Morgunblaðið - 02.03.1947, Side 2

Morgunblaðið - 02.03.1947, Side 2
MORGUNBLAfllt) Sunnudagur 2. mars 1947 l»ETTA er ein af aðalgötunum í Bukarest, höfuðborg Rúnieníu. Þ-ykir sú borg vera cin af fegurstu borgum Balkanlan'da og liomst svo að segja óskemd út úr stríðinu. Frá Búkarest forseli og forsælis- "áðherra senda Kýtl mel í langflugi orusfuflugvjela Þjóðræknisjiingi r V.-lsl. kveðjur TUTTUGASTA o,g áttunda þjóðræknisþing Vestur-ís lendinga var háldið dagana 24.—26. f(íbrúar, að við- Kjtöddu fjölmenni. Á kvöld- síimkomum töluðu þessir tiæeðumenn: Valdimar Bjöi-ns son, Carl Freeman og Ric- hard Beck. i Frá forseta íslands barst Jíveðjuskeyti, og vai- forseta etent þakkarskeyti, þar sem honum og íslensku þjóðinni var árnað allra heilla. Stefán Jóhann Stefánsson, forsætis- r-áðherra, se.ndi þinginu svo- fellt ávarp í skeyti: ? ;,! nafni ríkisstjórnar Is- liánds sendi jeg þjóðræknis- þingi Vestur-íslendinga alúð fftkveðjur. Þótt á íslandi skipti um stjórnir og stjórn- málaflokka við völd, þá er vináttan í garð frændanna fyrir vestan haf engum breytjngum háð“. Kveðjunum var tekið með iniklum fögnuði. Helstu mál, sem rætt var úm, voru viðhaid íslenskrar tungu, stofnun kennarastóls í íslenskum fræðufn við Mani- tpba háskólann og samvinna við ísland. Var ákveðið’ að ráða útbreiðslu- og fræðslu ihálastjóra. A þinginu voru þessir menn kjörnir heiðurfjel-agar: Sigurður Þórðarson, söng- Btjóri, Heigi Bricm, aðalræð,- ismaður, og Richartl Beck prófessor. Jón Bíldfell var kjörinn zíýr meðlimur stjórnarnefnd- iff.;— (Frá ríkisstjórninni, , frjettatilkynning). New York í gærkvöld. TILKYNT var í kvöld, að bandarísk orustuflugvjel hefði slegið riýlt met í langflugi, án þess að lenda. Tilkynninjfín var birt strax eftir að herflug- vjelin „Betty Jo“ — skírð í höfuðið á konu flugmannsins — hafði lent á La Guardia flug velli, New York, eftir fjórtán og hálfrar klukkustundar flug frá Hickam flugvelli, Honolulu. Vegalengdin milli þessara staða er 7565 kílómetrar. Kona flugmannsins beið á La Guardia flugvelli meðan á fluginu stóð. Skömmu áður en vjelin lenti, sagði hún við blaðamenn: „Jeg efast ekki um að honum takist þetta. Hann verður að gera það — gifting- ardagurinn okkar er á mánu- dag“. — Reuter. Madridbúar heimla konung Madrid í gær. MIKILL mannfjöldi safnaðist safnan fyrir framan kirkju í Madrid í dag, þar sem minn- ingarguðsþjónusta fór fram í til efni af því að sex ár eru liðin síðan Alfonso XIV. Spánarkon- ungur ljest, en hann var faðir Don Juans, sem nú gerir kröfur til konungstignar á Spáni. Mannfjöldinn hrópaði: „Við viljum konung“, en á móti var þá hrópað af minnihluta í hópn um: „Franco, Franco, Franco“. Ekki skifti lögreglan sjer af þessum hrópum. Síðan hjelt mannfjöldinn til „Þjóðhallar- innar“, sem er áðalbækistöð Francos í Madrid og þá voru það "fleiri, sem tóku þátt í hróp - um með Franco. Eftir stutta stund dreifðist mannfjöldinn, án þess að til frekari tíðinda drægi. — Reuter. í Höfn bíða húsmæður klst. snmon til nð iú einn mófötu ÞAÐ kemur fyrir í Kaup- mannahöfn um þessar mund ir, að húsmæður leggi á sig að bíða klukkustundum sam ! an til að fá mó í eina fötu Itil að geta yljað upp híbýli | sín, þótt ekki sje nema í einn ! eða tvo klukkutíma. Það kemur einnig fyrir, að fólk | standi í biðröðum alt að því 14 klukkustundir til þess eins ! að fá leyfi til kola, eða elds- neytiskaupa, en þegar það er fengið er alveg óvíst, að nokkuð fáist út á levfin. | Frú Anna la Cour, dóttir dr. Gunnlaugs Classen, sem er bú- sett í Kaupmannahöfn, er ný- komin hingað til bæjarins með tvö ung börn sín. Hún kemur hingað í hiýjuna, fyrst og fremst. Ætlaði hún ekki að koma í heimsókn til ættfólks síns fyr en að sumri, en sök- um kuldanna og vegna barn- anna færði hún heimferð sína I fram. Ekki allir eldsneytislausir. Frú la Cour sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að ekki væru .öll heimili í Danmörku jafn illa stödd hvað eldsneyti snerti. Þeir sem hafi haft fram- sýni og getu til að birgja heim- ili sín af mó í haust þurfi ekki að kvarta yfir eldsneytisskorti. En mó geymsla taki mikið rúm, sem ) ekki sje allstaðar fyrir hendi í íbúðum almennings. Því miður muni það því vera svo, að þeir sjeu fleiri, sem búi við eldsneytisskort, en hin- ir, sem geta hitað upp hja sjer í Odense muni % íbúanna vera algjörlega eldsneytislausir. Víða frost í íbúðum. Skömmu áður en frú Anna fór frá Höfn var venjulegur hiti í íbúð hennar um 7 stig að morgni og alt upp í 14 stig í stofum þegar leið á daginn. En þess er vert að geta, að íbúð hennar var hituð upp að nokkru. Hjá hinum, sem ekkert eldsneyti hafa er oft frost inni í íbúðunum. Gas og rafmagn er af skorn- um skamti. Amerísku kolin, sem Danir fengu reyndust ekki nógú góð til þess að gasstöðv- arnar gætu notað þau til gas- framleiðslu. Þótt það sje bann- að, hafa margir gripið til þess ráðs að hita upp eldhúsin hjá sjer með gaseldi og hefst þá fjölskyldan við í eldhúsinu Það stóð til að láta hvert heimili fá 25 1. af steinoliu, og mun það eitthvað hjálpa. . Rafmagn er ekki skamtað ennþá í Kaupmannahöfn, en ætlast er. til að menn spari það eftir föngum. Verslunarglugg- ar eru ekki upplýstir að kvöldi til. Það hefir bjargað, að raf- stöðvarnar hafa getað brent mó. Fyrir nokkru var leyft að nota rafmagn til uphitunar að ein- hverju leyti en það eru mjög fáir sem eiga rafmagnsofna. Kjöt og fiskskortur í Höfn. Allmiklir örðugleikár hafa verið á matvælaöflun til heim- ila í Kaupmannahöfn í vetur. Islensk kona segir frá erfiðleikum vegna elds- neytis og matvælaskorts Kjöt er af skornum skamti og stafar það aðallega af flutn- ingaörðugleikumyvegna ísalaga á sundunum. Var um tíma ekki hægt að fá annað kjöt í Kaup- mannahöfn en hrossakjöt. Fisk ur fæst heldur ekki, þar sem sjómenn geta ekki farið til veiða vegna ísa. Það erú slátrararnir, sem á- kveða hvað hver fjölskylda fær mikinn kjötskamt, en kjöt er ekki skamtað með seðlum. Mun kröfuganga húsmæðra í Kaupmannahöfn, sem getið var frá í frjettum á dögunum vafa- laúst standa í sambandi við þá skömtunaraðferð, sem oft kem- ur órjettiátt niður. Skortur á mjólk og feitmeti. í Kaupmannahöfn hefir mjólkurskortur gert vart við sig í vetur. Er .það enn að kenna flutningaörðugleikum, þar sem Kaupmannahöfn fær mikið að neyslumjólk sinni frá Jótlandi, eða eyjunum og sam- göngur allar erfiðleikum bundn ar. Smjör er skamtað í Dan- mörku og fær hver éinstakling- ur, sem svarar % pundi smjörs á viku. Sápa er einnig skömt- uð. Ekki fæst smjörlíki nema út á smjörseðlana, svínafeiti alls ekki og yfirleitt ekkert feit- meti nema smjörskamturinn, þó geta menn valið hvort þeir vilja smjör eða sama magn af smjör líki út á smjörseðlana. Kornmatur og kaffi, te og sykur er og skamtað og skort- ur er á ýmsum vörum, sem áð- ur fengust alstaðar, en vöru- þurðin mest af gjaldeyriserfið- leikum Dana. Frú Anna la Cour var fegin að koma heim í hlýjuna og góða veðrið hjer og svo myndi fleiri íslendingar, sem ættu þess kost að komast heim frá Evrópulöndunum um þessar mundir. í. G. Svíaráttu 4 fyrstu menn í 18 km. göngu í Holmenkollen ÁTJÁN KM. GANGAN Á Holmenkollen-mótinu fór fram í gær. Áttu Svíar fjóra fyrstu menn, en Finnar 5. og 6. — I flokki þeirra,- sem einnig keppa í stökki, áttu Norðmenn 1., 3. og 5. mann, en Svíar 2. og 4. Fyrstu átta mcnn í göng- unni voi'u: 1. Nisse Karisson, Svíþjóð, 1 klst. 2 1 mín., 2. Herrdin, Svíþjóg, 1,03,37, 3. Forsberg, Svíþjóð, 1,04,03, 4. Gunnar Karlsson, Svíþjóð, 1, 04,08, 5. Lahde, Finnland, 1, 04,51, 6. Silvennoinen, Finn- iand, 1,05,29 og 7.—8. Nyborg, Noregi og Dufseth, Noregi, 1,05,50. I flokki þeirra, er einnig keppa í stökki, urðu þessir fyrstir: 1. Dufseth, Noregi, 1, 05,50, 2. Israelsson, Svíþjóð, 1,06,20, 3. Hermansen, Nor- egi, 1,06,34, 4. Rogström, Sví- þjóð, 1,06,46 og 5. Odden, Noregi, 1,07,45. Það er ekki gott að segja um, hvef vinnur tvíkeppn- ina en ef til vill eru það Her- mansen eða Odden, sem hafa mestar líkurnar. — Gunnar Akselsson. Úlfar á ferðinni. RÓMABORG: — Hópar af úlfum hafa sjest í nágrenni við bóndabæi í námunda við ítölsku hafnarborgina Ancona. Kuldinn á þessum slpðupa mun hafa neytt úlfana til að flýja hæli sín í fjöllunum. Heddy Lamarr eignasl dreng Hoilywood í gær. Kvikmyndaleikkonan víð- kunna Heddy Lamarr fæddi í dag sveinbarn o,g var gerð- ur keisaraskurður við fæð- inguna. Maður hennar, John Loder, skýrði blaðamönnum frá því, að barninu og móð- ur þess liði ágætlega. Heddy Lamarr er tjekk- nesk að uppruna, en maður; hennar er breskur. Þau giftni sig fyrir fjórum árum. Þau eiga tveggja ára telpu, Den- ise að nafni. Heddy á 17 ára son frá fyrsta hjónabnndi. —* Hún var áður gift FritS Mandl, austurríska vopna- framleiðandanum og einnig var hún gift Gene Markey, kvikmyndafrámleiðanda. — Reuter. Norðmenn vinna skíðaslökkkeppni í Bandaríkjunum FJÓRIR Norðmenn eru nú í Bandaríkjunum og tóku þar þátt í alþjóðaskíðastökk- keppni á föstudaginn. Norðmaðurinn Korxgsgaard’ varð nr. 1, stökk 73 og 70 m, Annar varð Noi’ðmaðurinn Baklie. Hinir tveir Norð- mennirnir náðu einnig ágæt ■ um sætum. Keppt var í hinnl svonefndu „Sjálfsmorð? stökkbrekku". — G.A.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.