Morgunblaðið - 06.12.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÖ: Faxaflói: Suð-vcstan átt með allhvöss- um skúrum eða hryðjum. Monlgomery í Iriesle London í gærkveldi. MONTGOMERY marskálkur kom til Trieste í morgun og kynti sjer aðbúnað breskra her- manna þar. Að hersýningu lok- inni, átti hann viðtal við blaða- menn, og sagði meðal annars, að breskir hermenn væru flest- ir mjög vel þjálfaðir um þessar mundir. Talaði hann í þessu sambandi sjerstaklega um með- limi sjötta fallhlífahersins í Palestínu. Maskip frá Sam- einaSa kemur n. k. laugardag AUKASKIP frá Sameinaða — ,,Paraguay“ — fór frá Kaup- mannahöfn s. 1. þriðjudags- kvöld áleiðjs til Reykjavíkur. Skipið er væntanlegt hingað á laugardag. Kemur það með vörur frá Kaupmannahöfn, en hjeðan heldur það áfram til New York. Þetta er um 6 þús. smál. skip, alveg nýtt, smíðað 1946 og er eign Sameinaða gufu skipafjelagsins. Aiikinn maíarskamfur HAMBORG. Fólk á elli- heimilum á breska hernáms- svæðinu í Þýskalandi á að fá aukinn fæðuskamt á næstunni. Aukningin nemur um 800 hita- einingum. 19 — ckp? fil jéla Föstudagur 6. desember 1946 i GREIN um geðshræringu, ótta, sorg, reiði og gleði er á 9. hls. í dag. Leikvallagerð bæjarinstil umræðu í gær Éíiiinægjaiuii afgreiðsía málsins A BÆ JARSTJORNARFUNDI í gær komu til 2. umræðu til- lögur þær ,er irú Katrín Páls- dóttir bar fram fyrir nokkru síðan, viðvíkjandi barnaleik- völlum í bænum, dagheimil- um o. fl. Frú Katrín var ekki á þess- um fundi, og því var búist við, að frestað yrði umræðu máls- ins. En Steinþór Guðmundsson hafði framsögu fyrir hennar hönd. Þar fjekk Jóhann Hafstein samþyktar tillögur um að afla víðtækra upplýsinga í málinu og skýrslugerða, frá aðilum, sem um þau fjölluðu, svo að bæjarfulltrúar ættu þess betri kost að taka málefnalega af- stöðu til tillagnanna. Þessari upplýsingasöfnun er ekki nema að nokkru lokið, en ýmsar upplýsingar um leikvellina lágu fyrir. Skýrsla var lögð fram á fundinum, frá garðyrkjuráðu- naut bæjarins. Þar er tilgreint hvað unnið hefir verið að barnaleikvallagerð í bænum í ár, en til þeirra hafði verið varið í októberlok um 350 þús- undum króna. Ein af tillögum frú Katrínar var að fjölga svo leikvöllum og staðsetja þá þannig, að ekkert barn eigi lengri leið að barna- leikvelli frá heimili sínu, en sem nemur 5—7 mínútna gangi. Borgarritari skýrði frá, að bæjarverkfræðingi hafi verið farið, að gera skýrslu um þetta. Hefir hann látið borgarritara í tje uppdrátt af bænum, þar sem settir eru hringir utan um hvern leikvöll eða fyrirhugað- an leikvöll, með 350 metra radíus, en sú fjarlægð er talin að vera sú, sem frú Katrín stakk uppá, að miðað skyldi við. Kemur þá í ljós að þessir hringir utan um leikvellina þekja vel yfir bæinn. Eftir því er þetta Ijóst: Að tillögur frú Katrínar í þessu efni ná skemra, en þær fyrirætlanir, sem þegar hafa verið gerðar. Borgarritari sagði ennfrem- ur, að lauslegar tillögur um bifreiðastæði o. fl. hefðu komið frá umferðaráði, og von væri á tillögum frá lögreglunni. Er Steinþór Guðmundsson hafði fengið skýrslu garð- yrkjuráðunauts um það, sem gert hefir verið að barnaleik- völlum á þessu ári, komst hann að orði á þá leið, að hann gæti ekki sagt, að skýrsla þessi væri lýgi og vitleysa. Að vísu var svo á honum að heyra, að hann vildi helst að svo væri, enda kom skýrslan mjög illa heim við þær tillögur, sem hjer voru til umræðu. Því svo segir m. a. í tillögum frú Katrínar, að ,,hefjast skuli handa með að gera leikvelli fyrir börnin í bænum“, rjett eins og ekki væri enn byrjað á þvi verki. Það var því augljóst tnál, að sumt af tillögum frú Katrínar var á misskilningi bygt, en upplýsingar ekki enn fyrir hendi til þess að afgreiða aðrar þeirra. Á þetta benti Jóhann Haf- , stein, svo og hitt sjerstaklega, | að samlcvæmt athug'un bæjar- verkfræðings, þá væri það ' Ijóst, að frú Katrín hugsaði sjer ; að fara skemra í leikvallagerð- j inni en bæjarstjórn hefir hugs- I að sjer. j Hann bar því fram svohljóð- andi tillögu: Varðandi þá liði tillögu Kat- rínar Pálsdóttur, sem lúta að framkvæmdum við leikvalla- gerð, staðsetningu leikvalla og nefndaskipun í því efni, sbr. II. lið a og IV. líð, lítur bæjar- stjórnin svo á, — með tilvísun til framkvæmda á árinu við leikvallagerð, þar sem unnið hefir verið að byggingu 8 nýrra leikvalla og aðrir endurbættir og varið til þessa 350 þúsund kr. — og með tilvísun til þess að kröfur tillagnanna um fjölda leikvallanna fullnægja á engan hátt þörfum bæjarbúa nje í samræmi við það, sem fyrirhugað er í þessu efni, — að þessir tilloguliðir sjeu að á- stæðulausu fram komnir og byggðir á vanþekkingu ■— og rtekur því fyrir næsta mál á dagskrá, en frestar afgreiðslu á öðrum þáttum tillagnanria. Jóhann Hafstein. Jón A. Pjetursson taldi að það væri ofrausn að leggja meira fje 1 leikvallagerð, en gert hefði verið á þessu ári, a. m. k. á meðan húsnæðisvand- ræðin eru svo mikil meðal bæj- arbúa, að sumt fólk hefir ekki þak yfir höfuðið. Sú vinna mætti ekki tefja byggingar- vinnu nje verða til þess, að draga fólk frá framleiðslu- störfum. Frú Auður Auðuns vildi fresta málinu í heild sinni. Er til atkvæðagreiðslu kom, fjekk þetta mál algerlega ó- fullnægjandi afgreiðslu. Felt var með 7 atkv. gegn 7, að fresta málinu. Síðan var til- laga Jóhanns Hafstein borin upp, en hún fjekk ekki stuðn- ing, en kommúnistarnir fjórir greiddu atkvæði á móti henni. Síðan var I. tillaga frú Kat- rínar um að lögreglan auki eftirlit með bílaumferðinni, samþykt, en þó með 4 mótat- kvæðum, enda þótt að enginn geti verið því andvígur að bíl- stjórum sje gert að skyldu að hlýða settum reglum. Þá var tillaga sú, sem Jó- hann Hafstein með rjettu vildi láta vísa frá vissum liðum af sem óþarfa, feld með 7 atkv. gegn 7. Tillaga um að stofna dag- heimili og leikskóla var síðan samþykt með samhljóða atkv., en svo sem kunnugt er, er það yfirlýst ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar í stefnuskrá Sjálfstæðismanna að vinna að þeim málum. Og loks var til- laga frú Katrínar Um að skipa nefnd til þess að athuga þessi mál feld með 8 atkv. gegn 6. Isvarinn fiskur tii Englands fyrir 2,5 millj. kr. 16 skip seldu þar í nóvember I NOVEMBERMANUÐI seldu íslensk fiskiskip ísvarinn fisk á Englandsmarkað fyrir um kr. 2,517,424,10. Samanlagt magn fiskjarins voru 38,969 kit. Söluhæsta skipið var b.v. Drangey, sem seldi í Frakklandi fyrir um 10 þúsund sterlingspund — en aðeins mun um bráðabirgðatölu að ræða. — Mestan afla höfðu togararnir Drangey og Viðey, hvor með rúm 2700 kit. Tveir togarar seldu tvisvar í mánuðinum. FLEETWOOD ♦------------------------- t . . , _ . . . Iviðey 2713 kit fyrir 6642 I fyrri ferð sinm til Fleet-; * J wood seldi Kópanes 2004 kit, pun< ' fyrir 4964 sterlingspund, en í GRIMSBY seinni ferðinni 1856 kit, fyrirj. í Grimsby seldu fjórir tog- 4986 pund. Belgaum seldi þar arar. Júní seldi 2441 kit fyrir í fyrri ferð sinni 2284 kit, fyr- 5515 pund. Maí seldi 2270 kit ir 6122 pund. í seinni 2440 fyrir 5294 pund. Gylfi 2580 kit fyrir 5511 pund. Forseti kit fyrir 6329 pund og Skin- seldi 2293 kit fyrir 4733 pund. faxi 2564 kit fyrir 5941 pund. Baldur seldi 2528 kit fyrir Drangey seldi í franska 6118 pund. Geir 1565 kit fyrir hafnarbænum Oravelines 4100 pund. M.s. Hanna seldi 2713 kit fyrir um 9846 pund. 511 kit fyrir 8S0 pund. Vörð- Verð þetta er þó háð snm- ur seldi 2557 kit fyrir 6425 þykki frönsku stjórnarinnar, pund og m.s. Freyfaxi seldi en eftir því sem Morgunblað- 839 kit íyrir 2119 pund. Hauka ið befur spurt, mun það ekki nes 2284 kit fyrir 5031 pund.. breytast til muna. Sex innbrot hjer í bæ í fyrrinótt AÐFARANÓTT fimmtudags voru framin sex innbrot í versl anir hjer í bænum. Þjófarnir höfðu á brott með sjer alls um 300 krónur. Miklu var hmsveg- ar stolið af hverskonar vörum, að verðmæti sem skipta bundr- uðum. Tvær fiskbúðir. Innbrotsþjófarnir lögðu leið sína í tvær fiskbúðir í Norður- mýrinni. í fiskbúðina á Vífils- götu 24, sem er eign Fiskhall- arinnar, var stolið peninga- kassa með rúmum 200 krónum. í gær fanst kassinn í porti nokkru skammt frá og var þá búið að opna hann og taka pen- ingana. Þjófarnir sprengdu upp glugga í fiskbúð Þórláks Sig- urðssonar, sem er til húsa í Mánagötu 25. í ólæstri skúfíu sem er í búðarborðinu voru geymdar um 20 krónur. Þeim var stolið. í Varðarhúsinu. Innbrotsþjófar frömdu þar innbrot í verslunina S]óklæði og Fatnaður, sem er á neðri hæð hússins og í heildverslun Geirs Stefánssonar, sem er uppi á lofti. I Sjóklæði og Fatnaður var miklu af fatnaðarvöru stolið. T. d. fimm skinnfóðruðum jökk um einum 10 peysum, svörtum skinnjakka talsvert miklu af nærfötum. Sigarettum sjópoka og öðru. í heildverslun Geirs Stefáns- sonar var karlmannssokkum og barnafatnaði stolið. Engra pen- inga mun vera saknað. Þjofarnir hafa farið inn um dyr á norðurgafli, en þær voru heldur illa læstar. í Borg og Kallabúð. Innbrotsþjófarnir urðu að leggja talsvert á sig til bess að fremja innbrot í Kallabúð við Reykjavíkurveg, en eigandi hennar er Stefán Þorláksson. —— Þjófarnir hafa gert tilraun til þess að sprengja járnhlera frá glugga, en orðið frá að hverfa, eftir að hafa brotið rúðuna. Þá hafa þeir sennilega ætlað að brjótast inn um vegg verslun- arinnar. Þeir hafa brotið stóra asbestplötu, en húsið er allt klætt með asbesti. Frá þessu hafa þeir einrtig horfið. Þá hafa þeir gengið á hurðina er ljet undan. Ránsfengur þeirra var aðallega sigarettur og karl- mannssokkar og eitthvað af sæl. gæti. í kjötbúðinni Borg var stelið skiptimynt úr skúffu í búðar- borði, um það bil 40 krónum og taska sendisveinsins sem í voru 40 krónur. LONDON. Fjársöfnun’ er hafin í Englandi til styrktar- sjóðs breskra orustuflugmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.