Morgunblaðið - 23.03.1947, Síða 7

Morgunblaðið - 23.03.1947, Síða 7
Sunnudagur 23. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 Nýsköpunin vekur bjurtsýni og eykur tekjur ríkissjóðs ÖNNUR UMRÆÐA fjárlaga liófst á föstudaginn og stóð um- ræðan til klukkan 2 um nóttina. Gísli Jónsson, framsögumað- ur fjárveitinganefndar, hóf um- ræðurnar mcð mjög ýtarlegri framsöguræðu. í upphafi ræðu sinnar rakti hann störf fjárveit- inganefndar, en vjek síðan að afkomu ríkissjóðs og mælti m. a.: Reynsla fyrri ára. Þegar fjárlagafrv. er lagt fram af fyrverandi fjármálaráðherra, eru tekjurnar aðeins áætlaðar rúmlega 136 milj. kr. A 20. gr. eru þá áætluð rúml. 16 milj. kr. útgjöld. Frv. er þá með nærri 10 milj. króna rekstrar- halla, og 22 milj. króna óhag- stæðan greiðslujöfnuð. Þegar lit- ið er á það, að ríkistekjurnar árið 1945 urðu nærri 166 milj. kr., og vitað er, að þær hlutu að verða mun meiri 1946, og engin sjerstök ástæða til að halda, að úr þeim myndi draga verulega 1947, má segja, að hjer hafi verið sýnt mikið yfirlætis- leysi í áætlun teknanna hjá ráð- herra, sem er að skila af sjer málunum í hendur annars manns. Reynslan hefir sýnt, að bæði árin 1945 og 1946, sem fyr- verandi ráðherra fór með fjár- málin, hafa tekjur og gjöld far- ið mikið fram úr áætlun. En tekjur þó miklu meira, svo að rekstrarafkoman hefir orðið miklu hagkvæmari en áætlað hafði verið. Er rekstrarhagnað- xirinh 1945 um 14 milj. kr. meiri en gert var ráð fyrir, og lík- 3ega um 30 milj. kr. meiri 1946. Bæði þessi ár hefir einn þýð- ingarmesti þáttur atvinnulífs- ins brugðist, þ. e. síldarútveg- urinn. Það verður því ekki hrak- ið, að þessi óvenjulega hagstæða afkoma ríkissjóðs stafar bein- línis af margvíslegum áhrifum frá ríkisvaldinu, og þá ekki síst frá því, að á þessum árum er losað mun meira um höftin í viðskiftamálum og fjármálum þjóðarinnar en áður. En það mun jafnan reynast svo, að því meira frelsi, sem þar er beitt, því meiri þróttur brýst fram hjá athafnamönnum þjóðarinnar, til framkvæmda, landi og lýð til blessunar. Rikisvaldið sje hvetjandi. Samkvæmt bráðabirgðayfir- Iiti, sem lá fyrir nefndinni, voru tekjur ríkissjóðs s.l. ár um 199 milj. kr., og mun þó nokkuð enn ' óinnkomið. Þótt ljóst sje, að enn vantar um 31 milj. króna í tekjuáætlunina, til þess að mæta rekstrarútgjöldum á frv., hefir fjárveitinganefnd ekki viljað leggja til, að tekjuliðirnir yrðu hækkaðir meira en tæplega 31 milj. kr., eða upp í 167 milj. frá 136 milj. kr., sem voru á frv. Það skal viðurkent, að áætl- un tekna og gjalda er enginn mælikvarði á afkomu ríkissjóðs, þótt það sje bæði sjálfsagt og nauðsynlegt, að hún sje gerð svo nákvæm sem unt er. A lrinu Kafli úr ræðu Gísla Jónssonar við 2. umr. fjárlaga oss, að því hærra, sem vjer höf- um hugsað því betur hefir oss vegnað, því bjartsýnni, sem vjer hö'fum verið, því ljettara hefir verið að bægja erfiðleikunum burt frá landi og þjóð. veltur alt, að ríkisvaldið sje jafnan hvetjandi en ekki letj- andi um framkvæmdir, og að þjóðin megi jafnan bera óskor- að straust til þeirra, sem fara með viðskifta- og atvinnumál þjóðarinnar. Tekjurnar ekki of hátt áætlaðar. Jeg' hefi ekki gert ágreining um tekjuáætlunina, frekar en þeir aðrir nefndarmenn, sem eru á gagnstæðri skoðun um þetta atriði, en jeg vil þó leyfa mjer að benda hjer á, sem rök fyrir því, að tekjuáætlunin sje að m. k. ekki óvarlega hátt áætluð: 1. Að tekjur siðasta árs urðu hartnær 200 milj. króna. 2. Að ríkissjóður hefir með sjerstökum lögum tekið á- byrgð á 30% hækkun á flest öllum sjávarafurðum, framleiddum á þessu ári, sem hlýtur að gera hvort- tveggja í senn, að örva menn stórlega til fram- kvæmda á því sviði, og hækka jafnframt stórlega tekjur þeirra, sem þennan atvinnuveg stunda, miðað við afkornu þeirra á s.l. ári; en hvort tveggja þetta hlýt- ur að skapa tekjur í ríkis- sjóðinn. Ilitt er svo annað mál, að ábyrgðin kann að skapa ríkissjóði einhver eða allmikil útgjöld, ef varan selst ekki fyrir hið ákveðna verð, en það snertir alger- lega gjaldahliðina, en ekki tekna. 3. Að aflabrögð hafa, það sem af er þessu ári, verið meiri en rnenn hafa átt að venj- ast. Mun þorskaflinn, það sem af er þessu ári, vera orðinn 13 þús. smál. meiri en á sama tíma í fyrra, eða um 40% meiri en þá var. 4. Að nú hafa verið brædd um 70—80 þús. mál síldar, sem aldrei hefir þekkst áður á þessum tíma árs. 5. Að síldarverksmiðjur og önnur fiskiðjuver hafa ým- isí verið byggð ný, eða stækkuð svo, að þar er að vænta tvöfaldra afkasta, ef afli býðst. 6. Að hin nýi mótorbátafloti margfaldar afköstin á móts við það, sem áður var. 7. Að á þessu ári koma hinir nýju togarar til landsins, til jafnaðar tveir á mánuði. rnun fyrsti togarinn hafa selt afla sinn í gær úr fyrstu veiðiför. Að vísu er alt í óvissu enn um sölu afurðanna. Og mjög veltur sjálfsagt á því, að hún takist vel. En það hefir a. m. k. verið vonað, að kapphlaupið urn lýsi og annað feitmeti, myndi verka þann veg, að halda mætti uppi eða hækka allverulega aðr- ar fi amleiðsluvörur þjóðarinnar. Jeg geri því fullkomlega ráð fyrir því, með tillili til þess sem jeg hefi hjer tekið franr, að af- koma atvinnuveganna alment verði mun betri þetta ár en undanfarin ár, einmitt fyrir á- hrif fyrrverandi ríkisstjórnar og þeirrar nýsköpunar, sem hún hóf og núverandi ríkisstjórn mun halda áfrarn að auka og treysta. Jeg hefði því haldið, að óhætt væri að áætla tekjur ríkissjóðs á þessu ári allverulega hærri en gert er, og skal minnast nokkuð nánar á það, um leið og jeg fer vf'ir hina einstöku tekjuliði frv. Útgjöldin hækka vegna nýrra laga. Skal jeg þá fara nokkrum orð- um um útgjaldaliðina alment. Nefndin leggur til, að gjalda- liðirnir verði hækkaðir alls um nærri 53 milj króna, frá því sem er á frv., og að auk þess verði gjöld á 20 gr. hækkuð um 2 milj. 650 þús. kr. En á móti komi tæp 1 milj. kr. gjaldalækk- un á ýmsum greinum frv. Þegar fyrverandi fjármálaráð- herra lagði frv. fram, var gjalda upphæðin 146 milj. kr„ eða með 18.5 rnilj. kr. hærri útgjöldum en fjárlög' siðasta árs. Kom þetta m. a. tii af þvi, að taka varð inn á frv., vegna nýrra lagafyrirmæla, nærri 19 milj. kr. nýjan gjaldalið, vegna almanna- trygginganna, 5 milj. kr. vegna landbúnaðarmála, 2 milj. kr. vegna raforkumála og rúmar 3 milj. kr. vegna flugmála, eða alls 29 milj. kr. Auk þess sem reikna varð alla gjaldaliði mun hærri, vegna hækkandi vísitölu og aukins rekstrarkostnaðar á ýmsum sviðum. Það hefði þvi ekkert verið eðlilegi'a en að þess- ir gjaldaliðir hefðu allir verið teknir inn á frv. í upphafi, og auk þess ýmsir aðrir liðir, svo sem vegna niðurgreiðslu dýrtíð- arinnar, skólalöggjafárinnar o. m. fl„ er fjárveitinganefnd legg- ur nú til, að tekið sje inn á fjár- lögin, og að auki yrði ekki dreg- ið verulega úr verklegum fram- kvæmdum á öðrum sviðum, frá því, sem v.ar á síðasta ári. Og að þetta er ekki gert, veldur því, að nefndin skilar nú tillögum um svo stórkostlega hækkun á gjaldaliðunum. Ymsum mun nú finnast, að þessi undirbúningur fjárlagafrv. sje einkennilega andstæður vilja og áli'ti nefndar- innar og jafnvel einkennilega andstæður því raunverulega á- standi, sem ríkir í landinu, þeg- ar frv. er samið. En, þegar þetta er athugað nánar, er ljóst, að hér cr raunverulega ekkert að undrast yfir, eða að áfella. Sá fjármálaráðherra, sem undirbjó þetta frumvarp og lagði það fram, hafði marglýst yfir því, að liann teldi það beinlínis þjóð- hættulegt, að ríkið færi á þess- um tímum í kapphlaup við at- vinnuvegina um vinnuafl og fjármagn og efni. Og af þeim ástæðum og þeim ástæðum ein- um, leggur hann ekki til, að fje sje veitt í ár til verklcgra fram- kvæmda, fram yfir það allra nauðsynlegasta, og vill heldur að framkvæmd ýmissa hinna nýju laga sje frestað um stund, eða þar til atvinnuvegirnir megi frekar sjá af vinnuaflinu. Þótt þetta sjónarmið fyrrver- andi fjármálai'áðherra hafi ekki verið viðurkent við afgreiðslu frv. frá nefnd, þá er þó því ekki að neita, að mikill meirihluti þings er að viðurkenna það, með flutningi og væntanlegu sam- þykki frumvarps um fjárhags- ráð, sem fyrirfram á að ákveða, hvar fje skuli fest, einmitt til þess alveg sjerstaklega að tryggja það, að framleiðslan verði ekki afskift í kapphlaup- inu um vinnuafl og'fjármagn. Niðurgreiðsla dýrtíðarinnar. ^ Fyrv. fjármálaráðherra hafði og marglýst yfir því, að hann teldi niðurgreiðslur dýrtíðarinn- ar úr ríkissjóði algerlega óverj- andi til lengdar, og enga raun- verulega lausn vera á þeim vandamálum. Ilann vill fara þar alt aðrar leiðir, og leggur ráð- herradóm sinn niður, að lang- mestu leyti fyrir það, að þing- menn vildu ekki aðhyllast hans tillögur hjer að lútandi. Hann tekur því enga upphæð inn á frv., til að mæta þessum út- gjöldum. Nú hefir nefndin, í samráði við ríkisstjórnina, lagt til, að 35 milj. kr. verði teknar upp í fjárlögin, til þess að mæta útgjöldum í sambandi við nið- urgreiðslur og dýrtíð. Ríkis- stjórnin hefir enn ekki komið auga á neitt annað í þeim mál- um, — sem heldur er kannske ekki von, svo skamma stund, ‘ sem hún hefir setið, — en að troða þær gömlu slóðir, sem fyr- verandi fjármálaráðherra vildi ekki fara lengur, og sem allir eru sammála um, að endi að síð- ustu í einstigi, ef ekki er snúið við, eða bevgt af leiðinni, á einn eða annan hátt. — Gísli vjek síðan að einstökum brtt. nefndarinnar, og gerði grein fyrir þeim. Bjarsýni og stór- hugur. í Iok ræðu sinnar sagði Gísli að fjárveitinganefnd gerði það ekki af ábyrgðarleysi að hækka gjöldin um rúml. 50 mi'lj. kr. Hún gerir það af því að hún telur það rjett og skynsamlegt og sjer- staklega af því að hún treystir því að atvinnuvegirnir sjeu þeg- ar, m. a. fyrir gerðir fyrverandi ríkisstjórnai', nægilega traustir til þess að takaá sig þessa byrði. Reynslan hefir jafnan sýnt Miklar umræður. Út af þessari ræðu spunnust allmiklar umræður. Helgi Jónas- son, fulltrúi Framsóknar í fjár- veitinganefnd, mátti ekki heyra minnst á stórhug og bjartsýni á framtíðina. Hjelt hann uppi á- rásum á fyrverandi stjórn, og fjölyrti mikið um hve henni tekist að eyða af gjaldeyri okk- ar. Pjetur Ottesen gagnrýndi og ræðu Gísla allmikið. Umræður um fjárlögin hjeldu áfram allan daginn í gær og var áformað að ljúka 2. umræðu í gærkvöldi, en atkvæðagreiðslu verður frestað til mánudags. Nýtt dæmasatn Hinn góðkunni stærðfræði- keiinari, Lárus Bjarnason, fyrr- verandi skólastjóri við Flens- borgarskólann, liefur gefið út nýtt dæmasafn handa gagn- fræðaskólum. Með honum að þessu verki hefur unnið Bene- dikt Tómasson, núverandi skóla- stj. Flensborgarskólans. Lárus segir í formálsorðum fyrir bók- inni: „Fyrir 23 árum lét ég prenta gagnfræðaprófdæmi Menntaskólans í Reykjavík frá 1914 til 1923 handa nemendnm mínum við Akureyrarskóla. — Upplagið var mjög lítið og kver- ið er fyrir löngu uppselt, en margir hafa spurt eftir því. Nú eru liér að fengnu leyfi for- stöðumanna menntaskólanna, gagnfræðaprófsdæmi beggja skólanna frá síðustu áratugum. gefin út. Með því að skóla- skýrslurnar eru ófáanlegar, munu fleiri en ég telja þess þörf. Ég veit af reynslu minni sem stærðfræðikennari, að á- hugasama nemendur fýsir mjög að sjá dæmi þessi, og margir nemenda minna hafa reiknað miklu fleiri af þeim en fyrir þá var lagt. — Mörgum stærðfræði- kennaranum mun og þvkja fróðlegt að kynna sér þau og þeim kennurum eigi sízt, er búa nemendur undir landspróf. 1 fyrstu ætlaði ég að láta nægja að fá aðeins gefin út gagnfræðaprófsdæmin, en Bene dikt Tómasson skólastjóri réð til þess, að til viðbótar í sama dæmasafni yrði allmörg önnur dæmi, bæði úr algebru og rúm- fræði. Enda þótt dæmasafn þeirra Guðmundar Arnlaugs- sonar og Þorsteins Egilsonar hafi mjög bætt úr brýnUstu nauðsvn, er mér Ijóst, að æski- legt sé að fá á voru máli fleiri dærni og fjölbreyttara dænia- safn en hingað til Iiefur verið völ á, einkum í rúmfræði. \ arð þá úr, að við Benedikt skóla- stjóri ýmist, völdurn, þýddum eða bjuggumljtil 352 dæmi til viðbótar prófdæmunum“. Þetta er snotur og hand- hæg bók, sem stærðfræði- kennarar og nemendur munu taka opnum örmum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.