Morgunblaðið - 22.10.1946, Síða 6

Morgunblaðið - 22.10.1946, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. okt. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jóíisson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia, Auscurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.0u á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Framíanr RJETT tvö ár eru liðin síðan núverandi stjórn tók við völdum í landinu. Það er stuttur tími. En á þessu stutta tímabili hafa orðið stórstígari fram- larir en nokkur dæmi eru áður til í sögu þjóðarinnar. Vjelatæknin hefir verið tekin í þjónustu atvinnuvega og hverskonar umbóta í landinu. Atvinnuleysi hefir ekki verið til. Allir landsmenn hafa haft yfirdrifið að starfa og útlendir menn lagt kapp á að komast inn í landið. Eftirspurn eftir verkfróðum mönnum og almennum verkamönnum hefir verið miklu meiri en landsfólkið hefir getað fullnægt. Þrjátíu nýtísku togarar af fullkomnustu gerð og margir tugir smærri vjelskipa hefir verið kevpt þó ekki sje lokið við smíði nema nokkurs hlutans. Fullkomnar og stórvirkar verksmiðjur hafa verið reistar. Stórfeld raf- orkuver og rafleiðslur er í byggingu. Vegir, símar, brýr og hafnarmannvirki hefir verið bygt i stærri og fullkomnari stíl en nokkru sinni fyr og stór- virkar verkvjelar teknar í þjónustu þeirrar starfsemi. Skólar, leikfimishús, vinslustöðvar, skrifstofuhús, íbúðar- hús og margvíslegar aðrar byggingar hafa risið af grunni í höfuðborginni og víðsvegar um landið. Til landbúnaðar- ins hafa verið keyptar og teknar í notkun stórvirkari og fjölbreyttari vinnuvjelar, en nokkur dæmi eru áður til, enda hefir verið framleitt meira af fáu fólki á þessum árum en nokkurn innlendan hafði áður dreymt um. Alt hefir þetta skeð vegna þess, að landinu hefir verið stjórnað af bjartsýnum mönnum, sem trúa á landið á þjóð- ina og á framfarirnar. En þess ber að geta, að miklu af hinum margbreyttu framförum hefir verið hrint í framkvæmd fyrir lánsfje og svo hlýtur jafnan að vera. Afturhaldsmenn óttast láns- fje. En hefir þjóðin í heild sinni óttast það? Þvert á móti. Allsstaðar er beðið um meiri framfarir, meira lánsfje. í hverjum kaupstað og hverju hjeraði er af miklum áhuga óskað eftir meiri framkvæmdum. Fólkið vill fleiri raf- stöðvar, lengri og margþættari rafleiðslur, lengri vegi, fleiri síma, fleiri brýr, fleiri vinnuvjelar fleiri verksmiðj- ur, fleiri og fullkomnari hafnarmannvirki, og síðast en ekki síst miklu fleiri íbúðarhús, gripahús og geymslu- hús, fyrir fóður, vjelar og vörur. Allir vita að þetta kostar aukið lánsfje. En fólkið óttast það ekki Jafnrjetti um lífsþægindi og atvinnulega aðstöðu vilja landsmenn hafa hvort sem þeir búa á þes’sum stað eða hinum. En framkvæmdirnar eru tengdar við hugarfar, sam- heldni og manndóm þeirra manna sem stjórna landinu og málum þess. Bjartar vonir hafa hvarvetna verið tengdar við núver- andi ríkisstjórn. Menn hafa vænst þess að hún lifði lengi og hjeldi áfram að koma miklu góðu til ieiðar. Það kom því eins og hríðarbylur úr heiðskýru lofti þegar einn stjórnarflokkurinn hleypur á brott út af ágreiningi um eitt mál. Óskiljanlegum og ofsafengnum ágreiningi að flestra áliti. Ætla þessir menn að svíkja stefnu sína og loforð? spyrja menn. Ætla þeir að stofna til innanlands ófriðar? Ætla þeir að svíkja framfarirnar? Úr því mun reynslan skera á næsu vikum og mánuðum. Engum hefir dottið í hug, að stjórnarsamvinna ólíkra flókka geti verið með öllu erviðleika- eða árekstralaus.' síst er við slíku að búast á breytingasömum tímum. Ár- ■ angurinn getur verið eðlilegur um marga hluti og svo er jafnan. En aðal sjónarmiðið verður að ráða mestu. I Það verður að stjórna ferðinni. Hjá okkar tveggja ára sjórn, sem enn starfar, þó sagt hafi af sjer, var aðal sjón- armiðið auknar framfarir, friður milli atvjnnurekenda og verkamanna, og vinna handa öllum landsmönnum. Þörf- in fyrir þetta er óbreytt. Samvinnu og fnðar er nú engu minni þörf en fyrir tveim árum. Að hætta við hálfnað verk er fávíslegt: Það er alkunn saga. I 'UíLverji shri^ar : ÚR DAGLEGA LÍFINU Fallegt listaverk. MENTASKÓLAFÁNINN nýi var ein af þeim afmælisgjöÞ um, sem skólanum barst á 100 ára afmælinu, sem einna mesta eftirtekt vakti, enda er fán- inn forkunnar fagur. Fálkinn, merki skólans, er saumað m<=“ð silfurþræði í hvítt silki á blá- um feldi. Er fáninn svo hag- lega gerður að sjerstaka athygii vekur. Af tilviljun komst jeg að því á dögunum, að það eru tvær kornungar stúlkur og kennari þeirra í listsaum, sem gerðu fánann og ennfremur að þær hafa unnið fleiri listaverk, sem vekja myndu athygli og á- nægju, ef sýnd væru almenr- ingi. Hinar ungu hagleikskonur eru Ásdís Jakobsdóttir og Edda Alexandersdóttir, en kennari þeirra er frú Unnur Ólafsdóttir, sem fyrir löngu er orðinn landskunn fyrir list- saum sinn, að. llega kirkjugripi. Er altarisklæði og hökull sá, er frú Unnur saumaði fyrir Akraneskirkju, hökull og alt- arisklæði kapellunnar í Mikl- holti og hökull Frjálslynda safnaðarins, sem nú er eign Dómkirkjunnar, ef til vill þekt- ustu verk hennar. • Hökull Hallgríms Pjeturssonar. í SUMAR fór frú Unnur með nemendur sína til Svíþjóðar til þess að kynna þeim kirkjulist og listsaum. Var ungu stúlk- unum sú för lærdómsrík og ánægjuleg. En það er önnur saga, og ennfremur væri það efni í sjerstaka grein, að lýsa! heimsókn í heimili frú Unnar,1 sem er eins eg að koma í dýr- mætt safn listaverka, og þar á meðal merkra kirkjugripa. En j það verður ekki gert hjer, því ætlunin er að segja frá grip, sem á sínum tíma mun vekja óskipta athygli og þykja verð- uður minjagripur um Hallgrím Pjetursson sálmaskáld. Gripur þessi er hökull, sem er verk Ásdísar og Eddu. Er hann gerður úr handofnu, svörtu vaðmáli, en ísaumaður kross. í krossinn er saumað myndir úr píningarsögu Krists og sálmurinn „Upp, upp, mín sál“. Frú Unnur Ólafsdóttir hefir sagt fyrir um gerð hökuis- ins, en nemondur hennar saum- uðu hann 1 Svíþjóðarferð sinni. Til ágóða fyrir blinda. REYKVÍKINGAR muna vel eftir sýningu, sem haldin var á verkum frú Unnar í Háskólan- um skömmu eftir Lýðveldis- hátíðina. Sú sýning stóð of stutt, en vakti mikla og óskipta athygli. Þegar Hjörvarður Árna son listfræðingur var hjer kom hann á heimili frúarinnar og sá verk hennar, ljet hann svo um- mælt, að tvímælalaust myndu þessi listaverk sóma sjer vel og vekja aðdáun hvar sem væri í heiminum. Sýningin í Háskólanum var haldin til ógóða fyrir Blindra- vinafjelag íslands, sem frú Unnur lætur sjer mjög ant um. Kom inn talsvert fje á sýningu þessari. Er jeg spurði frúna, hvort ekki væri bráðlega von á sýn- ingu á hökli Hallgríms Pjet- urssonar, sem marga mun fýsa að sjá, og fleiri verkum henn- ar og nemenda hennar, vildi hún ekki segja neitt ákveðið um það, en taldi þó líklegt að svo gæti orðið og myndi þá slík sýning verða til ágóða fyr- ir Blindravinafjelagið. Það er vel þegar fögur lista- verk og vel unnin geta orðið blinda fólkinu til gagns, eins og frú Unnur hefir gert sjer far um að verða mætti, hvað snert- ir verk hennar og nemenda hennar. • „Flug“. ÞAÐ SÝNIR best hve flug og flugtækni hefir rutt sjer til rúms og vakið áhuga margra hjer á landi, að farið er að gefa út sjerstakt og myndaxdegt tímarit um þau mál, en það væri varla hægt, nema að nokkuð margir menn hefðu áhuga fyrir flugi. Þetta nýja tímarit, sem nefn- ist „Flug“, fer myndarlega af stað og er þar margskonar fróðleik að finna. Það er ekki einungis flugmenn og lærðir menn í listinni, sem munu hafa gaman af að lesa þetta rit. Flugið er að verða svo mikill þáttur í lífi almennings, að það er að vakna talsverður áhugi fyrir því meðal landsmanna. — Ótrúlega margir hafa lært flug sjer til skemtunar á undanförn- um mánuðum hjer á landi, enda eru starfandi hvox’ki meira nje minna en þrír flug- skólar á Islandi í dag. iiiiiiiiiiimiiiiinmiiiMniimi iinniwniiMNimu MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ll■ll•lllu■■ll•lltllllllllll•l■ll■llll■lll■■•lll■lnllll■lll■•:lllllll■ll•lllllmll■m OFT og einatt hafa komið fram raddir um það víðsvegar um heiminn, að eins og sakir standi læri menn allt of mikið og of lengi yfirleitt. Sje skóla- seta og bókalærdómur um margra ára skeið ekki ein- ungis þarflaus, heldur og skað- legur fyrir hið unga mannkyn. Fyrir nokkru birtist í er- lendu blaði grein um þetta mál eftir verkfræðing einn. Þar sem greinin vakti almenna athygli, verður hjer endursagt aðalefni hennar. Það er óhugnanlegt að sjá fimm ára snáða vera að rölta í smábarnaskólann með töskuna sína á sólbjörtum morgni, ó- hugnanlegt vegna þess, að maður getur vel ímyndað sjer það, að þessi drengur eigi eft- ir að sitja á skólabekknum í tuttugu ár eða jafnvel lengur, tuttugu bestu árin af æfi sinni á hann að sitja meiri hluta dagsins yfir bókum, þetta er bæjarbarn og það er alls ekki víst að hann sjái sveitir og landbúnaðarlíf fyrr en hann er orðinn fullorðinn, ef hann sjer það þá nokkurntíma. Og hvernig skyldu vöðvarnir hans vera orðnir eftir þessa tuttugu ára skólasetu, ef hann er ekki annars sjerlega umhyggjusam- ur um að halda sjer í þjálfun með íþróttum. Og það verður fleira að honum, aumingjan- urri, það verða ekki mörg svið lífsins, sem hann verður heima á eftir alla þessa skólasetu. Þegar jeg horíi á eftir snáð- Læra menn oi mí anum, dettur mjer t. d. í hug, að hann leggi fyrir sig mál- fræði. Geri hann það verður hann líklega kennari og það sem er kallað „fræðimaður". Kannske setur hann einhvern- tíma upp doktorshattinn. Og hefir þá gefið út pjesa um að þetta orð sje runnið af þessum stofni og hafi engir vitað það nje fundið áður. En ósköp finst mjer þetta allt saman fjarlægt lifinu, svona menn hafa ekki þekkt lífið, aldrei vitað hvað er að lifa í raun og veru. Þegar jeg var í skóla, krafð- ist jeg þess af foreldrum mín- um, eftir að jeg fór að kom- ast til ára, að fá að vera úti í sveitinni allan þann tíma, sem skólarnir störfuðu ekki. Og jeg fjekk það. Þessu þaJika jeg það, að mjer veittist Ijett enn í dag að snúast gegn nýjum viðfang',- efnum, það getur ekkert komið fyrir mig, sem kemur mjer al- gerlega á óvænt, jeg get snúist jafnskjótlega við hvaða við- horfi sem er. Þetta þakka jeg ekki mínu langa skólanámi, heldur hinu að jeg umgekst altaf lífið eins og almúgafólkið lifir því og sökti mjer heldur aldrei niður í bækurnar meira en góðu hófi gengdi. Mjer fannst jeg nefnilega alls ekki þurfa að vita nándarnærri eins mikið og var verið að reyna að troða i mig, jeg vissi að fjöldirin allur af því sém jég læfði myndi aldrei verða mjer að minnsta gag'ni og jeg áðeins gleyma því innan mjög skamms tíma. Og jeg vildi ekki vera að eyða tíma 1 það, dýrmætum tíma af þessari einu æsku sem maður er viss um, þessari einu æfi sem maður veit að maður lifir. Jeg vildi ekki sóa lífinu til þess að læra utanað skræð- ur, sem bæði voru mjer hund- leiðinlegar og með öllu óþarf- ar. Og jeg gerði það heldur ekki. Veslings litli drengurinn. — Eftir svo sem 30 ár verður hann kannske orðinn doktor og þekk ir út og inn allar rætur allra orða í mörgum málum. En til hvers? Og hvenær hefir hann lifað? Og í hve mörgum af vandamálum lífsins skyldi hann sem kynst hefir hinu harða en indæla lífi manna, er sátu rjett mátulega á skólabekknum og standa sig jafnan best? Þetta er aðalinntak úr grein verkfræðingsins. Kannske ein- hver hafi gaman af að velta efni hennar fyrir sjer á þess- um tímum, þegar svo að segja hvert mannsbarn er frá ára- tug og upp í 30 ár 1 skólum. ÍT b SIÐASTA verk Guðmundar Kambans „Vítt sje jeg land og fagurt'1' er nú komið út í heild hjá Helgafelli. í fyrra kom fyrri hluti þesS út og var þá eins og kunnugt er metsölubók forlags- ins fyrir jólin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.