Morgunblaðið - 12.02.1947, Qupperneq 6
6
MORGUNBTAÐIÐ
Miðvikudagur 12. febr. 1947
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Dýrtíðin og Tíminn
Á UNDANFÖRNUM árum hefir aðalefnið í flestum
ritsmíðum Tímans, sem ekki eru beinlínis persónulegur
rógburður, verið það, að útmála dýrtíðina 1 landi voru
og heimta lækningu hennar.
Lengst af hefir Tíminn flutt ákærur á hendur Sjálf-
stæðismönnum fyrir það, að hafa ekki stöðvað eða lækk-
að dýrtíðina, rjett eins og hún væri fyrirbæri, sem hægt
sje að hnoða saman milli handanna eins og kraman
snjó. Nokkur ráð hafa Tímamenn bent á til að stöðva
dýrtíðina og eru gerðardómslögin frá 1942 frægasta
dæmi þeirrar tegundar. Reynslan varð sú, að tilvera
þeirra og þrot hækkaði dýrtíðina meira en nokkuð annað
frá því er stríðið hófst.
Á svipaða leið hefir farið, þó í smærri stíl sje, með
sumt annað sem reynt hefir verið á þessu sviði. Þetta
er eðlilegt, því dýrtíðin er afleiðing af stórveldastríði,
sem okkar litla þjóð gat ekki haft áhrif á. Og almenn-
ingur í okkar landi hefir fram til þessa heimtað launa-
hækkun og aukin fríðindi, án þess að hið opinbera vald
hafi haft mátt til að standa þar í gegn.
Þess vegne hafa allar árásir Tímans á Sjálfstæðis-
menn út af dýrtíðarmálum fyr og síðar verið þvaður
eitt, sem ekki er hægt að taka alvarlega.
★
Síðustu dagana hefir Tíminn borið þess vott, að ritarar
hans og aðstandendur hafa eitthvað órólega samvisku
út af dýrtíðarmálúnurp. Þetta er eðlilegt. Tímaliðið hefir
iagt til tvo ráðherra í nýja ríkisstjórn án þess að nokkr-
ar ráðstafanir sjeu gerðar í dýrtíðarmálum, enda þó
flokkurinn hafi árum saman talið þær sitt aðal áhuga-
mál.
Það er að vísu ságt í málefnasamningi ríkisstjórnar-
innar, að stjórnin ætli að stöðva dýrtíð og lækka dýr-
tíð. Þetta sama hafa allar ríkisstjórnir sagt að undan-
förnu. Ein gerði það beinlínis að sínu eina stefnumáli,
en uppgafst. Það var utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar.
Yfirlýsingar um að stöðva dýrtíð og lækka dýrtíð, er
því ekki hægt að taka mjög hátíðlega, ef ekki fylgja
ákveðnar ráðstafanir eða ný snjallræði. Þau er ekki að
finna í málefnasamningi núverandi stjórnar, að því und-
anskildu, að þar er ákveðið að greiða niður dýrtíðina með
fje úr ríkissjóði til viðbótar því sem áður hefir verið.
Mundi þar fljótlega þörf fyrir nokkra tugi miljóna króna.
Þetta kostar nýja skatta, að sama skapi, en um þá virðist
ekki samið.
í Tímanum á þriðjudag er dýrtíðarsöngurinn á hæstu
tónum.
Þar segir: „nú eða aldrei“.
Útaf þessu virðlst tímabært, að ganga eftir því hjá
Tímaliðum hver sjeu þeirra ráð?
Sjálfstæðismenn hafa litið svo á, að ekki sje hægt að
stöðva eða lækka dýrtíð, nema með samvinnu atvianu-
rekenda og verkamanna. Halda Tímamenn, að sú sam-
vinna verði nú betri en áður? Ætla þeir að lækka kaup-
gjald og laun? -Hvaða ráð hafa þeir til framkvæmda?
Ætla þeir að lækka afurðaverð á innlendum markaði?
Búast þeir við lækkun aðfluttra vara? Og loks þetta: Telja
þeir, að það lækki reksturskostnað, að leggja' miljóna-
skatta á landsmenn til viðbótar því sem fyrir er, til þess
að auka niðurgreiðslu á dýrtíðinni? Svör.óskast við fyrstu
hentugleika.
Hver sem svörin verða frá hálfu Tímamanna við þess-
um spurningum, sem þeir hafa sjálfir kallað á, þá verður
þeirri skoðun eigi raskað, að til þess að um varanlegar
dýrtíðar ráðstafanir sje að ræða, þá þarf til þeirra sam-
vinnu meðal almennings. Hitt gagnar aldrei til fram-
búðar, að auka sí og æ gjöld ríkissjóðsins til að greiða
niður vöruverð. Það verkar eins og svefnskamtar við
hitaveiki. Síhækkandi skattar eru ekkert fjármála
bjargræði. -
UR DAGLEGA LIFINU
Góður
vitnisburður.
ÞAÐ var góður vitnisburður,
sem skólaæska bæjarins fjekk
í útvarpsfyrirlestri Vilhjálms
Þ. Gíslasonar skólastjóra í út-
varpinu í fyrrakvöld. Og hjer
var maður, sem vissi hvað hann
sagði. Engir sleggjudómar út í
loftið, heldur staðreyndir, sem
bygðar voru á skýrslusöfnun
og viðræðum við nemendur
sjálfa.
Vilhjálmur skólastjóri gaf í
skyn, að -hann ætti meiri fróð-
leik um skólanemendur, ' en
hann ljet í ljós í þessum íyr-
irlestri. Mættum við fá meira
að heyra? „14 miljónum króna
eyðir hið opinbera til skóla-
halds á ári, en það er 11. hver
króna. sem borgararnir greiða,
og 18. hver maður á íslandi er
í skóla“. Alt eru þetta tölur úr
skýrslu V. Þ. G. Og hann segir
meira: „Þeir, sem leggja stund
á lengsta háskólanám, geta ver
ið uppundir 24 ár af æfi sinni
í skóla“.
Rannsókn á hag skólafólks,
skemtunum þess að áhugamál-
um er þarft verk og enda nauð
synlegt. Þyrfti að gera slíkar
rannsóknir á fleiri sviðum dag
lega lífsins.
•
Aflaskýrslur.
SJÓMAÐUR skrifar á þessa
leið um aflaskýrslur:
„Heiðraði Víkverji:
Jeg hefi verið að bíða eftir
því undanfarið, eða rjettara
sagt frá því er síðasta styrjöld
hófst, að einhver úr sjómanna-
stjett mótmælti hinum rang-
látu og villandi skýrslum Fiski
fjelags Islands um ísfisksölur
og aflamagn togaranna. Það er
vitað, að allmargir togaranna
hafa keypt meir og minna af
afla þeim, er þeir hafa selt und
anfarin ár, en sumir ekkert.
Jeg hefi aldrei getað rekið mig
á, að það hafi verið sundurlið-
að, en aðeins birt heildarmagn,
sem eigin afli skipsins, og þar
af leiðandi há sala þar. sem
vanalega eru keyptar dýrari
tegundir af fiski, ef keyptar
eru viðbætur. Dæmi eru jafn-
vel í:l þess, að keyptir hafa
verið heilir fáfmar, og hafa
þeir síðan verið tilfærður sem
eigin afli skipanna. Sama virð
ist vera, ef skipað er á milli
tveggja skipa. Lendir þá magn
ið og salan á ársskýrslu skips-
ins, sem siglir með aflann. Að-
ferð þessi til að sýna afköst er
alröng. Komast skip þessi ofar
á lista en þeim ber, og hin, sem
ef til vill ættu að rjettu lagi að
vera ofar, eru sett neðar.
Það er stór metnaður hjá öll
um sjómönnum að vera sem
efstir á aflalista, svo það hlýt-
ur að særa metnaðargirni
þeirra, sem beittir eru rang-
indum með því, að þótt ekki
sje dregið af afköstum þeirra,
þá með því að tileinka öðrum
skipum og skipshöfnum það
sem þeim ekki ber.
•
Hjegómi.
BRJEF sjómannsins var
lengra, en jeg spurði Arnór
Guðfnundsson í Fiskifjelaginu,
sem mjer hefir reynst manna
klókaátur um alt sem að afla-
skýrslum o.g aflabrögðum lít-
ur er jeg hefi þurft að leita
upplýsinga um slíkt s.l. 10 ár.
Arnór sagði: „Þetta er hje-
gómi. Það er ekki hægt að
hafa þetta öðruvísi. Hefir alt-
af verið svona. Hvernig ætti
svo sem að fara að segja, að
skip hafi selt .í Englandi í gær,
sem statt er vestur á'Hala. Veit
ekki hvernig þeir reikna þessa
slatta, sem þeir taka hver hjá
öðrum. En í skýrslunum er
ekki hægt að breyta þessu“.
„Annars var það ekki Fiski-
fjelagið, sem gaf upp afla-
skýrsluna, sem birtist í Morg-
unblaðinu eftir áramótin", bæt
ir Arnór við. „Það mun hafa
verið Landssambandið".
Það er altaf gott að spýrja
A-nór, því hann er ekki að tví
neitt við hlutina, heldur
g?íur greið og góð svör.
•
Þreyttir bílstjórar.
BÍLSTJÓRI skrifar og telur
það muni hafa slæm áhrif á
akstur og öryggi vörubílstjóra,
ef þeir eru látnir bera þungar
vörur til og frá bíl sínum. —
Þetta má vel vera, en mun
vera misjafnt, eftir því hvern
ig menn eru til heilsunnar,
hvað það eru þungar vörur,
sem þeir bera o.s.frv.
Það verður hver og einn bíl-
stjóri að eiga það við tsjálfan
sig hvort hann treystir sjer til
að aka bifreið eftir að hann
hefir borið þungt hlass, eða
erfiðað á annan hátt. Jeg ætla
brjefritara ekki, að hann búist
við, að sett verði lög þar sem
vörubifreiðastjórum sje. bann-
að að taka handtak af því að
þeir geti ekki ekið örugglega
á eftir.
Þá- mætti setja mörg lögin.
T. d. að bannað væri að aka
bíl, ef ökumað,ur reiðist, er
syfjaður, sorgmæddur eða glað
ur, því öll geðbrigði eru sögð
hafa áhrif á hæfni manna til að
aka faratæki.
•
Mannrán.
EKKI er Norðmönnum frænd
um vorum betur við það en
okkur, ef „stolið er af þeim
manni“. Það sá jeg í gær. Úr
dönsku blaði var það haft eftir
að leikkona ein væri „sænsk-
amerísk“. Norskur vinur minn
sendi þegar í stað eftirfarandi:
„Ogsaa du min sön Brutus.
Den „svensk amerikanske skue
spillerinne11 Greta Gynt er
födt i Oslo 15/11. 1916 og henn
es borgerlige navn er Greta
Woxholt. Begge hendes for-
eldre er bosatt i Oslo og er
norske. Ikke har jeg nogen-
sinde hört om at Greta har vær
et i Amerika, men hun har
spillet i flere filme optatt i
England. Det er altsaa andre
enn normenn som kan fremme
,,mannrán“. Apropos „mann-
rán“ og Gunnar Huseby. Det
er han selv som har fortalt vitt
om sin norske nasjonalitet.
Sportsmanden — norsk blad —
har mange gange slaaet fast at
det er bare naVnet som kling-
er norsk.
— ... - - .—»— ~ - " - - -■ ■-
MEÐAL ANNARA ORÐA . . ..
För bresku konungsfjölskyldunnar iil Suöir-Afríku
BRESKA blaðið „Illustrat-
ed“ skýrir frá því, að smíðuð
hafi verið sjerstök járnbraut-
arlest, til að flytja konungs-
hjónin og prinsessurnar dætur
þeirra á ferðalagi fjölskyld-
unnar um Suður-Afríku. Blað-
ið heldur þvi fram, að þetta
muni vera íburðarmesta lest
veraldarinnar, og eftir mynd-
um þeim að dæma, sem fylgja
greininni, er hjer ekki ofsög-
um sagt.
Er ákveðið hafði verið, að
konungsfjölskyldan tæki sjer
þessa ferð á hendur, varð það
úr, að hentugast þótti að smíða
sjerstaka járnbrautarlest, sem
verið gæti hvorutveggja í sonn,
farartæki og heimili hinna
tignu gesta.
14 vagna lest..
Náuðsynlegt þótti, að hafa
minsta kosti 14 vagna í lest-
inpi. Vagnarnir eru búnir, sjer-
stakí-i tegund af lo(træstjng-
artækjum, en hvernig sem
viðrar, yr hægt áð ákveða, hitá
vagnanha, með því að hreyfa
tií eihfaldari útbúnað.
Mikil áhersla hefur verið
lögð á það, að útiloka þann há-
vaða, sem venjulega fylgir
ferðalögum í járnbrautarlest-
um. Sjerstök einangrunartæki
hafa verið smíðuð í þessum til
gangi, sem þykja reynast vel.
Fjöldi manns verður í fylgd
arliði konungsfjölskyldunnar.
Þarna verða hirðmeyjar og
einkaritarar, læknir og þjón-
ustulið. Tveir vagnar hafa ver
ið ætlaðir Smuts, forsætisráð-
herra.
Sjerstakt símkerfi verður í
konungslestinni. I henni verða
úmatæki, en gert er ráð fyr
i” I'.ví, að þegar lestin komi
til borga, sem stoppað verður
; verði hægt að tengja kerfi
hnnnar við bæjarkerfið.'—
ðhesku heimsveldislöndin og
Þá sjerstaklega Suður Afríka,
’úast af miklum áhuga með
konungsfjölskyldunnar.
~”öð ,og útvarp, bipta daglega
' "gnir af ferðalaginu, en sjer
’-’r frjettaritarar eru um
f herskiþinu' Vanguard,
?Km nú er á loi$ með konungs-
fjölskylduna til Suður Afríku.
Gert er ráð fyrir að skipið
komi til Cape Town þann 17.
þessa mánaðar.
Þetta ferðalag er önnur op-
inbera heimsókn konungshjón
anna, síðan konungurinn tók
við völdum.
Skoða margt.
Konungurinn, drotning hans
og dætur gera sjer vonir um að
ferðast um þvera og endilanga
Suður Afríku. Þau ætla að
kynna sjer líf íbúanna þar frá
öllum hliðum, ferðast um bú-
garða, skoða gullnámur og
þorp frumbyggjanna.
Ferðin í heild mun taka
margar vikur, en sjerstakar
ráðstafanir hafa verið gerðar,
til að tryggja konungsfjölskyld
unni hvíld, milli hinna erfiðu
ferðalaga.
Suður Afríkumenn gera sjer
miklar vohír um árangur kon-
ungsheimsóknarinnar. Auk
þess sem ferðin mun treysta
vináttubönd Suður Afríku ög
Framh. á bls. 8.