Morgunblaðið - 07.03.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1947, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ 5 l ! i I Föstudagur 7. mars 1947 jp£f' Vegna þess, að klukkunni var ekki flýtt í marsmánuði, verður að breyta ferðaáætlun skipa til Borgarness í eftirfarandi form: Frá Rv. Frá Bn. Mánud. 10. mars ... ... kl. 6 kl. 11 Þriðjud 11. mars ... ... kl. 8,30 kl. 18,30 Mánud. 17. mars .. ... .kl. 12 kl. 17,30 Þriðjud. 18. mars .. . .. .kl. 11 kl. 18,30 Mánud. 24. mars ... ... kl. 6 kl. 10 Þriðjud. 25. mars ... ,... kl. 7,30, kl. 17 Föstud. 28. mars .. ... .kl. 10 kl. 13 Að öðru leyti helst áætlunin óbreytt. Hf Skallagrímur f Sími 6420. >#«>^<Ix»<jx»«x»<íx*xJx*x**x»«kSx8k®kS>4 Amerískir OLíuoriij fyrirliggjandi. Hri&rili (Herteiáen (S? do. h.j. Hafnarhvoli — Sími 6620 tbúð til sölu Til sölu er 2ja herbergja íbúð í verkamanna- bústöðunum II. bygging‘aflokki. Söluverð er kostnaðarverð að viðbættri verð hækkun skv. vísitölu byggingarkostnaðar, Umsóknir sendist skrifsto^i fjelagsins í síð- asta lagi 10. þ.m. Fjelagsmenn ganga fyrir kaupum á íbúðinni eftir númeraröð. Stjórn Byggingarf jelags alþýðu Reykjavík. ^^<$K$X$X^^8x$>§X^<$X^<SX$X$X$><$3K£<$K®^^<í>ex®3xSX$xSx$K$X$K§K$<$xJx$X$K$X$X$X$X®<$X Kuldaúlpur á drengi 3—12 ára teknar upp í dag. Ullar- | peysur á drengi 1 öllum stærðum. Stormblúss - ur á drengi 6—14 ára, tvöfaldar. Best að auplysa í Morgunhlaðinu x5x$x$x$KSxJx$x$»<$K®K$xSx$>^x$xíx$KÍ>^yS...'><5>^<íx5;.^x$x$x$x$KSxjx$><$x$x$x$>^x$x$xj>^x«x$x$x$>$ íslenska síldin er ljúffengust, en of dýr Þriðja Ameríkubrjef frá Oskari Halldórssyni í ÞESSU brjefi talar Óskar Halldórsson m. a. um sölu á ís- lenskri síld í Ameríku, og segir hann það síðasta Ameríkubrjef sitt. Hann kemst m. a. svo að orði: „Á ári hverju er flutt inn til Bandaríkjanna um 150 þúsund tunnur af síld. Er þetta svo lít- ið magn, sarnanborið við lands- menn, að um það bil hálf salt- síld kemur á livern þeirra. Er það ekki meira en það, sem jeg borða venjulega af síld á hverj um degi. Aðalsíidarneytendurn ir í Ameríku eru Norðurlanda- búar og Gyðingar. Það er fullkomið alvörumál hvaða sölufyrirkomulag þarf að hafa á þeirri síld, sem seld er til Ameríku. Annaðhvort á að reyna, að koma í kring sam- sölu með Norðmönnum eða taka upp annað sölufyrirkomulag heldur en það, sem var s. 1. ár. Það yrði of langt mál, að rekja hjer öll atriði þess í stuttu frjettabrjefi. selt á undanförnum árum. En nú er sú sala minkandi, vegna þess að Syíar bjcða íslensk síld- arflök, sem mjer virtust vera ljettsöltuð saltsíld með lítils- háttar af sykri í. Kölluðu þeir þetta matjessíidarflök. Flök þessi líkuðu betur en okkar, auk þess voru umbúðirnar og dósirnar snyrtilegri frá Svíun- um heldur en fiá okkur. Flökin okkar kpma í pappa- umbúðum. Á dósirnar eru límd- ir lausir miðar, sem oft vilja detta af. En Svíarnir hafa trje- kassa um Hnar dósir, og er vörumerkið þrykkt á sjálfar dós irnar.Er allur frágangur á þessu frá Svía hendi mjög fallegur. • Sölumenn. Norðmenn eiga því láni a3 fagna; að fjöldi af duglegum kaupsýslumönnum þeirra hafa sest að í hafnarborgum Evrópu og Ameríku. Annast þeir þar fyrir eigin reikning og ábyrgð sölu á norskum afurðum, eink- um sjávarafurðum. Þetta hefir orðið til þess, að norskar vör- ur eru svo útbreiddar og seljast mikið. Það þarf engum að bland ast hugur um, að við íslending- ar stöndum við fáa í jafn mik- illi þakkarskuld og þá menn, sem hafa lagt \ innu í, að selja afurðir okkar, hvort heldur þa3 eru landbúnaðar- eða sjávar- afurðir. Jeg hitti í New York ungan íslending, Gunnlaug Briem, son Ólafs heitins Briem skrifstofu stjóra. Hann er ötull og dug- legur maður. Hann hefir veri3 í New York frá því á árinu 1941. Hefir hann selt afurðir fyrir niðursuðuverksmiðjuna S Reykjavík og fieiri. Hann hefir unnið algjörlega fyrir eigin reikning. Sala þessara afurða hefir verið atvinna hans. Virt- ist mjer, að hann geti ekki leng ur fengið lífsframfæri sitt me3 afurðasölu þessari, vegna þess, að afurðir okkar eru dýrari og verð þeirra fer hækkandi. En samskonar afurðir frá öðrumr þjóðum lækka í verði, og eru hvarvetna boðnar til sölu. Eft- ir því sem mjer heyrðist á þess um unga kaupsýslumanni, er hann nú á xörum heim til ís- lands. Jeg fæ ekkl annað sjeð, en sii góða? gamla regla sje enn í gildi, að til þess að geta fengi3 öruggan markað fyrir vöru sína, þarf varan að vera jafn góð eða betri en hjá keppinaut- unum, og þarf að vera hægt að selja hana sama eða hagstæð- ara verði en þeirra verð er. M. ö. o. við þurfum að vera sam- keppnisfærir, með framleiðslu okkar. Harðfiskur og lýsi. íslenski harðfiskurinn, sokk- fiskurinn, var í háu verði í Ame Framh. á bls. 8 Mikill dreifingarkostnaður. Frá íslandi voru fluttar út árið sem tleið 9—10 þúsund tunnur. Síldarútvegsnefnd er, sem kunnugt er, eini lögskipaði útflytjandinn. Kaupendur á þessari síld voru 5 síldarinn- flytjendur í New York, og er einn þeirra islenskur, Fritz Kjartansson. Þessir innftvtjend ur selja. oftast síldina aftur til heildsala, og heildsalarnir selja hana síðan til smásala. Þessir aðilar leggja mikið á vöruna, og græða mikið á henni, sem best sjest á þvj, að 4 stk. af síldinni er seld í búðum þar vestra fyrir 1 dollar, eða kr. 1,62 pr. síld. En íslenski útflytj andinn fær um 40 aura fyrir stk. af síldinni, f.o.b. á Islandi. Auk þessara 9—10 þús. tunna, sem síldarneíndin íslenska seldi vestur, seldu Norðmenn um 6 þús. tunnur af íslenskri síld, er þeir veiddu hjer við land og söltuðu á skipsfjöl. Var síld þessi flutt. til Noregs og síðan seld baðan vestur. Norðmenn haxa líka sína síld arútvegsn., sem er einkaút- flytjándi fyrir þá. Hún selur síld ina hverjum, sem hafa vill. Aft ur á móti hafði íslenska Síld- arútvegsnefn.din gefið þessum 5 síldarinnflyt.endum einkarjett á síldarinnflutningi hjeðan. Norð mönnunum tókst að fá 20—30 króna 'hærra verð fyrir hverja tunnu, sem þeir seldu heldur en íslenska síldarútvegsnefnd- in fjekk handa sínum framleið- endum. Ameríkumönnum líkaði við- skiptin vel við íslensku síldar- útvegsnefndina. Þeim þótti síld in góð. Bæði líkaði þeim flokk- unin vel, og eins pökkunin. Þótti íslenska sildin taka hinni norsku fram. Jeg átti tal við amerískan síldarkaupmann, um verkunina á síldinni, eins og við hefðum nafa og eins og þeir óskuðu helst að hún sje. Að mínu áliti eftir þessi sam- töl, eigum við ekki að halda jafn einstrengingslega í verk- unina á matjessíld, eins og gert hefir verið, heldur eigum við að salta og verka meira af syk- ursíld og hausskorinni Ijettsalt- aðri síld. Því fynr hana er hægt að fá hærra verð vestra en matjessíldina. Ej rjett að faka þetta til sjerstakvar athugunar, vegna þess, að bseði sjómenn, þeir sem vinna við síldarverk- un og útgerðarmenn vilja helst losna við matjessíldina. íslenska síldin best. Enginn efi er á því, að af allri þeirri síld, sem flyst til Ame- ríku, þykir íslenska síldin best. Eftir þeim upplýsingum, sem jeg þar fjekk, tel jeg víst, að þar muni vera hægt að fá ár- legan markað fyrir 40 þús. tunnur af Íslands-síld, ef vel’ og skynsamlega er haldið á söl- unni. Þetta er sá markaður sem íslendingar og Norðmenn geta notað fyrir þessa góðu vöru. En óneitanlega væri æskilegt að fá dreifingarkostnaðinn lækkaðan frá því sem hann er nú. Með !>ví móti ætti salan að aukast. Margir kvörtuðu yfir því við mig- hve íslenska síldin væri dýr. Jeg kom t. d. inn á mat- söluhús eitt í Clúcago. Þar var framreiddur kaldur matur á borð með 50 rjettum, meðal þeirra margir síldarrjettir. En þar var engin islensk,síld. Jeg Ijet gera boð fyrir veitinga- manninn og spurði hann að því hvers vegna hann hefði ekki ís- lenska síld á borðum eða hvort hann þekti hana ekki. Hann kvaðst þekkja hana, og fram- reiða hana endrum og eins. En gestunum þætti hún svo góð að þeir borðuðu svo rrjikið af henni, að hann hefði ékki efni á að kaupa hana fyrir það verð, sem hann þyrfti að greiða fyrir hana. Máltiðin af þessum kalda mat kostaði 16 krónur. Veitingamaðurinn segði mjer að í borginni væru um 200 þús. Svíar, og fólk af sænskum ætt- um en mikið af Gyðingum. Uppáhaldsmatur alls þessa fólks væri íslenska síldin. Niðursuðuvörur og síld í dósum. Á ófriðarárunum var selt lítils háttar af íslenskum niðursuðú- vörum í Vesturheimi. En undir eins oð ófriðnum lauk komu samskonar vörur frá Norður- löndum. Er nú svo- komið, að niðursúðuvörur okkar seljast ekki, vegna þess hve verðlagið á þeim er hátt. Eins og t. d. fiskabollurnar. Svíar og Norðmenn bjóða niðursuðuvörurnar, fyrir 30— 50% lægra verð en er á okkar framleiðslu. Murtan úr Þing- vallavatni er eftirsótt, en af henni er svo sáralítið, að ekki munar um hana. Pundsdósin af henni er seld í búðum á sem svarar 8 krónur. Af síldarflök- um í dósum hefir talsvert verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.