Morgunblaðið - 18.10.1946, Síða 1
33. árgangur.
236. tbl. — Föstudaginn 18. október 1946
ísafoláarprentsmiðja h.f.
„Óskiljanlegt var Göring fjekk eitrið“
Núrnberg í gærkvöldi.'
Einkaskeyti til Morgunbl.
frá Reuter. Eftir Mac-
fee Near.
IHNAií ótrúlegustu æsi-
frengir ganga nú um
Þýskaland og fjalla þær
um hina 10 nasistaforingja
sem teknir voru af lífi þ.
16. þ. m. Eru fregnirnar á
þá leið, að í raun og veru
hafi enginn hinna dauða-
dæmdu verið tekinn af lífi,
heldur liafi úttroðin föt
þeirra verið hengd.
I fregnum þessum er
ennfremur sagt að Keitel
marskálkur hafi verið
fluttur til hernámssvæð-
is Rússa og gerður hern-
aðarráðgjafi þeirra, en
Jodl eigi að hafa sama
embætti á höndum á ame-
íska hernámssvæðinu.
Hinir nasistaleiðtogarnir
eiga að hafa verið ráðnir
á laun til þess að gegna
mismunandi stjórnarstörf-
um á hinum ýmsu her-
námssvæðum Þýskalarids
fyrir bandamenn.
Fvlgir það frjettinni, að
bandamenn hafi verið
neyddir til þess að gera
þessar ráðstafanir vegna
þess í hve miklum ólestri
hernámsstjórnin fari nú
hjá þeim.
Sumir segja, að Göring
hafi alls ekki framið sjálfs
morð, heldur hafi Banda-
ríkjamenn drepið hann,
vegna þess, að hann hafi
neitað þeim um hjálp til
þess að ráða fram úr þeim
vandræðum, sem hernám-
ið hafi valdið þeim.
Grikklandi
London í gærkveldi.
ÚTVARPSFYRIRLES-
ARINN Michail Michailow
ful'lyrti það í Moskvaútvarp-
inu í kvöld, að breskar her-
sveitir í Grikklandi væru
stöðugt auknar og elfdar. —
Einnig staðhæfði hann að
Bretar sæju hinum nýju
grísku herflokkum fyrir vopn
um, flokkum þeim, „sem hafa
það eitt með höndum að und-
iroka lýðræðissinna í Grikk-
landi.“ — Sagði hann að
Grikkland væri í þann veginn
að fara út í borgarastyrjöld
og væri það Bretum einum að
kenna. — Reuter.
Á ANNAÐ hundrað þýsk
börn af hinum eyddu svæðum
kringum Köln og Dússeidorf,
eru komin til írlands, þar sem
þau hafa verið tekin í fóstur.
Er það írska ríkið og írski rauði
krossinn, sem hefir tekið börn-
in og kosta þessir aðilar dvöl
þeirra í landinu og uppeldi. —
Börnin búa í höll einni mikilli
í Glencree uppi í Wicklow hæð
unum. Börnin voru öll ákaflega
hrifin af að vera komin til ír-
lands. Þau voru ákaflega illa
klædd og flest mjög mögur. I
Hermann Göring.
stækkun Revkiavíkyrfluuvaliar
nu legmr a§ nais rihIi-
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær las borgarstjóri upp brjef
frá flugmálastjóra, sem dagsett er 28. sept. s.l. Þar er gerð nokk-
ur grein fyrir tillögum, er breskur verkfræðingur hefir gert,
um stækkun flugvallarins hjer í Reykjavík í samráði við flug-
málastjóra.
En í brjefi þessu, sem borgarstjóri las upp á fundinum er gerð
grein fyrir því, hve mörg hús þyrfti að rífa, ef stækkun vallar-
ins kæmi til framkvæmda, og hverjar takmarkanir þyrfti að
gera, á hæð húsa i nágrenni vallarins.
Alls gæti komið til mála að rífa þyrfti um 60 hús.
Er borgarstjóri hafði lesið
brjef - flugmálastjóra, komst
hann m. a. að orði á þessa leið:
Það er flugmálastjórnin, sem
á að skera úr því, hve flugvöll-
urinn hjer í Rvík á að vera
stór, en flugmálastjórnin er
flugmálastjóri. flugmálaráð-
herra og að sjálfsögðu Alþingi.
Kostnaðurinn við flugvöllinn
og þá einnig stækkun hans, ef
til kæmi, yrði að sjáifsögðu
greidd úr ríkissjóði. Þar . sem
hjer er um að ræða ailstóra
landspildu sem yrði óbyggileg,
ef ráðist væri í stækkun vall-
arins, er það að sjálfsögðu á-
ríðandi fyrir bæinn, að bóta-
skyldan lenti á ríkissjóði.
Það er ekki bæjarstjórnar,
heldur flugmálastjórnarinnar,
að ákveða hve völlurinn hjer
á að vera stór. En jeg mun
aldrei fallast á að hann verði
stækkaður að svo miklu leyti,
sem til míns atkvæðis kemur.
Annað mál er það, að jeg hefi
aldrei lagt það Ml, að hætt yrði
að starfrækja hann. Tillögur
um að hann yrði algerlega lagð
ur niður, get jeg ekki aðhylst,
fyr'ri en eitthvað annað kemur
fram í þessu máli.
Eins og máiið liggur nú fyr-
ir, tel jeg eðlilegt sagði borg-
arstjóri, að Reykjavíkurflug-
völlurinn verði notaður fyrir
innanlan dsflugið, og stærð hans
og rekstur miðaður við það.
Sigfús Sigurhjartarson mint-
ist á þetta mál. Sagði hann að
álit sjerfræðinga hefði engin
áhrif á álit sitt í þessu máli.
Því hann teldi það ekki koma
til mála að stækka Reykjavík-
urflugvöllinn og gera úr hon-
um millilandaflugvöll, úr því
annar flugvöllur væri í landinu,
sem nota mætti sem millilanda
flugvöll.
Borgarstjóri gaf-Sigfúsi góð-
ar vonir um að þeir myndu geta
orðið sammála um stærð og
rekstur Reykjavíkurflugvallar-
ins. En ef flugmálastjórnin
ákvæði eitthvað í þessu efni,
ætlaði hann ekki að gera bylt-
ing í þjóðfjelaginu gegn þeim
ákvörðunum.
LONDON. Fyrir skömmu
lögðu 1200 enskar konur, sem
giftst hafa Kanadahermönnum,'
af stað vestur um haf til sinna
nýju heimkynna.
Þjóðverjar hreyknir
yíir endalokum hans
London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg-
unblaðsins frá Reuter.
ANDREWS herforingi, yfirmaður bandarísku örvggis-
iögregunnar í Núrnberg gaf yfirlýsingu í dag í tilefni af
sjálfsmorði Hermanns Göring. Sagði hann að óskiljanlegt
væri, hvar Göring hefði fengið eitrið, og geymt það, þar
sem leitað hefði verið á föngunum þrisvar í viku.
Bresku blöðin gera endalok Görings að umræðuefni í
dag og mörg þeirra gera þetta mál aðalatriði í frjettum
sínum. Eru blöðin yfirleitt mjög gröm vegna þessa at-
burðar og segir t. d. „Daily Mail“, eftir frjettaritara sín-
um í Þýskalandi, að Þjóðverjar sjeu almennt hreyknir
yfir endalokum Görings og líti á hann sem þjóðhetju.
Lík Görings og hinna hengdu hafa verið brennd og ösk-
unni dreyft á laun.
efln assæra
Spánverjí
New York' í gærkveldi.
BELGISKA stjórnin hefir í
dag sent bandalagi hinna sam
einuðu þjóða brjef, þar sem
hún ákærir spönsku stjórnina
fyrir að „vera samsek í því
að hindra að belgiski fasista-i
leiðtoginn Léon Degrelle hafi
verið handtekinn“, en Belgíu
menn langar til þess að ná í
hann og hafá ákært hann fyr-
ir landráð.
Biðja Belgíumenn allsherj-
arþing sameinuðu þjóðanna
að taka á dagskrá öll Spánar-
málin, þótt kvartanir Pól-
lands á hendur Spánverjum
liggi enn fyrir Öryggisráðinu.
Belgíumenn hafa sent
spönsku stjórninni orðsend-
ingu um þetta mál, en Spán-
verjar neituðu að skipta sjer
nokkuð af því, og einnig neit-
aði spánska stjórnin að láta
nokkuð uppi um það, hvar
Degrelle væri nú niður kom-
inn, og líka neitaði stjórnin
að segja nokkuð um það, hvar
hann hefði farið burt af
Spáni. Telja Belgíumenn því
spönsku stjórnina samseka
Degrelle, og fasistaleiðtog-
ann sjálfann „líklegan til þess
að gera uppseyt í Evrópu“,
.eins og stjórnin orðar það. —
Reuter.
SIFELDAR IIANDTOKUR
LONDON: — Ýmsir kunnir
þýskir viðskifta- og verslunar-
menn hafa nýlega verið hand-
teknir á franska hernámssvæð-
inu í Þýskala-ndi, þar á meðal
tengdasonur von Papens. Ekki
er vitað um orsakir þessa.
Rannsóknin í Núrnberg.
Andrews herforingi sagði m.
a., að fyrir þrem mánuðum síð-
an hafi vörður einn sjeð Gör-
ing stinga málmflís nokkurri í
veski sitt, og hafi hann tekið
þetta af honum, þar sem hann
hafi haldið að fanginn hafi ætl-
að að nota þetta tæki til
þess að opna sjer æð. — Enn-
fremur kvaðst Andrews ómögu
lega geta "skilið, hvar Göring
hafi geymt eitrið. hafi hann
haft það í lengri tíma, þar sem
leitað var í fötum fanganna og
klefum þeirra þrisvar í viku
og sjerstaklega nákvæmlega
tvisvar í viku, þegar þeir fóru
í bað. Enginn hefir verið hand-
tekinn vegna þessa máls og
bjóst Andrews ekki við neinum
handtökum.
Hæðnishlátrar Þjóðverja.
Frjettaritari „Daily Mail“ í
Þýskalandi segir, að hvarvetna '
meðal Þjóðverja megi nú heyra
hæðnishlátra, er þeir ganga
fram hjá mönnum frá hernáms
veldunum, og geri Þjóðverjar
óspart gys að því, að þau hafi
látið Göring sleppa úr greipum
sjer á síðustu stundu. Heldur
blaðið því fram að afar óheppi-
lega hafi tekist til að Göring
skyldi geta fyrirfarið sjer. —•
„News Chronicle“ segir, að það
hljóti að draga mjög úr áliti
manna á rjettarhöldunum öll—
um, að svona tókst til.
Verst að það var Göring.
Blaðið segir það ennfremur,
að það hafi verið verst af öllu,
að það skyldi hafa verið Gör-
ing, sem fjekk framið siálfs-
morð og hefði ekki verið eins
slæmt er einhver hinna hefði
getað það. Krefst blgðið þess,
að þeir, sem beri ábyrgðina á
þessum mistökum verði dregn-
ir fyrir döm og þeim refsað,
þar sem hjer sje um mjög al-
Framh. á 2 siðu.