Morgunblaðið - 07.03.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1947, Blaðsíða 10
10 MOEGUNBL AÐIÐ Föstudagur 7. mars 1947 Á HEIMILI ANNARAR £fu, ianon, Q- t'k erLar t ma Að jarðarmiðju Eftir EDGÆR RICE BURROUGHS. j 102. Hann var byrjaður að hlaupa þegar hjer var komið, og er hann nálgaðist mig, lyfti hann hinu volduga spjóti sínu, en jeg nam staðar, lagði ör á streng og miðaði eins vand- lega og jeg gat. Þetta tók mig nokkuð lengri tíma en vanalega, því jeg hlýt að játa, að þessi ægilegi maður hafði haft svo slæm áhrif á mig, að fætur mínir voru allt annað en stöðugir. Hvaða vonir gat jeg gert mjer and- spænis þessum mikla stríðsmanni, sem jafnvel hræddist ekki hót grimmustu risabjarndýr? Gat jeg vænst þess að sigrast á manni, sem einn hafði lagt að velli sadoka og dyrytha? Það fór hrollur um mig, en sannast að segja hafði jeg meiri áhyggjur af örlögum Dían en sjálfs míns. Og allt í einu kastaði villimaðurinn hinu þunga spjóti sínu, en jeg lyfti skildi mínum til að draga úr hinu ógur- lega afli þess. Höggið var svo mikið, að jeg fjell á hnje, en skjöldurinn hafði breytt stefnu vopnsins og jeg stóð uppi ósærður. Júbal stefndi þó enn í áttina til mín með eina vopnið, sem hann nú átti eftir — ægilegan hníf. Hann var kominn of nál'ægt mjer til að jeg gæ(ti miðað vand- lega, en jeg skaut á hann þar sem hann kom. Örin rakst á kaf í læri hans og skildi eftir sár, sem að vísu var sárs- aukafullt, en þó ekki svo, að það felldi hann að velli. Og í næstu svifum hafði hann fleygt sjer í áttina til mín. Fimni mín bjargaði mjer í bráð. Jeg smeygði mjer undir handlegg hans, og þegar hann sneri sjer við til að kasta sjer á mig á ný, rak jeg sverð mitt í andlit honum. Og andartaki síðar renndi jeg sverðinu í hægri handlegg hans, svo að hann fór nú að beita meiri varkárni. Einvígi okkar bygðist nú á brögðum og herkænsku — hinn risastóri, loðni maður beitti öllum brögðum til að fá tækifæri til að koma við kröftum sínum, en jeg reyndi hins vegar að halda honum í hæfilegri fjarlægð. Þrisvar sinnum fleygði hann sjer gegn mjer, og þrisvar sinnum varðist jeg hnífstungum hans með skildi mínum. Og í hvert sinn tókst mjer að koma á hann sverðinu — og í eitt skipti að reka það í annað lunga hans. Hann var orð- inn ataður í blóði, og þegar hann hóstaði, fossaði rauður blóðstraumurinn út um munn hans og nef og þakti andlit hans og brjóst með froðukenndum blóðflyksum. Hann var ófrýnilegur á að líta, en langt í frá að hann væri dauður ennþá. Lilla litla var aðeins Karli, hrópaði önnur þeirra. 6. dagur Það var nú langt síðan að Phineas Thorne, sá sem lagði grundvöllinn að auð Thorne- aettarinnar, hafði valið þenn- an stað og bygt húsið. Hann vildi hafa alt traust og vandað og húsið var líka traust og vandað. En að það skyldi líka vera fallegt stafaði af því að Thorne hafði verið svo hepp- inn að fá ágætan bygginga- meistara, sem kunni tök á því að sameina fegurð og traust- leika. Ekki var sagt að húsið væri bygt í neinum ákveðnum stíl. Það var ekki með þessum þröngu herbergjum og mjóu göngum, sem tíðkuðust í bygg- ingum í Nýa Englandi á þeim tímum. Þar var hátt undir loft og vítt til veggja, eins og í stór hýsum í syðstu ríkjunum. — Thorne var af enskum og skotskum ættum. Það má því vera að hið víða anddyri. hafi verið stæling á ensku bygging- arlagi, en hinir þykku veggir og hreinu línur hafi átt ætt sína að rekja til Skotlands. Frá Englandi var það kom.icf að hafa alt úr sem vönduðustu efni, svo að það gæti enst um aldur og æfi, hvort sem efnið var steinn eða timbur. Phineas Thorne var orðinn ríkur og þurfti ekki að horfa í kostnað- inn, of hjer var hann að byggja ættaróðal. Útveggirnir voru úr gulum steini, sem mað aldrinum hafði fengið á sig svipaðan lit eins og fullþroskuð pera. — Þessi steinn hafði verið pantaður sjerstaklega og höggvin á viss an hátt. Súlurnar voru úr feðm ingsdigurri eik og í gluggum og hurðum var harðviður frá Eng landi. Gólfin voru úr teak og stigarnir úr cyprusviði, en handriðin úr mahogny. Hár múr var umhverfis eign ina á þrjá vegu en á einn veg náði hún að sjónum. Var því húsið þarna alveg út af fyrir sig. Múrinn var traustur eins og alt annað, hlaðinn úr stóru höggnu, grjóti, sem tekið var í Nýja Englandi. Var hann nú orðinn ellilegur *og mosavr.x- inn, en upp að honum höhuð- ust lárviðar- og rósarunnar, en yfirgnæfðu há grentrje. Einhvernveginn hafði húsið sloppið við allar þær skað.’*:ð- isbreytingar, sem menn voru að gera á gömlum húsum skömmu fyrir aldamótin, þeg- ar menn vissu varla hvað þeir áttu við peninga sína að gera. Og þó var Thorne ríkur. — Skipaútgerð hans blómgaðist, skip hans voru traust og sterk og sigldu um öll heimsins höf. Bankar hans rökuðu saman fje. En hann hafði bygt hús sitt áður en hinn vitlausi og íburð- armikli stíll kom til sögunnar, sá stíll, sem enn má sjá í New- port og meðfram Fifth Avenue. Og1 húsinu var ekki breytt. Að vísu var bygð alma við það árið 1889, en hún var alveg í sama stíl og húsið siálft. Gróð- urhús voru bygð árið 1893, en voru falin í trjálundum þeim, sem gróðursettir voru þegar húsið var bygt. Að vísu höfðu orðið breyt- ingar þarna. Og þær haíði Alice gert. Hún hafði afmáð alt, sem var til óprýði, en dreg ið fram alt hitt, sem fegurðar- auki var að. Hún vissi hvað hún vildi og það var eins og hún hefði tíma til als. Aldin- garðurinn og blómagarðurinn höfðu tekið miklum stakka- skiftum undir handleiðslu hennar. Það mátti því segja að alt úti og inni samsvarnði þeím fegurðarkröfum, sem Phineas Thorne hafði gert þeg ar hann grundvallaði þennan stað. Háir trjálundir voru með- fram garðmúrnum og gnæfðu yfir alfaraveginn fyrir utan. Upphaflega höfðu aðeins verið troðningar þar, en nú var bar kominn rennisljettur og breið- ur akvegur. Aðalgarðurinn var fyrir sunnan og austan húsið. Voru þar gangbrautir, kliptir runn- ar og fagrar grasflatir. Á sumr in voru þarna litauðug blóma- beð og lagði þægilegan angan blómanna um allan garðinn. Nú var svo skamt áliðið vor.;- ins að ekki voru þar önnur blóm en hyasinthur og fíflar. , Hinum megin var sundið eins og silfurblátt band. Niður undir því voru nokkrir klettar og undir þeim sandfjara. Lágu þangað ýmsir stígar. Var þarna hinn ákjósanlegasti baðstáður, enda hafði verið reistur þar nýtísku baðskáli. Þarna var líka skemtibátur Richards, og einn eða tveir vjelbátar. Þeir voru ekkert notaðir lengur. Á stríðsárunum hafði herstjórn- in tekið þá handa strandgæslu- liðinu, en síðan var eins og enginn vildi nota þá. Máske var það vegna þess að fólkið hafði vanist af því á meðan þeir voru burtu, máske var það ýegna þess, að um svipað leyti og þeim var skilað, hafði Alice verið handtekin og kærð ’fyrir það að hafa skotið mann til bana. Alt var breytt síðan. Að vísu gengu öll heimilisstörf sinn vanagang eins og á meðan Alice var heima og hafði stjórn að öllu. Gólfin í húsinu voru jafn vél fáguð og áður, blómin í gluggunum voru jafn vel hirt og báru jafn góðan angan um stofumar. En þó var heimilið með alt öðrum svip. Það var engu líkara en að hið virðu- lega hús hefði ekki þolað þetta eina áfall. En þó er þetta enn húsið hennar Alice, hugsaði Myra með sjer. Hvorugt þeirra Richards hafði mælt orð af vörum. Þau hlustuðu á fótatak sitt, skríki í ástfangnum fuglum og hvin í flugvjel, sem sveimaði þar yf- ir. Þau gengu inn í greniluhd- inn. „Varaðu þig á greinunum. Jeg skal lyfta þeim“, sagði Ric hard og sveigði til hliðar grein ar svo að hún gæti gengið und- ir þær. Nú hvarf húsið sjónum þeirra og það var hálfdimt inn á milli grenitrjánanna. Stígurinn var mjór. Myra gekk á undan og fann að hann var á hælum sjer, hún heyrði fótatak hans og fann ilminn af vindlinum hans. Brátt komu þau út úr þykninu og fram að klettunum. Fyrir neðan þau var. hafið lygnt og blátt nema þar sem kvöldroð- inn speglaðist í því. Þau gengu niður á sandströndina og stað- næmdust þar. Baðskálinn var þeim til hægri handar. Það var svo kyrt, að þau heyrðu hvern- ig sjórinn gutlaði við staurana undir húsinu og kinnunga bát- anna. í fjarska sást Long Is- land eins ©g grá rönd, en nær voru nokkrar eyjar og sló á þær gulleitri slikju. Flugvjelin var komin svo langt í burtu að rjett heyrði hvininn í henni. „Það er eins og við sjeum þúsundir mílna frá New York“, sagði Richard og stakk höndun um í buxnavasana. „Það er eins og við sjeum á annari stjörnu, að öðru leyti en því, að jpar sjást aðrar stjörnur, ekkert tungl og þar er máske ilmur í lofti af vorgróðri og sjávar- gufu“. Á morgun átti hún að vera komin í annan heim. Að vísu var ekki nema klukkustundar ferð til New York, en þar var annar heimur. Hún gat þó talað við Corneliu frænku í síma og einstaka sinnum heimsótt hana. En Richard gat hún ekki umgengst eins og áður. Hún fjekk aldrei framar að njóta þess að vera daglega samvist- um við hann. Það hafði verið yndislegur tími — en þó hættulegur. Hún hafði ekki gert sjer grein fyrir því fyr en nú. Og nú áttu þau að skilja. Daginn eftir fór hún alfarin hjeðan, og þá skildust vegir þeirra að fullu og öllu. Þau máttu aldrei hittast. Hún vissi tvo sem hvað fólk mundi segja, ef þau sæist saman: „Jeg sá Richard Thorne í New York í gær. Hann var með þessari stúlku hennar Corneliu, hvort það er nú fósturdóttir hennar, ritari hennar, eða hvað hún nú er. Hún er systir hans Tim Lanes“. Allir þektu Tim. Hann hafði altaf dvalist í Thorne-húsi í sumarleyfum sínum meðan hann var í skóla. Þar hafði ver ið hans annað heimili, hjá Ric- hard og Alice (altaf kom Alice við sögu). Hún heyrði líka ó- sjálfrátt hverju mundi vera svarað: „Er það satt? Hann get ur ekki gifst“. „Nei, það er nú verst. Og þá verður hann að hafa það svona“. Þannig mundi getsökunum rigna niður'. Richard mundi ó- efað heyra þær og forðast hana. Og það var svo semekki henni einni til að dreifa. Ef Richard ljet sjá sig með einhverri stúlku í kaffihúsi, eða’ef hann talaði meira við eina eða aðrar í veislum, þá kpmst það í há- mæli. Fram að þessu hafði Myra þó sloppið, því að hún fór ekkert með honum nema Cornelia væri með. Fólki fanst ekkert athugavert við það. En þegar hún var farin frá Corne- liu, þá var alt öðru máli að gegna. Alt til íþróttaiðkana og ferðalaga Hellas, Hafnarstr. 22. þriggja ára gömul. Hún var góð og þæg stúlka, að öðru leyti en því, að hún vildi aldrei láta mömmu sína baða sig. — Á meðan þú ert hjá pabba og mömmu verðurðu að baða þig, sagði mamma Hennar. •— Þá skal jeg bara segja þjer það, sagði Lilla, að jeg gifti mig hið allra bráðasta. ★ Fyrír nokkrum árum kom jarðskjálfti á eynni Kos, þar sem Hippokrates átti heima, og skolaðist þá upp úr hafinu marmaralíkneski af honum. ★ — Kunnið þjer að synda? — Já. — Hvar hafið þjer lært það? •— í vatni. ★ — Nú hefur Guðmundur verið giftur í 18 ár, og cnn sit- ur hann heima hjá konunni á hverju kvöldi. Það getur mað- ur nú kallað ást. ■— Nei, hann er gígtveikur. ★ Tvær kunningjakonur talast við. — Nei, þú ert þá trúlofuð •— Já, hvernig veistu það? — Jeg kannaðist við hring- inn, sem þú ert með. ★ Spánskt orðtæki segir: Guð blessi stjórnina, því að næsta stjórn gæti orðið heimingí verri. ★ •— Hvað er þetta, hefirðu keypt þjer harmoniku? •— Nei, jeg fjekk hana lán— aða hjá nábúa mínum. •— Til hvers? Ekki getur þú spilað á harmoniku. — Nei, en nábúi minn getur það ekki heldur á meðan har- monikan er hjá mjer. it — Vjer erum sköpuð til þess að hjálpa öðrum, sagði kennar inn í kristnum fræðum. •— En til hvers eru þá aðrir skapaðir?, spurði Sigga litla. i ÖBBnnut kanp •( »81« FASTEIGNA Garðar ÞorsteinssoB Vagn E. Jóossob Oddfellowhúsinu. Simar: 4400, 3442, 8147,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.