Morgunblaðið - 12.02.1947, Page 8

Morgunblaðið - 12.02.1947, Page 8
8 Miðvi-kudagur; 12. febr.. 1947 — Meðal annara orða Framh. af bls. 6 heimalandsins, fer ekki hjá því, aðíkoma hinna tignu gesta dragi áthygli umheimsins að þessumi suðlæga meðlimi bresku samveldislandanna. — Finnland Framh. af bls. 7 ursins. Þess vegna lærum við ensku og lesum um lífið, sem nú er svo fjarlægt okkar raunveru legu tilveru.“ Hvað svo sem framtíðin kann að bera í skauti sínu, þá er það staðreynd, að Finnlandi er í dag stjórnað af Finnum og að mestu leyti af mönnum, sem eru and- stæðingár kommúnista. — Hjer er ekkert járntjald. Rússar leyfa Finnum ennþá að minsta kosti, að taka sínar eigin á- kvarðannr. En munu Rússar leyfa Finnum, er strísskaðabæt urnar hafa verið greiddar, að haga lífi sínu eftir eigin hug- sjónum, sem svo eru frábrugðn- ar lífsviðhorfi Rússa sjálfra? — Finnar vona það — og það er þessi von, sem veitir þeim mátt og knýr þá áfram til þess að fórna öllum þægindum, svo að þeir geti greitt skuld sína við Rússa. Fiííim mínúfna krossgáfan ■ □ 2 > * J ■ 1 m 6 ■ i ö 9 ■ 10 11 »> H fl ■ J ■ 17 M 16 > SKYRINGAR Lárjett: — 1 ílát — 6 knýja 8 auð — 10 kvenmanns- nafn — 12 skarpar — 14 tveir samhljóðar — 15 tveir eins — 16 óveður — 18 vaknar. Lóðrjett: — 2 jurt — 3 fangamark — 4 karldýr — 5 örður — 7 kvartar — 9 tóu — 11 lás — 13 úrgangur — 16 mynt — 17 tveir eins. Lausn krossgátu nr. 15 Lárjett: — 1 óskir — 6 yst — 8 ógn — 10 lóm — 12 Mad- eira — 14 at — 15 A.G. — 16 apa — 18 alfaðir. Lóðrjett: — 2 synd — 3 ks — 4 Atli — -5 tómata — 7 ó- maga — 9 gat — 11 óra — 13 espa — 16 af — 17 að. 8,30—9,00 Morgunútvarp. BEST AÐ ATJGLÝSA t MORGUNBLAÐINL ÁRSHÁTÍÐ Gagnfræðaskóla Reykvíkinga verður haldin í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 12 febr. 1947. Skemtiatriði. Aðgöngumiðar seldir í skólanum sama dag frá 3—5. Samkvæmisklæðnaður Stjórnin. Vestfirðingamót verður að Hótel Borg laugard. 22. febr. og hefst með borðhaldi kl. 7,30 síðd. Skuldlausir fjelagsmenn hafa forgangsrjett að aðgöngu- miðum 12.—17. febr. Miðarnir fást í Versl. Höfn, Vesturgötu 12 og Dósaverksmiðjunni Borgartúni 1. Vestfirðingafjelagið. Schumacher flytur ræðu Dusseldorf í gærkv. í RÆÐU, sem Kurt Schu- macher, leiðtogi sósíaldemó- krata, flutti hjer í Dusseldorf í dag, rjeðist hann hárðlega á þær aðgerðir hernámsveld- anna, sem stefna að því, að taka upp og flytja úr landi ýmsar vjelar og jafnvel heilar verksmiðjur. Schumacher hjelt því fram, að megnið af vjelum þessum færi til Rússlands. Hann vjek einnig nokkuð af hinum væntanlega utan- ríkisráðherrafundi í Moskva, og komst þannig að orði, að stórveldin yrðu að sýna fram- sýni og skilning, er þau nú tækju að sjer að endurskipu- leggja Evrópu. — Reuter. Heimsmeistaramóf á skautum fyrir konur Oslo, laugarda. HEIMSMEISTARAMÓT á skautum fyrir konur hófst í dag í Drammen í Suður-Noregi. Eftir fyrsta dag mótsins er Finn inn Vernea Lesche í fyrsta sæti en Randi Thorvaldsen, Noregi, var önnur. Lesche vann 500 m. hlaupið á 52,7 sek. Önnur var Thorvald- sen á 53,3. Þriðja var Betzy Saltzersen, Noregi, á 54,3 sek. — Lesche vann einnig 3000 m. hlaupið, á 5:43,8 mín. Randi Thorvaldsen varð önnur á 6:07,8 mín. Þriðja var Norðmaðurinn Maggi Kvestad á 6:23,3 mín. — Sextug: Frú Pálína Guðmundsdóttir fyrir rjeffi Jerúsalem í gærkveldi. í DAG hófust rjettarhöld í máli_ fjögurra Gyðingapilta, sem sakaðir eru um að hafa haft óleyfileg vopn undir höndum. Voru þrír þeirra sekir fundn ir og dæmdir til hengingar. Piltarnir voru handteknir í Tel Aviv 29. des. s. 1. Fannst í fórum þeirra handvjelbyssa, marghleypur og tvær svipur. Þeir fundust, er verið var að leita manna þeirra, sem hýddu breskan liðsforingja og þrjá liðþjálfa. — Reuter. MITT í hörkum vetrarins, Við hækkandi sól, er hún fædd. — I önnum dagsins hefir hún leit- að í sólarátt. Hún hefir þroskað og auðgað anda sinn, til þess að- geta miðlað öðrum þeim verð- mætum, sem eru skilyrði þess, að lifa farsælu lífi í þroskuðu þjóðfjelagi. Framhald lífsins blasir því við henni fagurt og unaðsríkt, þessa heims og ann- ars. Frú Pálína er fædd að Hnausa koti í Fremri-Torfastaðahreppi í Húnavatnssýslu, 12. febr. 1887. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðmundsson bóndi, og kona hans Unnur Jónsdótt- ir. Pálína ólst upp hjá foreldr- um sínum, síðast á Reykjum í Hrútafirði. — Hlaut hún gott uppeldi á myndarheimili, 'en aðeins 12 ára gömul varð hún fyrir þeirri sáru reynslu, að missa móður sína. Nokkru eftir fermingu, hóf hún að leita sjer frekari ment- unar, en hún átti kost á heima, og gekk í Flensborgarskólann. Var slíkt fátítt um ungar stúlk- ur í þá daga. En það lýsir tápi hennar og mentunarþorsta. Á þeim árum fekk hún tilsögn í saumaskap og stundaði hann nokkuð. En 1912 giftist hún Magnúsi Bergssyni frá Skriðu- felli í Gnúpverjahreppi, hinum ágætasta manni. Hefir hjóna- band þeirra verið hið farsæl- asta eins og vænta mátti, enda Magnús sannur öðlingur, sem nýtur að verðleikum, trausts og vináttu hvers -góðs drengs. Hófu þau hjón þegar búskap og bjuggu í Árnessýslu til vors- ins 1926, að þau fluttu búferl- um að Katrínarkoti í Garða- hverfi og hafa búið þar síðan við vaxandi gagn og gengi. Þau hjón eignuðust 3 mann- vænleg börn, Guðmund og Berg nú bílstjóra hjer í bænum og eina dóttur, Unni, sem dvelur heima hjá foreldrum sínum. Pálína ber aldurinn vel, þrátt fyrir nokkra vanheilsu, um skeið. Enn er sólin hátt á lofti hjá afmælisbarninu. Er það ósk mín og von, að svo megi enn lengi verða og ævikvöld þitt verði eins og aftanskinið er feg- urst á ströndinni við bæinn þinn. St. G. Kvenfjelagsð Hlíf á Akureyri 40 ára Akureyri, fimtudag. KVENFJELAGIÐ Hlíf á Ak- ureyri átti 40 ára afmæli 4. febr. Var afmælisins minnst með fjölmennu samsæti að Hótel Norðurland. Sarosætinu stjórn- aði Elínborg Jónsdóttir, form. fjelagsins, en Jónína Steinþórs- dóttir, varaformaður þess, rakti sögu fjelagsins. Fjelagið var stofnað 4. febr, 1907. Var það fyrst líknar og hjúkrunarfjela^. Hafði það alltaf eina til tvær hjúkrun- arkonur í þjónustu sinni um margra ára skeið. Síðastliðin 15 ár hefir Hlíf unnið að því að sjá um sumardvöl í sveit fyrir fátæk eða veikluð börn og safna fje til barnaheimilis. I fyrra barst fjelaginú gjöf frá frú Gunnhildi Ryel, fjög- urra dagslátta tún, rjett ofan við bæinn, og hefir fjelagið haf ið undirbúniróp að reisa það dag heimili fyrir börn. Lengst hafa þær Anna Magn úsdóttir og Kristbjörg Jónatans dóttir verið formenn fjelagsins. Anna á fyrstu árum þess, en Kristbjörg hin síðari ár. Stjórn fjelagsins skipa nú Elínborg Jónsdóttir, formaður, Laufey Tryggvadóttir, gjaldkeri og Magnúsína Kristjánsdóttir -rit- ari. —H. Vald. Sþerry: En ef sön: Hazé: Þú þarft ek' Shecry: Je^þarf ád inn vekur enga hrifnjngu? 3 vera hrædd um það. ' 4 skipta um nafn. Haze: w, j 5 .iiíli9qaia9MÉó<t 111 Jýg.^.búinn' iað ve^^jeígpffejjrf^^ze.mpp frá þessari stúhliu gengur<5«aBH.difnLiafninu Vý ýpt Haze, stúlkan með satínröddina. Sherry: Ekki-.: Án veraf: Rvatóviltulfi'ú 4$ jeg geriVHazfl: FaiýjSfá'ög búnka a? G nny .Shotu p'lötum. Þú að kýnna þjér söngstíl hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.