Alþýðublaðið - 24.05.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.05.1929, Blaðsíða 3
ALÞ ÝÐUBLAÐIÐ 3 Girðingareini: Dansknr gaddavír 12 J/2 og 14, Virnet 68 og 92 em. há, Sléttnr vfr, Gfrðlngarstólpar, Athugið vel, að beztn kanpin gerið þér hjá okkur. Efnið vandað — verðið lágt. NðMðtnriiin „Tryggvi" I. S. 391 er til sölu í því ástandi sem hann er nú, ásamt mótor og öllu því er bátnum tilheyrir í því ástandi sem það fyrir finst. Semja ber við undirritaðail fyrir lok þ. m Reykjavík 23. maí 1929. Mfalti JÓBBSSon, „Kol & Salf.“ aðarmanna 1924 til 26, hefir gef- ið út opinbera tiikynningu um, a'ð engar heræfingar fari fram í haust, eins og vaná hefir þó verið. — „Politiken" í Kaupmannahöfn, aðalblað gerbótaflokksins, segir, að í þjóðpinginu séu 79 með al- gerðri afvopnun og 70 á móti. Erlend sínskeifi. Khöfn, FB., 23. inai. Valdabarátta Kinverzkra hers- hðfðingja. Frá Shanghai er simað: Stjórn- inni í Nanking (kínversku þjóð- ernissinnastjórninni) veitist stöð- ugt erfitt að halda hylli alls hers- ins og bæla niður mótspymu ým- issa hershöfðingja, sem sífelt eru að gera tilraunir til þess í ýms- um héruöum, að mynda hervalds- stjórnir gegn Nankingstjóminni. Her Nankingstjórnarinnar viirð- ist nú að vísu hafa unnið sigur á Kwangsihernum skamt frá Can- ton, en hins vegar virðist Nan- kingstjórninni nú hætta búin frá Feng-yuh-siang hershöfðingja, semð veitti Nankingstjóminni stuðning í ófriðnum gegn Norð- ur-Kína. En Feng-yuh-siang sner- ist seinna á móti Chiang-kai-shek, sem nú er raunveruiega forseti Kínaveldis. Sér Feng-yuh-siang og f leiri hershöf ðingjar, sem valdagjarnir eru, ofsjónum yfir því, hve mikiis trausts og virð- ingar Chiang-kai-shek nýtur, og vilja steypa honum af stóli og með' því koma í veg fyrir að það starf, sem Chiang-kai-shek á svo mikinn þátt í, að sameina Kín- verja undir einmi stjóm, verði til ónýtis unnið. Feng-yuh-siang safnar nú liði í Honan-hérað-ilnu. Birti hann þar yfMýsjngu í gær og er henni beint gegn Chiamg- kai-shek. Kveðst Feng-yuh-siang hafa verið kosinn yfirmaður hers- ins og telji hann það hlutverk sitt að hreinsa lál í Jandinu og steypa Nankingstjómumi, serp hann kveður hafa verið mynd- aða með ólöglegum hætti. Verkamenn og herskylda i Bandarikjunum. Frá Washington er símað : Uni- ted Pxess skýrir frá þvj, að laga- fxumvarpi því, sem áðux hefir verið urn getið, viðvíkjandi her- skyldu, hafi verið frestað fyrst um sinn, svo að stjómin getí i- hugað hvaða aðferð skuli notuð við liðssafnað á meðal verka- manxxa í iðnáðargreinunum. Bú- ast menn við, að frumvarp þetta mæti mikilli mótspyrnu inman iðnaðarinis, þar éð foringjar verkamanna hafa lýst yfir þeirri skoðun sinini, að frumvarpið sé skerðing á réttindum verkamanna. Khöfn, FB., 24. maí. Samsæri i Rússlandi. Frá Moskwa er símað til Rit- zau-fréttastofunnar: Fréttastofa Rússlands tllkynnir, að rússneska lögregian hafi komist að því, ab tvö byltingafélög höfðu unnið a'ði því að steypa ráðstjórninni af stóli. Tveir hátt settir embættis- menn í samgöngumálaráðunieyt- inu og einn prófessor, sem stjóm- uðu félögunum, hafa verið dæmd- ir til dauða og teknir af iifi. Fór aftaka þeirra fram í gær. Aðrir þátttakendur í byltingaá- formunum hafa verið dæmdir tíl fangelsisvistar. „Hlutafélagið Bræðingur“. Nafngiftartiilögur. Verzlunarsamningurinn milli Frelsishersirxs og íhaldsins, þ. e. Sig. Eggerz og Möilers ann.ars vegar og Guðm. Jóhannssonar og Ólafs Thors hins vegar, mun hafa átt að fullgerast í gærkveldi. Um .stefnuskrána var enginn ágrein- ingur, hún er vitaskuld algert aukaatriði, um gagnkvæm fríðindi virtíst ætla að nást samkomulag, en ekkert samkomulag var feng- ið um formanninn og nýja nafnið er sjðast fréttist. Þótt undarlegt megi virðast fékk uppástunga Al- þýðublaðsins um að nefna flokk- inn „Hlutaféiagið Bræðingur“ heldur daufar undirtektir. Níu manna nefndin, sem lands- málafundur íhaldsins kaus um páskaleytið, er að sögn rneð niu nafngiftartillögur, þ&ssar: 1. HalffSflokkurinn (I-inu slept). 2. Hinn alþýðlegi íhaldsflokkur. 3. Hinn fnamsækni íhaidsflokkur 4 Hinn þjóðlegi íhaldsfiokkur. 5. Útvegsbændaflokkur. 6. Óðalsbændaflokkur. 7. Þjóðernisflokkurinn. 8. Hinn frjálslyndi íhaidsflokkur. 9. Þjóðræknisflokkurinn. 10. Sjálfstæðisflokkur. íhaldið vill losna við sitt ljóta og flekkaða nafn. Við sinn flekk- aða skjöld, eins og Árni Pálsson segir, getur það aldrei losnað; Það reynir eftir getu að ljúga sig frá réttnefninu, grímuklæða sig og dulbúa, reynir að svíkja lit í hverju spili. — Kvikindi eitt heitir Kamelom Það bteytir lit eftir birtu, um- hvjerfx og veðurfari. En alt af er Kamelóninn sama kvikindið, hver sem liturinn er og hvor endinn, s,ein upp snýr. — Hvemig væri að Iáta flokkinn heita Kamelón? Vinnustöðvimin á Siglufirði. Vinnustöðvuninini í verksmiðju dr- Paui er aflétt. Varð það að isamkomulagi að einn útiending- anna færi. Var það verkstjórinn. Sjö útlendingar, faglærðir menn, unnu í verksmiðjiunni, að fengnu leyfi stjórnarvaldanna. Hafa verkamenrx þannig feng- ið þann mann í burtu frá verk- smiðjunni, er fjandsamlegastur var í þeirra garð. 50 iafnaðarmenn fangelsaðir. Pilsudski, pólski einvaidsherr- ann, ætlar sér að knésetja verk- lýðshreyfinguna í Póllandi. Lét I hann nýlega lgöreglu sína ranin- saka hús og skrifstofur jafnaðar- .miainnaflokksins, en að þeiin rann- sóknum loknium var skrifstofum alþýðunnar lokað og 50 jafnað- armönnum varpað í fang&lsi. Um ástgiira og veglara. Næturlæknir er í nótt Ólafur Jónsson, sími 959. Frá Sundfélaginu. Sundfélag Reykjavíkur hélt að- alfund sinn í gærkveldi. Þar voru rædd nxörg mál, sem snerta sund- íþróttina og útbreiðslu hennar. Samþykt var svo hljóðandi til- laga: i „Sundfélag Reykjavíkur þakkar einróma bæjarstjórn Reykjavikur fyrir að hafa sam- þykt byggingu Sundhallarinnar og væntir þess, að byrjað verði á byggingunni nú þegar.“ — Á fundinum var ný stjórn kosin, og hlutu þessir kosningu. Erlingur Pálsson formaður, Valdemar Sveinbjörnsson, frú Gerda Han- son, Ölafur Pálsson og Sigurður Þorkelsson; og verður sá síðast taldi gjaldkeri. — Reglugerð um xóðraæfingar var útbýtt á fund- inum rnsðal félagsmanna. * Vindlinganautn Fyrir nokkru var haldinn hreppsfundur á Eyrarbakka og var aðaliega rætt um vindlinga-* nautn þorpsbúa, sérstaklega þó unglingareykingar. Voru alflestir mjög andvigir þessari skaðlegu nautn og \dldu að bannað væri með breppssamþykt að selja vindlinga í þorpinú. Nefnd var kosin í málið og fékk hún það ioforð hjá kaupmönnum bæði á Eyrarhakka og Stokkseyri, að þeir skyldu hætta að selja vindllinga.. — Væri vel ef hægt væri á þenn- an hátt eða annan að draga úr vindlinganautniinni, því að hún er orðin alt of aim&nn hér á landi, sérstaklega meðal ungmenna. Hjónaband. Síðast liðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Jóhanna Gísladóttir, Hverfisgötu 75, og hr. Guðbrandur Guðjóns- son, Bergstaðastræti 68. Séra Bjarni Jónsson gaf þau saman. Arnarhóistún Nýlega sást fólk við jarðyrkju- vinnu á Arnarhólstúni. Var mörg- um forvitni á að vitá hvað til stæði, og héldu saimir að tilgang- urinh væri að færa gLrðinguná innar á túnið, en svo var ekki. Tré hafa nú verið gróðursett á túninu meðfram Hverfisgötu og Ingólfsstræti. Væri það mikití fegurðarauki, ef þau gætu þrosk- ast þar og vaxið. i Heimilisi ðnaðarsýningin. 1 dag kl. 4 hefst heimilisiðn- aðarsýningin í Barnaskólanum. Verður [>ar rnargt prýðilegra muna til sýningar og ættu menn að fjölsækja þangað. Í • ' Guðspekifélagið ' Reyk jav íkurstúkan, fundur í kvöld kl. Éyi. Formaður flytur er- indi um hinn nýja tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.