Morgunblaðið - 24.12.1946, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.12.1946, Qupperneq 3
Þriðjudagur 24. des. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 3 JÓLAGAMANBARNANNA Besta jólagjöfin Ef jólagæsln (eSa öndin) er óþæg! Æfintýri fyrir börn Teiknarinn hefir fundið ráð til að' skera jólagæsina. ÞAÐ hafði verið mikill jóla- fagnaður hjá tröllunum í hóin- um. Vgislan hafði staðið alla nóttina og svo mikil var gieðin hjá tröllakónginum. að alstað- ar var um það talað. Jólasveinarnir komu í heim- sókn daginn eftir, og þeir sögðu frá því, hvað það hefði verið gaman á bónda’bæjunum og í borgunum — og svo hjelt veisl- an í tröllahólnum áfram-. Það var bara eitt lítið tröll, sem hreint ekkert skemti sjer. Hann hjet Toppi og hann bjó í hól á heiðinni, sem var langt í burtu. — Toppi er svo leiðinlegur, sögðu skógartröllin og jólasvein- - arnir — hann hefur aldrei frá neinu skemmtilegu að segja, og hann stríðir aldrei fólki, eða finnur upp á öðru sér til gamans. Auiningja Toppi litli var allt- af uppi á hólnum sínum og starði út vfir heiðina. Heiðin var það fallegasta, sem hann hafði nokkurn tíma sjeð, hvort sem hún var hulin snjó, eins og á jólunum, eða var brún og græn og þakin blómum, eins og á sumrin. En þó var þetta nú stundum hálf leiðinlegt, og Toppi and- varpaði og sagði: — Bara að ég ætti nú einhverja vini! Hjer er svo einmanalegt — næsti ná- búi minn er galdrakerlingin og_ hún er hjerumbil alltaf í svo vondu skapi! Galdrakerlingin sat í litla húsinu sínu og bljes í glóðirnar, til að eldurinn logaði bgtur. Sú var nú í vondu skapi! Jólin voru komin og ennþá hafði enginn heimsótt hana — hún hafði ekki .gefið eina ein- ustu jólagjöf og enga hafði hún sjálf fengið. — Það er í rauninni ekkert einkennilegt, að enginn maður skuli þora að heimsækja mig — ég hef verið þeirn svo vond. En tröllin hafa ekki einu sinni heim- sótt mig, og ég var meira að ,segja búin að segja þeim, að ég þyrfti að fá einhverja ögn í eldinn, hugsaði galdrakerlingin.. Það rauk sama og ekkert úrj reykháfnum hennar, en hún j færði sig stöðugt nær eldin- um, sem var svo lítill, að hún gat einu ^inni ekki soðið sjer örlilta súpu yfir glóðunum. Uppi á hólnum sínum stóð Toppi litli og horfði í áttina til ■ kógarins, þar sem hólarnir voru og öll hin tröllin hjeldu til. Niðri í litlum dal var hús galdrakerlingarinnar, og þnð var svo eyðilegt, og það rauk ekki einu sinni úr reykháfnum. — Ætil hún sje búin með eldi- viðinn, hugsaði Toppi, og svo datt honum heilræði í hug. — Það er best jeg fari með svolítið af eldivið heim til henn- ar, og ef hún er í sæmilegu skapi, getum við máske talað örlítið saman og stvtt okkur stundir — annars get jeg auðvitað farið heinl aftur, hugsa§i hann með sjer. — Hvað er nú þetta — ert þetta þú Toppi, sem ert að færa mjer eldivið? spurði galdrakerl- ingin með furðusvip, þegar litla tröllið gekk í bæinn. — Já, jeg hjelt að þig vant- aði ef til vill eitthvað í eldinn, sagði hann. — Þú ert eina tröllið, sem hefir munað eftir mjer, sagði galdrákerlingin — og kærar þakkir skaltu hafa fyrir! Svona vesalings norn eins og jeg, hefur bað sko alls ekki svo skemmti- legt. Hún flýtti sjer að' bæta á eld- inn og byrjaði að búa til graut iianda Toppa. A meðan hún gerði þetta, spurði hún hann, ívort hann hefði skemmt sjer vel á jólanóttina. — Mjer hefir dauðleiðst, svar aði Tsppi. Hin tröllin og jóla- sveinarnir eru svo gáfaðir og vita allt milli himins og jarðar, I en jeg er bara lítill heimskingi, sem lítið .skil. Jeg hefi svo sem fengið nóg af gjöfum, en ... — En þú hefir ekki ennþá fengið dýrmætustu jólagjöfina, sagði tröllkerlingin ákveðin. Hana skaltu samt fá, Toppi minn, sjáðu bara til. Þegar þú kemur heim, skaltu fara hægra megin við stóra runnan og ganga fram hjá Grettistökunum þremur — þá skaltu bara sjá hvað skeður! Toppi skildi ekkert í því, hvaða gjöf það gæti verið, sem galdrakerlingin ætlaði að gefa honum, en þegar hann kom heim, fór hann að nákvæmlega eins og hún hafði sagt, og nam svo allt í einu staðar við litla holu í hæð nokkurri. Fyrir utan holuna stóð Hjalti hjeri og starði út í loftið. — Sendi galdrakerlingin þig, spurði hann. — Já, svaraði Toppi, hún sagði mjer að fara hingað. Ann- ars heiti jeg Toppi tröll, og komdu nú blessaður og sæll. — Og jeg heiti Hjalti hjeri og bý hjerna aleinn, sagði hjerinn. Mjer hundleiðist! — IVIjer leiðist líka, sagði Toppi, því hjerna er maður svo einmana, og þó get jeg ekki flutt hjeðan og út í skóg til hinna tröllanna. — Svo, já? En hjer er maður nú líka svo frjáls, sagði Hjalti. Jeg gaf galdrakerlingunni nokk- ur kálhöfuð í jólagjöf, og hún lofaði að gefa mjer dýrmætustu jólagjöf, sem völ væri á, ef jeg vildi aðeins standa hjerna á hverjum einasta degi. — Jeg færði henni svolitið af eldivið og hún gaf mjer líka lof orð um jólagjöf! sagði Toppi. — Eigum við að gá, hvort nokkuð hafi verið falið hjerna? | sagði Hjalti, og svo byrjuðu þeir báðir að leita, en ekkert fundu þeir. Allt í einu stoppaði Toppi og horfði beint framan í Hjalta hjera. —, Veistu hvað, sagði hann, það mætti segja mjer, að þú værir mín jólagjöf og jeg þín. — Áttu við, að galdrakerl- ingin hafi ætlað að gefa mjer leikbróður, og þjer líka? spurði Hjalti. — Auðvitað! Við erum báðir svo einmana og okkur þykir vænt um heiðina — svo við get- um leikið okkur saman og haft það skemmtilegt, það er að segja, ef þú hefir ekkert á móti því, sagði Toppi. — Nú er gaman!'Hjalti hjeri hljóp af stað og dró Toppa á eftir sjer. Komdu hjerna inn til mín, sagði hann, þá skal jeg sýna þjer. hvað jeg bý vel — og veislumaturinn stendur til- búinn á borðinu. ‘ Toppi elti Hjalta og kom að stóru borði, sem þakið var alls- konar sælgæti. Og eftir að hafa borðað sig sadda, ljeku þeir sjcr saman og skemmtu sjer alveg prýðilega, og þeir urðu ásáttir JÓLAHÁTÍÐIN færir mönn- um jafnan nýja leiki, sem svo eiga misjafnlega langa lífdaga. Bandaríkjablöð skýra frá því, að spil, þar sem stefnt er að því, að vinna stórar fjárhæðir, sjeu ákaflega vinsæl í ár. Eftirtektai'verðasta jólaspilið í ár, sem þó hefir ekki enn sjest hjer heima, mun hins veg j ar vera ,.Senet“, uppáhalds- i leikur Faróanna fyrir 4.000 ár- } um síðan. Egyptalandsdeildin I við Metropolitan Museum of 1 Ai't í New York, sem á eitt af i þessum fornu spilum, hefir ljeð | aðstoð sína við að semja leik- reglur við þennan elsta boi'ð- leik veraldarinnar. Senet-borðið hefir öi’yggis- um, að vera alltaf vinir, og upp frá því heimsótti Toppi Hjalta á degi hverjum, og Hjalti heim- sótti Toppa, og báðir höfðu hina rnestu ánægju af þessu. En galdrakerlingin hló og neri saman lúkunum — hún hafði þarna áreiðanlega gert hið mesta .góðverk, og það gleður jafnvel gamlar nornir, hvort sem þið trúið því eða ekki! reiti sitt hvoru megin við ,,dal“, sem samansettur er af tíu tví- skiptum reitum. Hver leik- manna hefir einn Faraó ”og fjóra þegna, eða dáta. Leikur- inn snýst um það, að koma Faraó og dátum andstæðings- ins fyrir kattarnef, með því að koma leikmönnum sínum á reitishluta mótstöðiimannsins í dalnum. Um leikslok ræður mestu, hvor keppendanna sýn- ir meiri hæfni við að færa til leikmennlsína og koma þannig mönnum andstæðingsins í sem mesta hættu, en tryggja jafn- framt öryggi sinna manna. Leikmennirnir ex'u færðir til eftir því hvaða tala kernur upp, er teningunum er kastað. Sú ijekk fallegt brúðuhús í jólagjöf Gamall leikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.