Morgunblaðið - 16.10.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1946, Blaðsíða 2
I 2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. okt. 1946 1 Einlægur áhugi íyrir íslandsmálum í Noregi „UM ÞVERAN og endi- langan Noreg ríkir mikill áhugi fyrir Islandi“, segir Gunnar Akselson, sem ný- lega er kominn eftir að hafa dvalið sunaarlangt í Noregi. Hann var íþróttafrjettarit- ari fyrir Morgunblaðið í Noregi í sumar. Gunnar kynti sjer íþróttamál og var óþreytandi að tala máli íslenskra íþróttamanna og aðstoðaði þá íslenska íþrótta menn, er til Noregs komu með ráðum og dáð. Heimsóknir frá Islandi. Um heimsóknir íslendinga til Noregs í sumar er leið, segir Gunnar Akselson á þessa leið: „Fyrst kom karlakórinn í maí mánuði. Það ríkti almennur ' áhugi fyrir kórnum, en því „ miður hafði koma hans ekki verið auglýst nógu vel, því það voru margir, sem ekki höfðu hugmynd um að ‘ kórinn væri kominn til Oslo. Síðan komu K. R.-ingarnir. Jeg skal viðurkennaa, að jeg hafði gert það sem jeg gat til að hæla þeim í hvers manns eyra, en það varð enginn fyrir 'vonbrigðum hvað þá snerti, hvorki sem leikfimismenn, eða menn. Þeir urðu hvers manns hugljúfi og það eru engar.ýkj- ur þó jeg segi, að bæði Oslo Turnforening og starfsfólkið í Holmenkollen, Turisthotel, þar sem þeir bjuggu, sögðu að skemtilegri þilta höfðu þeir ekki fyrir hitt. Menn sögðu að þeir væru góðir fulltrúar ís- lands. Loks komu þátttakendurnir í Evrópumeistaramótinu. — Þá varð heldur enginn fyrir von- brigð^m. Það er ekki of mikið sagt, að þeir hafi verið vinsæl- asti hópurinií á Samestad. Lott urnar yoru hrifnar líka, en það er annað mál. Árangur Finn- björns í 100 m hlaupinu kom á ó.vart. Já, þeir stóðu sig allir vel piltarnir. Það var ekki að eins Gunnar Huseby með gull- peninginn sinn og Finnbjörn, með bronsepeninginn, heldur allir upp til hópa. Það var ekki dónalegt að vera íslendingur í Oslo í sumar. Það fannst okk- u/- áhorfendunum að minnsta kosti. Nýr leikur. „Hefir þú heyrt um nýja leikinn, sem strákarnir í Oslo ljeku?“, segir Gunnar Aksel- son. „Það var emn góðan veður- dag að jeg var á gangi í Oslo og sá jeg smádrengi, svona 5— 8 ára, sem voru að leika sjer þar í skemtigarði. Einn þeirra stóð með stóran sein og mynd- aði sig til að kasta honum með sveigjum og pati. Jeg spurði hann hvaða leikur þetta væri. Hann sagði að þeir væru að leika Huseby, Hvað er það, spurði jeg. „Hann er stór og stcrkur íslendingur, sem kast- ar kúlu og varð meistari, og hann gerði svona“, sagði $á litli, óg beygði sig og sveigði og kastaði steininum. Vaiifar íslenskan fulltrúa. „Og þá má minnast á sendi- menn herramálið", segir Akselson. — Það er enginn íslenskur sendi- herra í Oslo og enginn ræðis- maður. Enginn staður, sem Is- lendingar geta snúið sjer til ef þeir þurfa á aðstoð að halda. ,.Dag nokkurn, sem jeg kom í gistihúsið mitt, sagði dyra- vörðurinn, að komin væri ís- lensk stúlka þangað, en hún ætti bágt með að gera sig skilj- anlega á Norðurlandamáli. Þeir hefðu reynt ensku, þýsku og frönsku, en ekkert stoðaði. — Jeg var svo heppinn að geta komið henni í samband við ís- lenska konu og hjálpa henni til að finna skólann, sem hún ætl- aði í og koma peningamálum hennar í lag í gegnum bankann. Þannig gengur það til. Nú ætlar ísiendingafjelagið í Oslo að reyna að gera eitthvað til að aðstoða íslendínga, sem koma til-Oslo, eins og Morgun- blaðið hefir þegar skýrt frá. Má vænta heimsókn frá Noregi. „Það má vænta margra heim sókna til íslands frá Noregi á næstunni. Jeg hjelt nokkra fyr irlestra urti Island og sýndi í- þróttakvikmynd frá Islandi. *— Því miður hafði jeg ekki góða landlagskvikmynd með. Það ríkir geisimikill áhugi fyrir ís- landi í Noregi og jeg er viss um að jeg hefði fengið nóg að gera þar í allan vetur við að halda fyrirlestra um ísland. Knattspyrnufjelagið Lyn í Oslo, sem nú er Noregsmeistari vill koma til íslands og leika hjer knattspyrnu, enn fremur úrval frá Oslo fjelögunum. — Norska landsliðið ætlar að leika hjer að sumri, einhVern tíma á tímabilinu frá7. til 20. júlí. — Það var ákveðið í samráði við Bened. Waage og Guðjón Ein- arsson. Jeg er með kveðju til þeirra og allt er í lagi. Við þetta geta svo bæst sund menn og venjulegir ferðamenn. Búist við Islendingum á Holm- enkollen. Norðmenn vonast til að ís- lendingar komi og taki þátt í Holmenkollenmótinu 1 vetur. Skíðasambandið ætlar að út- vega piltunum skála til að búa í fyrir norðan Oslo —^Norður- mörk. Þeir ættu að dvelja þar í tvær vikur og æfa sig. — Að þessu sinni verður slalom- kepni í sambandi við Holmen- kollen mótið. Vinir vorir Rog- stad og Torvö gætu verið full- trúar og aðstoðarmenn okkar manna og þá fer alt vel. Eirik Eylands, sem stundar nám í Osló, hefur haldið fyrir- lestur um ísland í Tekniska skólanum í Oslo, sem vakti mikla aíhygli. Undir okkur komið. Að lokum segir Gunnar Ak- selson: - ’,Það er algerlega undir okk- ur sjálfum komið hvort við lát um Norðmenn kynnast okkur betur og okkur er það að kenna ef okkur finst þeir viti of lítið um okkur. Norsku blöðin vilja gjarna birta greinar írá íslandi og frjettir af okkur. Það er bara að nöta sjer það“. NOKKRU FYRIR mið- nætti í fyrrinótt varð bílslys austur við Kotströnd í Fióa. Bifreið er í voru fimm menn hvolfdi á veginum o^ einn farþeganna, Einar Sigurðsson nemandi við garðyrkjuskól- ann í Hveragerði stórslasað- ist. Hann var fluttur hingað til Reykjavíkur í sjúkrabif- reið og lagður inn í Lands- spítalann. Líðan hans var slæm í gærkvöldi er. blaðið spurðist fyrir um hann. Bíllinn var hjeðan úr Reykjavík, R- 2403. Þeir voru að koma að austan og voru komnir á bugðu sem er á veginum, er slysið varð. Mað- ur sá er ók bílnum er sagður hafa mist alla stjórn á bílnum, er hann kom inn á ný ofaní- borinn sand á veginum. Við það hvolfdi bílnum og fór hann heila veltu á miðjum veginum. Hlaut Einar S. Sig- urðsson þá mikinn skurð á höfuð og annar handleggur brotnaði. Einar er hjeðan úr Reykja- vík. Hann á heima að Mið- túni 22. Englandsförunum fagnað í GÆRKVÖLDI hafði Knatt- spyrnuráð Reykjavíkur kaffi- boð fyrir Knattspyrnumennina, 'sem eru nýkomnir heim úr Englandsförinni. Jón Þórðarson form. Knattspyrnuráðs bauð knattspyrnumennina og aðra gesti velkomna, en síðan flutti Sigurjón Jónsson, sem var full- trúi K.R.R. í förinni, ferðasögu mjög ýtarlega og kom vel 1 Ijós í henni, að förin hafði orðið okkar mönnum bæði til gagns og skemtunar. Síðan tóku ýms- ir til máls, þar á meðal Ben. G. Waage, forseti ÍSÍ., sem til- kynti að ÍSÍ myndi sæma Eng- landsfarana sjerstökum heið- ursmerkjum. Auk hans töluðu margir og voru allir á einu máli um að herða nú átökin til að fá grasvelli. LONDON: — Tíu breskir tundurduflaslæðarar hafa byrj að að hreinsa burtu stórt tund- urduflasvæði, sem er út- af ströndum Devon á Englandi og nær allt að írlandsströndum. Timburhús við Spítalastíg sem er 4 íbúðir og stórt verkstæðipláss, með einnri íbúð lausri, nú þegar, er til sölu. Upplýsingar gefur Ídaíduin ^jjónóóon lidi. Vesturgötu 17 — Sími 5545 5 herbergja íbúð 1 nýju húsi, sem tilbúin er til íbúðar, nú þegar og 3ja herbergja íbúðir í nýju húsi, sem tilbún- ar verða til íbúðar nálægt áramótum, eru til sölu. — Upplýsingar gefur idaÍduin J/ónóóon Vesturgötu 17 — Sími 5545 Ut M.s. Hugrún sem fer n.k, fimtudag til Sauðárkróks og Siglu fjarðar, getur tekið viðbótarfarm þangað. Vörumóttaka á fimtudag. dddiýjúó CjLiÍjinnóóon Sími 5220. Tilkynning til bóksala Jeg undirritaður leyfi mjer að tilkynna að jeg hefi umboð fyrir Norska bókaútgáfufjelagið (Den norske Forleggerforening). Ennfremur .fyrir norsk vikublöð og tímarit, og get jeg því útvegað allar norskar bækur og blöð. GUNNAR AKSELSON, sími 5968, Þingholtsstræti 24, Reykjavík. > < > ii Tveggja herbergja íbúð í Austurbænum til sölu. Nánari upplýsingar gefur Málaflutningsskrifstofa EINARS B. GUÐMUNDSSONAR og GUÐLAUGS ÞORLÁKSSONAR, Austurstræti 7, símar: 2002 og 3202. Frá og með deginum í dag 16/10 verður síma- númer bankans 7060 í stað 1060 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS II.F. í*1 ■■■■■»■■■■*iYhiirt irrVV111h»lnrr ? T■ * ■ an miinm ? 7 ■■ ■■•■»Élfí lVti 11 i~il«■■ i~ii lfl ■ i*TS« im■■ T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.