Morgunblaðið - 15.12.1946, Side 15

Morgunblaðið - 15.12.1946, Side 15
Sunnudagur 15. des. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 15 Minningarorð um Aibert Jónsson, Stóruvöllum I*. 14. nóv. var til moldar bor- ínn hjer í Reykjavík merkur maður úr alþýðustjett þessa lands — kynborinn bóndi af besta ættstofni Albert frá Stóru- yöllum í Bárðardal. Albert Jónsson var fæddur 11. júní 1857 að Stóruvöllum. Foreldrar hans voru Jón Bene- diktsson bóndi á Stóruvöllum og kona hans Aðalbjörg Páls- dóttir, systir Sigurgeirs föður þeirra Bárðdalsbræðra. Var heimilið á Stóruvöllum annálað fyrir rausn og myndarskap. Jón Benediktsson stundaði söðla- smíði jöfnum höndum við bú- skapinn. Hann reisti á jörð sinni stórt og vandað íbúðarhús úr höggnum steini og þótti það eins dæmi á þeim tíma. Er hús það gert með ágætum og stendur fjem óbrotgjarn minnisvarði um stórhug og dugnað hins merka bónda. Albert Jónsson tók í arf fjöl- þætta hæfileika. Hann hneigð- ist snemma til smíðanáms og hafði fljótt glöggt auga fyrir bættum vinnubrögðum. Á ung- lingsaldri nam Albert söðlasmíði af föður sínum. En það þó'tti þonum of takmarkað nám. Hann fýsti að kynnast full- komnustu tækni í smíðaiðnaði. Og í þeim tilgangi sigldi hann til Kaupmannahafnar, þá tutt- ugu og tveggja ára að aldri. Stundaði hann þa.r smíðanám um tíma, En jafnframt kynnti hann sjer ýmsan annan iðnað, svo sem tóvinnu með vjelum og skinnasútun, sem hann nam til fulls, eins og hún þekktist þá. Bessarar fjölþættu þekkingar aflaði hann sjer til að flytja heirn til fósturlandsins, er þá var svo gjörsnautt af verklegri tækni. Hann hugðist að geta bætt svo um tóvinnu á kvöldin að afköstin margfölduðust og keniit löndum sínum betri hag- nýtingu skinnanna, en sútun skinna var svo að segja óþekkt þá lijer á landi. Að loknu námi í Höfn hjelt Albert heim til föðurhúsanna. Þar byrjaði hann á skinnasútun og hugðist að kenna öðrum þá iðngrein. En svo miklir örðug- leikar voru á að stunda þessa iðngrein langt uppi í sveit, að hann hætti fljótlega við það gtarf. , Stuttu eftir heimkomuna smíðaði Albert fyrstu hand- spunavjelina hjer á landi/ og raunar þá fyrstu, er þá þekktist áf þeirri gerð. Fyrirmynd hans mun hafa verið spunavjelar knúðar með vatnsafli er hann hafði kynnt sjer erlendis. Þess- ár handspunavjelar Alberts, nokkuð endurbættar, hafa náð mikilli útbreiðslu hjer á landi og stóraukið tóvinnuafköst heimilanna á: síðastliðnum sex- tíu árum. Þessar fyrstu spunavjelar voru smíðaðar við örðugleika og erfið skilyrði. En Albert Ijet ékkert slíkt aftra sjel\ Hj er var hann að vinna þjóðþrifastarf, og það var honum fyrir mestu, þó lítið gæfi það í aðra hönd. Albert var einn þeirra göfugu manna, sem meira hugsaði um notagildi vinnunnar en verka- launin. Um Albert mátti með sanni segja að hann væri dverghagur. Á Stóruvöllum smíðaði hann orgel, er lengi var notað og þótti kostagripur. Albert dvaldi á Stóruvöllum þar til hann fluttist til Akur- eyrar 1902. Á Akureyri bvggði hann sjer hús er hann nefndi Stóruvelli. Þarna gat hann gef- ið sig einvörðungu við sínum á- hugaefnum. En vegna mikillar fjölhæfni og áhuga á margskon- ar framfaramálum varð honum ekki markaður bás. Fluttist hann til Reykjavíkur 1909. En í þeirri ferð fjekk hann snert af slagi og náði aldrei fullri heilsu aftur. Varð það samtíð- armönnum hans mikill skaði, að starfsgeta hans var svo snemma lömuð. Hingað til Blönduóss fluttist Albert 1922 og hefir dvalið lijer síðan, þar til í haust að hann var lagður inn á sjúkrahús í Hafnarfirði, þar sem hann and- aðist 7. þ. m. Albert var kvnætur Guðrúnu Jónsdóttur, mestu ágætiskonu. Var hún frá Bjarnastöðum í Bárðardal, systir Halldórs bankagjaldkera og Valgex-ðar konu Þórhalls Bjaniarsonar biskups. Guðrún dó árið 1930. Þau hjónin, Albert og Guð- rún, eignuðust fjögur börn. Annan son sinn misstu þau upp- kominn. Önnur börn þeirra eru: Aðalbjörg, búsett í Reykjavík; Hólmfríður kona Einars T'hor- steinssona rkaupmanns, og Halldór kaupmaður á Blöndu- ósi. Tveir bræður Alberts eru enn á lífi í hárri elli: Páll hrepp- stóri á Stóruvöllum og Sigux-- geir sþngkennari á Akureyri. Jeg, sem þetta rita, kynntist fyrst Albert persónulega eftir að hann fluttist hingað til Blönduóss, þá með lamaða starfskrafta og veiklað sálarlíf. En viðmót hans, áhugi, orð og athafnir allar báru þeas augljóát vitni, að hann hafði verið meir en meðalmaður, með brennandi áhúgá fyrir öllúm umbótum, jafnt fjelagslegum sem verkleg- um, glaðlyndur og góðhjartaður — sem ætíð hugsaði meira um annara hag en sinn eiginn. Þrátt fyrir heilsubilun brann enn í brjósti hans hugsjónaeldur æskuáránna. Hann tók þátt í starfi Ungmennafjelagsins hjer á staðnum, eftir því sem getan leyfði. Og víst máttum við yngri mennirnir líta með lotn- ingu og aðdáun til gráhærða, heilsubilaða öldungsins í starf- inu og læra af honum. Á meðan Albert var í fullu fjöri fylgdist hann af eldlegum áhuga með þjóðmálastarfinu og hjelt fast við sína stefnu þótt kraftaniir þyrru og hugsun sljófgaðist. Fram undir hið síð- asta las hann stjórnmálablöðin og ræddi um stefnumálin við vini sína. Eins og áður getur var Albert fjelagslyndur gleðimaður. Var hann söngmaður góður. Þótt rödd hans væri alllömuð þegar hann kom hingað til Blönduóss, tók hann samt um skeið þátt í kirkjusöng og þótti þar góður liðsmaður. Og hvar sem hann var að hitta — í heimahúsum eða mannamótum — var hátt- prýðin, gleðin og göfuglyndið í fylgd með honum. Á langri og erfiðri lífsleið var það hans mikla lán að öllum samferða- •mönnum varð hlýtt til hans. Og hin mörgu og þungbæru ár, er heilsan var þrotin, átti hann að mæta ástúð og umönnun barna sinna og tengdabarna. Albert, sem óx upp við blóm- skrúð og bjai’kailm Bárðardals- ins, var sannkallað náttúru- barn, mótað af fegurð og tign æskustöðvanna. Ilann elskaði vorið og gróandann hvar sem birtist. Minning þessa mæta manns lifir, björt og hlý, í brjóstum samferðamannanna, sem enn dvelja hjcrna megin við djúpið mikla. St. D. Framhald af bls. 3. Fulltrúaráðsfundur L. í. Ú. eft- ii-farandi ályktun: „Fulltrúafundur L. í. Ú., hald- inn í Reykjavík 14. nóvember 1946, telur nauðsynlegt að Is- lendingar eignist fullkomið fiskirannsóknarskip hið bráð- asta og telur heppilegt að skip þetta verði þannig útbúið að það geti sinnt landhelgisgæslu og björgun strandaðra skipa þann tíma, seto skipið er ekki bundið við rannskóknir. Skor- ar fundurinn á Alþingi og ríkis- stjórn að gera nú þegar ráðstaf- anir til smíði á hentugu skipi í þessu skyni“. Þvf verður að treysta að ráðamenn þjóðarinnar sýnir þessu merka máli fullan skiln- ing og þá ekki síður velvilja, með því að hrinda því í fram- kvæmd án tafar. ómabúkin Cjar&ur li.j. Garðastræti 2 Hjá okkur fáið þið besta og smekklegasta úrvalið af • • • Jólagjöium Mjög fjölbreytt úrval af alskonar GLERVÖRUM, POTTAPLÖNTUM, SKREYTTUM KÖRFUM OG SKÁLUM. Ennfremur daglega nýjar sendingar af AFSKORNUM BLÓMUM. ómalúCiri (jar&vir li.j. Garðastræti 2. JÓLA- GJAFIR tökum upp í dag og næstu daga f jöl- breytt úrval af smekklegum jóla- gjöfum. — Til dæmis: Vegglampa úr Bronsi, Birki og Hnotu. Borð- lampa, margar gerðir. Skrautgripaskrín. Sígár- ettu-flygil, sjálfspilandi. Púðurdósir. Borðfána- stengur. Keramikvörur. Kertastjakar, fyrir 6 kerti (danskir). Sex gerðir af fallegum Vegg- hillum, útskornum. Rendar Skálar og Dollur úr íslensku birki. Útvarpsborð, Hnotuborð, fallegt úrval af íslenskum og enskum styttum. — Hin margeftirspurða stytta, Sjómaðurinn, með ljós- kerið, er komin aftur. Við höfum einnig JÓLABASAR. Þar fáið þjer ódýr og skemmtileg leikföng. T. d. stóra og sterka Rugguhesta kr. 95.00. Barna-gítara. Blokkflautur. Mekkanó og margt fleira. Verzl. Rín Njálsgötu 23.-Sími 7692.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.