Morgunblaðið - 12.11.1946, Blaðsíða 1
16 síður
33. árgangur.
256. tbl. — Þriðjudagur 12. nóvember 1946
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Rússar komu þarna viS
Flutningur þýskra iðnaðarsj erfræðinga til Rússlands vekur
mikla athygli og hefir haft í för með sjer kröftug mótmæli,
bæði í Bretlandi og Bandaríkj unum. Eins og kunnugt er,
flytja Rússar einnig mikið af vcrksmiðjuvjelum austur á
bóginn, og þar á mcðal frá hinum þekktu Carl Zeiss-verk-
smiðjum í Jena. — A myndinni sjest hluti af verksmiðjunum.
U tanrí kissteína
Bandaríkjanna
verður óbreytt
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TRUMAN forseti ræddi við blaðamenn í dag í fyrsta skifti
siðan þingkosningarnar fóru fram í Bandaríkjunum, en í
kosningunum beið, eins og kunnugt er, fiokkur forsetans
ósigur, og republikanar öðluðust meirihluta í báðum þing-
deildum. í viðtali sínu við blaðamennina, tjáði Truman þeim,
að utanríkisstefna Bandaríkjanna mundi verða óbreytt í
framtíðinni, enda væri hún stefna þjóðarinnar, og bæði
rpubiikanar og demokratar stæðu að henni.
DÓMUR ÞJÓÐARINNAR |---------------------------------
Truman kvaðst beygja sig
fyrir aómi þjóðarinnar í kosn-
ingunum, en engin ástæða
væri'þó til þess að ætla, að
hann og Byrnes utanríkisráð-1
herra, mundu ekki halda
áfram að fara með forystuna
í utanríkismálum Bandaríkj-
anna.
ERFIÐLEIKAR
FRAMUNDAN
Forsetinn fór nokkrum orð
Óttast ofbeldisverk
í London
UpptökubeiðRum
vísað aftur ti!
gisráðsins
New York í gærkveldi.
SAMÞYKKT var í stjóm-
málanefnd bandalags samein-
uðu þjóðanna í dag, að vísa
aftur til Öryggisráosins til
frekari athugunar, þeirri á-
kvörðun ráðsins, að neita upp
tökubeiðnum Albaníu, írlands
Mongolíu, Portúgal og Trans-
jordan. Fjörutíu og tveir
nefndarmenn greiddu atkv.
með því, að vísa málinu aftur
til Öryggisráðsins, en sjö sátu
hjá — Reuter.
í«aiEÍi
París í gærkvöldi.
ENDA þótt talningu atkvæða
sje enn ekki að fullu lokið,
þykir sýnt, að kommúnistar
hafi aukið fylgi sitt í þingkosn
ingunum s. 1. sunnudag. Jafn-
aðarmenn hafa hinsvegar tap-
að miklu fylgi, en ýmsir hægri
flokkanna hafa bætt við sig
þingsætum.
Kommúnistar hafa fengið
170 þingsæti, Kaþólski flokk-
urinn 163 og jafnaðarmenn 96
sæti.
Frjettamenn benda á, að
enda þótt kommúnistar hafi
lýst því yfir, að þeir sjeu reiðu-
búnir að taka að sjer stjórnar-
forystuna í Frakklandi, muni
það verða þeim að ýmsu leyti
erfitt, enda er sameiginlegt
fylgi þeirra og jafnaðarmanna,
sem líklegastir þykja til sam-
starfs við kommúnistaflokkinn,
ekki svo mikið, að þeir nái
hreinum meirihluta á þingi.
—Reuter.
um um framtíðina, og spáði
því, að erfiðir tímar færu í
hönd. Kvaðst hann treysta
því, að meirihlutinn á þingi,
republikanar, reyndust fúsir
til að starfa mcð sjer, en vart
yrði hjá því komist, að ýmsir
erfiðleikar sköpuðust af því,
að stjórnarandsíaðan hefði
náð meirihlutaaðstöðu. En
Truman kvaðst mundi gera
alt, sem hægt væri, til að kom
ast hjá ágreiningi.
a
eðstrúarmenn að
gæta friðarins
JINNAH, leiðtogi Múhameds-
trúarmanna hefir skorað á trú-
bræður sína í fylkjum þeim í
Indlandi, sem þeir eru í meiri
hluta, að vernda líf og hags-
muni þeirra samlanda sinna,
sem ekki eru Múhamedstrúar.
Oeirðunum heldur áfram í
Indlandi, og enn berast fregnir
um hnífstungur og önnur of-
beldisverk. —Reuter.
Hervörður efldur við
opinberar byggingar
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
MARGSKONAR öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í
London, af ótta við skemdarverk ofbeldismanna af Gyð-
ingaættum, er breska þingið verður sett á morgun, þriðju-
dag. Sjerstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að vernda
konungsfjölskylduna og önnur stórmenni, en vörður hefir ver-
ið aukinn við ýmsar opinberar byggingar. Þá hefir verið til-
kynnt, að allar lögreglusveitir Lundúna verði hafðar til reiðu
á morgun, og sjerstök áhersla er lögð á eftirlit meðfram göt-
um þeim, sem konungur ekur um á leið sinni til þinghússins.
Forseti veitti fólf-
mannanðmsnnni
nýjan fresf
Frjettatilkynning frá skrif-
stofu forseta íslands.
FORSETI ÍSLANDS átti tal
við formenn allra fjögurra þing
flokkanna 11. nóvember, um
líkur fyrir árangri af störfum
tólf-manna-nefndarinnar um
stjórnarmyndun.
Með tilliti til upplýsinga for-
mannanna hefir forseti nú
mælst til þess, að nefndin ljúki
störfum sínum fyrir 21. nóv-
ember n. k.
fjórveidanna ésam-
bólagreiðslur
New York í gærkvöldi.
UTANRÍKISRÁÐHERR-
UM fjórveldanna, sem saman
komu í Néw York í dag, tókst
ekki að komast að samkomu-
lagi um þá kröfu Breta, að
erlendum fyrirtækjum, sem
aðsetur hafa í Rúmeníu, verða
greiddar skaðabætur fvrir
tjón það, sem þau urðu fyrir í
styrjöldinni. Bæði Byrnes og
Molotov lögðust gegn þessu.
Ekkert samkomulag varð
heldur um tillögu Bevins, að
Rúmenum verði gert að
greiða skaðabætur fyrir skip,
scm skemdust eða fórust af
styrjaldarástæðum. — Reuter
LONDON. — Einhver fjöl-
sóttasta sýning, sem haldin hef
ir verið hjer í borg er sýning-
in „Bretar geta framleitt það“.
Hafa að meðaltali yfir 20.000
manns sjeð sýninguna daglega
og eru sýningargestir komnir
hátt upp í miljón.
Engar sannanir.
Yfirmenn Scotland Yard hafa
tjáð blaðamönnum, að engar
sánnanir hafi fengist fyrir því,
að Gyðinga-ofbeldismenn sjeu
komnir til London, en fyr.ir
viku síðan hafi lögreglunni bor
ist fregn um fyrirhuguð skemd
arverk, er breska þingið yrði
sett.
Því er neitað, að lífi Attlee
forsætisráðherra hafi verið ógn
að, en hinsvegar varðist breska
hermálaráðuneytið í dag allra
frjetta um ferðir Montgomerys
marskálks, en hann er, eins og
kunnugt er, yfirmaður breska
herf oringj aráðsins.
Ofbeldismcnn í París.
Fregnir frá París herma, að
verið geti að leiðtogi ofbeldis-
flokks þess, sem gengur undir
nafninu ,,Stern“-flokkurinn,
sje í París. — Þá hefir einnig
frjettst, að ýmsir af meðlimum
annars illræmds ofbeldisflokks
sjeu komnir til París, en lög-
reglan þar hefir nú byrjað leit
að þeim.
írar á ferðinni.
Skipulögð ofbeldisverk voru
síðast frarnin í Bretlandi 1939,
er menn, sem sagt var að ver-
ið hefðu meðlimir írska lýð-
veldishersins komu fyrir
sprengjum í opinberum bygg-
ingum og eyðilögðu mikinn
fjölda símaklefa.
Eins og þegar hefir verið
sagt, hafa ýmsar varúðarráð-
stafanir verið teknar, af ótta
við ofbeldisverknaði. Vopnuð-
um mönnum verður komið fyr-
ir meðal fólks þess, sem sam-
an safnast, til að sjá konung
aka til þinghallarinnar, og bif-
reiðar, sem haía þráðlaus sendi
tæki, verða víðsvegar um borg
ina.
LONDON: Dýralæknir einn
í Englandi notar verkfæri til
að finna jarðsprengjur til þess
að vita, hvort skepnur hafi
gleypt járn. Nýlega fann hann
með þessu tæki, að kýr ein
hefði gleypt vasahníf.