Morgunblaðið - 22.01.1947, Page 8
8
Miðvikudagur 22. jan. 1947
fiak hvalur síldina í
I Kollafjörð!
STÓRAR hvalatorfur hafa af
öllum líkindum rekið síld þá
|er nú veiðist í Kollafirði, inn
Faxaflóa og upp á grunnsævið
í Kollafirði í óvanalega þjettum
torfur.
Að morgni þann 3. des. s. 1.
.sáust gufustrókar miklir við
sjóndeildarhring í suðvestri frá
Akranesi, er menn fóru að at-
huga þennan blástur, kom í ljós
að hann stafaði frá hvalatorf-
um, er óðu inn flóann í stefnu
á Kollafjörð og Hvalfjörð, voru
umbrotin og gufustrókarnir svo
miklir að það minti á íjóor-
ustu.
Jeg undirritaður fór þá upp
í hinn nýbygða Akranesvita
með góðan sjónauka til þess að
athuga hvalatorfur þessar nán-
ar, og sá, að þarna fóru fleiri
hundruð hvalir af ýmsum stærð
um og að mjer virtist tegund-
um. Mest virtist af háhyrning-
trm. Hvalatorfur þessar voru á
breiðu svæði, eða allt frá Akra
nesi að Gróttutöngum og fylgdi
þeim mikið fuglagei;.
Þar sem flestir fiskibátar hjer
á Akranesi voru í naustum,
voru engar tilraunir gerðar til
að reka hvalina á land.
Nokkru síðar fóru Reykvík-
ingar að veiða síldina í Kolla-
firði. Hinn 18. des. er þess get-
ið í Morgunblaðinu að aðfara-
nótt þess 17. des. hafi margir
hvalir, þar á meðal stórhveli
(steypireiður, síldreki) sjest í
Kollafirði, þegar síldveiðarnar
Voru að byrja þar.
Jeg læt þessa getið vegna við
fals frjettaritara Morgunblaðs-
ins við Arna Friðriksson 15. þ.
’m., sem telur að síldin í Kolla-
firði hafi borist þangað fyrir
sjávarstraumum.
Þegar athugað er hve mikil
hvalamergð var á þessum slóð-
um rjett áður og um það leyti,
sem síldveiðin byrjaði telja
margir það líklegra, að síldin
hafi leitað þangað á flótta sín-
um undan hvalatorfunum, svo
sem mörg dæmi eru til áður um
síldargöngur inn á firði og vík-
ur hjer við land.
•
Akranesi 16. janúar 1947.
Júlíus Þórðarson.
BEST AÐ AUGLÝSA
í MORGUNBLAÐINU
I
Minningarorð um
Eyjólf Kolbeins bónda í Bygggarði
í DAG verður Eyjólfur
Eyjólfsson Kolbeins, bóndi
að Bygggarði á Seltjarnar-
nesi borinn til síns hinsta
hvílurúms.
Eyjólfur átti heima á Sel-
tjarnarnesi í 35 ár eða öil sín
manndómsár og átti því þar
og hjer í Reykjavík fjölda
vina, því allir sem kyntust
honum fundu brátt að hann
var gæddur þeim góðu eigin-
ieikum er honum virðast
hafa verið í blóð bornir, að
vilja hvers manns böl bæta.
Bónbetri mann en hann munu
fáir hafa þekt.
Eyjóifur var fæddur að
Staðarbakka í Miðfirði 24.
janúar 1894. Foreldrar hans
voru sjera Eyjólfur Kolbeins
Eyjólfsson, prestur að Stað-
arbakka og síðar að Melstað,
sonur Eyjólfs prests í Árnesi
á Ströndum, Jónssonar Þórð-
arsonar frá Kjarna og kona
hans, Þórey Bjarnadóttir
dóttir þeirra merkishjóna
Bjarna Þórðarsonar og Þór-
eyjar Pálsdóttur, er lengi
bjuggu á Reykhólum í Barða
strandarsýslu, með mikilli;
rausn. Það má því segja að
Eyjóifur hafi verið af góðu
bergi brotinn í báðar ættir.
Snemma hneigðist hugur
hans að búskap og var strax
sem barn mjög gefinn fyrir
skepnuhirðingu og þótti vænt
um dýrin. Faðir hans mun
jafnvel hafa óskað þess að
hann gengi mentaveginn,
eins og bróðir hans, sjera
Halldór, sem nú er sóknar-
prestur í Yestmannaeyjum,
en það aftók Eyjólfur með
öllu, en sótti fast að fá að
fara á búnaðarskóia og fór
hann á búnaðarskólann á
Hólum þegar hann var 14 ára
gamall og þurfti að fá undan-
þágu fyrir að hann svo ung-
ur fengi inntöku í skólann.
Að loknu búnaðarnámi fór
hann svo aftur heim til for-
eldra sinna og tók þá strax
við allri skepnuhirðingu á búi
þeirra og verkstjóm, -og fórst
honum hvort tveggja prýði-
lega úr hendi.
Árið 1912 þegar Ey.jólfur er
18 ára að aldri deyr faðir
hans frá sínum stóra barna-
hóp, 10 að tölu og var Eyjólf-
ur næst elsta barnið. Faðir
hans var þá nýbúinn að
byggja upp prestsetrið og
hafði sú bygging kostað mun
meira fje en það sem ríkið
iagði til byggingarinnar. Við
fráfall sjera Eyjólfs var bú
hans tekið til gjaldþrota-
skifta. Móðir Eyjólfs varð því
að bregða búi, en fyrir áeggj-
an foreldra sinna og systkina
fluttist fjölskyldan öll að
Lambastöðum á Seltjarnar-
nesi og þá um leið tók Eyjólf-
ur við öllum búsforráðum
með móður sinni, og sýndi
þann frábaara dugnað að
reka búið á þann hátt að
honum tókst ekki eingöngu
að framfæra fjölskyldunni
þannjg að öll systkini hans
hafa orðið að nýtum borgur-
um, flest hjer heima, en tveir
bræður hans í Ameríku, en
auk þess blómgaðist búið ár
frá ári. Við þetta óx hann
strax í áliti, meðal sveitunga
sinna og rúmlega tvítugur
var hann settur hreppstjóri í
hreppnum og hreppsnefndar-
störfum gegndi hann í mörg
ár. Þegar börnin voru upp-
komin flutti hann og móðir
hans búferlum að Bygggarði,
sem er kirkjueign og þar tek-
ur hann algjörlega við öllum
búforráðum.Hann kvæntist
29. júní 1926 eftirlifandi
konu sinn, Ástu Helga-
dóttur og eignuðust þau 5
börn, 4 dætur og 1 son, sem
öll eru mjög mannvænleg og
eru nú aðalstoð móður sinn-
ar.
Áður en Eyjólfur fluttist
frá Lambastöðum hafði hann
gjört samning við eiganda
jarðarinnar um að hann fengi
óræktarflóa, sem lá undir
jörðina, til ræktunar. Var það
alment talið óráð mesta og
ekki viðlit að takast mætti
að gjöra þann flóa að rækt-
uðu landi, en þetta tókst
honum svo vel að undrun
sætti. í þessu landi bygði
hann vandað íbúðarhúí, fjós
og hlöðu og rak þar stórbú í
mörg ár með miklum dugn-
aði. Rak þá líka sveitaversl-
un í húsi sínu. Með samninga
lipurð tókst honum að kom-
ast í samband við Vatnsveitu
og rafmagnsveitu Reykj avík I
urbæjar og þannig að leiða
vatn og rafmagn inn í hús
sín. Framtakssemi Eyjólfs og
áræðni hans í jarðrækt mun
seint gleymast, og verður til
fyrirmyndar meðal sveitunga
hans.
Auk sveitarstarfanna lagði
Eyjólfur mörgum öðrum
framfara- og fjelagsmálum
lið sitt. Bindindismaður var
hann alla tíð og hafði megna
óbeit á allri áfengisnautn,
enda sást áfengi aldrei á hans
heimili.
Sem húsbóndi og faðir var
hann sönn fyrirmynd og var
hans góða kona honum mjög
samhent í því að viðhalda
fyrirmyndar heimilisbrag og
börn þeirra bera þess glögg
merki að þau hafi átt gott
hei.mili.
iNú ert þú að hafa vista-
skifti, vinur minn, til þess
meira að starfa guðs í geim.
Jeg sakna þín vinur, en
árna þjer allra heilla í nýju
vistinni.
Þökk sje þjer fyrir ótal
ánægjustundir, sem við höf-
um átt sameiginlegar, og
fyrir óbrigðula vináttu og
trygð.
Blessuð sje minning þín.
Vinur.
BEST AÐ AUGLÝSA
f MORGUNBLAÐIPÍU
Fimm mínúlna
krossgátan
SKÝRINGAR:
Lárjett: — 1 Spræna — 6
Víntegund — 8 Karlmannsnafn
— 10 Lík — 12 Ljet.frá sjer —
14 Fangamark — 15 Greinir
— 16 Gruna — 18 Snyrti.
Lóörjett: —- 2 Skip — 3
Fangamark — 4 Elska — 5
Brim — 7 Ýtti — 9 Eind ■—
11 Hvíldi — 13 Ólæti — 16
Fæddi — 17 Tveir eins.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárjett: — 1 þungi — 6 tea
— 8 Una — 10 duo — 12
nefndur — 14 dt — 15 ug —
16 afa — 18 neðstur.
Lóðrjett: — 2 útaf — 3 N.E.
— 4 gadd — 5 bundin — 7
sorgar — 9 net— 11 uuu — 13
nefs — 16 að — 17 at.
Skákþlngið
ÞRIÐJA umferð á skák-
þingi Reykjavíkur var telfd í
fyrrakvöld að Þórscafé.
Úrslit í meistaraflokki urðu
þau að Magnús G. Jónsson
vann Jón Þorsteinsson, _Guð-
jón M. Sigurðsson vann Ben
óný Benediktsson, Gunnar
Ólafsson vann Aðalstein Hall
dórsson. Jafnteíli carð milli
Lárusar Johnsen og Eggerts
Gilfer og Sturlu Pjeturssonar
og Jóns Ágústssonar. Guð-
mundur Pálmason og Pjetur
Guðmundsson eiga biðskák.
í fyrsta flokki vann Sigur-
jón Gíslason Eyjólf Guð-
brandsson og Eirjkur Bergs-
son vann Böðvar Pjetursson.
Jafntefli varð milli Skarp-
hjeðins Pálmasonar og Ingi-
mundar Guðmundssonar. Bið
skák hjá Ólafi Einarssyni og
Hafsteini Ólafssyni og Guð-
mundi Guðmundssyni og
■Þórði Þórðarsyni.
Biðskákir verða telfdar á
föstudagskvöldið á Hverfisg.
21, en fjórða umferð hefst á
sunnudaginn kl. 1Ý2 að Þórs-
café.
X-9 a a & & & Eflir Roberl Storm
^ B’INð, 'ÍOUR BI6 ^
BROTHER'5 RECORD I\f&
4LWAV$ BEEN T0P5, MERE
AT THE BUREAU — BUT
CRAZIER TMIN60 MAVE .
, HAPPENED ! vzvx-Á
'fT PERMAP5 I 6>M0ULDN'T
T05£ ANOTHER C0RRI6AN
INTO TM|$ TAN6LE, BUT
■ VOU HAVE A 6TAKE IN
Tl4l$ PEAL...I WANT *1
YOU TO LOCATE 1
, SHEPRV KRATER/ M
k THE KILLER! AM
^ YOU 0MOULD LOOK Að UNLIKE J l'll BRIN6
PNIL'6 BROTMER A6 P055IBLE! / IN TME KRATER
6R0W A MU5TACME -DVE VOUR / BIDPIE, IF IT'$>
HAIR....JU6T IN CA5-E PHlL TME LA5T
v Bing: En þú held
j. Siiercy samsekur? .
ágætlega hierna hj
ekki að, Phíl mundi gerast
.íil hefir altaf staðið sig
— en eins og þú veist,
getur allur skollinn komið fyrir. Ef til vill ætti ur að breyta útliti þínu eins vel og þú getur. Láttu
jeg ekki að fara fram á þetta við þig, en jeg vil að þjer vaxa yfirskegg ogTitaðu á þjer hárið.
þú takir að þjer að finna Sherry Krater. Þú verð-