Morgunblaðið - 20.02.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtuda,gur 20. febr. 1947 GRÍPTU ÚLFINN éH^tir cjCeiiie dhartei'ii Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 89. Framundan sáum við hvorki nje heyrðum neitt það, sem bent gæti til þess, að Toja hefði tekist giftusam- lega að leysa verk sitt af hendi. Er hjer var komið, hefði hann átt að hafa náð fundi forvarða Saría, og við hefðum að minnsta kosti átt að vera byrjaðir að heyra heróp þeirra, þar sem þeir gripu til vopna sinna, til að ljá konungi (sínum liðveislu. Stríðsmenn hans hefðu þegar átt að vera farnir að sjást á klettabeltinu fram- undan. En ekkert skeði — Hoja hinn slægi hafði í raun og veru svikið okkur. Á sama augnabliki og við bjugg- umst við að sjá vopnaða Saría streyma til hjálpar okkur undir forystu Hoja, var svikahrappurinn að læðast við endamörk næsta Saríaþorps, svo að honum mætti tak- ast að ganga inn í það frá fjarlægari hlið þess, þegar orðið mundi um seinan að bjarga okkur. Hoja hataði mig ennþá, vegna höggsins, sem jeg hafði greitt honum til að verja Dían, og þvílíkur óþokki var hann, að hann hikaði ekki við að fórna okkur öllum, til að hefna sín á mjer. Er við nálguðumst klettabeltið, og ekkert sást enn til Saría, varð Ghak bæði gramur og kvíðafullur í senn, og er hann heyrði til Sagothanna, sem nú nálguðust óðum, hrópaði hann til mín, að við værum glataðir. Er jeg leit aftur fyrir mig, sá jeg þann, sem fremstur íór af Sagothum, en bugða á gilinu gerði það að verk- um, að jeg missti sjónar af honum aftur. Æðislegt sig- uróp gaf okkur þó til kynna, að apamaðurinn hefði komið auga á okkur. Gilið beygði aftur til wnstri, en þarna tvíklofnaði það, þannig að til hægri handar opnaðist annað gil, sem virtist fremur vera framhald af aðalgilinu en gljúfrið á vinstri hönd. Sagotharnir áttu nú ekki ófarna meir en 250 metra til okkar, og jeg gerði mjer ljóst, að von- laust var um undankomu, nema við gætum léikið á óyininn. Ekki var með öllu loku fyrir það skotið, að mjer mætti auðnast að bjarga lífi Ghaks og Perrýs, og er jeg kom á stað þann, þar sem gilið skiftist, ákvað jeg að gera tilraun til þess. 39. dagur Nú er að segja frá Patriciu. Hún læddist niður stigann og kona niður í ganginn. Þar stað- næmdist hún um stund. Var það ekki undarlegt að hún skyldi vera komin hingað um borð í skip úlfsins, aðeins við þriðja mann, eða þó öllu held- ur hálfan þriðja mann, því að á Algy var ekki mikið að treysta. En hjer um borð voru að etja. Hún var þó ekki hrædd. Allur kvíði hvarf þeg- ar út í þetta var komið. Nú var ekki um annað að gera en treysta á hendinguna, og hepn ina. Það voru að vísu ekki mikl ar líkur til þess að hún kæmi áformi sínu í framkvæmd, en það var um að gera að vera ör- ugg og ófyrirleitin. Þannig hugsaði hún. Hún bar engan kvíðboga fyr ir því hvernig Orace mundi ganga. Hann var fær um að sjá um sig sá karl. Það var engin hætta á því að hann mundi ekki sjá yrir vjelstjór- anum, og svo kom hann til liðs við hana eins og hann hafði lof að, og vei hverjum þeim úlfs- manna, sem yrði á vegi hans. Eftir litla stund læddust þau svo tvö um skipið og gerðu á- rásir á óvinina, hvar scrn þeir voru og gerðu þá óvíga hvern á fætur öðrum. Hún skyldi sýna Orace það, að hún var ekki lambið að leika við þegar út í það var komið. Svona er það þegar menn eru komnir út í einhver stór- ræði eða öngþveiti, þá ryðjast ótal hugsanir að manni sam- tímis og maður á fult í fangi að halda þeim í skefjum. Pat- ricia hafði ekki farið út í þetta að gamni sínu. Henni var full- komin alvara. Hún ætlaði að kalla úlfinn til reikningsskap- ar. Þess vegna hugsaði. hún ekki um hættuna heldur hitt hvernig hún kæmi sínu fram. Það var því ekkert hik á henni er hún gekk niður gang- inn. Verið getur að Orace hafi haft rjett fyrir sjer í því að matsveinar á smáskipum (hann kallaði þá nú raunar skítkokka) sjeu ekki miklirfyr ir sjer og verði uppnæmir fyr- ir smámunum, en svo var ekki um þann mann, sem Patricia rakst nú á. — Upp með hendurnar, mælti hún í ísköldum tón. Og opnið ekki einu sinni munninn, því að þá verða börnin yðar munaðarlaus. Hann hafði snúið vic^ henni bakinu, en sneri sjer nú við og hjelt á steikarpönnu í hend- inni. Fyrir framan sig sá hann stúlku í rennblautum baðföt- um og sjávarvatnið draup úr hári hennar. Ef öðru vísi hefði staðið á mundi matsveinn hafa undrast fegurð hennar og ynd- isþokka. En hann fjekk um annað að hugsa því að hún miðaði marghleypu beint fram an í hann. — Svona, upp með hendurn- ar, strax. Maðurinn þóttist ætla að gera það en um leið sendi hann steikarpönnunna af hendi. Hún sá það og beygði sig eld- snögt. Pannan skall í veggnum aftan við hana og fjell glamr- andi í gófið. Þá ætlaði maðurinn að ráð- ast á hana. Hún tók tvisvar í gikkinn. En enginn smellur heyðist. Hún hafði gleymt því að hafa marghleypuna í skeið- um, eins og Helgi hafði sagt henni, og svo hafði sjór komist í skothylkið. Marghleypan var ónýt. Og nú var maðurinn kom inn að henni og ætlaði að grípa hana. Það var enginn umhugsun- arfrestur og án þess að gera sjer grein fyrir því hvað hún gerði, rak hún marghleypuna af öllu afli beint framan í á- rásarmanninn. Höggið hitti hann milli augnanna og hann fjell. Hún stóð þarna agndofa og hafði ákafan hjartslátt. Nú skall hurð nærri hælum. Hún hleraði til þess að vita, hvort nokkur hefði orðið var við þetta. En það var víst enginn nærri. Þá ljetti henni. Það hafði verið svo mikið kast á manninum að hann slengdist háflur út úr dyrun- um. Hún dró hann nú inn í ganginn. Svo greip hún steik- arpönnuna og fleygði henni þangað inn, lokaði svo hurð- inni og sneri lyklinum. Næst lá fyrir að fara upp á stjórnpall. Sennilega væri skip stjórinn þar einn, nema ef vera kynni að Bittle eða Bloem, eða jafnvel úlfurinn sjálfur væri þar til þess að líta eftir hvern- ig gengi með hleðsluna. Hún gat því ekki farið þangað, nema hún væri vopnuð. Og enn var hepnin með henni. Hún átti leið fram hjá opnum dyrum og þar inni sá hún hanga í röðum rifla og sverð og marghleypur. Þarna var vopnabúr úlfsins. Hún valdi sjer tvær marg- hleypur, og nóg var þarna af skotfærum svo hún hlóð þær báðar og stakk nokkrum skot- um í vasa sinn. Að því búnu læsti hún hurðinni og stakk lyklinum í vasa sinn. Það gat orðið þeim grikkur ef til bar- daga kæmi. Hún gekk nú fram ganginn og þar sem hún var berfætt heyrðist ekki fótatak hennar. Fyrir endanum á þessum gangi var annar gangur þvers um og tvennar dyr blöstu þar við henni. Gerði hún ráð fyrir, að þær væri að káetunni. Til hægri handar var stigi og þar sem hún sá ekki til lofts, er hún leit upp í hann gerði hún ráð fyrir að þar mundi yfir- bygging fyrir ofan. Hún fór upp stigann og kom þá í ann- an gang, sem var miklu mjórri en hinn, og svo hjelt stiginn áfram upp á þiljur. Hún lædd- ist þar upp og kom upp á þil- far rjett fyrir framan stjórn- pall. Enginn maður var sýnilegur þarna. Skipverjar voru víst allir önnum kafnir við það að koma gullinu um borð. Því starfi var nú víst bráðum lokið og fyr en þar að kæmi og þeir Ijettu akkerum varð hún að sigrast á skipherranum, úlfin- um og öðrum helstu forsprökkj únum. * Undir stjórnpalli voru tveir klefar. Auðvitað var úlfurinn í öðrum þeirra. En hún gaf sjer ekki tíma til þess að athuga það núna, heldur hjelt rakleitt upp á stjórnpall. Þar var maður og hallaði sjer fram á skjólborðið á stjórn. Hún sá einkennisbönd á ermum hans og húfuni. Hann reykti pípu og horfði hugsi út yfir hafið. Skyldi hann ekki vera að hugsa um það hvílíka gleðidaga hann skyldi gera sjer í Höfðaborg, þegar hann hefði komið gullinu af sjer? Þar var knæpan hans Harry múlatta, ósjelegt hús niður við höfnina, en þar var salur í austrænum stíl og þangað fengu ekki að koma aðrir en þeir, sem höfðu nóg fje handa á milli. í þeim sal var þann fagnað að finna, sem Mr. Maggs þráði mest — betri vín en annars staðar feng ust, ópíumspípur og indælar stúlkur, Jú, þetta blasti alt fyrir hugarsjónum Maggs, og alt þetta gat hann veitt sjer í ríkum mæli þegar hann hafði fengið laun sín hjá úlfinum. Hann mintist þess hvað ulfur- inn hafði sagt, er fundum þeirra bar fyrst saman í knæpu í Bristol, að hann skyldi fá ó- makið svo ríkulega launað að aldrei hefði sjóferð veýð borg- uð betur. % — Upp með hendurnar. Þetta var kallað lágt en á- kveðið, og Mr. Maggs hlýddi þegar. Svo var hendi stungið niður í vasa hans og marg- hleypa hans tekin. •—- Snúið yður nú við. Maggs sneri sjer við og varð býsna kindarlegur á svip er hann sá að þetta var bara stúlka. — Kvendjöfull, hvæsti hann. Ertu að leiká á mig — Heyrðu nú góða .... Hann ætlaði að hreyfa hend urnar, en í sama bili var tveim ur marghleypum miðað á hann. Það var ekkert hik á stúlkunni og hún var ekki skjálfhend. Mr. Maggs var svo veraldarvanur að hann sá þeg- ar að hún mundi hiklaust skjóta ef hann sýndi nokkurn mótþróa. — Niður stigann, sagði Pat- ricia. Og reynið ekki að hlaup- ast undan eða kalla á hjálp. Hjer hefjast bráðum mann- dráp; og þau mætti gjarna byrja á yður. Maggs sá að henni var al= vara. Hann gekk niður stigann og hún á eftir. — Hvar er úlfurinn? Hann hló kuldalega. — Nú eruð þjer á villugöt- um, sagði hann. Úlfurinn er ekki með, hann forfallaðist á síðustu stundu. — Hvar viljið þjer helst láta skjóta yður? spurði hún. — Það kemur ekki málinu við, sagði Maggs. Úlfurinn er hjer ekki, jeg veit ekki hvers vegna og jeg get ekki heldur sagt yður hvar hann er, því að hann kom ekki með þeim hin- um. Þeir sögðu að hann kæmi seinna, eða máske kæmi hann ekki. Spyrjið þjer Bittle. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Sporvagnsbílstjóri í Malaga ætlaði eitt sinn að flytja konu sína í vagninum til fæðingar- deildarinnar, þar eð frúin var alveg komin á steypirinn. En hann tapaði kapphlaupinu við storkinn, því að konan varð ljettari á leiðinni. Til allrar hamingju voru tveir farþeg- anna hjúkrunarkonru, og að- stoðuðu þær við fæðinguna. Gekk það alt prýðilega. En hvernig sem á því stendur misti faðirinn allt traust á vagni sínum og neitaði að aka honum lengur. ★ í hjeraði einu í Kína, er ligg ur rúma 200 km. norður af Yenan, geisar skæð lömunar- veiki. Hefir þriðji hluti íbú- anna sýkst. Veikin lýsir sjer þannig, að útlimirnir verða nær alveg stífir, svo að menn geta ekki gengið og ekki lyft nokkru. Nú er svo komið, að langflestir verkfærir menn í hjeraðinu geta sig ekki hrært. ★ Einsetumaður í Úollnæs- hjeraðinu í Svíþjóð ákvað ný- lega að fá til sín konu til þess að sjá um heimilið. Þegar kon- an í fyrsta sinn var að búa um rúm hans", hrópaði hún skyndi- lega: — Hvað er þetta? Um leið reið af skot, sem hæfði manninn í annan fótinn. Kon- an vissi ekki, að maðurinn hafði alltaf skammbyssu undir kodd anum, og hún kunni ekki áð handleika slíkt vopn. ★ Nýgiftur maður: — Bara að pabbi og mamma gætu fengið einhverja íbúð, þá gætum við búið hjá afa og ömmu. ★ — Jeg fór með konunni minni í bíó í gærkveldi, og við hliðina á mjer sat yndisleg stúlka. — Nei, hver var það? — Það var konan mín. 'h — Krónan er aðeins trje þakið laufi. — Napoleon I. ★ í einni ferð farþegaskipsins „Gripsholm“ frá Gautaborg til New York neyttu farþegarnir alls 10.000 sjóveikispilla. ■—• Matarsparnaður á skipinu var mikill. "ipwwiwmiiHiinnniniiiiniiwiiniiinwininmijinww Bílamiðlunin | Bankastræti 7. Sími 6063 ! er miðstöð bifreiðakautia 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.