Morgunblaðið - 23.03.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐlö Sunnudagur 23. mars 1947 r JHwgnstirlftfeffe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar; Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. t lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Virðingin fyrir fánanum FYRSTU LÖGIN, sem Alþingi samþykti eftir lýðveldis- tökuna voru fánalögin nýju. Það er vel til fallið, að þau lög, sem mæla fyrir um meðferð og vernd þjóðfánans skyldu hafa verið fyrsta verk á löggjafarsamkomu hins unga lýðveldis. Þjóðfáninn er heilagt merki, sem ekki má falla á blett- ur nje hrukka. Móðgun við fánann, er móðgun við þjóð- ina. Lítilsvirðing sýnd þjóðfánanum er lítilsvirðing sýnd hinu íslenska lýðveldi. Um það leyti, sem lýðveldisstofn- unin fór fram, hafði þjóðin mikinn skilning á þýðingu fánans. Allir vildu eignast fána og fánastöng við hús sitt og það þótti prýði í hverri stofu, að hafa íslenskan fána á borðfánastöng. Nábúar höfðu gætur á hver öðrum um það að fánalögunum væri hlýtt. Og þannig átti það að vera. En nú, tæplega þremur árum eftir að lýðveldið var stofnað, virðist sem menn sjeu orðnir kærulausir í þess- um efnum. Víða við hús má sjá fánastengur þar sem fána- linan er slitin. Aðrir hafa fengið leið á því að flagga og setja ekki upp fána á hátíðisdögum þjóðarinnar. Þeir, sem drógu fána að hún, gleyma að taka hann niður í tæka tíð að kveldi og margskonar annað kæruleysi ríkir í með- ferð þjóðarmerkisins. ★ En verst af öllu er að opinberir starfsmenn lýðveldisins eru einnig haldnir þessu kæru- og skeytingarleysi fyrir fánanum. Nýlega skeði það hneyksli, að íslenskri ríkis- fáninn var hengdur upp á spítu við komu innlendra og erlendra manna, sem voru að koma í heimsókn við merki- legt tækifæri. Ljósmyndin í Morgunblaðinu í gærmorgun af fánanum á Keflavíkurbragganum segir sína sögu. — Sögu, sem ekki má endurtaka sig. í næri sjö aldir börðust íslendingar fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. Þeir unnu sigur, og fengu sinn eigin fána, sem merki þess, að þeir væru sjálfstæð þjóð. Þjóðirnar, sem þekkja ánauð og kúgun hafa fórnað sínum bestu sonum til að geta dregið fána sinn að hún, sem merki um sjálfstæði sitt og frelsi. Látum það aldrei koma fyrir að við berum ekki fulla virðingu fyrir hinu dýrmæta merki, sem ávalt á að minna okkur á það dýrmætasta, sem við eigum, — frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Engin tilviljun zuerji ilznfar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Óvenjulegir hljómleikar. UNGFRÚ ENGEL LUND er komin ,,heim“ eftir langa úti- vist. Síðan hún var hjer síðast hefir hún sungið í flestum lönd um Evrópu og Ameríku. Heim- sókn Göggu Lund, eins og hún oftast er kölluð er jafnmikill stórviðburður í lífi New York og Vín og litlu höfuðborgar- innar norður við íshaf, Reykja víkur. Gagga er enginn venju- leg listakona. sem bara syngur fyrir fólk, tekur saman nótur sínar, kveður og fer. Söngur Göggu Lund hljómar í sálum fólks löngu eftir að hún er far- in, jafnvel enn fegurra. • Hin sanna list. GAGGA LUND ber svip hinnar sönnu listakonu. Hlut- verk raddarinnar, sem virðist vera ákaflega vel þjálfuð, og djúp er að fullnægja kröfum hins innra, túlka tilfinningar, sál þess sem sungið er. Þetta sýnist raunar vera svo sjálf- sagt, að ekki sje umtalsvert, en því miður er algengara að söngvarar leggi kapp á að breiða út rödd sína og sýna þol sitt og kunnáttu, en að snúa sjer að anda þess, sem flutt er og leyfa röddinni að þjóna sín- um rjetta húsbónda. Gagga Lund er fyrst og fremst túlk- ari. Á efnisskránni skiftast á lög frá ýmsum löndum, hvert með sínum þjóðlega blæ; þar eru hermannasöngvar og ást- arsöngvar, trúarljóð og gam- ansöm krakkalög. En Gagga blæs í alla hluti lífi og list, hún fær hverju ljóði sína eigin sál, sitt rjetta þjóðerni og tilfinn- ingu. • Oll fögur lög eru þjóð- leg og þessvegna al- þjóðleg list. SÖNGKONAN hefir geysi- lega tungumálakunnáttu. Hún hefir ekki lært tungumálin á veniulegum skólabekkjum. Hún hefir numið þau hvert fyr ir sig í þeirra rjetta umhverfi. Hún hefir fundið sál hverrar tungu, vegna þess að hún veit hvar á að leita hennar. Hún hefir sogið inn í sig þrótt og innileika hinna frumstæðu þjóð laga, og skilar þeim aftur í hinni upprunalegu mynd flutt af listrænni kunnáttu. Það er kanske síst ástæða til þess með Göggu Lund af hafa langan formála er rætt er um list hennar. List hennar er vit- anlega fyrst og fremst hennar persónulega eign, guðs gjöf, sem enginn mannlegur máttur getur tekið frá henni. Hún gæti jafnvel haldið áfram að syngja sig inn í sál fólks eftir að hún hefði mist röddina. Allt lát- bragð listakonunnar, fram- burður, jafnvel þó nokkuð skorti á að hún tali nú orðið sæmilega íslensku, túlkunin talar beint til hjartans, þó bregður aldrei fyrir óþægilegri tilfinningasemi. Hið gullvæga meðalhóf er hennar aðals- merki. • Sleppi engu tækifæri. Á HLJÓMLEIK Göggu í fyrradag vakti negrasöngurinn mesta hrifningu. Mun mörgum þá stundina hafa komið í hug hin mikla söngkona negranna, Marion Anderson, svo stórfeng leg og áhrifamikil var meðferð hennar á þessu undursamlega lagi. Einn hinna mörgu hrifnu á- heyrenda Göggu komst svo að orði eftir hljómleikinn: ,,Jeg var rjett í þann veginn að hætta við að fara á hljómleik- inn vegna þess hve veðrið var vont. hvernig átti mjer að geta dottið í hug að nokkur mann- eskja gæti sungið svona guð- dómlega og að til væru svona falleg þjóðlög. Þó hún ætti eft- ir að syngja hjer 10 sinnum mun jeg engum hljómleikanna sleppa. Svona munu flestir hafa hugsað, sem voru á hljóm leik Göggu Lund í Tripoli“. • Ekki luxus. í LÖNGU BRJEF um einka- bíla og mannfl. yfirleitt, sem skrifað er í sambandi við þann orðróm, sem í bænum gengur um, að í ráði sje að setja lúxus- skatt á einkabíla, varpar borg- ari fram þeirri spurningu, „hvort það sje luxus að eiga fólksbíl til eigin afnota á ís- landi“. Það er ekki hlaupið að því að svar.a þessari spurningu, því svarið getur verið bæði já og nei, en hitt er óhætt að full- yrða, að það er ekki rjett, að skoða algeng lífsþægindi og tækni, sem tekin er í þjónustu mannsins sem luxus. Það er ekki luxus að eiga bíl, þvottavjel, ísskáp, hræri- vjel, eða rafmagnseldavjel. Þetta eru þægindi, sem gera mönnum lífið ljettara og það ætti að stefna að því að sem allra flestir borgarar þjóðfje- lagsins, hvar í stjett. sem þeir standa geta eignast tæki til að auka lífsþægindin. • Gerðu sjer rangar hugmyndir. Á ÞAÐ VAR LAUSLEGA drepið hjer í dálkunum í gær, að amerísku blaðamönnunum list vel á sig á Islandi. Það er ekki ofmælt, sem betur fer. Nokkrir þeirra voru á dansleik „Lorelei“-klúbbsins í Sjálf- stæðishúsinu í fyrrakvöld og Mr. Kilgallen frá International New Service hjelt stutta ræðu, þar sem hann þakkaði fyrir þær móttökur, sem þeir fjelag- ar hafa fengið hjer og lýsti þvi, hvernig ýmsar rangar hug- myndir, sem þeir hefðu haft um landið og þjóðina hefðu nú breyst. Að koma í Sjálfstæðishúsið væri eins og að vera á bestu veitingastöðum í New York og stúlkurnar myndu sóma sjer hvar sem væri og hafa betur, innan um fegurstu blómaósir heimsins. • Á fjöll í dag. ÁHUGAMENN í skíðaíþrótt voru farnir að örvænta um að hægt myndi að halda Skíða- landsmótið hjer í nágrenninu, eins og ákveðið hafði verið, sökum snjóleysis. í fyrradag átti það samt að hefjast, en þá brá svo við að það varð að fresta mótinu vegna of mikilla snjóa! Það vill fara svo, að það er ýmist of eða van. En þeir, sem staðist hafa freistingu heið- skírra sunnud. til þessa í vet- ur munu hafa farið að huga að skíðatækjum sínum og fötum í gærdagi þegar sólin skein á mjöllina. Það má búast við að straumurinn liggi upp í fjöllin í dag, ef veðurfarið helst líkt og það var í gær. Og víst er það hressandi og holt, jafnt fyrif unga, sem gamla. Það er bara að klæða sig vel, gleyma ekki sólgleraugunum og fara var- lega. Þá getur þetta orðið skemtilegur sunnudagur hjá Reykvíkingum. „ÞAÐ verður ekki annað sjeð, en að kommúnista- flokkarnir um allan heim sjeu undir sterkum aga og vinni náið saman og það kemur ekki til nokkurra mála, að það sje tilviljun ein“. Á þessa leið fórust Dean Acheson, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna orð í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings í fyrradag. Acheson er ekki neinn stjórnmálablaðrari, eða áróðurs- maður. Hann veit hvað hann segir. Á orð hans er hlustað um allan heim, og þeir, sem ekki eru því blindaðri af ofstæki og hatri vita, að þessi maður fer ekki með neitt fleipur, heldur satt mál. Það þurfti ekki Acheson til að segja þessi orð. Þeir, sem fylgjast með í heimsmálunum hafa lengi veitt því athygli, að kommúnistar um allan heim starfa eftir „línu“. Það er engin tilviljun, að áróðursefni kommúnista norður á íslandi og suður í Kína er það sama. Kommúnistablað í Napoli á Ítalíu flytur orðrjett sama áróðurinn og kom- múnistablað á Akureyri, eða í Reykjavík. Það er engin tilviljuri heldur, að kommúnistablöðin hjer þegja stund- um í nokkra daga og neita sjer um að segja sitt álit á vandasömum málum, sem skyndilega eða óvænt ber á góma, þar til þeir hafa fengið „línuna“. Og línudansinn verður ávalt sá sami hvar, sem er í heiminum, því komm- arnir dansa eftir einni flautu. Það er bóndinn í Kreml, sem færir upp dansinn þann. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ------—---—------ Á öðru ári friðarins: 11 milj. manna undir vopnum Á ÖÐRU ári friðarins er áætlað, að að minsta kosti 11 miljónir karla og kvenna sjeu í herjum veraldar. Samkvæmt áætlun Hal. D. Steward liðs- foringja frá E1 Paso, Texas, mun rússneski herinn mann- flestur með um þrjár miljónir manna, þar næst kemur Kína með um 2.700.000 mann (hjer er kínverski kommúnistaher- inn ekki reiknaður með, en í honum er ætlað að sje að minsta kosti ein milj. manna). Þriðja stærstan herstyrk telur Steward að Bretar hafi (IV2 miljón), en fjórðu í röðinni eru Bandaríkin með um 1.300.000 manna her. í grein, sem Steward hefir ritað um þessi mál í „Armour- ed Cavalry Journal“, tekur hann fram, að ekki megi gera ráð fyrir því, að þessar tölur standi algerlega heima, þar sem sum herveldi gera sjer far um að halda leyndum her- mannafjölda sínum. Stórvcldin. Samanlagður herstyrkur stór veldanna fimm — Bandaríkj- anna, Bretlands, Rússlands, Frakklands og Kína — er áætl aður 8,650.000 manns. Ekkert bendir til þess, að nokkuð land í veröldinni hafi í dag nálægt því þann herafla, sem það hafði meðan á styrj- öldinni stóð. Tilkynt er, að Rússar hafi styrjaldarárin haft 20 miljónir manna undir vopn um, Bandaríkin 8.300.000 og Kína um 6.000.000. Steward segir í grein sinni, að af smáríkjunum hafi Júgó- slavar langsamlega stærsta herinn, jafnvel meiri herstyrk en Frakkar. Er stríðinu lauk, voru 750.000 manns í franska landhernum, 100.000 í flotan- um og flughernum. Júgóslavar munu hins vegar hafa um 800.000 hermenn, þar af um 10% konur. Ekki er hægt að treysta um of tölum um herstyrk spönsku stjórnarinnar. Ætlað er þó að hún hafi um 300.000 manns undir vopnum. Suður-Ameríka. Brasilía, sem var eina landið Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.