Morgunblaðið - 22.01.1947, Side 6

Morgunblaðið - 22.01.1947, Side 6
6 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 22. jan. 1947 I I Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrætl 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Tíminn með kvarðann MÆLIKVARÐI er hentugt tæki til að mæla álnavöru og annað, sem hægt er að leggja hann á. Hitt er heldur vafa?amara að leggja kvarðann á gáfur og manngildi einstakra manna. Fer þá stundum nokkuð eftir því hver a kvarðanum heldur og hver vilji er fyrir hendi til að fá hið rjetta mál. Tíminn hefir alla jafna verið nokkuð djarftækur til þess að leggja sinn kvarða á menn og málefni. Oftast hefir málið miðast við það eitt hvort hlutaðeigandi menn voru eða eru með flokki Tímans eða móti. Allir Tímamenn voru á löngu tímabili hinir ágætustu menn: greindir, drengilegir og gullvandaðir til orðs og æðis. Allir and- stæðingar aftur á móti hinir verstu svikarar og hraklegt íólk. Þegar fram í sótti brást þessi bogalist og fór heldur en ekki að bera á mótsögnum í notkun kvarðans. Þegar hinir ágætu Tímamenn yfirgáfu flokkinn, þá breyttist málið illa. Eftir það urðu þeir hin verstu mannhrök, sem til einskis voru nýtir, þó til skýjanna hefðu áður verið hafnir. Nú urðu sumir þeirra jafnvel verri en nokkrir andstæð- ingar, enda þó áður væri illa lýst. Eitt frægasta dæmi þessarar tegundar er um breyt- mguna á sjálfum aðalstofnanda flokksins og höfuð leið- toga frá byrjun, Jónasi Jónssyni. Þegar hann var 50 ára voru almenn hátíðahöld hjá flokknum. Þá var Jónas mesti maður þessa lands. Honum var jafnað við Jón Sigurðsson íorseta o. s. frv. Ungir Framsóknarnjenn ákváðu þá af- mælisgjöf að gefa út öll rit Jónasar í skrautlegri útgáfu svo hin fáfróða íslenska þjóð gæti notið þeirrg að fullu. Tíu árum síðar, þegar Jónas varð 60 ára, var komið heldur annað hljóð í strokkinn. Þá hafði hann neitað að lylgjast með öllum hringsnúningum meiri hlutans. Hann hafði haldið sitt strik. Þá breyttist kvarðinn Tímans. Nú var Jónas orðinn ómerkilegur maður, jafnvel óalandi og óferjandi. Formennska og völd var af honum tekið. — Tíminn setti á hann ritbann. Hin mikla útgáfa af ritum hans hefir hvergi sjest. Svo langt var jafnvel komið, að þeir menn voru taldir sjerstaklega tortryggilegir, sem leyfðu sjer að mæta í 60 ára afmælinu. Um tilfinningar Jónasar sjálfs er ekki vit- að, en ætla má, að hann hafi hugsað líkt og Grettir forð- um, þegar hann hafði unnið eitt sitt mesta hreystiverk í drápi marga berserkja og fekk þakkir þeirra, er mest höfðu atyrt hann fyrr: „Mjög þykist jeg nú vera hinn sami sem fyrr, er þið nýdduð mig mest“. Þessa þykir nú ástæða til að minnast af því að Tíma- tetrið er allt af annað veifið með kvarðann á lofti til að mæla Sjálfstæðismenn. Síðustu 2—4 árin hefir ekki þótt henta að leggja þá alla jafnt undir hið kolsvarta sorp sem ritarar Tímans ausa yfir landsfólkið. Kvarðinn gefur gagn ólíkt mál. Svo er í gær og oft áður. Nú skiftast Sjálfstæðismenn í ágæta menn, sem sjálf- sagt sje að meta og virða og vinna með og að hinu leytinu í hin mestu hrakmenni og óþokka, sem allt svíkja og ekk- ert mark sje á takandi. Nokkuð er sá kvarði reikull sem fyr, en eitt stendur fast í fórum hans. Verstu menn Sjálf- stæðisflokksins á því máli eru Ólafur Thors forsætisráð- herra, Pjetur Magnússon fjármálaráðherra og Jón Pálma- son forseti sameinaðs Alþingis. Við slíka menn er ómögu- iegt að semja eða tala. Þeir hafa einkunnarorðin: „neðan við allt“, á mælikvarða Tímans. Með því að víkja þeim til hliðar, gæti Tímaliðið hugsað sjer að semja við Sjálf- stæðisflokkinn af því að hann eigi svo marga ágæta menn. Raunar segir kvarðinn annað slagið, að fleiri sjeu hættu- legir og alltaf sama viðkvæðið: „Þeir standa nærri flokks- formanninum“. Það er sá vondi maður. Hann er jafnvel kominn eins langt niður undir kvarða Tímans og sjálfur J ónas. Áður hefir það komið í Ijós hve landsmenn yfirleitt taka mikið mark á kvarða Tímans. 'Uílverfi óhrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Minnismerki sjómanna. ÞAÐ ER VARLA vansalau&t, að hjer 1 Reykjavík skuli ekki hafa verið reist veglegt minn- ismerki um druknaða sjómenn. Við eigum svo mikið undir sjó- mönnum okkar, að það minsta, sem hægt væri að gera, væri að reisa minnismerki um þá, sem láta lífið í baráttunni við Ægi og við að flytja okkur björg í bú. Þetta minnismerki á að vera svo vel gert að sómi sje að og því á að velja hinn vegleg- asta stað í bænum til þess, að það minni-vegfarendur sífelt á baráttu sjómannanna okkar og þær fórnir, sem þeir hafa fært. Suður í Fosvogskirkjugarði er smekklega gerður legsteinn. Hann er eins og viti í laginu og það logar á þessum vita dag og nótt. Þetta minnismerki er um ókunna sjómanninn og þar hvíla leifár sjómanns, sem eng- inn veit hver var. Þetta er fall- egur lítill minnisvarði, sem sjómenn og aðstandendur þeirra hafa sýnt verðugan sóma, en þessi litli minnisvarði í Fossvogsgarðinum er ekki nóg. • Þeir, sem fjellu. í STYRJÖLD ÞEIRRI, sem nýlega er afstaðin fjellu marg- ir sjómenn fyrir vopnum hinna stríðandi þjóða. íslendingar bera ekki vopn á aðra, en þeir verða að lifa í heimi, þar sem bræður berjast. Sjómennirnir okkar verða ao fara um víg- svæði og hættusvæði til að flytja út vörur okkar og koma heim með það, sem okkur er nauðsynlegt að fá erlendis frá. Okkur ber skylda til að minnast þeirra manna, sem fallið hafa í þessari baráttu og það getum við gert með því að reisa hjer veglegt minnismerki. Sjómannafjelögin eiga að hafa forgöngu í málinu, en víst er að allur'almenningur myndi taka vel í málið og leggja fram sinn skerf. • Virðulegt verkefni. EINHVERNTÍMA í haust var á það bent hjer á þessum vettvangi, að það væri veglegt minnismerki fyrir druknaða íslenska sjómenn, ef komið væri upp skrúðgarði á góðum stað í bænum og sá fagri reit- ur væri helgaður látnum sjó- mönnum. Þeir, sém gengið hafa upp að hinum veglega nýja sjómanna- skóla þykjast hafa sjeð staðinn, þar' sem sá garður á að vera, en það er umhverfis hið nýja skólahús. Enn hefir lítið, sem ekkert verið gert þar til að brjóta landið. Það hefir ekki unnist tími til þess ennþá. Það er meira að segja á takmörk- um, að ekki sje skömm að því hverhig lóðin umhverfis skól- ann er. Það er því tilvalið tækifæri fyrir karla og konur að leggja hönd á plóginn og koma upp fallegum garði umhverfis Sjó- mannaskólann. Karlmennirnir gætu brotið landið og undir- búið undir ræktun, en kven- fólkið ætti að sjá um að rækta þar falleg trje og blóm. Ef þetta yrði gert af smekk- vísi og alúð gæti „sjómanna- garðurinn“ orðið einn fegursti blettur höfuðstaðarins. • Brjefaskriftir milli landa. ERLENDIS TÍÐKAST ÞAÐ talsvert, að menn sjeu í brjefa- samböndum við jafnaldra sína/ eða einhverja, sem hafa lík áhugamál, erlendis. Með þessum hætti skiftast menn milli landa á skoðunum, eða gripum, t. d. frímerkjum, bók- um, ljósmyndum o. s. frv. Hef- ir komið fyrir að góður kunn- ingsskapur hefir tekist milli brjef-vina. Ekki virðast vera mikil brögð að þessháttar brjefvið- skiftum milli íslendinga og erl. manna, en ungt fólk gæti haft bæði gagn og gaman af að taka þenna sið upp og m. a. æfst í að skrifa þau erlendu tungumál, sem það hefir feng- ið einhverja undirstöðukunn- áttu í. • Óskað eftir samböndum. FYRIR NOKKRU var birt hjer í blaðinu nafn og heimilis- fang á ungum írlending, sem hafði lesið um ísland og vildi komast í brjefaskifti við jafn- aldra sína hjer á landi. Ekki er vitað hvort nokkur maður hefir skrifað hinum unga manni. Nú á dögunum barst annað brjef frá Breta, sem vill skifta á brjefum við íslending, eða ís- lendinga og skifta við tilvon- andi kunningja sína á frímerkj um. Sá maður heitir J. Jeffer- son, er 37 ára og býr í 16. Cliffe Avenue, Carlin How, Saltburn, Yorkshire, England. Þessu er slegið hjer fram til athugunar, því það munu varla dæmi til þess að menn sjái eftir því að setja sig í samband við menn, sem vilja skrifast á við þá og þetta er eins góð tómstunda- skemtun og hvað annað. - .. ..—»1— .. m—k—.. I. .1 ■ - - -- ...... ,.« > i MEÐAL ANNARA ORÐA .... Ulanríkisráðherraferill James F. Byrnes ÞEGAR James F. Byrnes nú dregur sig í híje og fer til Suður Karólínu, fæðingarfylkis síns, hefir hann trygt sjer sæti með- al þeirra manna, sem í sögunni verða taldir hafa staðið fram- arlega í styrjöldinni, og lagt fram drjúgan skerf við friðar- borðið. Byrnes hefir ekki látið neitt uppi um framtíðaráform sín, nema hvað hann gerir ráð fyrir að taka sjer langa hvíld, sam- kvæmt skipun læknis síns. Enginn efast þó um það, að hann muni enn hafa sama brennandi áhugann á alþjóða- samvinnu og samkomulagi meðal þjóðanna. Málfærslumaður. Byrnes mun fyrst fara til Spartanburg í Suður-Karolínu, en þar hafði hann lögfræði- skrifstofu sína og heimili. Eft- ir að hafa verið skipaður einn af dómurum hæstarjettar 1941, seldi hann hús sitt þar. James Byrnes hefir engan áhuga á að ferðast — að minsta kosti ekki fyrst um sinn. Þá 18 mánuði, sem hann var utan- ríkisráðherra, fór hann 14 sinnum yfir Atlaníshaí og ferð aðist samtals um 50.000 mílur. Hann kom fyrst til Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld, 1936, þá meðlimur Öldungadeildar- innar, ferðaðist hann um Aust- urlönd. Sex mánuðum áður en Byr- nes varð utanríkisráðherra, var hann viðstaddur fund þeirra Roosevelts, Churchills og Stal- ins í Yalta. Tæpri viku eftir að hann hafið tekið við starfi utanríkisráðherra, fór hann með Truman forseta á ráðstefn una í Potsdam, Þýskalandi. Ráðstefnur. Þá átján mánuði, sem Byr- nes var utanríkissráðherra, var hann ekki nema tvo-þriðju þess tímabils í Washington. I september 1945, dvaldist hann í mánuð í London og tók þátt í fyrsta utanríkisráðherrafund inum. I desember var hann á ráðstefnu ' ráðherranna í Moskva. Fyrir ári síðan dvald- ist hann í nokkrar vikur í London og var viðstaddur fyrsta fund sameinuðu þjóð- anna, en í mars mætti hann á fundum Öryggisráðsins í New York. í apríl fór hann til Par- ísar á enn einn utanríkisráð- herra fund, og, að því undan- skildu, að hann fór tvær snögg- ar ferðir til Bandaríkjanna, njelt kyrru fyrir í hinni frönsku höfuðborg þar til í október, er friðarráðstefnunni var lokið. Truman forseti, skipaði Byr- nes utanríkisráðherra svo að hann mætti framfylgja stefnu Roosevelts og Cordell Hull um alþjóðasamvinnu. Þessu takmarki hefir að vísu ekki enn verið alveg náð, en Byrnes er vissulega sá maður, sem hvað mestan þátt hefir átt í því, að halda á lofti merki sameinuðu þjóðanna, er rætt hefir verið um undirbúning al- heimsfriðar. Mikil aðsókn að sundhöll fsaljarðar ísafirði, mánudag. Frá frjettaritara vorum. NÝLEGA var lögð fyrir bæj- arstjórnarfund skýrsla forstjóra Sundhallar ísafjarðar um að- sókn almennings að sundhöll- inni á s.l. ári, en sundhöllin tók til starfa 1. febr. 1946. Samkv. þessu yfirliti höfðu 11842 karlmenn, 5441 kona, 8576 stúlkur og 11599 drengir sótt böð og sund í sundhöll- inni. Alls voru seld 14325 mán- aðarkort og 6970 manns tóku þátt í skólasundi. Tekjur af þessari aðsókn nema kr. 102 þús., en þar af er greitt kr. 27 þús. fyrir skóla- sund. Rekstrarauppgjör lá eigi fyrir, en ætlað er að rekstrar- halli verði um 36 þús. kr. —MBJ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.