálf-
ir vextirnir hefðu getað verið
verri, en dráttarvextir voru
gífurlegir. Hann reyndi að
malda í móinn við konuna, en
hún tók af honum orðið tafar-
laust.
— Já eða nei, sagði hún ró-
lega. — Aðrir skiftavinir bíða
mín. Mjer er alveg sama um
þetta, aðeins bendi jeg yður á
það, að þjer fáið ekki nening-
ana annars staðar. Þjer getið
tekið fyrri ávísunina núna.
— Jeg ætla þá að minsta
kosti að taka 30 þúsundin núr.a
sagði hann og varð alt í einu
einbeittur. Því með reiðufje gat
hann að minsta kosti verið
fljótur að græða. — Fáið mjer
pennann!
Þegar Craven laut áfram til
að undirrita fyrri víxilinn, hall-
aði frú Gordon sjer aftur í sæt-
inu og tók að fitla við stafinn,
sem Craven hafði haft í hend-
inni. Hann var úr einkennileg-
um dökkrauðum viði, en á
handfanginu var gagnsætt,
hart skinn, sem líktist mest
kattargörnum.
— Jeg sje, að þjer hafið verið
í Suður-Ameríku, Sir Melmoth,
sagði hún með mjóu röddinni.
Þarna á handfanginu á stafnum
yðar er lama-skinn eins og
nautrekarnir þar vestra nota í
svipur. Jeg á eina hjerna.
Hún sló tvö högg í litla
bjöllu, sem var hjá henni og
dró um leið upp úr skúffu
mjúka nautrekasvipu, og
fleygði henni á borðið beint
fyrlr framan Craven.
Um leið og svipan skall í
borðinu, sleppti Craven penn-
anum og starði á hana. Blóðið
hvarf smátt og smátt úr lcinn-
um hans og loks var hann orð-
inn fölur sem nár.
— Vekur þetta nokkra end-
ur minningu hjá yður, Sir Mel-
moth? spurði= Blóðsugan lágt.
Um leið og hún sagði þetta
komu inn mennirnir, sem Cra-
ven hafði sjeð á rölti við stig-
ann, og lokuðu hurðinni hægt á
eftir sjer.
Augu Cravens glentust upp
af hræðilegum ótta er hann
glápti á svipuna og konuna,
sem sat þegjandi fyrir framan
hann. Hún tók upp svipuna og
ljet ólina renna milli gulu fingr
anna. Sir Melmoth hrökk aftur
á bak, en sá þá, að mennirnir
voru milli hans og dyranna.
Glæpamaður, sem fær fram-
an í sig sannanir um glæp sinn,
hefði ekki getað orðið skelfd-
ari en Craven varð nú. Svitinn
spratt út á enni hans, og nú
virtjst hann í fyrsta sinn vera
að missa hugann.
Ekkert hinna þriggja hreyfði
sig eða talaði orð. Mennirnir,
sem inn höfðu komið voru
hreyfingarlausir og sviplausir
eins og standmyndir. Frú Gor-
don hafði ekki augun af and-
liti hans, og hrukkur virtust
koma fram á enni hennar, eins
og undrun.
— Hverjir eru þessir menn?
spurði Craven, undir eins og
hann fjekk vald yfir rödd sinni.
— Þessir menn? spurði frú
Gordon, með tilbreytingar-
lausri rÖdd, en þó eins og hálf
hissa. — Þetta eru þjónar mín-
ir, Sir Melmoth. Jeg kallaði á
þá til að vera vitundarvottar
að undirskrift yðar — sem er
bæði nauðsynlegt og löglegt að
hafa, eins og þjer vitið. Ekki
ætti yður að bregða neitt við
það?
Craven dró andann djúpt, án
þess að lát'a á því bera. Hann
hefði varla sjálfur getað sagt,
hverju hann bjóst við af þess-
um mönnum Var konan að
gera gys að honum .... voru
orð hennar gaman eða þá
ógnun?
— Til að vitna undirskrift
mína? spurði hann lágt.
— Já, auðvitað, og þeir ætla
að ljúka því af í snatri.
Svitinn glitraði á enni Sir
Melmoths.
— Jeg hefi rjeð mig um hö;: d,
tautaði hann. — Kostir yðar
eru of harðir.
— Þeir eru ekki nema rjett-
látir, svaraði hún. Og þjer fáið
hvergi betri kjör í Englandi,
vitið þjer eins vel og jeg. Skrif-
ið þjer undir, annars missið
þjer af þessum 50 þúsund
pundum fyrir fult og alt.
Craven beit á jaxlinn. Pen-
ingarnir voru framar öllu öðru.
Þá varð hann að fá, hvað sem
það kostaði, annars var hann
og fjelagar hans farnir í hund-
ana.
Hann var hálfnaður að skrifa
undir skjalið, en hafði hætt þar
í miðju kafi. Þarna lá þessi
gilta beita fyrir framan hann
og alt í einu herti hann sig upp
og lauk við undirskriftina
skjálftalaust.
!— Og svo er hinn víxillinn,
sagði frú Gordon. — Þjer þurf-
ið hans við og jeg heimta :það
af yður.
Sir Melmoth hikaði. Konan
laut ofurlítið fram, leit á hann
og barði laust á seinni víxilinn
með svipunni.
— Skrifið þjer undir, Sir
Melmoth, sagði hún lágt.
Ofurlítill hrollur fór um
Craven. Hann undirskrifaði
víxilinn orðalaust.
— Gott. Þegar skip fær tvo
leka, er vitur skipstjóri vanur
að laga báða, sagði frú Gordon.
Hún benti mönnunum og
þegar Craven gekk frá borðinu,
gengu þeir þangað og skrifuðu
undir sem vitundarvottar.
Craven sá að minsta kosti ann-
að nafnið. Á því var ekkert
að græða. Enda var hver upp-
kominn maður með fullu viti
fullgildur sem vitundarvottur.
Frú Gordon kinkaði kolli til
mannanna og þeir fóru út,
þegjandi. Hvorugur þeirra
hafði sagt orð meðan þeir voru
inni, en þeir virtust hlýða eins
og viljalausar vjelar.
Sir Melmoth andaði hægar
þegar þeir voru farnir, þó hann
ljeti ekki á því bera. Frú Gor-
don var að skrifa bankaávísun.
Hann sneri sjer *ð henni ó-
lundarlegur á svipinn og með
spurningu á vörunum. En hún
ýtti til hans ávísuninni ájSur en
hann gat talað.'
— Þessa ávísuh fáið þjer út-
borgaði strax og bankar opna
á morgun, sagði hún. •— Þjer
verðið því að sjá um, að þau
skjöl, sem enn vantar, komist
til mín í kvöld. Skuldabrjefun-
um held jeg auðvitað eftir. Og
svo eitt orð enn, Sir Melmoth.
Jeg er tryg’g þeim, sem skifta
við mig, en hinsvegar heimta
jeg hvern eyri, sem mjer ber,
vægðarlaust.
Um leið og hún rjetti hon-
um ávísunina, stjakaði hún við
nautrekasvipunni, svo að hún
datt á gólfið. Hún leit á Craven
eins og hugsi.
— Jeg veit ekki, sagði þún,
— nema jeg' hafði ef til vill
komið yður í einhverja geðs-
hræringu, Sir Melmoth. Taug-
arnar í yður virðast vera eitt-
hvað óstyrkar. Þetta kemur af
því, að þjer hafið verið í heit-
um löndum.
Craven fanst loftslágið þarna
inni vera snögt um.verra en í
heitu löndunum. Heitasta ósk
hans var að komast út, og hann
hafði-ekki hug í sjer til að segja
meira. Frú Gordon snerti bjöll-
una, sem var hjá henni.
— Meira hefi jeg ekki við
yður að tala í bili. Og aðrir
bíða.
Þjónn einn vísaði Craven út.
Hann var kominn út á götu áð-
ur en hann var búinn að átta
sig á þv»í, hvernig hann hefði
komist þangað. Majjur, sem
framhjá fór sá, að hann var
fölur og niðurlútur, en Craven
sem stikaði áfram, sá hvorki
hann nje annað.
Fyrir augum hans sveimaði
sýn, sem ekki vildi yfirgefa
hann, heldur sá hann hana nú
fyrst greinilega. Það va* skóg-
arrjóður í fjöllunum í Suður-
Ameríku endur fyrir löngu,
sem hafði verið gleymd í mörg
ár, *en vaknaði nú aftur, þegar
hann sá svipuna hjá Blóðsug-
unni.
BEST AÐ AtíGLtfSA
! MORGUNBLAÐINU
Heræfingunum var lokið og
herdeildirnar voru á leið heim
á leið, þegar þær komu að brú,
sem á var ritað:
—Brúin má ekki notast. Þátt-
takendur heræfinganna verða
að hugsa sjer, að hún hafi verið
sprengd í loft upp.
í stað þess að leggja krók á
leið sína, gaf liðsforinginn her-
mönnunum skipun um að fara
yfir brúna. Þegar flestir voru
komnir yfir, kom hershöfðingi
að í bíl sínum og hrópaði bál-
reiður:
— Hvað á þetta að þýða?
Sjáið þið ekki, að yið -látum
•sem brúin hafi verið sprengd
í loft upp?
— Jú, svaraði liðsforinginn,
en við látum sem við sjeum
að vaða.
★
M. O. Brown, ritstjóri í Ida-
ho, Bandaríkjunum, hefir
stækkað síðurnar á blaði sínu.
Ástæðan er sú, að hann var
orðinn dauðleiður á kvörtun-
um lesendanna, að síðurnar
væru of litlar til að pakka
viskyflöskum í þær.
★
— Hváð margir vinna á'skrif
stofunni hjá þjer?
— Um það bil helmingur,
geri jeg ráð fyrir.
★
Strax og Þjóðverjar höfðu
ráðist inn í nýtt land á styrj-
aldarárunum, lögðu þeir hald
á allar þær bækur, sem þeir
töldu hættulegar. í Hollandi
bönnuðu þeir þannig útgáfu
barnabókar, sem hjet „Dik
0
Tromsson11. Enginn skildi í
fyrstu, hvernig á þessu stóð, eða
þar til einhver rakst á eftir-
farandi setningu:
„Adolf gat ekki stokkið yfir
sprunguna, en fjell í vatnið“.
★
Hinir „fjóru stóru“ á friðar-
ráðstefnunni hafa nú eignast
hættulega keppinauta. í París
komu nefnilega „fjórir litlir“
fram á sjónarsviðið ekki alls
fyrir löngu, er kona þar eign-
aðist fjórbura. Sagt er, að al-
menningur í París krefjist þess
nú, að hinir „fjórir stóru“ verði
skírnarvottar hinna „fjóru
litlu“.
★
B. B. C., eða breska útvarpið,
sendir vikulega út frjettir á
40 tungumálum. Við erlendar
frjettir sömu útvarpsstöðvar
starfa 265 frjettamenn.
★
Sú staðreynd, að menn missa
oft matarlystina, þegar þeir
eru ástfangnir, skýrir eflaust,
hvers vegna Skotar verða oft-
ar ástfangnir en aðrir menn.