Morgunblaðið - 23.03.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SunnudagUr 23. mars 19471 MMItefMHt > ífi i i • * 1 J " " ’1" 1 Jóhann Hafstein þakkar þjóð- viljanum kynningarstarfsemi ÞJÓÐVILJIXX hefir sýnt f mjer þá einstöku tillitssemi að gcta þess jafnan á einn eða ann- ; an hátt, ef jeg tek til máls á Alþingi eða í bæjarstjórn. Auk > þess hefir blaðið haft það meira : við mig en aðra, að vcra öðru i hverju að birta myndir af mjer, og vil jeg nú ekki láta dragast l lengur að þakka fyrir þessa l kynningarstarfsemi. Að vísu hefir Þjóðviljinn sinn : hátt í þessum kynningarskrif- ; um um mig, cn það cr nú ekki f meira en við var að búast. S.l. föstudag birtir blaðið h mynd af mjer ásamt ummælum um það, að ,.jcg slepj)i engu f tækifæri til að láta í ljós andúð é mína á verkalýðshreyfingunni j og alþýðunni“. Tilefni blaðsins f voru umrnæli, sem jeg ljet falla 'í á Alþingi urn frv. til laga um f. að lögskipa 17. júní og 1. maí, : sem almenna frídaga. Já — i. þetta með andúðina á alj)ýðu, ; — það hefir maður reyndar f heyrt áður hjá sama blaði. Ann- f að hvort hlýtur nú fólk, sem les s Þjóðviljann, að halda að jcg sje | ógurlegur verkalýðsböðull og | illmenni í garð alþýðu manna ;; — eða menn taka ekki nokkurt f mark á slíkum skrifum blaðsins, og er nú hvorugur kosturinn ■ góður. - Að })essu sinni ætla jcg að hafa svo mikið við að birta }>á Tæðu mína, sem að dómi Þjóð- [ viljans á að lýsa minni miklu í alþýðu-andúð. og gctur ])ví hvcr s dæmt fyrir sig, — en jeg end- ; nrtek þakkirnar fyrir kynning- arstarfsemina: Herra forseti! Eins og fram kom í ræðu hv. 11. landskjörins hafa á síðari ár- um komið fram raddir um J>að, að lögbjóða 17. júní sem al- mennan frídag, }>ar sem }>ctta er nú þjóðhátíðardagur Islend- ínga, — og í sannleika sagt hafa verið nokkrar misfellur á því að 17. júní hafi verið al- mennur frídagur upp á síðkast- ið, þó að það hafi færst í vöxt eftir stofnun lýðveldisins. Jeg vil leyfa mjer í þessu sam- bandi að vitna til þess, að eins og fram hafa komið áskoranir frá í. S. í. um, að 17. júní yrði lögskipaður frídagur þá hafa einnig komið fram úr öðrum áttum slíkar áskoranir, m. a. frá ungum Sjálfstæðismönnum, og var samþykkt ályktun þar urri á Sambandsþingi s.l. sumar. Og það er nokkuð langt síðan það barst í tal milli mín og hv. þm. N.-ísf., að hann hefði átt viðræður við hv. 11. landsk. um það, að þeir flyttu frv. um þctta efni, og gerði jeg })á ráð fyrir, að þeir fiyttu þetta mál sam- an, og þá jafnvel fuHtrúar allra ])ingflokkanna, sem vel hefði farið á í slíku máli. En út af fyrir sig er ekkert við því að segja þó svo hafi ekki orðið, málið á jafn mikinn rjett á sjer, þó að hv. 11. landsk. flytji það einn. Þó vil jeg segja það, aðalefni málsins er, að lögskipa 17. júní sem almennan frídag, en er hinsvegar ekki alveg jafn viss um, að það sje viðfeldið að leggja bæjar- og sveitarstjórn- um þá skyldu á herðar, að stofna til hátíðahalda þennan dag. Jeg teldi eðlilegast, að það kæmi af sjálfu sjer, að fólkið efndi til hátíðahalda án laga- skyldu, á sínum þjóðhátíðar- degi, og ætti nefndin, sem fær þetta mál til meðferðar, að at- huga þessa hlið málsins. 2. gr. })cssa frv. er um það, að lögskipa, sem almennan frí- dag, 1. maí, sem haldinn hefir verið hátíðlegur af verkamanna- stjettinni. En jeg er ekki jafn- sammála hv. flm. um það, að ástæða sje til að lögskipa 1. maí sem almennan frídag. Hjer er um hát-íðisdag einnar stjettar að ræða, og mætti hafa það í huga, að með þessu skapaðist fordæmi um það, að fleiri stjett- ir óskuðu þess, að þeirra frídag- ur yrði lögskipaður sem al- mennur frídagur. En eðli máls- ins samkvæmt finst mjer óþarft af stjettunum að ætlast til þess að þeirar 'eigin stjettardagur.sje almennur frídagur allra stjetta. Um 1. maí er það hins vegar að segja, að það er ein stærsta stjett landsins, sem heldur hann hátíðlegan, og hv. flm. vjek einnig að því, að þó að hann yrði lögskipaður þá væri í raun og veru aðeins með því stað- fest ákvörðun fólksins sjálfs og sú venja, sem skapast hefir. Það er m. a. út frá þessu sjónarmiði sem jcg tel óþarft að lögskipa þetta, vegna þess, að þó að það yrði ekki í lögum þá yrði ekki skert sú hátíð, sem þennan dag er haldin af verkalýðsstjettinni, njc heldur þátttaka í hátíða- höldunum af öðrum stjettum. Jeg vil á engan hátt með þessu draga úr því, að hátíðahöld fari fram 1. maí og frí sje frá vinnu þann dag. Það er aðeins for- dæmið, sem jeg tel að btri að varast, að Alþingi ákveði að einstakur stjettardagur skuli jafnframt vera lögskipaður frí- dagur annara stjetta. í þessu sambandi vildi jeg minna á, að það eru, eins og kunnugt er, vissir dagar, bæði helgidagar þjóðkirkjunnar, viss- ir afmælisdagar merkra manna og frídagar einstakra stjetta, eins og t. d. 1. maí, sem hafa verið fánadagar hjer á landi. Forseti íslands mun kveða á um það, hvaða dagar sjeu fánadag- ar. Finst mjer æskileg og vil koma því hjer með á framfæri, að þeir dagar, sem stjettir þjóð- fjelagsins liafa kjörið sem sinn frídag, væru jafnframt fvrir- skipaðir fánadagar, og þjóðin sýndi })annig viðkomandi stjett hug sinn og samúð mcð því að draga fána að stöng, eins og t. d. á sjcr stað nú 1. maí. Enda er 1. maí fyrirskipaður fánadag- að} ur. Svo er hins vegar ekki um hátíðisdaga annara stjetta, svo sem frídag verslunarmanna og Sjómannadaginn, og síðar kynnu fleiri hátíðisdagar ein- stakra stjetta að koma til greina. En hátíðisdagar stjett- anna ættu allir að vera fána- dagar þjóðarinnar. Það er að vísu ekki verkefni þessarar háttvirtu deildar að á- kvcða um þetta atriði, en því er hreyft hjer, eins og jeg sagði, til þess að koma því á framfæri. Það voru svo ekki önnur at- riði sem jeg vildi víkja að við þessa umræðu málsins. AððHundur Breið- firðingafjelagsins —Breiðfirðingafjelagið hjelt aðalfund sinn fimtudaginn 20. febr. s.l., í Breiðfirðinga- búð. Flutti formaður, Jón Emil Guðjónsson, all ítarlega skýrslu um starfsemi fjelags ins s.l. ár. Er starfsemi fje- lagsins fjölbreytt mjög. Auk stjórnarfunda og almennra fjelagsfunda, voru haldnir á árinu hátíðafundir í sam- bandi við opnun Breiðfirð- ingabúðar, kvöldvaka að gömlum íslenskum sið, spila- kvöld, árshátíð, skemtun fyr ir 60 ára Breiðfirðinga og eldri, kvöldvaka í Ríkisút- varpinu, jólatrjesskemtun og hlutaveltu. Happdrætti, er fjelagið nú með vegna húsbyggingasjóðs síns, verður dregi'ð í því 12. apríl n.k. Fjelaginu bárust ýmsar gjafir á árinu þar á meðal mjög vönduð slagharpa frá Breiðfirskum konum, ræðu- stóll, stór skrifstofuskápur og peningagjafir. Eins og áður starfa í fje- laginu ýmsar deildir, þar sem fjelagarnir vinna að sínum hugðarefnum, eftir því hvað hverjym hentar, má þar nefna Breiðfirðingakórinn, handavinnudeild, málfunda- deild, tafldeild og skemti- deild. Fjelagið gefur út tíma ritið „Breiðfirðing“, er það eina átthagaritið, sem út kemur á landinu. Ýmsar fastanefndir eru líka í fjelag inu, svo sem ferðanefnd, kvik myndatökunefnd o.fl. Fjárhagur fjelagsins er góður og var þetta í níunda sinn, sem gjaldkeri fjelags- ins, Snæbjörn G. Jónsson, skilar reikningum þess. Hann hefur verið gjaldkeri fjelags ins frá upphafi og undir hans umsjá hefur hagur þess farið sí vaxandi. Jón Emil Guðjónsson, sem verið hefur formaður fjelags- ins undanfarin þrjú ár, baðst undan endurkosningu við stjórnarkjör. Var honum þakkað mikið og vel unnið starf í þágu fjelagsins og hyltur ákaít. imilið tekið til starfa að nýju EFTIR SJÖ ÁRA hlje á starfsemi Sjómannaheimilisins, tók það að nýju til starfa í gærdag . Stofan er til húsa þar sem áður var rekin veútingastofa frú Kristínar Dalsted við Tryggvagötu. Hefir forstöðunefnd Sjómannaheimilisins látið breyta þar og endurbæta allt. Við opnun þess í gær voru viðstaddir meðal gesta borgarstjórinn og biskupinn yfir Islandi. > v Sjera Sigurbjörn A. Gíslason baiíð gesti velkomna og rakti hann þar helstu tildrög að stofn un Sjómannaheimilisins hjer í Reykjavík og starfsemi þess. Fyrsta Sjómannaheimilið var stofnað hjer í bænum árið 1923. Það ár kom hingað til lands danskur maður, Vilhelm Rasch að nafni. Hann starfaði fyrir dönsku Sjómannaheimil- in. Hánn vakti máls á þessu við nokkra áhugamenn. Sjö manna nefnd var falið að hrinda málinu í framkvæmd. — Form. nefndar þeirrar var Jón Helgason biskup. Með aðstoð þáv. borgarstjóra, Kn. Zim- sen, tókst að koma Sjómanna- heimilinu á stofn. Þá var það til húsa að Vesturgötu 4, í húsi Björns Kristjánssonar. — Þar var heimilið rekið í nokkur ár, en síðar var það á ýmsum stöð- um við höfnina. Síðast var það í Fiskhöllinni, en þegar Bretar hernámu landið, vildu þeir fá húsnæðið, og varð því Sjó- mannaheimilið að víkja. Og öll stríðsárin, þar til í gær, hefir Sjómannaheimili ekki verið rek ið hjer af ísl. mönnum. „Jeg hefði kosið, að geta boð- ið ykkur í miklu stærra hús- næði“, sagði sr. Sigurbj. Á. Gíslason. „Við tókum þetta pláss, því annað var ekki að- gengilegra. Þetta húsnæði er að eins til bráðabirgða, því allir sem unna sjómannastjettinni, innlendum eða erlendum, vilja að hjer komist upp fyrirmynd- ar Sjómannaheimili“, sagði sr. Sigurbjörn. Næst gerði hann grein fyrir húsnæði því, er Sjómannastof- an tekur nú til starfa í. Þegar Sjómananheimilisnefndin tók við húsinu, ljet hún fara þar fram miklar og kostnaðarsamar endurbætur og telur sr. Sigur- björn að þær hafi kostað um 30 þús. kr. Þar eru nú til af- nota fyrir sjómenn, veitinga- stofa og lestrarstofa og þar geta sjómenn skrifað brjef og hlustað á útvarp. Það verða frammi til afnota fyrir gestina allskonar dægradvalir og bæk- ur, sem enn eru þó of fáar. — Þar er og eitt orgel. Uppi á lofti fær Sjómannaheimilið tvö her- bergi. Enn hefir ekki tekist að fá til afnota, nema annað þeirra. Hitt mun fást á næstu mánuðum. Forstjóri heimilisins er Axel Magnússon, en honum til aðstoðar verður kona hans og ein stúlka. Starfsemi Sjómannaheimilis- ins nýtur styrks Rvíkurbæjar, og var því á fjárlögum 1946 og svo nú, veitt 50 þús. k. í hvort skifti. í lok máls síns, þakkaði sr. Sigurbj. Á. Gíslason bæjaryfir- völdunum aðstoð þá, er þau hafa veitt stofnuninni á undan- förnum árum, og sagðist von- ást til, að þegar Sjómanna- heimilið bæði næst um aðstoð, fengi hún skjóta úrlausn mála sinna. í því sambandi gat hann þess að næst yrði sótt um lóð fyrir stórt og myndarlegt sjó- mannaheimili, sem yrði bæjar- fjelaginu til sóma. Er. sr. Sigurbj. hafði lokið máli sínu tók Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri til máls. Borg- arstjóri bar fram þá ósk fyrir hönd bæjarstjórnar, að gæfa og heill mætti fylgja störfum Sjó- mannaheimilisins. Hann kvaðst vona, að bæjaryfirvöldin myndu taka vel þeirri málaleit an stofnunarinnar, er hún myndi leita til bæjarins um að- stoð til þess að færa út kví- arnar. Næstur tók til máls Sigur- geir Sigurðsson biskup. Ræddl hann um þá þýðingu, sem slík- ar stofnanir hefðu fyrir sjó- mannastjettina. „Því margir sjómenn hefðu þá sögu að segja, það hafi verið þeim ó- gæfa, að engin slík stofnun var til, þar sem þeir hefðu komið að landi“, eins og biskup komst að orði. Að lokum bað hann þess, að blessun mætti fylgja stofnun- inni og starfsemi hennar um ókomin ár. Kirkjunni væri það gleðiefni að rjetta henni hjálp- arhönd. Síðastur tók til máls Henry Hálfdánarson, er mælti fyrir hönd Sjómanadagsráðsins. En það á tvo fulltrúa í stjórn heim- ilisins. Þakkaði hann það merki lega starf sem Sjómannaheim- ilið hefði leyst af höndum á fyrri árunum og hann kvaðst vona, að þegar framtíðardraum ur Sjómannadagsráðsins hefði ræst, þ. e. a. s. byging dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, væri tekin til starfa, mætti tak- ast gott samstarf milli þessara stofnana. I stjórn Sjómananheimilisins eiga sjö menn sæti. Frá því að hún tók til starfa hafa átt sæti í henni, þeir sr. Sigurbjörn Á. Gíslason, sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup og sr. Arni Sig- urðsson. Ennfremur eru í stjórn inni Sigurður Halldórsson, Þor- varður Björnsson, Jónas Jónas- son og Þorsteinn Árnason. Þeir tveir síðasttöldu eru fulltrúar, Sjómannaráðsins. SLUNGINN LÖGREGLU- MAÐUR WASHINGTON: — Blöðin hjer segja frá því, að Raumond Blackmore, leynilögreglumað- ur í San Jose, Californíu, hafi fyrir nokkru verið að flytja’ fyrirlestur um glæpamál, þegar honum varð litið út um glugg- ann, kom hann auga á mann, sem lögreglan hafði lýst eftir, þaut út og handtók hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.