Morgunblaðið - 07.01.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 07.01.1947, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIí) Þriðjudngur 7. jan. 1947 GRÝPTU ÚLFINN £ftir jCeóiie Ck arterió 2. dagur Helgi dró hníf úr falgrum slíðrum í ermi sinni og virti hann fyrir sjer. Blaðið var eitt- hvað sex þumlunga langt og skaftið íbogið og fagurlega út- skorið. Það var úr fílabeini. Hnífurinn fór vel í hendi og hann var hárhvass. Helgi fleygði honum upp í loftið, greip hann svo á fluginu og það var eins og hnífurinn rynni sjálfkrafa upp í ermina og í slíðrin. —: Þú skalt ekki gera lítið úr Onnu, sagði hann. Hún mundi sníða höndina af manni áður en hann gæti tekið í marg hleypugikk. Og svo lagði hann á stað til þorpsins og ljet Orace éinan um sitt álit. Þetta var snemma sumars og heitt í veðri. Helgi gekk blístr- andi niður stíginn og sveiflaði staf sínum, en hafði þó augun hjá sjer, ef einhver skyldi sitja í launsátri. Hann gekk að runn urium, þar sem- hann grunaði að árásarmaðurinn hefði falist, og athugaði staðinn. En vegna þess að ekki hafði rignt í marga daga, þá sáust þar engin spor. En svo sá hann glóa á eitthvað frspn við klettabrúnina. Það var tómt skothylki. — Mansen, tautaði hann. Svei, svei! Hann stakk skothylkinu í vasa sinn og rannsakaði stað- inn nákvæmlega, en þar var ekkert að sjá, svo að hann hjelt áfram til þorpsins. Baycombe er aðeins lítið fiskimannaþorp og stendur lágt. En beggja vegna hafnarinnar eru háir rauðir klettar, og á bak við eru hæðir, svo að Bayc- ombe er þarna í dálítilli hvos og sjer út yfir Bristolsundið. Frá sjó að sjá bar mest á Hjall- inum. Hann stóð hæst og þar var engin bygging nærri. hinum megin við höfnina var vitinn. Hann stóð miklu lægra, og um- hverfis hann voru nokkur múr- steinshús, sem heldra fólkið átti. Helgi hafði komist á snoð- ir um hvaða fólk þetta var. Ríkastur var maður að nafni Hans Bloem, Búi að ætterni og um fimtugt. Hjá honum var frændi hans, Algernon de Bret- on Lomas-Coper, og hann var jafnvel kyntur, eins og Bloem var illa kyntur, þótti skemti- legur piltur, en ekki stíga í vit- ið. Mestu mennirnir voru þeir Sir Michael Lapping, fvrver- andi dómari, og Sir John Bittle, fyrverandi heildsali. Svo var þarna höll, en þar var enginn lávarður, því að höllina átti skessa nokkur, sem hjet Agatha Girton. Hún var ófríð og lúra- leg og þur á manninninn. En hjá henni var ung frænka henn- ar, sem var hvers manns hug- Ijúfi. Svo voru þarna tveir upp- gjáfa hermenn, sem höfðu ver- ið í Indlandi, og lifðu nú á eft- irlaunum sínum. Þeir voru kall aðir Smith og Shaw. Og svo var dr. Corn. Helgi lagði leið sína til „Bláa mánans“, sem var aðal sam- komustaður bæjarbúa. En hann komst ekki alla leið. Því að um leið og hanij snaraðist fyrir hornið á einni sölubúðinni, sem þar var, þá hljóp ung stúlka þar beint í fangið á honum. — Afsakið, sagði Helgi og greip um hana til að styðja hana. Svo tók hann upp böggul, sem hún hafði mist við árekst- urinn. Þá varð honum litið fram an í hana, og fallegri stúlku hafði hann aldrei sjeð. »— Þjer eruð víst ungfrú Pat, sagði hann, jeg hefi ekki heyrt yður kallað annað. Hún kinkaði kolli. — Jeg heiti Patricía Holm, sagði hún. Og þjer eruð víst dularfulli maðurinn. — Nei, sjáum til — er jeg kallaður svo? sagði hann. — Já, þáð ganga hinar ótrú- legustu sögur um yður, sagði hún. — Þjer verðið að segja mjer frá því, sagði hann. Þau gengu nú samhliða eftir götunni. — Jeg er hrædd um að við höfum ekki tekið vingjarnlega á móti yður, sagði hún. En þeg- ar þjer settust að þarna í Hjall- inum þá hjeldu allir að þjer væruð vitlaus.. Þeir eru nú svona hjerni í Baycombe. — Þetta er gaman að heyra, sagði hann. Og þegar jeg hefi fylgt yður heim, þá fer jeg rakleitt upp í Hjallinn og legg það niður fyrir mjer hvort þeir hjerna í Baycombe sjeu ekki vitlausir. Hún hló. — Það er hressandi að tala við yður, sagði hún. Hjer eru allir svo hversdagslegir. — Sem betur fer, sagði hann. — Hvað kom yður til þess að setjast hjer að? spurði hún svo alt í einu. — Ævintýraþrá, og löngun til þess að verða ríkur, sagði hann. Hún leit undrandi framan í hann, en hann var grafalvar- legur. , — Það er þó ólíklegasti stað- ur að koma til í þeim tilgangi, sagði hún. — Þvert á móti, mælti hann. Jeg þori að fullyrða að þetta er eini staðurinn í Englandi þar sem menn geta átt von á árásum, morðum og manndráp- um upp úr þurru. — Jeg hefi nú átt hjer heima síðan jeg var tólf ára og hið eina sem hjer hefir skeð er það, að einu sinni kviknaði í húsi, sagði hún, og henrii var ekki rótt, því að henni fanst hann draga dár að sjer. — Þá finst yður þeim mun meira um þegar ballið byrjar, sagði hann og veifaði stafnum. Þau voru nú komin að höll- inni og stúlkan rjetti fram hönd ina til kveðju. — Má jeg annars ekki bjóða yður inn? Hann gat ekki slegið hendinni á móti því. — Jú, mjer þætti vænt um það. Hún fór með hann inn í stóra stofu, þar sem mikið var af skrautlegum húsgögnum. En þótt Helgi væri í snjáðuny hversdagsfötum setti hann það ekki fyrir sig, heldur hlamm- aði sjer þar niður í mjúkan hægindastól. — Má jeg nú ekki sækja frænku mína? spurði stúlkan. Hejnni mundi áreiðanlega þykja gaman að kynnast yður. — Sjálfsagt, sagði hann bros- andi og henni fanst ósjálfrátt eins og það væri svar við seinni setningunní. Jómfrú Girton kom eftir stutta stund, og Helgi sá þeg- ar að ekki var ofsögum af því sagt hvað hún var ókvenleg. Hún var klunnalega vaxin og herðabreið sem karlmaður. Og honum fanst hún taka undar- lega fast í hönd sína þegar þau heilsuðust. Hún var mjög úti- tekin. Hún var í blúsu og pilsi úr þykku efni, í ullarsokkum og með lághæla skó á fótum. Og svo var hún með drengja- koll. — Jeg var að hugsa um hvort jeg mundi aldrei fá að sjá yður, sagði hún. Þjer megið til að heimsækja okkur seinna og kynnast fólkinu hjerna. Jeg býst við að dauflegt sje þarna upp frá. — Jeg er nú fremur ómann- blendinn, sagði hann. Og svo er jeg ekki í húsum hæfur því að jeg á engin spariföt. — Jeg má þó altjend bjóða yður til tedrykkju, sagði hún. Þjer munduð málske vilja hinkra ofurlítið við núna? — Jeg bið yður að afsaka jeg ætla ekki að jeg sje van- þakklátur gikkur, en jeg hefi lofað að koma heim á vissum tíma, sagði hann. Og ef jeg ekki kem þá, mun Orace halda að eitthvað hefði komið fyrir mig, og þá er hann vís til að æða á stað með marghleypu og valda manntjóni. Nú varð einkennileg þögn, því að slíkt tal kom þeim frænk unum alveg á óvart. En Helgi ljest vera að skoða fallega kristalsbikara og ljet sem þetta væri svo sem alveg sjálfsagt. Þá tók stúlkan til máls: — Herra Templar er kominn hingað til að leita ævintýra, sagði hún. , Jómfrú Grinton hrökk saman. — Jæja, jeg vona að yður takist að rata í þau, sagði hún syo kuldalega. En þjer hafið sjálfsagt tíma á föstudaginn. Þá ætla jeg að bjóða nokkrum vin- um mínum. — Þakka yður fyrir, sagði hann brosandi og hneygði sig. En það var eitthvað lymsku- legt við brosið. Og satt að segja finst mjer að menn geti komið saman, þótt óveður sje í loft- inu. Jómfrú Girton kvaddi hann þá, en hann kveikti sjer í vindl- ingi og skrafaði lengi við Patr- icíu. Hann gat verið skemtileg- ur; þegar því var að skifta, og nú forðaðist hann að minnast á ævintýri, morð og manndráp. En hún vissi þó ekki vel hvernig hún átti að skilja hann,. og var því hálfhikandi, en þótti samt gaman að ræða við hann. Svo bjóst hann til heimferð- ar og hún fylgdi honum til dyra. — Þjer eruð alveg með rjettu ráði, sagði hún. Hvers vegna töluðuð þjer þó svo einkenni- lega áðan? Að jarðarmiðju Eftir EDGAE KICE BURROGHS. 58. Skriðdýrs-ófreskjan vaggaði höfðinu hægt fram og aft- ur, en aldrei hvarflaði augnaráð hennar frá hinni ótta- slegnu stúlku — og þá varð vart fyrstu áhrifanna á fórn- arlambinu. Hún renndi hinum stóru, óttafullu augum sín- um í áttina til drottningarinnar, stóð hægt á fætur, og þokaðist síðan í áttina að ófreskjunni, eins og hún væri knúð til þess af einhverju ósýnilegu afli, en augu hennar störðu beint inn í augu sigurvegara síns. Hún gekk að vatninu og steig, án þess að stoppa, út í vatnið við gerfieyjuna. Og áfram gekk hún í áttina til Maharans, sem þokaðist nú hægt aftur á bak, eins og hún væri að teyma fórnardýr sitt. Vatnið var komið upp að hnjám stúlkunnar, og enn hjelt hún áfram, fjötruð af þess- um þrútnu augum. Enn dýpkaði vatnið og náði nú stúlk- unni í mittisstað og loks upp undir hendur. Fjelagar henn- ar á eyjunni horfðu á með hryllingi, en þeir gátu ekkert gert til að forða henni frá þeim örlögum, sem þeir sáu að mundu að lokum einnig verða þeirra. Maharinn var kominn svo djúpt, að aðeins efri hluti höfuðsins og augun voru sýnileg, en stúlkan var komin fast upp að ófreskjunni og starði enn í augu hennar. Eftir skamma stund var vatnið komið yfir munn og nef stúlkunnar —aðeins augu og enni var sýnilegt — og þó hjelt hún áfram eftir Maharanum, sem hægt hörfaði aftur ó bak. — Höfuð drottningarinnar hvarf loks með öllu undir vatnsyfirborðið og með því hurfu augu fórnardýrs- ins — aðeins örlitlar gárur á vatninu sýndu staðinn, þar sem stúlkan og Maharinn höfðu horfið. Um stund grúfði algjör þögn yfir musterinu. Þrælarnir voru eins og steingerfingar. Mahararnir horfðu á vatns- flötinn og biðu þess, að drottning þeirra birtist aftur, og ekki leið á löngu, þar til höfuð hennar köm í ljós við annan enda geymisins. Hún gekk aftur á bak og einblíndi fram fyrir sig, eins og hún hafði gert, er hún dró hina hjálparvana stúlku út í vísan dauðann. Og þá sá jeg allt í einu mjer til mikillar furðu, hvar Læknir Churchills hefir bannað honum að fljúga í meira en 2500 m hæð. í flug- vjelum þeim, sem hann flýgur með er því klefi þannig útbú- inn, að loftþrýstingurinn er þar altaf jafn.' Er þar einnig rúm, bókahilla, sími 'og ýms fleiri þægindi. ★ Ameríski línudansarinn Art hur Trostil, hefir ákveðið að gera tilraun til að ganga yfir Niagara-fossana á línu. Hefir hann með það fyrir augum haf ið sjerstaka þjálfun, sem mun taka hann hálft ár. ★ Jarðeigandi, í Austur-Afríku fann fyrir nokkru Negra í helj argreipum plöntu nokkurrar, sem er kjötæta. Svertinginn gat sig hvergi hreyft, en með erfið- ismunum tókst að bjarga hon- um. Hafði hann hlotið nokkur ægileg sár, en ekki lífshættu- leg. ★ Kastað úr fangelsi. Sjötíu og tveggja ára gamall maður, Thomas Oliver í Det- roit, sem hafði setið hálf lí sitt líf í fangelsi, var nýlega látinn laus. Hann var þó ekkert hrif- inn af þessari ráðstöfun og vildi alls ekki fara. Það varð að koma honum út með valdi. Loftárásir á úlfa. I Rússlandi hefir verið tek- in upp ný aðferð við útrýmingu úlfa, sem eru þar mjög út- breiddir. Á stríðsárunum hafði enginn tíma til þess að hugsa neitt um þá, svo að þeir fengu að lifa í friði og döfnuðu vel. Ferðast þeir í stórum hópum um sljetturnar og eru nú flug- vjelar notaðar gegn þeim. Er flogið yfir hópana og skotið á þá með vjelbyssum. í einni árás hafa allt að 100 vargar verið lagðir að velli. ★ Konan: — J,eg hefi það nú einu sinni alltaf þannig, að jeg tala það sem jeg hugsa...... Maðurinn: — Já, en bara miklu oftar. Gæfa fylgir hringunum trúlofwnar- frá Sigurþór Hafnarstr. 4 Reykjavík Margar gerðir. Sendir geqn póstkröfu hvert á land sem er — SendiO nákvæmt mál —•

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.