Morgunblaðið - 27.02.1947, Blaðsíða 2
1
MOKGUNBLAtílb
Fimmtudágur 27. febr. IW?
Listasafnið fiarf mikið hús
Fær herbergi í Þjóðminjasafninu
ivrópuveðrið
JEG HEFI altaf verið því
rnjög hlyntur, og skoðað það
sem sjálfsagðan hlut, að hjer
yrði reist listasafn sagði
Alexander Jóhannesson pró-
fessor, er hann kom inn í skrif
stofu Morgunblaðsins í gær.
ÞRJÚ SÖFN
Enda skrifaði jeg um þetta
grein fyrir nokkrum árum, í
..Samtíðina”, sem hjet: „Þrjú
söfn sem þarf að byggja yfir”
og fjallaði um það, að reisa
þýrfti Þjóðminjasafn, Nátt-
úrugripasafn og Listasnfn.
'Nú er Þjóðminjasafns-bygg
irtgin komin vel á veg. leg
vonast eftir að húsið
verði komið undir þak
í júní í sumar. — Þegar Há-
skólinn fjekk framlengd lögin
um Happdrættið til ársins
1959, fjekkst sú framlenging
rn.a. gegn því loíorði, frá Há-
skólaráði, að reist verði Nátt
úrugripasafn á Háskólalóð-
irtni. Hefir því máli miðað
það áleiðis, að Gunnlaugur
Halldórsson arkitekt er nú að
,gera uppdrætti að húsinu.
Upprunalega var gert ráð
fyrir því, að Nátúrugripasafn
ið yrði reist milli Háskólans
og Nýja stúdentagarðsins. En
þár á að reisa nýja atvinnu-
déild fyrir fiskiðnaðinn og
fipkirannsóknir og losnar þá
mikið pláss í gömlu bygging
unni fyrir landbúnaðardeild-
ina. Svo Náttúrugripasafriinu
hefir verið ætlaður staður
vestanvið Háskólann, með-
fram Meiavegi, sunnanvið
Þjóðminjasafnið.
'A EFSTU HÆÐ ÞJÓÐ-
MINJASAFNSINS
Þá er Listasafnið eftir. En
í sambandi við málaleitun
listamannanna, um fjárveit-
ingu til þeirrar byggingar nú,
vil jeg aðeins taka /það fram,
gð í hinu nýja Þjóðminjasafni
verður allmikið rúm sem ætl
að er fyrir listaverk, á meðan
ekki er annað listasafn til. Er
efsta hæð hússins ætluð fyrir
Listasafn ríkisins til bráða-
birgða.
Gólfflöturinn í þessari.hæð
verður 48 metrar á annan veg
imi og 18 metrar á hinn. Þar
verða 2 salir, 8 sinnum 12
metrar á stærð hvor, 3 her-
bergi sem verða 8 sinnum S
metrar hvert og eitt 8 sinnúm
7 metrar. í öllum þessum her-
bergjum verður ofanljós. En
auk þess verða á þessari hæð
hússins 15 herbergi, 5 sinnum
G metrar á stærð hvert um
sig.
Vegglengd þessara herbergja
sem til nota kemur fyrir
myndir, ætti að verða nokkuð
á;4. hundrað metra.
«
LISTASAFN FRAM-
TÍÐARINNAR
Þegar að því kemur að
seisa Listasnfn fýrir framtíð
iria, dugar ekkert smásmíði.
Það má ekki koma fyrir, að
reist verði hús, sem verður
orðið of lítið eftir nokkur ár.
í grein minni um framtíðar
byggingarnar þrjár, sem jeg
minntist á, benti jeg á að í
Listasafninu þyrfti að vera
þijár deildir. Jeg vildi að
fengnar yrðu með tímanum
copíur af helstu og frægustu
listaverkum heimsins. Þær
yrðu hafðar í einni deildinni.
I annari yrðu erlend listaverk
sem fengjust smátt og smátt
til landsins. í aðaldeildinni
ýrði svo að sjálfsögðu íslensk
myndlist.
Mjög er það áríðandi. að
valinn verði hinn besti staður
fyrir Listasafnið. Ættu mynd
listamennirnir að ákveðíi hvar
hvar þeir óska eftir að safnið
yrði reist og tryggja sjer hina
bestu lóð að þeirra áliti sem
fáanleg er.
BYGGING ÞJÓÐMINJA-"
SAFNSINS
Alexander prófessor er for
maður byggingarnefLidar
Þjóðminjasafnsins. Er hann
var að því spuiður, hvernig
byggingunni miðaði áfram,
sagði hann m.a. að hann gcrði
sjer vonir um að húsið yrði
komið undir þak þ. 17. júní í
vor. Verið er nú að setja upp
hitatæki af sjerstakri gerð,
svonefnda geislahitun. Er
hún mjög notuð í-opinberar
byggingar, og fylgja henni
margir kostir. Reksturskostn
aður verður minni og hitinn
helst jafn, temprast sjálf-
krafa og mikið veggpláss spar
ast, þar eð pípunum er komið
fyrir í lofti herbergjanna.
Geislahitun er á Nýja Klcppi,
í Reykjalundi og í rannsóknar
stofunni á Keldum.
Húsið verður með kopar-
þaki, en gluggagrindur úr
bronsi, og verður til hússins
vandað í hvívetna.
Reynt verður eftir fremsta
megni að hraða múrverkinu
í sumar, svo að húsið þurfi
ekki að vera mörg ár í smíð-
um.
Breska konungsfjölskyld-
an í Porf Elizabefh
London í gærkveldi.
TUTTUGU og þrjú þúsund
börn hyltu í dag bresku kon-
ungsfjölskylduna, er hún kom
til hafnarborgarinnar Port
Elizabeth.
Meðal fólks þess, er tók á
móti konungshjónunum og
dætrum þeirra, Voru ma.rgir
fyrverandi hermenn og ræddi
konungur við marga þeirra.
Ræðir friðarsamningana
við iapan
DR. EVATT, utanríkisráð-
herra Astralíu, ságði blaðamönn
um í dag, að hann teldi ekkert
því til fyrirstöðu, að byrjað yrði
að undirbúa friðarsamninga við
Japan þegar í stað.
Ráðherrann bætti því við, að
Astralía mundi krefjast fullrar
þátttöku í gerð samninganna.
London í gærkvöldi.
VEÐRIÐ í Englandi í dag
var mjög misjafnt — í suður-
hluta landsins glampandi sól-
skin og meiri hiti en mælst
hefir þar í rúman mánuð, en
í norðurhjeruðunum kuldi og
snjókoma.
I París tilkynti einn af tals-
mönnum stjórnarinnar, að frost
hefðu eyðilagt helming hveiti-
uppskerunnar þar í landi og áð
stjórnarvöldin hefðu farið
fram á hjálp Bandaríkjanna.
Einkennilegustu fregnirnar
af afleiðingum frosthörkunnar
koma hÍLis vegar frá Berlín,
þar sem fresta varð breskri
hersýningu, sökum þess að
lúðrar herhljómsveitarinnar
voru ónothæfir vegna kulda.
—t- Reuter.
Námumenn í kíóm-
göngu í Sydney
Sydney í gærkvöldi.
TVÖ ÞÚSUND námumenn
frá suðui’strönd Ástralíu
fói-u til Sydney í dag, til að
krefjast bættra vinnuskil-
yrða og aukinna bóta þeim
til handa, sem’ sýkjast af
völdum vinnu sinnar í nám-
unurn.
Á fjölmennum fundi, scm
námumennirnir hjcldu í ein-
um lystj.garði borgarinnar,
ákváðu þeir, að' allir nárnu-
menn á suður.ströndinni
skyldu leggja niður vinnu
þegar í stað og að kallaður
skyldi saman fundur, til að
skora á námumenn alls stað-
ar í Ástralíu að hefja verk-
fall. — Reuter.
Holmenkollenmótið:
Svíar áttu 2 fyrstu
iieuu 150 km. pnfu
SVÍINN Nisse Karlsson frá Mora vann 50 km. gönguna
á Holmenkollenmótinu í gær, en næstur honum Var landi
hans Herrdin, sem leiddi fyrstu 37 kílómetrana. Var mjög
hörð keppni á milli þeirra um fyrsta sætið. Tími Karls-
sons var 3 klst. 01:23,0 mín., en Herrdins 3.03.28.
txmmi; o,
Þriðji varð Norðmaðurinn
Gjere (e. t. v. skrifað Jærve)
á 3.08.10. Hann er ný „stjarna“
í 50 km. göngu. Fjórði var
Norðmaðurinn Haugen 3.09.03,
og fimti Svíinn Gunnar Karls-
son á 3.10.20. Finnar fengu 6.,
8. og 9. mann.
Það var 19 stiga frost, þegar
kepnin byrjaði, lítill snjór, en
gott færi. Nisse Karlsson, sem
í rauninni heitir Niels, var
fagnað mikið. Hann hafði mið-
að alla þjálfun sína við það að
vinna Holmenkollenmótið, og
notaði sænska meistaramótið,
sem fram fór um síðustu helgi,
sem æfingarmót og lagði ekk-
ert kapp á að vinna. Hann varð
þar fjórði.
Nisse verður áreiðanlega
einnig hættulegur keppinautur
í 17 km. göngunni á laugardag.
— Gunnar Akselson.
Brelland og Indland
fá bandarískt
hveili
Washington í gærkvöldi.
Landbúnaðarráðuncyti
Eandaríkjanna tilkynnti í
dag, að Bretar mundu í a.príl-
mánuði fá frá Bandai’íkjun-
^ um 27,000 ensk tonn af
hveiti, 23,000 tonn af mjöli og
27,000 tonn af koi ni.
Indland mun á sama tíma
fá 18.000 tonn af hvciti, en
Frakkland 27,000 tonn af
hveiti, 33,000 tonn af mjöli og
63,000 tonn af korni.
Breski herinn í
Egyplalandi
London í gærkvéldi.
í SPURNINGATÍMA í neðri
málstofu breska þingsins í dag,
skýrði A. V. Alexander land-
varnamálaráðherrh, þingmönn-
um frá því, að enda þótt brott-
flutningi breska hersins frá öðr
um landsvæðum í Egyptalandi
en þéim, sem að Súeáskurðin-
um liggja, sje enn ekki lokið,
megi segja að honum gangi vel.
Minningarorð um
Theo Henning listmálara
MÖRGUM íslendingum listfengur maður á marga
mun enn vei'a í minni austur-|Jund, sem margt hefur skrif-
íski málarinn Theo Henning,!að í þá-átt, höfðu la,gt fram
20
árum ferðaðist (sitt mikilsverða safn íslenskra
ísland og málaði muna, til sýningarinnar. Það
sem fyrir
víða um
mai’gt, af mikilli snild. Henn'þótti tíðindum sæta í menn-
ing hjelt í Reykjavík sýninguj ingarlífi Vínarborgar þegar
á málverkum sínum, semjsýningin var opnuð. Kristján
margir komu og skoðuðu; en konungur X. og biskupinn
í Vínarborg átti hann Al-jyfir íslandi, sendu kveðju-
þingishátíðarárið, frumkvæði skeyti, og fulltrúar stjórnar
að mikilsháttar íslandssýn- J og norrænna fjela,ga voru
•ingu, scm mikla eftirtekt f viðstacfdir. Sýningargestir
vakti og getið var í stórblöð-j urðu mjög margir, og hvað
unum. Var þar tekið fiam, að eftir annað var sýningartím-
þarna væri ekki einungis um inn lengdur. Svo mikilsverð
að ræða sýningu á málverk- var sýning þessi talin, að
um hins gáfaða listamanns, Kristján konungur sæmdi
heldur einnig tilraun til að Theo Henning riddarakrossi
gefa heildarhugmynd um ís- hinnar- íslensku Fálkaorðu.
lenska menningu. Thco Henn En það er ekki einungis með
ing hafði tekist að fá þær vís- penslinum sem Theo Henning,
indalegar st-ofniinir í Vínar- aflaði íslandi aðdáenda, hann
borg, sem um gat verið að var einnig gáfaður rithöfund
ræða, tit að legg.ja þar tiljur og skáld, og mafgt úr ís-
stuðning sinn, að sýniug þessi(Jendingasögum ' hefur orðið
Igæti orðið sem best; og _ þjiu ■ honum yrkisefni. Væfi þess
hjónin Asti’id barónessa v.
Jaden, eina kona íslenskrar
ættar sem kunnugt var Um
að búsett væri í Vínarborg
þá og dr. H. barón v. Jaden,
óskandi að út gæti komið
heildarútgáfa þéssára vel
kyeðnu ljóða, en efni munu
vera fyrir hendi í lieilt bindi.
Framh. af bls. 13
Hjetlarhöldum
haldið éfrar í máli
Keuelrings -
Rómaborg í gær.
RJETTARHÖLDUM var í dag
haldið áfram í máli Kessel-
rings, fyrverandi yfirmanns
þýska hersins í Ítalíu.
I sambandi við vfirheyrslurn-
ar, lýsti eitt af vitnunum því,
hvernig h'ann hefði sjeð þýska
SS-menn hengja 56 ítali og
taka myndir af líkunum, sem
enn hjengu í gálgum sínura
fjórum dögum seinna.
Er vitninu voru sýndai';
myndir af hinum líflátnu Itöl-
um, hjelt hann einni þeirra á
lofti og hrópaði út yfir dóm-
salinn: „Þetta er bróðir minn“»
—Reuter.
Deirðir í Brussel
TIL óeirða kom í Brussel i
dag, er fyrverandi belgiskir
stríðsfangar fóru um götur borg
arinnar undir flöggum og hróp-
uðu ókvæðisorð um stjórniná.
Stríðsfangarnir telja, aé stjórn-
in hafi ekki uppfylt öll loforð
sín um aðstoð þeim til handa
Til átaka kom við hlið þing-
hússins og notaði lögreglan
byssuskefti sín, en kröfugöngu
menn voru vopnaðir bareflurr.i
af ýmsu tagi.
Bifreiðum þingmanna var
velt um koll, en óstaðfestar
fregnir herma, að heilbrigðis-
málaráðherrann, kommúnistinn
Ambert Marteaux, hafi særsl;
lítilsháttar í andliti er hann
reyndi að komast til þinghúss^
ins í bíl sínum.
.—Reuter.