Morgunblaðið - 27.02.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1947, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 27. febr. 1947 Minningarorð um Helgu Arngrímsdóttur HELGA ARNGRIMSDOTTIR var fædd á Heykollsstöðum í Hróarstungu 13. maí 1889. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Sigurðardóttir bónda í Bakkagerði í Jökulárhlíð Björnssonar og Arngrímur Ei- ríksson, er allan búskap sinn bjuggu á Heykollsstöðum. Bæði voru þau í aldir fram ættuð af Úthjeraði og næstu sveitum, komin af góðum bændaættum, er margar má rekja til þjóðkunnra manna. Arngrímur faðir frú Helgu var sonur Eiríks bónda á Heykolls- stöðum, er þar bjó lengi góðu búi. Eiríkur var þríkvæntur. Var in síðasta kona hans Helga Arngrímsdóttir frá Galtastöð- ur fremri og bar frú Helga nafn ömmu sinnar. — Faðir Eiríks var Páll bóndi Magnús- son, er og bjó á Heykollsstöð- um, Magnússon bónda á Fremraseli í Tungu (dó 1778), Jónssonar. Kona Magnúsar var Sesselja Guðmundsdóttir, Ket- ilssonar í Fagradal, Guðmunds sonar í Fögruhlíð, Ketilssonar í Fagradal við Vopnafjörð Ás- mundssonar blinda, bónda að Hrafnabjörgum, Ólafssonar prófasts og skálds á Sauðanesi Guðmundssonar. Mætti rekja ýmsar ættkvísl- ir á líka lund til nafnkendrá manna, þótt því verði hjer eigi við komið. Ung varð Helga að sjá á bak foreldrum sínum. Var hún þá tekin í fóstur af hálfsystur sinni, Jónínu Arngrímsdóttur, og manni hennar, Þorsteini Ól- afssyni. Bjuggu þau í Jökuls- árhlíð uns þau fluttust til Seyð isfjarðar árið 1905. Var þá ferð inni heitið vestur um haf, en ekki varð af því ráði. Settust þau að í Seyðisfirði og bjuggu þar til dánardags. Helga giftist eftirlifandi manni sínum Sigurjóni Jó- hannssyni frá Gnýstað, versl- unarmanni og bókhaldara, sem nú er forstjóri Brunabótafje- lags íslands, vel metinn og þjóðkunnur hæfileikamaður. Bjuggu þau í Seyðisfirði til 1923. Þá neyddust þau til að bregða búi að sinni vegna van- heilsu Helgu. Varð hún að fara á heilsuhæli og dvaldist þar um tíu mánaða skeið og fjekk sæmilegan bata. Aftur settu þau bú saman árið eftir, 1924. Fluttust þau þá til Reykjavík- ur og hafa dvalist þar síðan. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Eru þau öll á lífi, upp komin og mannvænleg: Jóhann, skrifstofumaður, Arn- grímur, bókari í heildverslun- inni Eddu, Ásmunduu við nám í Kaupm'annahafnarháskóla og Fanney í föðurgarði. Frú Helga var einkar mynd- arleg og dugandi húsfreyja, þegar hún var heil heilsu, enda var heimili þeirra hjóna bæði eystra og hjer í Reykjavík, al- þekt fyrir snyrtimensku og rausn. Var þar oft gestkvæmt og mun lengi í minnum haft af þeim, er kunnugir voru. Frú Helga ljest á heimili sínu 21. þ. m. eftir langa legu. Hún verður borin til grafar í dag. Fylgir henni hlýr hugur og góðar minningar allra þeifra, er kynni höfðu af hinni mætu konu. B. Firnm mínúlna krossgáfan m 2 ) 4 ' ■ i 7 8 9 IO i i 12 ^ 1> • M ■ ■ ■ * J7 m 18 ) - PaEesfína Framh. af bls. 1 mann, hvort Gyðingaráðið mundi ráðleggja Gyðingum að flytjast ekki til Paiestínu, færi svo, að sameinuðu þjóð- irnar tækju þá ákvörðun, að Arabar skyldu vera í meiri- hluta í Palestínu, svaraði hann: „Það mundum við aldrei gera“. SKYRINGAR Lárjett: — Kvenmannsnafn — 6 Haf — 8 Mýri — 10 End- ing — 12 stífur — 14 Tveir eins — 15 Tveir ósamstæðir — 16 Hratt — 18 Sina. Lóðrjett: — 2 Dýr — 3 Kný — 4 Land — 5 Láta af hendi — 7 Hörð — 9 Snæða — 11 Nudd — 13 Ungt — 16 Band — 17 Frumefni. Lausn á. síðustu krossgátu., Lárjett: — 1 öklar — 6 afl — 8 eik — 10 dúa — 12 klof- inn — 14 al — 15 An — 16 Ana — 18 Drangey. Lóðrjett: — 2 kakó — 3 L. F. — 4 aldi — 5 rekald — 7 Fann- ey — 9 ill — 11 una — 13 fönn — 16 aa — 17 Ag. — Aðaftundur Í.R. Framh. af bls. 5 kosnir: Sigurpáll Jónsson, formaður, Þorbjörn Guð- mundsson, Kolbeinn Jóhanns son, Steinar Steinsson, Sig- urður Steinsson, Gísli Ás- mundsson, Axel Konráðsson, Gísli Kristjánsson og Guð- mundur Ingólfsson. I rekstrarnefnd Kolviðar- hóls voru kosnir: Rngnar Þorsteinsson, Sigurður Sig- urðsson, Haraldur Árnason, Jón Bjarnason og Hjalti Sig- urbjörnsson. — í húsbygg- inganefnd: Þorsteinn Schev- ing Thorsteinsson, Haraldur Jóhannessen, Gunnar Ein- arsson, Ingólfur B. Guðmunds son og Magnús Þorgeirsson. — Endurskoðendur voru kosnir: Ben. G. Waage og Gunnar Einarsson. —Theo Henning Framh. af bls. 2 Því miður varð þessi mikils verði listamaður fyrir mikluj óláni. Heimili hans var rænt, ’ og listaverk hans eyðilögð. — Hann var sviftur aleigu sinni og neyddur til að gerast her-l maður. Afleiðingin var löm- un í hægri hartdlegg og annað heilsutjón. Og svo loks dauði hans, eftir að hann hafði í heilt ár verið sárþjáður á sál og líkama. EFTIRMÆLI Einhver vinur Theo Henn- ings og Jadens-hjónanna hef ur skrifað þessi minningar- orð, sem jeg vona að hafi ekki spilst til muna 1 þýðing unni. Og svo hefur dr. Jaden bætt þar nokkru við. Lista- maðurinn ljet eftir sig tvær dætur, aðra 6 ára, hina 3, sem eru mjö|g| illa staddar. Eru þær í miklum vandræðum sakir fataskorts, og þó, að því er ■ mjer skilst, einkum nær- íatnaðar. Segir dr. Jaden, að enginn geti, án þess að kom- ast við, minst þeirrar hjálpar, sem frá íslandi hafi verið veitt alókunnu austurrísku fólki, og lætur í ljósi þá von að ekki muni síður mega gera sjer von um hjálp, þeg- ar um er að ræða börn látins íslandsvinar, slíks sem Theo Henning var. En fatnað eins og þann sem þessar föður- lausu telpur vanhagar svo mjög um, segir hann ófáan- legan í Vínarborg. Hjálpina mun vera best að veita með tilstuðlan Rauða krossins. Börnin, Astrid og Uta Hénning, eru hjá ömmu sinni; en áritun hennar er: Frau Thusnelda Henning Wien III. Uchatiusgasse 3/8. H. P. Aukin kolaframleiðsla HAMBORG: Kolaframleiðsla í Ruhr jókst í janúarmánuði upp í 211.000 tonn á dag. í desember var framleiðslan 198.462 tonn. Efnugos Framh. af bls. 1 HÆTTUÁSTAND Hættuástandi hefur verið lýst yfir í þorpunum við norðurhlíðar fjallsins og allir íbúar þessa svæðis hafa safn að saman eigum sínum og eru reiðubúnir að flýja. Núverandi eldgos er sagt eiga upptök sín í eldgíg, sem myndast hefur innan í þeim gamla. Etna gaus síðast 9. febrúar, en þá stóð gosið yfir í tvær klukkustundir. — Medal annara orða Framh. af bls. 8 margir hefðu alveg óviðun- andi lífssiklyrði í þjóðfjelag- inu. Síðan varð það einlægur á- setningur hans að gera alt sem í hans valdi stæði, að almenn- ingur fengi þau laun, sem þyrfti til þess að lífskjörin yrðu sæmileg. En jafnrfamt fengju atvinnurekendur í sinn hlut það sem þeir þyrftu, til þess að atvinnufyrirtækin gætu stað- ist. — Hver ertu? Roosevelt var mjög fyrir það gefinn, að gera ýmsar tilraunir á sviði atvinnulífsins. Þess- vegna voru menn með allskon- ar getsakir um það hvaða stjórnmálastefnu hann í raun rjettri fylgdi. Blaðamaður spurði hann eitt sinn að því, hvort hann væri kommúnisti. Roosevelt . kvað nei við því. Þá spurði blaða- maðurinn hann að, hvort hann væri, eindreginn fylgismaður kapítalismans. Nei, sagði Roose velt. Eruð þjer sósíalisti, segir þá blaðamaðurinn. Nei, var svarið. Hvað eruð þjer þá, spurði hinn ungi blaðamaður. Hafið þjer enga ákveðna stjórn málaskoðun? Stjórnmálaskoðun, tók for- setinn upp eftir honum. Jeg er kristinn og lýðræðissinni. Á móti ríkisrekstri. Roosevelt var því andvígur, að atvinnutækin yrðu tekin frá einstaklingunum og ríkis- rekstur væri látinn koma í staðinn. Hann áleit núverandi þjóðskipulag vera alveg sjálf- sagt. En á því þyrfti að gera^ ýmsar breytingar, sem trygðu að allir lifðu við sæmileg kjör, og nytu rjettlætis og mannúð- ar. Eitt sinn er rætt var eitt- hvert vandamál á ráðuneytis- fundi, sem taka þurfti ákvörð- ún um, sagði hann: Við verð- um að gera það sem við álítum að sje rjettast í augnablikinu. Komi það í ljós að við höfum haft rangt fyrir okkur, þá verð um, við að betrumbæta það. MiiiiiiiiiiunitiiiiiiiumiMiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiMifiMsai Sk Eftir Robert Storm THERE'£ A LULL, OUT ' THERE, SHER- I ÁiEAN VELVET...TÍ/V1E FOR SOU TO LET DOWN VOUR LARVNX. AND GIVE - , OUT WlTH A FEW V0CAL5 — //’--------\ OKAV, c mÁ PHiL.I-I HAVE AN AWFUL FEELINö THAT ALL THlö &UILDIN6 UP TO A TERRIFIC M LETDOWN Eiginmaður Sherrys segir henni, að kominn sje tími til að syngja nokkur lög fyrir gestina í klúbb þeirra. Sherry er hálf niðurdregin og segir: — Phil, jeg hefi það á tilfinningunni, að þessir loftkastalar okkar eigi eftir að hrynja í rústir. — Á sama augna bliki ekur Bing, bróðir X-9 upp að næturklúbb þeirra. — Hann hugsar: Það er eins og mjer finnist að þetta eigi eftir að verða örlagaríkt kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.