Morgunblaðið - 15.12.1946, Page 8

Morgunblaðið - 15.12.1946, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. dss. 1943 Dr. Björn Björnsson: UM DÝRTÍÐA Nú hafa nokkrar af augljós- um og óhjákvæmilegum afleið- ingum tekjuskattshækkananna verið ræddar. Skulu því næst hækkanir og breytingar toll- anna teknar til athugunar. Áður var bent á, að hækkun tolla, §em nokkuð verulega ætti að gefa ríkinu í aðra hönd, hlyti óhjákvæmilega að hvíla á öllum þorra neytendanna, þ. e. launþegunum, en eftir er að gera grein fyrir afleiðingum sí- endurtekinna tollabreytinga, bæði í hækkunar- og læKkunar átt. . Gerum ráð fyrir að grípa þyrfti til allverulegra tolla- hækkana, hvCpt sem það væri vegna aflabrests, verðfails út- flutningsafurðanna eða hvort- tveggja. Um leið og almenningur yrði þess áskynja, að tollahækkan- ir stæðu fyrir dyrum, myndi hann, eftir því, sem kaupgeta hans leyfði, láta greipar sópa í versl. og kaupa þær vörur, er vænta mætti að tollahækk- unin næði til. Þegar tollahækh unin væri skollin á, myndu neytendur hinsvegar halda að sér höndum, og ekkert kaupa, í von um, að tollarnir yrðu lækk aðir aftur. Með þessu fyrirkomulagi sköpuðust og nálega ótakmark aðir möguleikar til viðskipta á „svörtum“-markaði, og margs- konar milliliðagróða. í verzlun- um gæti orðið margskonar verð á sömu vörunni á sama tíma, nema verðið á öllum vörubirgðum, sem tollahækk- unin næði til, yrði hækkað þeg ar tollar hækkaði og lækkað, þegar hann aftur 'væri færður niður, eða í þriðja lagi yrði verðið í báðum tilfellum jafj'- að milli birgða og nýrra vara, sem kæmu á markaðinn. Hvernig sem að væri farið myndu hinar tíðu tollabreyting ar hafa í för með sjer botnlaust öngþveiti í viðskiptalífinu, þpátt fyrir óskaplegan kostnað við framkvæmd og eftirlit. ★ Ætla mætti, að tollahækkan- ir á ýmsum „lúxus“-vörum, myndu ekki hafa neinar skað- legar afleiðingar fyrir allan almenning, launþegana, jafnvel hvað mikil sem hækkunin væri. Skaðlaust væri t. d. að leggja 100% toll á bifreiðir, al- menningur hefði ekkert að pera með að veita sjer slíkan óþarfa. Nú er fy?st á það að líta, að allstór stjett manna hefir lífs- framfæri sitt af þessu tæki, sem auk þess er eina samgöngutæki þjóðarinnar á landi. I ársbyrjun í ár voru tæplega 5 þúsund bifreiðir á öllu land- inu, og skiptust þær jafnt til vöru- og mannflutninga. Af bifreiðum alls voru 60% hér í bæ, 71% af fólksbifreiðum og 48% af vörubifreiðum. A-f fólks bifreiðum hér eru ca. 320 leigu bifreiðir á stöðvum (þar af um 80% í sjálfseign bifreiðastjóra) og um 100 almenningsbifreiðir. Af vörubífreiðum hér erú ca. 420 leigubifreiðir, svo að segja Athugasemdir við íiliögur hagfræð- inganna Jónasar Haralz og Torfa * Asgeirssonar Þriðja grein allar í sjálfseign bifreiðastjór- anna. Talið er, að verð nýrra bif- reiða, á ,,svörtum“ markaði sé nú í kringum tvöfalt við kaup- verðið (hið háa gangverð mun þó naumast ná til nema vissra tegunda bifreiða), og eldri bif- reiða í hlutfalli við það, eftir gæðum. Bifreiðastjórar hafa yf irleitt ekki þurft að sæta þessu verðlagi, en þeir sem hafa neyðst til þess, verða að leggja á sig þeim mun meira erfiði en fjelagar þeirra, ef þeir eiga að bera sama úr býtum. 'ér Fargjöld myndu óhjákvæmi- lega brátt verða að hækka, vegna verðhækkunar bifreið- anna, því að þau yrðu eins og áður að miðast við hið opinbera verð farartækjanna. Við það skapaðist mikið og all-langvar- andi ósamræmi í afkomu bif- reiðastjóra-stjettarinnar, óverð skuldaður hagnaður fyrir þá, sem áttu nýlegar og góðar bif- reiðir, þegar tollurinn var sett- ur á, en almenningur yrði að sæta hækkuðum fargjöldum á öllum leiðum (nema ríkið hlypi þar undir bagga og greiddi niður fargjöldin, svo að lögmál ,,bjargráðakerfisins“ ekki raskaðist). Litlar líkur eru til að tollur inn útrýmdi svartamarkaðinum strax. Verðið þar fer eingöngu eftir framboði og eftirspurn, og gæti það því, til að byrja með, vel hækkað frá því, sem áður var, og þannig skapað þeim, er áttu bifreiðir, enn aukna hagn aðarmöguleika. Þegar hinar margþættu tolla (og skatta-) hækkanir hefðu náð nægjanlega föstu kverka- taki á kaupgetu almennings, féllu bifreiðir að sjálfsögðu of- an í þáð verð, sem væri á opn- um markaði, en tollurinn tryggði eigendum bifreiða, sem keyptar hefðu verið áður en hann hækkaði, örugglega sömu hagnaðaraðstöðu og svarti markaðurinn veitir ýmsum nú. (Þyrfti ríkið því sennilega að leggja sérstakan skatt á þá alla, til þess að rjett lætinu væri fullnægt). ★ Það er talinn mikill menning- arauki víðast í löndum, að sem flestir geti veitt sjer þetta fram úrskarandi farartæki nútímans, bifreiðina, og það í löndUm, þar sem samgöngukerfið er orðið svo fullkomið,að hægt er fyrir tiltölulega lítið gjald að kom- ast fljótt ög örugglega nálega hvert á land sem er. Á voru landi er ekkert op- inbert samgöngukerfi, aðeins haldið uppi ferðum á nokkrum aðalleiðum. Hjer í Reykjavík t. d. komast fjölskyldur, þar sem börn eru á ýmsum aldri, helst ekki út úr bænum að sum arlagi, nema að hafa ráð á far- artæki. Að undanförnu hafa launþeg ar hlotið ýmsar kjarabætur, og þeir, sem sýnt hafa ráðdeild og sparsemi, geta því veitt sjer nokkru meira af líísgæðum en áður. Eitt af því nauðsynleg- asta, eftir að brýnustu lífsþörf unum (húsnæði, fæði og klæði) er nokkurn veginn fullnægt, myndu flestir telja hæfilegt farartæki, enda hafa fjölmargir starfsmenn af ýmsu tagi eign- ast litlar bifreioir að undan- förnu. — Með 100% bifreiða- tolli myndi sá möguleiki úti- lokast. Kjarabæturnar hefðu í einu vetfa'ngi veri;( gleyptar með húð og hári af tollófreskju ríkisins. Hver, sem horfast vill í augu vjð þær staðreyndir, sem bent hefir verið á hjer að framan, getur svo fullyrt, að þessi „lúx us“-tollur snerti ekkert allan almenning og sé honum óvið- komandi? ■^r Hækkun tekjuskatta og tolla hefir nú verið rædd nokkuð sem acjplúrræði í dýrtíðarvanda málinu. Það er alveg ótvírætt, að allar hækkanir af þessu tagi, til verulegrar fjáröflunar fyrir ríkið, mvndu hvíla með meginþunga sínum á almenn- ingi, launþegunum. Stórkostleg óvænt hækkun tekjuskattsins j og sífeldar breytingar tollanna myndu auk þess leiða til sívax andi og loks algjörðs glundroða í efnahags- og viðskiptalífinu. Sjálf framkvæmdin myndi kosta ríkið síaukið starfs- mannahald og stórkostlega aukningu útgjalda því samfara. Eins og áður hefir verið minst á, er ókleift fyrirfram ! að gera nokkra sannsýnilega ,áætlun um þau útgjöld, er rík- ið kynni að þurfa að taka á sig vegna tillagna þeirra hagfræð- inganna T. Á. og J. H. H., ef ætti að framkvæma þær. En það má gera sjer nokkra grein fyrir hvaða tekna mætti vænta, t. d. af einhverr! ákveðinni með alhækkun tekjuskatts og tolla. ★ Láta mun nærri að tekju- og eignarskattur (að meðtöldum tekjuskattsviðauka og stríðs- gróðaskatti) nemi í ár á öllu landinu ca. 40 milj. kr. Engin j aðgreining er til á tekju- og eignarskattinum fyrir allt land, en hjer í Reykjavík mun cignaskatturinn nema ca. 6% af framangreindum sköttum samtals. Væri tekjuskattsupphæðin hækkuð um 50% alls, en sú hækkun gæfi ekki fullar 20 milj. kr., hlyti hækkunin á lág- og miðlungstekjum að vera miklu meiri, því að skattar af háum tekjum eru þegar orðnir svo háir, að við þá er engu verulegu hægt að bæta, án þess að tekjurnar, sem þeir hvíla á, þurkuðust út með öllu, og tekju skattur af útgerðinni væri að sjálfsögðu að mestu eða öllu leyti úr sögunni. ★ Hækkun tollaupphæðarinnar í heild um 50% gæfi, miðað við núverandi ástand, ca. 30 milj. Nú mun ekki tilætlun að hækka nærri alla tolla, sem fyrir eru, og yrði því að tvö- falda eða jafnvel margfalda tolla af ýmsum vörum. Samfara strongum innflutningshöftum, sem útilokuðu innflutning ýmsra hinna hæst tolluðu vara, svo og minnkandi eftir- spurnar eftir hinum hátolluðu vörum (sem í reyndinni gæti jafngilt innflutningsbanni) myndi þessi tollahækkun gefa miklu minni tekjur en tilætl- unin væri. Til þess að hægt væri að hækka tollupphæðina í heild, frá því, sem nú er, um 50% þyrfti því einnig að hækka tollinn á óhjákvæmilegum nauðsynjavörum eða -leggja beinlínis toll á þær nauð- synjavörur, sem nú eru toll- frjálsar. Af framansögðu er augljóst, að hækkun núverandi tekna ríkissjóðs af tekjusköttum og tollum um 50% myndi aðeins gefa ca. 50 milj. kr. tekjuauka. Auk þess sem þessi skatta- og tollahækkun myndi þrengja hag alls almennings, launþeg- anna, úr hófi fram, myndi hún ná skammt til að fullnægja öll- um þörfum ríkisins, (verðupn- bætur á landbúnaðarafurðir nema einar saman í ár um 17 milj. kr.), samfara skuldbind- ingum þeim, er það tækist á hendur með ,,bjargráðakerfi“ því, sem hjer er til umræðu. Jafnframt þarf að hafa í huga allt það öngþveiti, sem skapaðist í viðskiptalífmu og að nokkru leyti hefir verið rætt, þótt þar hafi aðeins ver- ið tilfærð nokkur dæmi. — Skal nú hjer loks drepið á nokkur grundvallaratriði í sjálfu fram leiðslukerfi landsins, og hvaða röskunar þar mætti vænta. ★ Sjerhvert land hefir sín eðli- legu framleiðsluskilyrði, sem framleiðslu- og viðskiptahætt- irnir þurfa að laga sig eftir. — Verðið er einhver mikilvægasti leiðarvísir um það, hvernig sje hagkvæmast fyrir þjóðina að hagnýta auðlindir landsms. —; Vinnuafl og fjármagn leitar á þær atvinnugreinar og til þeirra staða, þar sem mests á- rangurs er að vænta. Sje þessi verðleiðarvísir gerð ur algjörlega óvirkur með alls- konar verð- eða hagnaðarjöfn- un innan sömu atvinnugreinar, á milli atvinnuvega eða með uppbótum úr ríkissjóði, verður jvinnu og fjármagni varið til ýmsra framkvæmda, sem bet- ur hefði mátt verja til annars. i Til slíkra ráðstafana má því eigi grípa nema með varúð og þegar alveg sjerstaklega stend- ur á. | I skjóli verðjöínunarinnar 1 eða uppbótanna myndast og , þróast óheilbrigt atvinnu- | líf, með úreltum atvinnuhátt- I um, sem ekki er hægt að út- I rýma, en verður stöðugur baggi á heildinni. Öll slík vernd un dregur úr afköstunum og tefur tækniþróunina, þar sem verndunin verður að miðast við ljelegustu framleiðendurna, og hinir sjá afkomu sinni örugg- iega borgið í skjóli þeirra lök- ustu. íslenskum sjávarútveg og ís- lenskum þjóðarbúskap væri naumast hægt að gera meiri bjarnargreiða en þann, að hann væri stunginn svefnþorni upp- bóta og styrkveitinga. Þótt sjávarútvegurinn sje að ýmsu leyti, rekinn með meiri tækni og nýtískubrag en flest annað í atvinnulífi voru, stend ur hann samt á svo frumstæðu þróunarstigi, að heita má að hann sje rekinn sem rányrkja. Þróunarmöguleikarnir mega því heita nær ótæmandi. Afurð irnar eru ekki nýttar til neinn- ar hlýtar, og þær eru ýmist fluttar óunnar eða lítt unnar úr landi. Með fullkominni vinnslu og gjörnýtingu afurðanna mætti sennilega margfalda heildar- verðmæti þeirra. Að því verð- ur að stefna, og atvinnuvegur- inn sjálfur, eða þeir sem hann rfeka, mega ekki sofna þyrnirós arsvefni í maðksmoginni höll einhvers uppbóta- styrkja- eða verðjöfnunarkerfis. Uppbótakerfi, sem m. a. byggðisf á stórkostlegum tolla- hækkunum, ruglaði ekki ein- göngu áttavitann hjá þessum þýðingarmikla atvinnuvegi, heldur yfirleitt öllu ' atvinnu- lífinu. Væri því engin furða þótt þjóðarskútuna bæri upp á sker. Eins og kunnugt er, er nú rekinn margskonar iðnaður hjer á landi, sem yinnur úr erlend- um hráefnum, en væri ekki, vegna allrrjr a ljtöðu sinnar, lífvænt án þeirrar tollvernd- ar, er hann nýtur. Flestum er ljóst, að margt af þessari starfsemi er óheil- brigt frá þjóðhagslegu sjónar- miði sjeð, og að því fje og vinnuafli, sem til hennar er varið, væfi betur varið á ýms- an annan hátt, t. d. við vinnslu F'ramhald á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.