Morgunblaðið - 15.12.1946, Page 5
Sunnudagur 15. des. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
Samþyktir aðalfundar
Bandalags kvenna
Brjef:
Hitamælingar Veðurstofunnar
Á AÐALFUNDI Bandalags
kvenna í Reykjavík, sem hald-
inn var 28.—29. nóv. 1946, voru
eamþykktar eftirfarandi tillög-
ur:
Byggingamál.
Frá byggingamálanefnd:
Fundur Bandalags kvenna í
Reykjavík telur að húsnæðis-
vandræðin í bænum séu sívax-
andi og bitni þetta mest á börn-
um og mæðrum þeirra. Fundur-
inn telur vonlaust, að úr þessu
fáist bætt, nema ríkið og bæjar-
fjelagið taki höndum saman um
eftirfarandi atriði:
1) Að byggingarsamvinnufje-
lögum og þeim einstaklingum,
sem byggja eigin íbúðir, sjeu
tryggð hagkvæm lán.
2) Að tæknin verði í ríkara
rnæli tekin í þjónustu bygginga-
iðnaðarins svo að vinnuafl og
efni nýtist sem best.
3) Að reynt verði að gera
byggingar yfirleitt mun ódýrari
og íbúðir verði einfaldari, en þó
fjölbreyttari að gerð, án þe->s
þó að draga úr gæðum húsanna.
4) Jafnframt ha'fi ríkisvaldið
fulla varyggð á um notkun er-
lends gjaldeyris landsmanna
þannig að innflutningur bygg-
ingarefnis takmarkist ekki af
þeim sökum svo sem: óeðlilega
mikilli yfirfærslu gjaldeyris til
erlends verkafólks, og í öðru lagi
til kaupa á „dollaravörum“ sem
endurútflytjast.
Ennfremur vill fundurinn
beina eftirfarandi ályktun til
Reykjavíkurbæjar:
1) Að bærinn haldi áfram
byggingu íbúðarhúsi, fyrir eigin
xæikning á meðan húsnæðisleys-
ið er í bænum.
2) Að þær byggingar, sem
bærinn reisir, sjeu einkum mið-
aðar við þarfir barnafjölskyldna.
3) Að þær fjölskyldur, sem
eru alveg húsnæðislausar, eða
búa í „bröggum“ og öðrum
heilsuspillandi íbúðum, sjeu
látnar ganga fyrir þessurn fbúð-
um.
4) Að bærinn leiti samvinnu
við samtök iðnaðar- og verka-
manna um tryggingu vinnuafls
til byggingaiðnaðarins, og
gangi hann fyrir öðrum ónauð-
synlegri framkvæmdum.
5) Hert verði á eftirliti með
kaupum og sölu húseigna og
leigu á íbúðum, sjerstaklega til
útlendinga og utanbæjarfólks
til þess að koma í veg fyrir ó-
hæfilegt okur.
Tillögur þessar voru sam-
þykktar einróma.
Heilbrigðismál.
Tillögur frá heilbrigðismála-
nefnd:
Aðalfundur Bandalags kvenna
í Reykjavík, haldinn 29. nóv.
1946, beinir þeirri áskorun til
bæjarstjórnar Reykjavikur, að
matvælaeftirlit bæjarins Verði
nú þegar aukið og skipulagt á
eftirfarandi hátt:
1) Að prófun matvæla í búð
um sje gerð með föstu millibili,
og niðurstöður birtar ásamt
nöfnum framleiðenda, hvort
heldur prófanirnar eru jákvæð-
ar eða neikvæðar.
2) Að aukið verði til muna
eftirlit með matvælaverslunum,
brauðgerðarhúsum og mjólkur-
búðum, og þeim gert skylt að
uppfylla ákveðnar kröfur um
geymsluT og þrifalega umgengni.
Kröfur þessar sjeu í samræmi
við nútímatækni um kæliút-
búnað o. fl. og sje þeim fylgt
strangelga eftir.
3) Komið sje á nákvæmari
flokkun matvæla og matvæla-
eftirliti bæjarins falið að tryggja
það, að sá verðmunur, sem gerð-
ur er á vörurn framleiðenda,
komi einnig frarn í útsölu til
neytenda.
Tillagan var samþykkt ein-
róma.
Ennfremur til heilbrigðis-
stjórnar rikisins:
Að gera öflugri ráðstafanir til
útrýmingar á lús, en verið hef-
ur til þessa. Telur Bandalagið
einu leiðina vera þá:
a) Að hafa opinbert e'ftirlit
með öllum . þeim stofnunum,
sem lúáasmitunarhætta getur
stafað af, svo sem sundstöðum,
baðhúsum, íþróttahúsum, rak-
arastofum, hárgreiðslustofum og
þvottahúsum.
b) Að eftirlit með öllurn skól-
um sje aukið og hjúkrunarkon-
um gert skylt að hafa umsjá
með sýktum heimilum. Beri
starf þcirra ckki tilætlaðan ár-
angur, sje þeim skylt að leita
aðstoðar viðkomandi heilbrigð-
isyfirvalda.
Ennfremur svohljóðandi til-
laga:
Aðalfundur Bandalags kvenna
í Reykjavík 29. nóv. 1946 bein-
ir þeirri áskorun til Mjólkur-
samsölunnar, Bakarameistara-
fjelags Reykjavíkur og Fjelags
matvöru- og kjötkaupm.anna í
Reykjavík, að fjelögin komi á
fót námskeiðum fyrir starfsfólk
sitt, þar sem kennd sjeu ein-
földustu atriði um hreinlega
meðferð matvæla við afgreiðslu.
Tillögur þessar voru sam-
þykktar einróma.
★
í sambandi við umræður um
innflutning á heimilisvjelum var
samþykkt eftirfarandi tillaga:
Aðalfundur Randalags kvenna
í Reykjavík, haldinn 28. og 29.
nóv. 1946, skorar á Alþingi og
ríkisstjórn að beita sjer fyrir
því, að áætlað verði allt af 10
milj. í erlendum gjaldeyri er
verði varið til innkaupa á heim-
ilisvjelum svo sem kæliskápum,
þvottavjelum, strauvjelum,
hrærivjelum og vjelum til al-
menningsþvottahúsa.
Ennfremur að hlutast til um,
að þessi nauðsynlegu vinnutæki
verði flutt inn með eigi meiri
tollaálagningu en landbúnaðar-
vjclar til bænda.
Lokunartími sölubúða.
Samþykkt var svolátandi til-
laga frá Húsmæðrafjelági
Reykjavíkur:
Aðalfundur Bandalags kvenna
i Reykjavík, haldinn 29. nóv.
1946, lýsir óánægju sinni yfir
sa mþy kk t Verslunarmannafje-
lags Reykjavíkur um brevttan
lokunartíma sölubúða, og bein-
ir þeirri eindregnu áskorun til
bæjarstjórnar Reykjavíkur, að
samþykkja ekki styttingu af-
greiðslutímans frá því, sem nú
er, þar sem það yrði óhjákvæmi-
lega til mikilla óþæginda fyrir
húsmæður bæjarins.
•
Barnaheimili.
Lesið var upp á fundinum
frumvarp það er nú liggur fyrir
Alþingi urn barnaheimili og leik-
velli og síðan samþjTkkt svolát-
ándi tillaga frá Mæðrafjelaginu:
Fundurinn fagnar frumvarpi
því, um dagheimili fyrir börn
innan skólaskyldualdurs, sem
fram er komið á Alþingi, og tel-
ur það geta orðið hinn mikil-
verðasta þátt í að aðstoða
heimilin við uppeldið. Því skor-
ar fundurinn á Alþingi að gera
frumvarpið að lögum.
Ennfremur frá sama fjelagi
eftirfarandi tillögur til bæjar-
stjórnar Reykjavíkur:
a) Að bærinn haldi áfram að
gera leikvelli fyrir börnin í bæn-
um, svo marga og þannig út-
búna, að fullnægi þörfinni og
auki þroska barnanna og veiti
þeim öryggi, og sjeu leikvellirn-
ir undir eftirliti sjerfróðra
kvenna.
b) Að í hverju hverfi, sem
byggt er, sje ætlaður staður fyr-
ir dagheimili og leikvöll fyrir
börn íbúanna.
c) Að hefja þegar undirbún-
ing að byggingu tveggja dag-
heimila í þjettbýlustu hverfum
bæjarins, annað hvort með til-
stjTrk ríkisins, verði það að lög-
um, eða án þess, sje ekki um
það að ræða.
d) Að koma upp sem víðast
í bænum frístundaheimilum og
lesstofum fyrir skólabörn og
unglinga, þar sem þau undir
handleiðslu góðs uppalanda geti
búið sig undir skólann og haft
fjelagsstarfsemi við sitt hæfi.
Þá var samþykkt á fundin-
um eftirfarandi tlilaga:
Áíengismál.
Aðalfundur Bandalags kvenna
í Reykjavík, haldinri 28. og 29.
nóv. 1946, telur ástandið í á-
fengismálunum gersamlega ó-
þolandi, og lítur svo á, að ekki
megi dragast lengur að gera
ráðstafanir til þess að útrýrna
ofdrykkjunni, sem nú veldur ís-
lenskum heimilum vansæmd og
vandræðum. Skorar því fund-
urinn á Alþingi áð gera nú þeg-
ar nauðsynlegár ráðstafanir til
þess að leysa þetta vandamál
þjóðarinnar.
Framh. á bls. 14.
Hr. ritstjóri.
ÞEGAR jeg las grein Þor-
steins Jónssonar, um hitamæl
ingar, í Morgunblaðinu 15.
nóv., varð mjer fyrst á að
hugsa um, hvernig fjárvejting
arvaldinu myndi bregða við,
ef farið væri fram á fje til
þess áð gera hitamælingar
jafn langt frá sjó og í sömu
hæð á hverjum stað. Slík ná-
kvæmni tíðkast hvergi. Ann-
að mál er það að vitað er, að
lofthitinn lækkar til jafnaðar
um 0,6° fyrir hverja 100 m,
sem ofar dregur. í mánaðar-
blaði Veðurstofunnar er prent
uð hæð hverrar athugunar-
stöðvar yfir sjó og getur hver,
sem les það, farið nærri um
hvað meðalhiti væri mikill á
hverjum stað, ef hægt væri að
mælt hitann við yfirb. sjávar.
Þegar gerður er samanb. á
loftslagi fleiri staða, er bætt
við meðalhita hverrar stöðvar
0,6°, fyrir hverja 100 m, sem
hún liggur yfir sjó. Ef síðan
eru teiknaðar jafnhitalínur á
landabrjef, kemur fram sú
slaðreynd, semflestir vita um
að munurinn á sumar- og vetr
arhita og dags- og næturhita
VQj<ður yfii'leitt því meiri, sem
fjær dregur frá sjó. Aftur á
móti virðist meðalhiti ársins
vera mjög svipaður, þegar
miðað er við yfirborð sjávar,
hvort sem athugað er við aust
urströnd landsins eða langt
frá sýó, hins vegar er nokkuð
mildara við vesturströndina.
T.d. er árshiti, leiðrjettur til
yfirborðs sjávar, nálægt sá
sami á Akureyri, Fagradal í
Vopnafirði og Grímsstöðum á
Fjöllum, en þessar stöðvar eru
á .svipuðu breiddarstigi. Eins
á Dalatangavita og Möðru-
dal á Fjöllum. Undanfarið
hefur verið mældur lofthiti
bæði á flúgvellinum (um 12 m
yfir sjó) og við sjómannaskól-
ann (um 42 m yfir sjó). og
voru meðaltölur hvers mánað
ar sem hjer segir:
Mán. Flugv. Sjóm.sk. Mun.
mai 9,1 8,7 0.4
júní 9,3 9.2 0,1
júlí 11,1 11,1 0,0
ágúst 11.4 11,1 0.3
sept. 8,1 7.5 0,6
okt 7,7 7,2 0.5
meðalt. 0.3°.
Þar sem mismunur á hæð mæl
anna er um 30 m ætti hita-
munur til jafnaðar að vera um
0,2°, og sjest, að meðalmunur
6 mánaða er aðeins 0,1° frá-
brugðinn þeirri tölu, þó eru
ofangreindar meðaltölur aðal-
legs reiknaðar eftir einni at-
hugun á dag. kl. 8 Í.M.T.
Það er ekki aðeins Þorsteinn
Jónsson, sem segir, að skýrsl-
ur Veðurstofunnar sjeu mark
leysa ein, heldur má segja, að
það sje nærri daglegur við-
burður. að Veðurstofan verði
fyrir gagnrýni vegna hita-
raælinganna. Þessvegna vildi
jeg gjarnan biðja menn að at-
huga nokkur atriði um hita-
mælingar, sem hjer fara á
eftir:
1. Fvrst ber að athuga hvort
hitamælar, sem hafðir eru til
samanburðar, sýni rjett hita-
stig. Oft vill það þregðast,
sjerstaklega þegar um óvand-
aða eða gamla mæla er að
ræða.
2. Mælinum þarf að vera þaim
ig komið fyrir, að hann sýni
lofthitann, t.d. verður hann að
vera varinn fyrir geislun. ■—•
Hjer er ekki aðeins um geisl-
un frá sólinni að ræða, heldur
líka frá hlutum, sem eru
hlýrri en loftið (t.d. frá hús-
vegg, sem sólin skín á). Þá
getur líka mælirinn geislað
frá sjer hita þannig, að hann
sýni lægra hitastig en loftið
hefur.
Jörðin geislar líka stund-
um frá sjer hita, þannig að
hitastig hennar getur orðið
lægra en lofthitinn. Kemur
stundum fyrir að hrím er er
á jörðinni um morguninn þó
að lágmarkshiti loftsins yfir
nóttina s.je yfir 0°. Ef jörðin
er vot verður hún þar að auki
fyrir hitamissi vegna uppguf-
unar. Það getur vel verið, að
ís sje á pollnm, þó að lofthit-
inn hafi ekki komist undir 0°,
og gefa slík tilfelli altaf mönn
um, sem ekki þekkja til tæki-
færi til aðfinnslu.
Þá ber þess að gæta, að þó
að loftið til jafnaðar kólni
upp á við, er þetta engan veg-
inn undantekningarlaus regla.
Vil jeg sem dæmi nefna að þ.
24/11 s.l. kl. 8 var hitinn tveim
ur stigum lægri á flugvellin-
um en við sjómannaskólann.
Kemur slíkt fyrir í björtu
kyrru veðri, einkum á vetr-
um. Þá safnast hið kalda
þunga loft í lægðir og dal.
Það er t.d. alþekkt fyrir-
bæri í fjallalöndum, eins og
No regi og Sviss, að korn eða
ávextir skemmast af frosti í
dalbotnum, en ekki í hlíðun-
um.
Theresia Guðmundsson.
| Asbjömscna ævintýrln. —
I Sígildar bókxnentaperlur.
i Ógleymanlegar sögur
barnamuu
E \
........................... á
HÖRÐUR ÓLAFSSON
lögfræðingur.
i Austurstr. 14. Simi 7673. 1
mtmmmiimiiiinimiririiiiHiiiiimiiiiiiimnimmminiiiiiinmmmmiiiniiiimmmmTmm^