Alþýðublaðið - 16.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.06.1920, Blaðsíða 2
3 ^ákfgreiOisla, blaðsms er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. IO, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. bygð á vanþekkingu, skrifuð út úr vandræðum, til að bera eigend- um blaðsins en eigi sannleikanum vitni. X Stjórnarfar i Banðaríkjunnnt. (Niðurl.). 20 ára gömul stúlka, að nafni Mollie Steimer, var, ásamt þrem karlmönnum, dæmd fyrir að hafa útbýtt pésa, sem átaldi herferð Bandarikjanna gegn Rússum. Mollie Steimer var dæmd í 15 ára íangelsi, en félagar hennar i 20 ára fangelsi. Dómúrinn var stað- festur í hæstarétti Bandaríkjanna. Tveir dómaranna í hæstarétti, Holmes dómari og Brandeis dóm- ari, greiddu atkvæði gegn dómin- um og kváðu áfrýjendurna hafa jafnan rétt til að útbýta þessum pésa, sem Bandaríkjastjórn til að útbýta stjórnarskránni. Þeim var kastað í dýflissu viku síðar. Hvernig stendur á að þjóðin rís eigi upp gegn þessum ofsókn- um? Til þess liggja ýmsar orsakir. Ógrynnum hefir verið dreift út um landið af lygum um ógnarstjórn Bolsivíka, í meira en tvö síðast- liðin ár. Það þurfti því eigi annað en segja, að útlendingar þeir, er auðvaldið vildi fá rekna úr landi, væri Bolsivíkar. í fyrstu viku janúarmánaðar munu 5000 útlend- ingar hafa verið dæmdir útlægir i Bandaríkjunum. Raunar er ekki rétt að segja að þeir væru dæmd- ir; því þeir komu eigi fyrir dóm- stólana, heldur ákváðu embættis- menn þeir, er sjá um innflutning (Immigration officers), hvort þeir skyldu landrækir eða eigi. Hina ákærðu er farið með á hinn svívirðilegasta hátt, er þeim hent f fangelsi innan um virkilega ALÞYÐUBLAÐIÐ glæpamenn, sem sýna þjóðrækni! eins og aðrir, í þvf að smána þá. Og blöðin amérísku syhgja lof og dýrð grimdarverkum þessum, eða þá í bezta lagi þegja um þau. Þó hafa sum merk tímarit sagt hið sanna, með djörfung, sem oft kostar þau málsókn. Stjórnmálamenn, opinberir starfs- menn og ræðumenn (svo sem klerk- ar og kennimenn) — þótt sumir biskupar og klerkar hafi þorað að segja saanleikann — eru látnir öskra út yfir gjörvalt landið, að þetta sé réttmætt og nauðsynlegt. Ofsóknir eru gerðar gegn skoð- ana og málfrclsi. Ymsir frjálslyndir prófessorar og mentamenn hafa sætt hörðu fyrir að segja sann- leikann. Sérstaklega er það tvent; sem hvorki má segja né rita. Það er viðurkenning á réttmætum kröf- um jafnaðarmanna og sannleikur- inn um Rússland. Einnig hafa með'imir Rauðakrossins og K. F. U. M„ sem hafa sagt sannar sögur af ferðum sínum til Rússlands (þar lítur K. F. U. M. út fyrir að vera frjálslyndara en hér), orðið að sæta ýmsum þungum kostum. En þjóðin er að vakna. Einn af forsetaefnunum er hinn mesti frefs- isvinur. Það er Hiram Johnson senator. Afturkastið gegn harð- stjórninni getur komið áður en varir. Og venjulega verður það því sterkara því verra sem ástánd- ið hefir verið áður, eins og t. d. í Rússlandi. Forsetakosningarnar geta komið ýmsu af stað — eða það er að minsta kosti vonandi, þvf framferði Bandaríkja valdhaf- anna í innanlandsmálum, síðasta hálft annað árið, hefir orðið þess valdandi, að vart verða þau lengur talin meðal siðaðra þjóða. (Lausl. þýtt úr „The New States- man"). x Atlis. Það sem hér á undan er talið, mun vera það, sem Morgun- blaðið kallaði um daginn „nýju þjóðernishreyfinguna í Bandaríkj- unum“ og hældi allmjög. Embættisprófi í guðfræði Iuku þeir í gær Gunnar Benediktsson með II. eink. betri 98 stigum og íngimar Jónsson meðl. eink. 1122/3 stigs. Agætt salttjðt útvegar Kaupfélag Reykjavíkur í gamla bankanum. Lysthafendur gefi sig fram fyrir næstu helgi. 17. júní. Á morgun er 17. júnf. Fæð- ingardagur Jóns Sigurðssonar for- seta. Þess raanns, er mest hefir unnið að pólitisku sjálfstæði ís- lands út á við og allskoaar þjóð- þrifamálum inn á við. Um nokkur ár undanfarin hefir það verið siður, að heiðra minningu þessa mæta manns á fæðingardag hans. Hefir það verið gert á ýmsan hátt, og oft tekist vel þau hátfðahöld, er stofnað hefir verið til. í þetta sinn hefir enn ekkert verið minst á 17.. júní opinber- iega, svo eg muni, en vafalaust verður þó eitthvað um dýrðir,. annað en íþróttamótið. En eg ætlaði ekki að tala um það; minningu Jóns væri, í sjálfu sér, nægilega minst með almenn- um frídegi — með því, að allir gerðu sér far um að búa sig upp á og kasta frá sér áhyggjum dag- legs strits, en Íáta hugann hvarfla um liðnar aldir og minnast þesst. að alt er ekki fengið með afreks- verkum forfeðranna, að ekki er nema hafin vegagerðin, að kom- andi kynslóðir verða að halda áfram að ryðja veginn. Og Jón Sigurðsson er bezta fyrirmyndin, sem við höfum. Hann hóf starfið' og kom því á rekspöl, en fram- tíðin ber ábyrgð á því, hvernig fer um endalok þess fslenzka ríkis, sem nú er að rísa úr rústum, eftir margra alda áþján og kúgun er- lends valds. Á morgun ætti því — og vefð- ur vafalaust — almennur frídagur frá morgni til kvöids; annars njóta menn dagsins ekki. Hugsjónamadur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.