Morgunblaðið - 24.12.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þiiðjudagur 24. dcs. 1916 •»* t I ^J^venjfióéin oc^ -JieimiliÉ Tískubrjef frá New-York: Skartgripanotkun og ný NEW YORK í desember: — Meira ber á íburði, skrauti og skemtunum í New York nú, en sjest hefur í fjölda mörg ár. Þær konur, sem best eru klæddar í New York hafa fengið næg tækifæri undanfarna tvo mánuði, að sýna sig í nýju fötunum sín- um, ásamt glitrandi skart- gripum. Og úr því að minst var á • skartgripi, skal jeg skýra hvað jeg á við með því. Allar konur, sem koma á góð- gerðardansleikinn á Hotel Plaza annað kvöld hafa verið beðnar um að hafa höfuð- hlað! Við önnur tækifæri í skemtanalífi vetrarins nota konur skartgripi með nýjum hætti og mísjafnleg'a. Sem hárskraut, eða komið fyrir á hinn furðulegasta hátt á kjól- inn í mittisstað, eða jafnvel sett á skóna til skrauts. Jeg hefi meira að segja sjeð eina konu með öklaband, sett -demöntum. Já, stúlkur, eftir því sem þið setið skartgrip- ina meira af tilviljun á ykk- ur, þess sniðugra er það talið. Og það er alveg satt, stúlk- an, sem var með öklabandið sett demöntum var í öklasíð- um kjól. Öklasíðir kjólar virðast hafa gert innrás í New York í vetur. Þeir eru flestir efnismiklir og eru kjólasnið Vortísku útlitið (Cftir Sc fallegir þegar dansað er í þeim, sjerstaklega Tango, eða Samba. Þeir eru draumfalleg jir á öllum konum, sem hafa fallega ökla. Skór úr sama efni og kjóllinn eru taldir jauka á heildarsvip klæðnað- , arins. JjÓLL HERTOGA- ! FRÚARINNAR Það gekk heidur en ekki á hjer á dögunum þegar frum- sýning var á kvikmyndinni, sem gerð hefur verið eftir . sögu Somersets Maugham, |,,The Razors Edge“. En jeg er . hrædd um að frumsýningin I hafi verið meiri tískusýning, en kvikmýnd. Yfirleitt þótti myndin leiðinleg. Það var ekki nema ‘ einn,Jeikari, sem ljek verulega vel, en það var Clifton Webb, sem lgikur Elliot. Templeton, erkisnobb- inn. — Þarna mættu allir,« sem eitthvað vilja vera og onfu heita í New York, alt frá Park Avenue til Broadway. Hertogafrúin af Windsor var í svörtum taft-silkikjól, ökla- síðum og stuttum, þröngum bolero-jakka, ísaumuðum baldursbrám. Það sem setti nýjan blæ á heildarsvip klaéðnaðar hennar, var ekki einungis hið nýja pils sídd, heldur axlasnið jakkans, sem var eðlilegt og óstoppað. Aðrar nýungar Vetrartísk- unnar eru kvöidkjólar, sem gerðir eru úr allavega litum netefnum, sem sett eru hvert ^yfir annað, t.d. svart yfir hvítt, eða öfúgfc. Einnig hefur sjest safír-blátt net yfir gulu, o.s.frv. Þetta getur verið vei u llega sætt og kvenlegt. Loðfeldir: Loðfeldasniðið 1947 er vítt í bakið og með víðum ermum til þess að kon- an sýnist grennri. VORTÍSKU ÚTLIT Götuskór með opnum tám sjást ekki meira á betri teg- undum, þó að enn verði smá- gat til þess að fóturinn fari betur í skónum. En yfirleitt verða skór heilir. Hælar verða einni til tveggja þumlunga hærri, en þeir voru styrjald- arárin. Er maður hefur sjeð vortískuna í heildsölufyrir- tækjum í New York, sem vit- snlega er ekki enn komin á markaðinn, eru áhrifin: fell- ingar, fellingar og aftur fell- ingar. Hvað dragtir snertir þá er nýasta nýtt að hafa jakka með kjólsniði, bolero-dragtir með feldum pilsum fara ung- um stúlkum vel. Síðast en ekki síst, þá má geta þess, sem þið íslensku stúlkur hafið vafalaust gaman af að heyra, að margar hatta- verslanir ætla að hafa á boð- stólum í vor, hatta sem ná niður fyrir eyru, som minnir á hatta frá 1920—1930, Og þá þurfið þið ekki iengur að halda höttunum með höndun- um á götunum í Reykjavík, þótt hann blási. Falleg kvöldkápa er úr hreystikattarskinni (Ermine). Þessi glæsilega kvöldkápa, er með kraga upp í háls, scm bundinn er saman með svörtu flau.elisbandi. — Fyrirmyndin er frá Maxiinillan. //• eoiie^ joi SONJA. ió % Mjög fallegur ballkjóll úr hvítu gljásilki. Blúsan á kjóln- um og handskar, er með gyltum ísaum. Eyrnalokkar og hár- skrautið, setja sinn svip á snyrtinguna. íil öryggis um ---mmviMs’É Síandið ekki á bókastafla, ef Gætið yðar að fikta ekki við þjer þurfið að ná upp í loft til rafperurnar á jólatrjenu. Þær ag koma fyrir skrauti. Það er geta leitt rafstraum. stórhættulegt. Ef þjer þurfið að negla nagla til j Og loks er eitt ráð, sem allir að koma fyrir jólaskrauti, þá ættu að fara eftir. Borðið ekki farið varlega. Marinn fingur er ekki til skrauts. yfir ykkur á jólamatnum. Maga veiki spillir jólaskapinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.