Morgunblaðið - 15.02.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1947, Blaðsíða 14
14 MTORGUNBLA.ÐIÐ Laugardagur 15. febrúar 1947. * -------———. ———-—,—. . . GRÍPTU ÚLFINN ,.. —--------------—- - - - ■» +. 35. dagur Eftir stutta stund var Algy kominn niður til hennar og Orace kom rjett á eftir hon- um. Þegjandi óðu þau út í og lögðust til sunds. Öll höfðu þau iðkað sund, en Orace var með bæklaðan fót, og Algy var enn máttlítill eftir áfallið. Þetta var langt sund, en eftir það tóku svo aðal mannraunirnar við. Sjórinn var svalandi en þó mátulega hlýr. Patricia treysti sjer best í sundinu og var því seinust, svo að hún gæti hjálp- að þeim hinum ef þeim dapr- aðist sundið. Hún var synd eins og selur. Um sama leyti var Mr. Corn og fjelagar hans á leið til Ilfra- combe. Þeir voru gangandi í myrkrinu, því að vagninn hafði bilað á miðri leið, og það var engin von til þess að neinn bíll færi um veginn og tæki þá með sjer. XVI. I brunninum. Það nemur ekki nema þrem- ur sekúndum að hrapa 160 fet, en það virðist vera miklu lengri tími. Það fann Simon Ýemplar. Honum fanst eilífð- artími frá því að gólfið bilaði undir honum og þangað til hann skall niður í vatn með miklum gaui*agangi. Hann sökk eins og steinn en barðist af öllu afli við að kom- ast upp á yfirborðið aftur, því að honum fanst hann vera að kafna. Að lokum skaut höfð- inu upp úr aftur og þá saup hann kveljur og sogaði í sig loftið af öllum mætti. Jafn- framt þreifaði hann fyrir sjer og náði taki á einhverri stein- nybbu. Nú fann hann að þarna var beljandi straumur, því að hann átti fult í fangi með að halda sjer. Með því að sparka ákaflega með fótunum tókst honum að ná taki með hinni hendinni líka. Og þarna hjekk hann nú, hjelt sjer rígföstum og reyndi að átta sig. Honum var það ljóst að sig mundi hafa hrakið drjúgan spöl frá því að hann kom nið- ur. Ekki var niðamyrkur þarna niðri, það var eins og einhver glæta kæmi upp í gegn um vatnið og þegar augun fóru að venjast. dimmurmi tók hann að geta greint umhverfið. Hann var þarna í einhverri beljandi á neðanjaraðr. Hann hafði náð taki á klettabrún eða stalli. Straumurinn v.ir ekki nema svo sem tólf fet á breidd, en það voru að minsta kosti tuttugu fet upp í ræfur. Vatnið hafði sýnilega sagað sig þarna niður öld eftir öld þangað til það hafði grafið þessa djúpu geil. Og í henni hamaðist straúmurinn eins og í kvarna- stokk. Það var meira en meðal hepni að þessi stallur skyldi vera þarna og hann skyldi ná í hann. Annars mundi hann hafa sogast þarna niður í djúp- ið og druknað. Hann sá þó fljótt að svona gat hann ekki hangið enda- laúst. Hann varð að komast upp úr þessum beljandi straumi. Hann reyndi að hefja sig upp úr vatninu en hann var orðinn þreyttari í handleggj- unum en hann bjóst við og á- takið varð ekki nægilegt. Ljet hann sig því síga niður aftur, til þess að hvílast. Hann beit á jaxlinn — og máske baðst hann fyrir. Svo sogaði hann lungun full af lofti og gerði aðra til- raun. Þá náði hann öðru taki, rúmri spönn ofar. Þá hvíldi hann sig aftur. Þótt það mun- aði ekki miklu lá straumurinn nú ekki jafn þungt á honum og áður. Aðra tilraun gerði hann og tókst nú að krækja hök unni upp á stallinn og jafn- framt náði h'ann ofurlítilli fót festu. Það varð til þess að hann gat spyrnt í og í þriðju lot- unni kom hann olnboganum upp á stallinn. Hann litaðist nú um til þess að sjá hvort þetta erfiði hefði nokkra aðra þýðingu en þá að lengja dauðastríð sitt. Þá sá hann.að skúti var í bergið svo sem tíu fetum ofar. Kæmist hann þangað gat hann hvílt sig. — Jæja, úlfu'- minn góður, jeg er ekki lánlaus enn, sagði hann við sjálfan sig. Margir hafa reynt að drepa mig, en jeg held að það sje ekki hægt. Nú náði hann taki á stein- nybbu dálítið hærra og tókst þá að hefja sig alveg upp úr vatninu. Tylti hann nú tánum á stallinn, er hann náði fyrst taki á. Svo rjetti hann úr sjer og náði handfestu svo hátt að hann stóð nú upprjettur utan í klettaveggnum og fyrir ofan vatnið. Það var nú svo skamt upp í hellirinn að hann hugsaði sjer að komast þangað í einum rykk. En sjaldan er flas til fagnaðar. Hann greip um stein er skagaði fram úr berginu, án þess að treysta á hann fyrst. Steinninn ljet undan, hann misti takið og hjekk aðeins á þremur fingrum annarar hand ar. Það munaði enn engu að hann hrapaði niður. En með því að^beita öllu sínu þreki og fimi tókst honum að vinda af sjer snúninginn og ,ná hand- festu að nýju. Eftir það fór hann varlegar og reyndi ræki- lega fyrir sjer. Að lokum tókst honum að komast upp í skútann.. Þar fleygði hann sjer á bakið til þess að jafna sig og kasta mæð inni. En þegar hann var nú úr mestu hættunni, kom aft- urkippurinn. Þótt taugar hans væri sterkar, þá hafið hrapið, baráttan við strauminn, myrkr ið og tvísýnan á því að kom- ast þarna upp, reynt meira á þær en góðu hófi gegndi. Hann skalf nú eins og lauf í vindi — ekki af kulda, heldur af of reynslu á sál og líkama. Þann- ig lá hann langa hríð. En þeg- ár hann fór að jafna sig, taut- aði hann. — Mjer þykir fyrir að valda þjer vonbrigðum, úlfur minn, en jeg ætla mjer ekki að drep- ast í dag, Hann tók nú að athuga hvort hann mundi geta komist lengra. Hann hafði áður heyrt getið um neðanjarðarár og að um þessar slóðir væri ýmsir farvegir eftir þær. Sumir voru þurrir og svo langir að enginn hafði treyst sjer til þess að rannsaka þá inn í botn. Hann mintist þess að hann hafði heyrt getið um svonefnd an Cheddar helli eða farveg. Fólk hafði farið inn í hann en ekki komið út aftur. Það gengu ótal sögur um kynjadýr og for- ynjur í þessum hellum. Og einu sinni hafði hann verið að hugsa um að gaman væri að komast í kynni við þau. Þetta var nú að vísu ekki Cheddar hellir, en samt var nú ekki um annað að gera en kanna hann og vita hvort enginn útgangur væri úr honmu. Hann var viss um að straumurinn mundi hafa borið sig svo langt, að eng ar líkur væri til þess að sjer yrði bjargað þótt menn kæmi í Gamla húsið og sæi að hann hafði fallið þar niður. Hann mjakaði sjer nú með gætni inn í hellirinn. Nú var ilt að hafa ekki vasaljós, því að hjer var þreifandi myrkur. En um það var ekki að fást. Ekki var um annað að gera en þreifa sig áfram. Alt í einu fann hann vind- gust koma á móti sjer. Þá ljetti honum mikið í skapi. Þetta var sönnun þess, að einhvers stað- ar væri op á hellinum. Það gat að vísu verið svo lítið að hann kæmist þar ekki út, en þarna var þó ný von. Nú tók hann eftir því, sjer til mikillar ánægju, að úrið hans gekk enn. Vísirarnir voru sjálflýsandi svo að hann gat sjeð hvað tímanum leið. Hell- isgólfið var alveg sljett, að lík indum vegna þess að þar hafði áin runnið einhvern tíma og fægt það. Ekki gat hann geng- ið upprjettur, heldur varð að skríða á fjórum fótum. Einu sinni rak hann höfuðið beint í bergið, það var vegna þess að þar snarbeygði hellirinn til hægri handar. Eftir það fór hann varlegar og komst hjá árekstrum, enda þótt hellirinn væri í ýmsum hlykkjum. Altaf fann hann súginn koma á móti sjer og rakti sig eftir honum, því að á meðan var hann viss um það að hafa ekki vilst inn í neinn afhelli. Þannig hjelt hann áfram í klukkustund. Þá fór hann að athuga hvað hell- irinn væri hár og komst nú að því að hann gat gengið upp- rjettur og var það mikil bót í máli. Þrátt fyrir þetta fór hann mjög varlega og þreifaði fyrir sjer með höndum og fótum, því að hann var stöðugt hrædd lir um að þverhnýpi eða djúp- ir katlar kynni að verða á vegi sínum. MÁLFLUTNINGS- SKRIFSTOFA Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RÍCE BURROGHS. 86. Einn af vörðunum gekk í veg fyrir mig, og um leið og hann benti á blæðandi fótinn, ávarpaði hann mig með merkjamáli því, sem þessir tveir kynþættir nota til að gera sig skiljanlega hvor fyrir öðrum. Jafnvel þótt jeg hefði vitað, hvað hann var að segja, hefði jeg ekki getað svarað honum í dulbúningi mínum. Jeg hafði einu sinni sjeð stóran Mahara þagga niður í frekum Sagotha með því einu, að horfa á hann. Þetta virtist vera eina von mín, og því reyndi jeg það. Jeg nam staðar og hreyfði sverð mitt, svo að svo virtist sem hið dauða höfuð horfði spyrj- andi á apamanninn. Jeg stóð grafkyr langa stund og hin dauðu augu störðu á náungann. Að þessu loknu beygði jeg höfuðið og hjelt hægt áfram göngu minni. í nokkur augnablik var ekki hægt að sjá hvernig þetta mundi fara, en áður en jeg kæmist fast upp að verðinum, vjek hann ur vegi og jeg hjelt áfram út á götuna. Við hjeldum upp hið breiða stræti, en nú vorum við í iítilli hættu, einmitt vegna allra þeirra Mahara, sem í kringum okkur voru. Við vorum svo lánsamir, að mikill fjöldi Maharanna var á leiðinni til hins grunna stöðu- vatns, sem er mílu vegar frá borginni. Þeir fara þangað til að kafa eftir smáfiskum, en þeim líður sjerstaklega vel í hinu svalandi vatni. Þetta er grunnt vatn og í því er ekkert af þeim sjávarskrímslum, sem hafa það í för með sjer, að í stórhöfum Pellucidar er engri veru líft nema þeim. Við gengum í miðri þyrpingunni út á sljettuna. — Um stund hjelt Ghak áfram göngu sinni í áttina til vatnsins, en að lokum nam hann staðar í örlitlu gljúfri, og þar njeldum við kyrru fyrir, þar til allir voru komnir fram hjá og við vorum einir eftir. Og er hjer var komið, lögð- um við leið okkar, en íklæddir dulbúningnum, beint burt frá Phutru. Hiti sólarinnar gerði það að verkum, að í dulbúningnum var orðið því nær ólíft, svo er við höfðum komist inn í skógarþykkni nokkurt, fórum við úr Maharahömunum, sem til þessa höfðu gert okkur mögulegt, að komast þó þetta langt óhindraðir. Jeg skal ekki þreyta þig á að lýsa þessum erfiða flótta. Miklu verra. Myndarlegur maður kom inn í strætisvagn og settist við hliðina á konu, sem ómögulegt var að segja að væri neitt sjer- lega falleg. Höfuð hans kast- aðist oft til og hann hikstaði nokkuð mikið. Konan gat ekki á sjer setið og sagði: — Þjer eruð drukkinn. Hann kinkaði kolli. Eftir litla stund sagði kon- an, og gremjan leyndi sjer ekki: — Jeg sný ekki aftur með það, þjer eruð mikið drukkinn. Hann kinkaði ennþá kolli. Enn sagði konan: — Þjer eruð dauðadrukkinn, maður. Þá loks snjeri hann sjer að konunni, og horfði á hana nokkur augnablik, en sagði síðan: — Þjer eruð ljótar. Jeg vík ekki aftur með það, að þjer eruð Ijótar. Já, þjer eruð hræði lega ljótar. Hann stóð upp til þess að fara út. í dyrunum snjeri hann sjer við og sagði: — En jeg verð edrú á morg- un. ★ íbúarnir í Valparaiso í Chile óttuðust nýlega að jarðskjálfti væri í nánd. Hjón í borginni sendu þess vegna lauk ættar- innar, 12 ára gamlan dreng, Juan að nafni, upp í sveit til kunningjafólks síns. Eftir nokkra daga fengu þau brjef, sem var á þessa leið: „Send- um Juan aftur. Þið megið gjarn an senda jarðskjálfta í stað- inn. Adolf, Hcrmann og Joseph óvinsæl nöfn. I kirkjubókunum í Berlín má nú sjá, að nafnið Adolf á nú ekki lengur neinum vin- sældum að fagna. Heldur ekki nöfnin Hermann, Joseph eða Robert. Aftur á móti eru marg ir drengir skýrðir Pjetur, Michael, Gerd og Bernd, en al gengustu stúlkunöfnin eru Monika, Karen og Helga. Bíiamiðlunin 1 s I Bankastræti 7. Sími 6063 § '< er miðstöð bifreiðakauoa I BEST Af) ATTGLVSA t IVTORGTTNTtl.ADINTJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.