Morgunblaðið - 15.12.1946, Blaðsíða 3
riiiiliiiiMiiiiiiiiiniiinmii 1111111111 MiMimin
Sunnudagur 15. des. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
3
Fmm ásfæður fyrir
sig goro jélainn-
Hafrannsóknaskip
æsta sporið er fullkom-
Það er meira xirval af vörum í
verslummum.
A UNDANFORNUM árum
ha'fa Islendingar gert stórfeld-
ustu átökin um nýsköpun fram-
leiðslutækja, sem þekkjast í
sögu þjóðarinnar, með endur-
nýjun fiskiskipaflotans.
I beinu framhaldi af þessum
miklu framförum þurfum vjer
nú þegar og án verulegra tafa
að leiða þrjú þýðingarmikil mál
til farsælla lykta, en það er:
1. Að rýrnka landhelgina.
2. Að endurskoða fiskveiðilög-
gjöfina.
3.
Afgreiðslufólkið hefir meiri
tíma til að sinna yður.
Að eignast fyrirmyndar haf-
rannsóknarskip.
Fulltrúaráðsfundur L. í. Ú.,
sem setið hefur að störfum að
undanförnu, tók öll þessi mál
til ítarlegrar meðferðar og gerði
um þau ályktanir, sem sendar
hafa verið ríkisstjórn og AJ-
þingi.
Til þess að hiirn glæsilegi nýi
fiskiskipafloti vor geti notið sín
til fulls og innt af hendi tilætl-
að hlutverk fvrir þjóðina, þurfa
mál þessi að fá viðunandi af-
greiðslu, og þá ekki síst það,
er rniðar að aukinni þekkingu
á fiskimiðunum kringum landið
og göngu fiskistofnanna. Full-
komið fiskirannsóknarskip er
eina tækið, sem innt getu'r slíkt
hlutverk af höndum.
ísiendingar munu vera . ein
I mesta fiskveiðiþjóð í heimi,
1 miðað við fólksfjölda. I»rátt
fvrir fámennið og oftastnær lítil
j efni, hafa íslendingar búið yfir
Þjer hafið nægan tíma til að j framsýni og djörfung til fyrir-
bera saman verðið. J myndar öðrum þjóðum í bygg-
• mgil fiskiskipa, einkum stærri
’skipa, og-hefur Gísli Jónsson al-
þingismaður rakið þá sögu
glögglega í ágætu útvarpserindi
nýlega um byggingu togaraflot-
ans. Það er því ekki ósennilegt
að við geturn einnig markað
þáttaskipti og orðið til fyrir-
myndar og sóma, þegar þjóðin
lætur byggja og eignast haf-
rannsóknarskip.
Þegar ríkisstjórn og Alþingi
hafa tekið endanlega áiyktun
um smíði fiskirannsóknarskips,
munu vaialaust rísa upp um-
ræður um það. hvernig þetta
skip skuli vera úr garði gert.
Þetta er að sjálfsögðu eðlilegt
og þá heldur ekki ósennilegt,
að menn mundu leita fyrir-
mynda til annara þjóða, sem
um margra ára skeið hafa starf-
að að fiskirannsóknum. En er
þá ekki líka ástæða til þess að
skyggnast í eiginn barm og gæta
þess vandiega, hvort íslending-
, | ar sjálfir hafa ekki gert átök
Þjer hafið nógan tíma til að til þess að skapa nýjungar, sem
undirbúa íieimilið fyrir jólin. j mundu verða heppilegar og far-
Jsælar fyrir slíkt rannsóknarskip,
*.............................. | sem hjer um ræðir? Það væri
j vissulega skemmtilegra fyrir ís-
j lendinga, ef þeir gætu bent á
j rannsóknarskip, sem væri
| að öllu levti gert eftir luig-
myndum íslendinga sjálfra o«
Gjafir, sem fara í pósti, kom
ast í tíma til viðíakenda.
iianiioiunin
Banka.stræti 7. Simj 6063
er ndðstöð bifreiðakaupa.
Eftir Jakob Hafstein
framkvæmdastjóra F.I.B.
BQtnvör puskip__franntiÓQrinnqr
r........xi
X........„ ,.„J'
&
K
^
/íixilw
Hl
t
. *í
tl
H
*w. ** * j
hugmynd reyndist vel. En þar
sönnun þess, hversu stórhuga
og framsýnir þeir væru. Jeg tel,
'að þegar sje komin fram á sjón-
arsviðið mjög merkileg hug-
mynd um skip, sem gæti orð-
ið til gagns í þessum efnum
og jafnframt ef til vill ska’p-
að algera nýjung og gerbylt-
ingu í útbúnaði og byggingu
fiskiskipa framtíðarinnar, þ. e.
a. s. botnvö.rpuskipanna, því að
vissulegá er gert ráð fyrir því
að slíkt rannsóknarskip starfi
með botnvörpuveiði.
Þegar Samtrygging íslenskra
botnvörpunga varð 20 ára, efndi
hún til samkeppni hjer innan-
lands urn botnvörpuskip fram-
tíðafinnar. í þessari samkeppni
bárust nokkrar hugmyndir, sem
allar höfðu einhverjar nýj-
ungar í för með sjer, en var
þó ein alveg sjerstök í þessum
efnuin. A jeg hjer við hugmynd
Gísla Jónssonar alþingismanns
um framtíðarbotnvörpuskipið,
sem hjer birtist mynd af. Það
skal ekki farið út í það hjer að
ræða hinar einstöku nýjungar,
sem í þessari hugmynd Gísla
Jónssonar alþingismanns felast.
Þær eru svo margar og merki-
legar, að það má raunverulega
segja, að í þeim felist alger
bylting í útbúnaði botnvörpu-
skiþanna, jafnvel frá því
smæsta til hins stærsta. Aðal-
berytingin er þó sú, að skipið
er yfirbyggt þannig, að öll
vinna, sem látin er í tje á skip-
inu, fer fram undir þiljum í
skjóli fyrir sjó og stormi. Auk
þess eru allar tiifæringar á afl-
anum og veiðarfærum gerðar
með þar til ætluðum tækjum,
sme auðveldar mjög starfsemi
skipshafnarinnar, auk þeirrar
tryggingar, sem skipshöfninni
er þar búin, sem áður er að
vikið.
Því hefur verið haldið fram,
að slikt skip mundi verða mjög
dýrt í byggingu. En það mundu
þó vera smámunir einir. miðað
við þær stórkostlegu breyting-
ar til bóta um allt, ef þessi
sem hjer er um algera byltingu
að ræða í smíði og útbúnaði
botnvörpuskips, er að sjálfsögðu
varhugavert að láta smíða mörg
slík skip í einu, og því ágætt
tækifæri að fá reynslu fyrir nýj-
ungunum með rannsóknaskipi.
Hjer er um svo stórmerki-
legt mál að ræða að á því má
ekki verða frestur. að það verði
tekið til gagngerðrar íhugunar
sem fyrst. Það er áreiðanlegt
að íslenskir útvegsmenn eru all-
ir á einu máli um það, að það
sje ekki vansalaust fyrir ís-
lensku þjóðina að eiga ekkert
fiskirannsóknarskip. Og það er
því eðlilegt að þeir leggi alla
áherslu á, að þsesi tillaga
þeirra um fiskirannsóknarskip
fái hljómgrunn hjá ráðamönn-
um þjóðarinnar sem allra fyrst.
Það er von mín og trú að
þetta mál verði ekki svæft
og saltað, heldur nú þegar
tekið til gagngerðrar athug-
ar, og þá er þess að minnast í
því sambandi, eins og jeg hefi
áður getið í þessum greinar-
stúf, að það eru einmitt til lvug-
myndir frá okkar eigin þegnum,
sem eru mjög merkilegar og
gætu orðið til stórkostlegs frama
og farsælcjar fyrir íslensku þjóð-
ina. Hinir ötulu og fróðu fiski-
fræðingar vorir hafa þegar innt
af höndum svo merkileg störf,
að þeir eiga fyllilega skilið að
sem best sje búið að rannsókn-
arstörfum þeirra.
Aukin þekking á fiskimiðum
íslendinga og þeim auðæfum,
sem búa í hafinu við strendur
landsins, getur fært þjóðinni í
heild heim magfaldar tekjur úr
skauti Ægis á við það, sem nú
er. Þetta er því fremur nauð-
synlégt þar sem Islendingar
hafa nú betri skilyrði en nokkru
sinni fyr til að hagnýta sjer
slfka þekkingu með hinum nýju
skipum sínum.
JJm þetta merkilega mál gerði
Framh. á bls. 15.
SJERA Gerhard Boots, ka-
þólskur prestur í Landakoti, er
dvalist hefir hjer um langt ára-
bil, hefir samið kenslubók í
frönsku, er nýlega er komin út
(Isafoldarprentsmiðja h. f. er
útgefandi). Höf. hefir sniðið
bók þessa að nokkru eftir ensku
námsbók Geirs Zoega, er hon-
um þykir vera einna best við
hæfi byrjenda. Jeg hygg, að
kennslubók þessi sje mjög hag-
kvæm fyrir byrjendur í frönsku
Nál. 1700 algengustu frönsk orð
koma fyrir í lesköflunum og er
það meira en nóg til að skilja
og tala venjulegt einfalt mál.
Leskaflarnir eru 65 og er hver
kafli ljettur til náms, en hver
nýr kafli eykur smámsaman
þekkinguna og rifjar upp það,
sem þegar hefir verið lært. Höf.
er sýnt um að greina milli aðal
atriðis og aukaatriða og setja
mál sitt fram á skipulegan og
einíaldan hátt. Hann skiptir
sögunum niður í 4 flokka (í
stað 3 venjulega) og hygg jeg,
að þessi skipting geri mönnum
auðveldara að læra beyingar
sagna.
Kennslubók Páls Sveinsson-
ar er nú útseld og kemur þessi
bók því í góðar þarfir, því að
áhugi á frönskunámi fer nú
vaxandi með hverju ári og mun
svo verða framvegis. Höf. hefir
unnið gott verk með bók þess-
ari. A. J.
r
BÓK þessi er fyrir nokkru
komin á markaðinn. Höfundur-
inn er ungur og stórhuga. Virð-
ist hann eiga sterka strengi, en
þó mjúka, í hörpú sinni. Vel-
ur hann sjer ýms yrkisefni, og
eru flest þeirra hugðnæm. Er
ástin þar ekki sett hjá, eins og
að líkum lætur. Ekki er það
ætlun mín, að skrifa ritdóm um
bók þessa. Læt jeg öðrum eftir
að leita þar að göllunum. Vil
jeg einungis minna á bókina,
svo að ekki hverfi hún í bóka-
flóðið, án þess, að hennar sje
getið. Vel jeg þann kostinn, að
láta höfundinn sjálfan hafa
orðið. Tek jeg hjer eitt af kvæð
um hans til birtmgar. Er það
þannig:
„Þat mælti mín móðir,
að mjer skylda ek kaupa“
flugvjel fagra og trausta,
fara um heiðið gandreiðar,
og við stýrið stjórndýra
standa og ráða úr vanda.
Um greiðar loftleiðir
lyftast með heill og giftu
úr sorta burt. í birtu
beint halda í leiði völdu.
„Þat mælti mín móðir“:
Mjög eru loft fögur,
för hefur fyrr en varir
flugþyrstur sonur besti.
jVjel dýrri vel stýrir
i vængfrárri, geima blárra,
; sveimar um sólarheima,
sjer yfir heila veröld.
Að svífa erni ofar,
^ er frami og líka gaman.
! Ókunnugt er mjer um ætt
skáldsins og uppruna, veit því
ekki hvert honum kippir í kyn.
En allvel þykir mjer honum
segjast í kvæði þessu.
Óska jeg honum frama óg
góðrar giftu í framtíðinni.
Kristján Sig. Kristjánsson.