Morgunblaðið - 20.02.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: BANDARÍKI EVRÓPU NORÐ-AUSTAN goia cða kaldi. — Víðast ljctskýjað. Fimtudagur 20. febrúar 1947 Hyrningarstemn friðarins. Sjá grein eftir Winston Churchill á bls. 7. K.V.S.I. í Reykjavík veitir 100 |ní8. kr. tii slysavarna í ár Guðmundur S. Guðmundsson segir frú Hustingsskúkmótinu <•> Radartæki keypt í .Sæbjörgu' og björgunarslöðvar endurbættar Á aðalfundi Kvennadeildar Slysavarnafjelags íslands í Rvik, sem haldinn var 17. þ. m., var samþykt að veita á þessu ári allt. að 50 þús. kr. til þess að kosta aukningu og endurbætur á björg- ! unarstöðvum á Suðurlandi, á svæðinu milli Hornafjarðar og Grindavíkur, og einnig á björgunarstöðinni við Hornvík vestra. Þá var og samþykt 50 þús. kr. fjárveiting til kaupa á radar- tækjum í bjöfgunarskip S. V. F. 1, Sæbjörgu. Eru það því full- ar 100 þús. kr., sem kvennadeildin í Reykjavík mun leggja til aukinna slysavarna á þessu ári. <$,------------------------ Þrjú skipbrotsmannaskýli. Deildin hefir nú bráðlega lokið við smíði þriggja skip- brotsmannaskýla á ströndum Skaftfellssýslna og varið í því skyni milli 70—80 þús. kr. — Skýlin verða síðan afhent Slysa varnafjelagi íslands til eignar, gegn því, að fjelagið sjái um, að þeim sje vel við haldið, og alt sje þar jafnan fyrir hendi, sem nauðsynlggt er á slíkum stöðum. hún hefir alla tíð notið mikilla vinsælda bæjarbúa, og svo hef jr hún mörgum og ötulum starfskröftum á að skipa. Sunnudagurinn kemur, 23. febr., fyrsti góudagur, er hinn árlegi fjáröflunardagur, og verða þá seld merki deildar- innar. Af því, sem hjer er sagt, geta menn gert "sjer glögga grein fyrir til hvers því fje er varið, sem fæst fyrir tveggja- og fimm krónu merkin, er þá verða seld. Ljósmyndari Hillers fyrir rjelfi. HEINRICH HOFFMAN, einka- ljósmyndari Hitlers, var dæmd ur í 10 ára hegningarvinnu fyr- ir skömmu. Þessi mynd var tekin af honum fyrir rjetti í Múnchen. Tryggari björgunartæki. En þó þessum málum sje svo Iangt kemið vantar enn að öíl björgunartæki sjeu sem trygg- ust og þessvegna var á fundin- um samþykt að deildin taki að sjer að kosta aukningu og end- urbætur á björgunarstöðvunum á Suðurlandi, eins og fyr grein- ir, og á björgunarstöðinni við Hornvík, þó að undanteknum þeim skipbrotsmannaskýlúm, sem kvennadeildin í Hafnarfirði og Keflavík annast um og hafa látið reisa. Verður alt að 50 þús. kr. varið í þetta, m. a. til að ljúka við að setja upp stikur, sem vísa veg yfir sandana til bygða frá skýlum á Meðallands sandi, Fossfjöru, Skeiðarársandi og Breiðamerkursandi. Miðunarstöð á Kirkjubæjar. kíaustri. Einnig verður komið upp stöð á Kirkjubæjarklaustri og verða keypt til hennar miðunartæki. Þá verða keypt svifblys, línu- byssur og tildáttartaugar handa Skýlunum eystra og fullkomn- ari línubysáur til stöðvana við Þorlákshöfn og Grindavík. Alt þetta er gert í samráði við Slysatrarnafjelag íslands. Radartæki í Sæbjörgu. A fundinum var og samþykt, eins og áður er sagt, að veita 50 þús. kr. til kaupa á radar- tækjum í Sæbjörgu, sem nú er verið að stækka, og sem á að starfa að björgun í Faxaflóa á vetrarvertíðum. 100,000,00 krónur. Það eru því fullar 100 þús. krónur, sem Kvennadeildin þarf að geta lagt fram á þessu ári. Því fje þarjf að sána að mestu leyti á árinu, en deildin er als ekki kvíðin um, að það piegi takast, því að bæði er, að Stjórn deildarinnar. Stjórn kvennadeildarinnar skipa nú þessar konur: Guðrún Jónasson, form., Gróa Pjeturs- dóttir, varaform., Inga Lárus- dóttir, ritari, Sigríður Pjeturs- dóttir, gjaldkeri og meðstjórn- endur: Ingibjörg Pjetursdótt- ir, Ása Pjetursdóttir og Guð- rún Magriúsdóttir. Skip Eímskip tefj- ast vegna ísa í SKIPAFRJETTUM Eim- skipaíjelagsins er blaðinu bár ust í gær, er þess getið að tvö skip fjelagsins tefjist í ferð- um sínum vegna ísa. Lagarfoss sem fór frá Leith á sunnudag áleiðis til Gauta- borgar kemst þangað ekki vegna ísa. Hefur Ei mfii' p því ákveðið að skipið skuli sigla til Kristjansand og losar þar vörurnar-yfir í e.s Anne, sem mun fara til Kaupmannahafn ar og Gautaborgar strax og| fært verður. Selfoss, sem liggur í Kaup- mannahöfn kemst þaðan ekki vegna ísa. Biðskákinni var ekki lokið í gærkvöldi tefldu þeir bið- skák sína Eggert Gilfer og Sturla Pjetursson. Henni var ekki lokið, er blaðið fór í press- una. Staðan var þá þessi: Hvítt: Eggert Gilfer: Ke2, Hh5. Svart: Sturla Pjetursson: Kd4, Bd5, 8c5 og peð f3. Hvítt átti leik. SH hafa borist 37 þús. mál FRJETTARITARI Morgunbl. á Siglufirði símaði í gærkvöldi, að Síldarverksmiðjur ríkisins hefðu tekið á móti 37 þúsund málum síldar. Þangað komu í gær þrjú skip með fullfermi af síld. Hafinn er nú undirbúningur að því, að lenda hjá SR ’46 líka, því svo mikið berst að af síld, að ein verksmiðja hefir ekki undan þó unnið sje í henni all- an sólarhringinn. Von var á tveim skipum í nótt, með um 3000 mál. Nokkuð hefir borið á vatns- leysi í bænum og verður að nota sjó, þar sem því verður við komið við verksmiðjuna, til* að halda nægum vatnsþrýstingi - á katla og skilvindur. Reykjavík. I gær fóru áleiðis til Siglu- fjarðar Eldborgin með um 1800 mál. Verið var að lesta Snæfell, Akraborg og Hrímfaxa. Þessi skip fara með samtals um 7,200 mál. Mun þá öll þau skip sem hjer liggja inni hafa losað afla sinn. Mikil veiði var í gær á ytri höfninni. Viktoría, kom með um 1200 mál, Dóra með um 900 mál og Ágúst Þórarinsson með 800 mál. Nokkur fleiri skip komu inn með eitthvað minna. LONDON: — Nýlega kom til Hull frá Nýja Sjálandi 4,692 tonna smjörsending. Þetta er stærsti smjörfarmur inn, sem enn hefur borist frá ieysi í bænum og verður Hann kom „Fyrsta skákin, var sennilega erfiðasta og besta skákin, sem . jeg tefldi á mótinu“, sagði Guð- mundur S. Guðmundsson, full- trúi Skáksambands Islands, sem varð þriðji maður á alþjóðaskák mótinu í Hastings. Hann kom hingað til Reykjavíkur í gær- dag með leiguflugvjel Flug- fjelagsins frá Prestvík. — Förin var í alla staði hin ánægjulegasta og var skák- klúbb Hastingsborgar til mikils sóma, sagði Guðmundur, er hann ræddi við blaðamenn í gær. Mótið hófst 30. des. s.l. og stóð þar til 10. jan. Alla daga var kept. I meistaraflokki voru 10 þátttakendur frá 5 löndum: Bretlándi, Frakklandi, Hol- landi, Kanada og íslandi. Einn- ig var kept í 11 öðrum flokk- um og alls voru þátttakendur í mótinu 170. Fyrsta skákin kom mjer í ,stuð‘. Guðmundur lýsti nú í fáum orðum hverri skák fyrir sig. En þær voru 9 sem hann telfdi. — Þar af vann hann 4, gerði jafn- tefli í 4 og tapaði einni. Það var Frakklandsmeistar- inn Raizman, sem jeg telfdi fyrstu skákina við, sagði Guð- mundur. Þá skák sigraði hann eftir 48 leiki. Er Guðmundur var spurður um hvað hann gæti sagt um skákina, sagði hann að hún hefði sennilega verið erfiðasta skákin, sem hann tefldi á mót- inu. En það var hún, sem kom mjer í „stuðið“, sagði hann. Onnur skákin, sem Guð- mundur tefldi var við Prinz, Hollandsmeistarann. Þá vann Guðmundur í 58 leikjum. „Jeg Ijek af mjer“. Þriðju skákinni tapaði Guð- mundur, er hann kepti við Al- exander (Engl.), sem sigraði í þessum flokki og hlaut 7% v. Þetta var eina skákin, sem Guð mundur tapaði í kepninni. Honum tókst að máta mig eftir 28 leiki, segir Guðmund- ur. Jeg ljek af mjer í 22. leik. En jeg tók fljótlega eftir því, en þá var það um seinan. Fjórðu skákina gerði Guðm. jafntefli við Yanofsky, eftir rúml. 50 leiki. Guðmundur sagði að hann hefði haft verri stöðu alla skákina og peði minna. Sjötta skákin var einnig jafn tefli. Þá kepti Guðmundur við Tartakower, sem kepti fyrir. Frakkland. Þessari skák lauk með jafntefli eftir rúma 60 leiki. Jafntefli eftir tvísýnan leik. Jeg hefði getað tapað sjöttu skákinni, ef hann hefði kynt sjer hana betur, og sannast að heim í gær segja hefði hann átt að vinna hana, sagði Guðmundur, þegar hann lýsti skák sinni við Eng- lendinginn G. Wóod, er lauk með jafntefli. Sjöunda skákin var tefld við Aitken sem er Skoti. Þá skák vann Guðmundur eftir 32 leiki. Áttunda-skákin var við Eng- lendinginn Abrahams. — Hénni lauk með jafntefli. Guðmundur sagðist hafa sloppið vel þar. Því í byrjun hafi hann lent í skák- bragði, sem Englendingar kalla Abrahamsbragð og kent er við hann sjálfan. Abrahams tókst að sigra einn af bestu skákmönn um Rússa Ragozin á þessu bragði sínu. Níundu og síðustu skákina á mótinu sigraði Guðmundur. Þá tefldi hann við Golombek. Bret landi, eftir 54 leiki. Golombek er talinn vera einn af fimm bestu skákmönnum Breta. — Hver voru verðlaunin? —< spurðu blaðamenn. — Fyrstu verðlaun voru 20 sterlingspund, önnur 15 og þau er jeg hlaut voru 10 sterlings- pund, sagði Guðmundur. Guðmundur taldi merkileg- ustu skákina á mótinu hafa ver ið teflda milli Tartkower og Yanofsky. Henni lauk með jafn tefli. Og hann taldi að sterkasti skákmaðurinn hafi verið Tarta kower. Fjölteflið í Birmingham. Guðmundur fór til Birming- ham og heimsótti þar ritscjóra skákblaðsins ,,Chess“, B. H. Wood að nafni. Wood kom því til leiðar að Guðmundur tefldi fjöltefli þar í borg. Hann tefldi á 18 borðum. og var keppnin bundin við 3 tíma. Henni lauk svo að Guðmundur vann 12, dómnefndin dæmdi 5 jaíntefli, vegna þess að tíminn \ r út- runninn og 1 tapaði hann. Yanofsky kemur á föstuclag. Eins og kunnugt er af frjet't- um blaðsins, er von á -kák- meistara Kanada, Yarofsky, hingað til lands. Guðmundur skýrði svn frá, að hann myndi að forfal’. l' usu koma á föstudaginn meö flug- vjel frá Presyík. Með lionum kemur Nýsjálandsmei:?>' rinn Wade, en hann varð annar í skákkeppninni í Ástralíu 1945. í kvöld. Fyrir milligöngu Skáksem- bands íslands ætlar Guð rund- ur S. Guðmundsson að sýna al- menningi skákir frá mótinu og flytja frásögjuþátt af því í kvöld kl. 8,30 í Röðíi. Að loknu máli hans verður teflt. Landsmenn allir óska Guð- mund velkominn heim og þakka honum hina glæsilegu frammi- stöðu hans á mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.