Morgunblaðið - 08.03.1947, Blaðsíða 1
16 síður
34. árgangur
56. tbl. — Laugardagur 8. mars 1947
ísafoldarþrentsmiðja h.f.
Breskir atom-
fræðingar senda
Bevin orðsend-
ingu tii lUoskva
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
ÞEGAR Ernest Bevin, utanríkisráðherra Breta, kemur
til Moskva til þátttöku í fundi utanríkisráðherranna þar,
mun bíða hans orðsending frá nefnd víðþekktra breskra
atómfræðinga og stjórnmálamanna, þar sem skorað er á
hann að hefja þegar í stað umræður við Stalin marskálk,
og Marshall utanríkisráðherra, um atómorkuna og alþjóða
eftirlit með henni. Tilkynning um orðsendingu þessa var
birt hjer í London seint í gærkvöldi.
v' Strasigt eftirlit nauðsynlegt. '
í ofangreindri orðsendingu til
Bevins er m. a. sagt, að verði
' ekki bráðlega komið á ströngu
alþjóðaeftirliti með atómork-
unni; sjeu geysialvarlegir tím-
ar framundan. Heldur nefndin
því fram, að ágreiningur Breta,
Bandaríkjamanna og Rússa um
' atómorkueftirlit sje ekki svo
mikill, að ekki megi komast að
einhverju samkomulagi um
þessi efni.
Afnám atómvopna.
Nefndin lítur einnig svo á,
að ofangreind 3 stórveldi geti
með samkomulagsumleitunum
komið sjer saman um afnám at-
ómvopna, stofnun alþjóðlegs
atómorkuráðs og eftirlit með
notkun atómorkunnar.
I áskorun sinni til Bevins
segir nefndin ennfremur, að
það sje skoðun hennar, að finn-
ist pu lausn á þessu mikla
vandamáli, muni reynast mim
auðveldar að leysa núverandi
alþjóðavandræði.
390 manns hand-
teknir í Libanon
Beirut í gærkv.
ÞRJÚ hundruð manns hafa
nú verið handteknir í sam-
bandi við óeirðirnar í Tripolí,
Libanon, í gær, er 16 menn
biðu bana og meir en 60 særð-
ust. Óeirðir þessar áttu sjer
stað, eftir að mikill mannfjöldi
hafði tekið á móti Fawse Ed-
Din E1 Kawakji, en hann stóð
fyrir uppreisn gegn Bretum í
Palestínu fyrir 10 -árum síðan.
Bardaginn braust út á aðal-
torginu í Libanon og var á
milli áhangenda tveggja flokka
sem átt hafa í deilum að und-
anförnu.
í dag deildu dagblöð í Liban
on á stjórnina fyrir það, hversu
lítið eftirlit væri með vopna-
burði manna þar í landi.
— Reuter.
32 menn hand-
feknir í Palesfínu
í gær
Jerúsalem í gærkv.
Að minsta kosti 32 menn voru
handteknir í Palestínu, er sex
breskar herdeildir hófu miklar
hú'Srannsóknir í dag. Leitað var
meðal annars í borgunum Re-
hovoth, Hadera og Nathanya.
Þá kom í dag til átaka milli
ofbeldismanna og breskra her-
manna, en tveir hermenn særð-
ust, er jarðsprengja sprakk und
ir bíl þeirra.
•—Reuter.
Þýskur nasisla-
læknir hengdur
Herfohd í gær.
Dr. KORBEL, sem í júní s.l.
var sekur fundinn um að hafa
borið ábyrgð á morði að minsta
kosti 400 barnafólks, sem á sín
um tíma hafði verið flutt til
Þýskalands til vinnu þar, var
hengdur í dag. Náðunarbeiðni
Korbels var hafnað.
Nasistalæknirinn, sem sjórn
aði barnahæli, sem var í sam-
bandi við Volkswagen-verk-
smiðjurnar í námunda við
Brunswick, var sekur fundinn
um að hafa drepið ofangreind
börn með „skipulagðri van-
hirðu“. — Reuter.
„SPRENGJU-SÍMSKEYTI“
LONDON: — Fyrir nokkru
barst Scotland Yard símskeyti,
sem í stóð: „Tímasprengju hef
ur verið komið fyrir í húsi Shin
wells (eldsneytismálaráð-
herra) í Wandsworth. Hún
mun springa á sunnudagsmorg
un“. — Lögregluvörður var
settur um húsið, en ekkert
skeði.
BORGARSTJÖRISVARAR RÆBUM
ANDSTÆBINGA í BÆJARSTJÚRN
-3>
Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri.
Nýr hæðasfýrisúfbúnað-
ur flugvjela
LONDON: — Handley-Page
flugvjelaverksmiðjurnar hafa
tilkynt að þær hafi látið gera
nýja tegund af hæðarstýris-
iásum á flugvjelar til þess að
koma í ve,g fyrir að óhapp
komi fyrir, eins og talað er
um að átt hafi sjer stað í
Kastrupflugveíli er Dakota-
vjelin fórst þar.
Við síðari umræðu um
fjárhagsáætlunina
Er Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, hafði lokið frumræðu
sinni á bæjarstjórnarfundi á fimtudagskvöldið, tóku fulltrúar
hinna flokkanna til máls. Síðan þeir fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins, sem báru fram sjerstakar tillögur í sambandi við fjárhags-
áætlunina. Er áliðið var fundarins tók borgarstjóri aftur til máls
cg birtist hjer útdráttur úr ræðu hans. Hann komst m. a. að orði
á þessa leið:
Gátu ekki lenl við
Berlín
EIN af flugvjelum American
Overseas Airways fór frá
Amsterdam í dag áleiðis til
Berlín. í vjelinni voru meðal
annars 23 meðlimir banda-
rísku sendinefndarinnar *á
Moskvafundinum og fjórir
blaðamenn.
Flugvjelin kom til Amster-
dam í gærkvöldi, eftir að hafa
gert tvær árangurslausar til-
raunir til að lenda á Tempel-
hof flugvelli við Berlín. ■—
Reuter.
Kviknar í 16,000 tonna
farþegaskipi á höfninni í
New York
• ^ New York í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
FARÞEGAR, sem voru að fara um borð í Queen Eliza-
beth, hópuðust í dag upp á efri þiljur skipsins, til að horfa
á eldinn, sem brotist hafði út í bandaríska skipinu „John
Ericson“. Hið brennandi skip, sem er 16,552 tonn að stærð,
lá skamt frá Queen Elizabeth. „John Ericson“ var upp-
haflega í eigu sænsks skipafjelags og hjet þá „Kungs-
holm“, en 1941 eignuðust Bandaríkin það.
Bryggjan hvarf í reyk.
Reykurinn frá hinu 16.000
tonna farþegaskipi fylti ýmsa
af svefnklefum breska risaskips
ins, en bryggjan, sem það lá
við, var hulin reykjarmekki.
„John Ericson" átti að leggja
að stað til Le Havre á morgun
(laugardag). Einni af land-
göngubrúm Queen Elizabeth
var skotið yfir til Ericson, til
þess að áhöfn skipsins gæti náð
í eigur sínar.
Mikill ’ eldur í aðalþiljum.
Bandarískt strandvarnalið og
slökkviliðsbátar börðust við eld
inn, en þeir síðustu, sem fóru
úr skipinu, sögðu að mikill eld
ur væri á aðalþiljum.
Strachey meðal farþega.
John Strachey, breski mat-
mælaráðherrann, var meðal far
þega þeirra á Queen Elizabeth,
sem töfðust vegna eldsins, en
óstaðfestar fregnir herma, að 12
af skipshöfn ,John Ericson* hafi
verið fluttir á sjúkrahús, er þeir
urðu aðframkomftir af reyk.
Rúmlega þremur tímum eftir
að eldurinn braust var tilkynt,
að sýnt væri væri að takast
mundi að slökkva hann. Ekki
er enn vitað, hversu miklar
skemdir hafa orðið.
Ríkisaðstoð við byggingar.
„Sigfús Sigurhjartarson undr
aðist efasemdir mínar um það,
hvort ríkisstjórnin myndi fuíi-
nægja lagafyrirmælum um að-
stoð við byggingar. Eftir hina
miklu fjárfestingu, sem varð ár
ið sem leið, er þó ekkert undar-
legt, þótt ríkissjóður eigi örð-
ugt með miklar fjárgreiðslur.
En framkvæmd lagafyrirmæía
fer vitanlega eftir fjárgetunnx
í hvert sinn. Annað mál er það,
ef lögunum verður ekki fram-
fylgt, þá er sjálfsagt að breyta
þeim. En jeg vona, að til þess
komi ekki.
Korpúlfsstaðir.
Þá hafa fulltrúar Alþýðu-
flokksins og Sósíalistaflokksins
deilt nokkuð á búreksturinn á
Korpúlfsstöðum. Vil jeg taka
þetta fram í því máli: Túnum
Korpúlfsstaða hefir verið hald-
ið í fullri rækt síðan bærinn
tók við jörðinni, en endurbæt-
ur hafa ekki verið gerðar þar
á húsakynnum. Áður en þær
endurbætur voru gerðar er ekki
hægt að auka bústofninn veru-
lega frá því sem hann er nú.
Fyrverandi borgarstjóri taldi
ekki- rjett að ráðast í miklar
húsabætur á Korpúlfsstöðum og
hafa þar fjölda manns í vinnu,
á meðan húsnæðisvandræðin
væru eins miklar í Reykjavík,
eins og þau hafa verið á undan-
förnum árum. Fundargerð ligg-
ur fyrir frá landbúnaðarnefnd
bæjarins um þessi mál, þar sem
allir nefndarmenn eru sam-
mála. I sambandi við þetta ber
jeg fram svohlj. dagskrártill.:
„Með tilvísun til álits land-
búnaðarncfndar bæjarins legg-
ur bæjarstjórn áherslu á
1. að fram fari sem fyrst við-
gerð á húsum jarðarinnar, bæði
íbúðum starfsfólks og fjósi.
2. að útvegaðar verði þær
búvjelar, sem landbúnaðar-
nefndin hefir farið frarn á.
3. að stefnt sje að því, að
Korpúlfsstaðir verði reknir
mcð fullri áhöfn, með það fyr-
ir augum, að þar verði fram-
Icidd nýmjólk til neyslu i
sjúkrahúsum og öðrum síofn-
. . Framh. á bls. 2