Morgunblaðið - 26.03.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.03.1947, Qupperneq 10
10 MOKGUNBL/lÐID Miðvikudagur 26. mars 1947 Á HEIMILI ANNARAR £fu, LCjYion erhart «18 Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 118. Eins og skeð hafði kvöldið, sem við fyrst reyndum þessa járnófreskju, heyrðist líkt og ógurlegt öskur undir okk- ur — stálskipið skalf og nötraði — hvellur þytur heyrð- ist, er moldin rann í gegnum hið hola skilrúm milli innri og ytri veggjanna og hrúgaðist upp í kjölfar farartækis- ins. Enn einu sinni var vjelin lögð af stað. En er við lögðum af stað í þetta skifti, var jeg því nær fallinn úr sæti mínu, svo harkalega slengdist vjelin til.—I fyrstu átti jeg bágt með að gera mjer ljóst, hvað skeð hefði, en svo sá jeg, að rjett áður en vjelin lagði af stað inn í jörðina, hafði hún fallið af undirstöðum sínum, en þetta hafði haft það í för með sjer, að hún hafði steypst næstum lóðrjett niður á jörðina og gróf sig því inn í hana í aðra átt, en við höfðum ætlað okkur. Jeg hafði því ekki minnstu hugmynd um, hvar við myndum koma upp á yf- irborðið í ytri heiminum. Jeg sneri mjer við, til að at- huga, hvaða áhrif þessi viðburður hefði haft á Dían. —■ Hún sat ennþá algerlega hulin í skinninu. — Hættu þessu nú, kallaði jeg hlæjandi, reyndu að skríða úr hýðinu. Enginn Mahari getur sjeð þig hjer. Svo hallaði jeg mjer fram á við og svipti ljónshamnum upp. Og það sem jeg sá, hafði þau áhrif á mig, ag jeg hrökk í kút í sæti mínu af einskærum hryllingi. Það, sem undir skinninu var, var ekki Dían — það var viðbjóðslegur Mahari. Jeg sá í einni svipan, hvernig Hoja hafði leikið á mig og hvað hann hafði haft í huga. Laus við mig, að hann hjelt, um aldur og ævi, hugðist hann hafa öll ráð Dían í hendi sjer. Jeg streyttjst við að snúa stýrinu til að vísa vjelinni aftur í áttina að Pellucidar, en, líkt og áður hafði skeð, var ekki hægt að þoka því til um hárssbreidd. Óþarfi er að fara að lýsa ógnum þessa ferðalags. Það var ósköp líkt því, og er við fyrst lögðum leið okkar til innra heimsins. Vegna hallans, sem á vjelinni hafði verið, er við fórum inn í jörðina, tók ferðin næstum einum degi lengur en við höfðum gert ráð fyrir, og upp á yfirborðið komum við hjer í Saharaeyðimörkinni í stað Bandaríkj- anna, eins og jeg hafði vonað. Svo mánuðum skiftir hefi jeg beðið hjerna eftir ein- hverjum hvítum manni. Jeg þorði ekki að yfirgefa vjel- ina, af ótta við það, að jeg mundi aldrei aftur finna hana — sandurinn mundi brátt hylja hana með öllu, og þá I dálkinum „Spurningar og | — Nei, sjáðu hvað sólin er s'vör“ í heímilisblaði nokkru 1 björt, sagði annar þeirra. — Þetta er ekki sólin, segir hinn, það er tunglið. er eftirfarandi klausa: 22. dagur Sam sagði: „Jeg held að Webb hafi verið hræddur við það að minnast nokkuð á byss una áf því að hann hafi búist við að skeð gæti að hún fynd- ist einhvers staðar utan húss. og það hefði nægt til að koll- varpa framburði hans og á- sökun á_hendur Alice. Ef hann hefði til dæmis haldið því fram að Alice hefði kropið hjá lík- inu þegar hann kom inn, þá hefði'hún hlotið að vera með byssuna, og þá hefði hann orð- ið að gera grein fyrir því hvað hún myndi hafa gert af henni á næstu tveimur eða þremur mínútum. Hann sendi Tim þeg ar fram á eftir henni. Nei, það var ekki örugt fyrir Webb að halda því fram að hann hefði sjeð byssuna. Hún svaraði með hægð: „Ef sá, sem tilræðið framdi stóð þarna í dyrunum, gat hann hafa hlaupið út og falið byss- una einhvers staðar“. „Hann hefði getað kastað henni í sjóinn?“ sagði Sam. „Það er alveg rjett. Og jeg hefi altaf ímyndað mjer það. Nema þá að Webb hafi sjálfur verið með hana“. „Webb? Hvernig hefði hann átt að vera með hana? Og hvar hefði hann átt að fela hana? Og hvers vegna?“ „Auðvitað vegna þess að þá hefði ekki verið fingraför Alice á henni“, sagði Sam, undrandi yfir því að hún skyldi ekki geta sagt sjer þetta sjálf. „Það gat verið að hann hefði fund- ið byssuna, vegna þess að morðinginn, hver sem hann nú var, hefði fleygt henni frá sjer ,stungið henni á sig með- an Alice var frammi og síð- an falið hana-----“. „Hvar?“ spurði Myra. „Einhvers staðar. Hjerna fyrir utan, dettur mjer í hug“. „Tim hefði tekið eftir því“. „Nei, ekki ef Webb var nógu handfljótur. Það hefði auðvit- að verið auðveldara fyrir Webb að fela hana einhvers staðar hjerna inni, en þá hefði lög- reglan fundið hana. Hann varð því að fela hana annars stað- ar. En hafi hann gert það, mun hann nú vilja ná í hana aftur. Hafi byssunni verið fleygt í sundið, þá er hún á óhultum stað. En sje hún falin einhvers staðar hjer nærri, þá er eng- inn vafi á því, að sá sem faldi hana vill nú gjarna ná í hana aftur“. „Hvers vegna? Er það svo nauðsynlegt fyrir hann?“ „Nauðsynle'gt?“ Sam rak upp hæðnishlátur. „Ef jeg vissi hvar þessi byssa er, þá skyldi jeg svei mjer — —“. Hann þágnaði og hleypti brúnum. „Hvað munduð þjer gera, Sam?“ „Hvað jeg mundi gera?“ Hann hló aftur. „Já, jeg skal segja yður hvað jeg mundi gera. Jeg mundi gera gildru, ósköp snotra gildru“. „Gildru?“ „Jeg mundHláta það berast út hve stórkostlega þýðingar- mikið það væri ef þessi byssa fyndist. Jeg mundi tala um það við alla, og legggja sjerstaka áherslu á það. Jeg þori að á- byrgjast það, að hver, sem hef ir skotið Jack, mundi þá leggja alt kapp á það að ná í byss- una aftur. Svo ljeti jeg halda vörð. Það er ósköp einfalt, ef jeg bara vissi hvar byssan er niður komin. En nú get jeg ekki gert það vegna þess að jeg veit ekki hvar hún er“. Hún er í handriðssúlunni, tæplega tuttugu skref frá þjer, hugsaði Myra. En svo varð hún hrædd, eins og hún hjeldi að Sam hefði heyrt til sín. Upphátt sagði hún: „En þótt hún hefði nú Verið falin til bráðabirgða þarna um kvöld- ið, þá hefir sá, sem það gerði, haft nægan tíma til þess að sækja hana og ganga endan- lega frá henni. Það eru nú nær tvö ár síðan þetta skeði“. „Ekki hefði Webb getað gert það, ef hún hefði verið falin í þessu herbergi“, mælti Sam. „Alice hefði heldur ekki getað gert það, og Tim varla held- ur. En það er þýðingarlaust að tala um þetta. Byssan kemur ekki í leitirnar“. „En ef hún fyndist nú? Hverja þýðingu mundi það hafa? Að fingraför sæist á henni?“ Hún vissi að nú voru hennar eigin fingraför á henni. En hún hafði verið í Englandi, þeg ar morðið var framið, og eng- inn gat grunað hana. Það var einkennilegt þetta með fingra- förin — alveg eins og í skáld- sögum. „Ef hún fyndist, þá gæti jeg sannað það hver morðinginn var“, sagði Sam. Þá var hún komin á fremsta hlunn með að segja honum hvar byssan var. En hann hjelt áfram: „Nei, mjer er ekki um það að lögreglan færi að snuðra í því. Petta er byssan hans Ric hards og auðvitað eru fingra- för hans á henni“. XI. KAFLI Hann skimaði enn um stof- una og leit síðan á hana aftur. Hún reyndi að líta sakleysis- lega út, svo að hann sæi ekki hve órótt henni var innan brjósts. Hann sagði: „Hvers vegna spyrjið þjer svo margra spurn- inga viðvíkjandi byssunni?“ Þetta var óþægileg spurning en hún svaraði: „Þjer byrjuðuð sjálfur á því að tala um hana“. „Að vísu“, sagði hann og hvesti á hana augun. „Þjer hafið þó líklega ekki rekist á hana einhvers staðar? Eða ein- hverja byssu?“ Hún svaraði — og var hissa á því sjálf hvað málrómurinn var eðlilegur: „Jeg held að Richard hafi ekki átt aðra byssu. Sam, jeg er hrædd. Hvað gera þeir nú?“ „Ef yður langar til að vita það, þá munu þeir reyna að skella allri skuldinni á Dick“. Og þá yrði byssan vitni gegn honum. Segðu honum ekki frá byssunni, láttu engan lifandi mann komast að því að þú veist hvar hún er, hugsaði hún. „Þjer sögðuð þó áðan að rík isstjórinn væri heiðvirður mað ur“, mælti hún. „Já, það er satt, og sama má segja um saksóknarann nýja. En nú verður að hafa upp á morðingjanum. Ríkisstjóranum er nauðugur einn kostur að fá einhvern dæmdan". „En þjer sögðuð áðan------ „Jack var myrtur og einhver hefir gert það“. „Ekki Richard“. Hún hafði aldrei fyr gert sjer grein fyrir því að ástandið væri -svona alvarlegt. Henni hafði ekki dottið í hug að Richard væri í svona mikilli hættu. Sam mælti rólega: „Ef Dick skaut hann, þá hefir hann sjálfsagt haft fulla ástæðu til þess“. „Það er óhugsandi að hann hafi gert það“. „Hvers vegna? Þjer megið ekki misskilja mig. Hvorugt þeirra Alice hefir látið neitt orð falla í þá átt að hann hafi gert það. En hafi hann gert það þá gegnir frá mínu sjónar- miði sama og um Alice: að Manders hafi þá átt það skilið. Æ, horfið ekki svona angistar- lega á mig, Myra. Dick er vin- ur minn og jeg er hingað kom- in til þess að reyna að hjálpa honum“. En hvað hún var heppin að hafa ekki sagt honum frá byss- unni. Ósjálfrátt hafði hún stungið hendinni niður í vasann og kreisti kúluna í lófa sínum. Köldum svita sló út um hana alla. Hún sagði: „Richard mundi ekki hafa látið Alice fara í fangelsi ef hann var sekur. Það er næg sönnun þess að hann skaut ekki Jack“. Nú varð nokkur þögn. Svo sagði Sam: „Þjer voruð ekki hjerna þegar þetta skeði. Eng- um lifandi manni datt í hug að Alice mundi verða dæmd. Lagalega sjeð varð auðvitað ekki hjá því komist, en enginn hjelt að hún yrði dæmd, að minsta kost i ekki í byrjun. . Skyldi Richard ekki hafa hugs að þannig líka?“ „Nei“. Sam sagði vingjarnlega: „Þjer skiljið þetta ekki, Myra. Þjer hafið ekki kynst málinu. En á morgun byrjað það, eftir því sem Dick sagði mjer“. „Það er satt“. „Jeg vildi að okkur tækist að finna einhvern nýjan þráð í málinu áður. Til dæmis ef við gætum haft upp á einhverjum, sem vill Jack feigan. En þetta var alt rannsakað á sínum tíma“, „Hvernig var þessi Jack? Þektuð þjer hann?“ ÚTFLUTNINGUR GULLS- OG SILFURVARNINGS. Samband óskast við íslenska kaupendur. Arne O. Johansen, L. I. Brandes Alle 4 Köbenhavn. Danmark. UNG HJÚKRUNARKONA óskar eftir ráðskonustöðu hjá dönskum manni eða konu. Mega hafa börn. — Tilboð merkt: „1988“ sendist A/S D. E. A. Annoncebureau for Danske Erhverv, Raadhusplad- sen 16, Köbenhavn V. „Herra ritstjóri. Jeg er í mesta vanda. Jeg þekki vell- auðuga ekkju, sem vill giftast mjer, en elska sjálfur unga og fallega stúlku, sem jeg er viss um að geta lifað í hamingju- sömu hjónabandi með. Hvað á jeg að gera?“ Svar: — Þjer eigið hiklaust að giftast ungu stúlkunni, sem þjer elskið. Maður á altaf að hlíða rödd hjarta síns. — P. S. Viljið þjer gjöra svo vel og segja mjer, hvar ekkjan á heima. ★ Englendingur nokkur hefir verið dæmdur í 10 sterlings- punda sekt fyrir það að hann neitaði að láta manntalinu í tje upplýsingar um, hvenær kona hans væri fædd, og hvenær þau hefðu gift sig. Óþægilegar end- urminningar, sem ekki er vert að rifja upp, kegir eitt blaðið. ★ Tveir ölvaðir menn slaga um göturnar um hánótt og ræðast við. ■— Það er sólin. — Það er tunglið. Nú mæta þeir þriðja drukna manninum og biðja hann um að skera úr þrætu þeirra. Hann glápir lengi á himinhnöttinn og svarar svo: — Ekki skal jeg dæma um það, því að jeg er bráðókunn- ugur hjer í bænum. ★ Kennarinn: — Jæja, Hans minn, geturðu sagt mjer, hvers vegna við vitum að jörðin er hnöttótt? Hans: — Já, það er sagt frá því í landafræðinni. ★ Þegar alúminium var fyrst uppgötvað þótti það mjög dýr- mætur málmur. Meira að segja svo dýrmætur, að í veislum við frönskh hirðina borðuðu þau Napoleon III. og drotning hans af almunium-diskum, en aðrir úrðu að láta sjer nægja gull- og silfurdiska. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.