Morgunblaðið - 19.04.1947, Blaðsíða 1
16 síður
HILL DEILIR Á BRETASTJÓRN
Var nofað við Helgoiaiutoprengínguna Eldar enn í Texas
P (ity
Washington í gærkvöldi.
f DAG loguðu enn eldar á
nokkrum stöðum í' Texas
City, en sýnt var, að þeir voru
orðnir viðráðanlegir.
Ekkert hefur enn verið á-
kveðið um eignatjón, en vit-
að er nú með vissu, að að
minsta kosti 800 manns hafi
farist og 3000 særst.
Sagt er að 300 lík sjeu enn
undir rústum efnaverksmiðj
unnar sem brann til grunna
fyrsta daginn. — Reuter.
Ræðir einnig Wallace
og afstöðu Breta til
umheimsins
LONDON í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter.
WINSTON Churchill, leiðtogi íhaldsflokksins breska og fyrr-
verandi forsætisráðherra, flutti í dag ræðu um afstöðu flokks
hans til verklýðsstjórnarinnax og alþjóðasamvinnu. — Deildi
Churchill hart á stjórnina fyrir eyðslusemi, auk þess sem hann
veittist nokkuð að Henry Wallace fyrir ræður hans að undan-
förnu og framkomu hans gagnvart Bandaríkjunum. Forsætis-
ráðherrann fyrrverandi flutti ræðu sína á flokksfundi í London
cg voru áheyrendur 10.000. Var honum vel fagnað.
Hjer á myndinni sjest þýskur lögregluþjónn á verSi við hluta
af sprengiefni því, sem notað var til að sprengja virkin á Helgo-
land í loft upp í gær. Að atomsprengjunum fráskyldum, var
Helgolandsprengingin stærsta sprenging veraldarsögunnar.
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
SIR STAFFORD CRIPPS tilkynnti í dag, að stjórnin
hygðist hefja nýja herferð, til þess að auka framleiðslu
Breta og með því útflut.ningsgetu þeirra. Ilið opinbera heiti
herferðarinnar verður „Starf eða skortur“.
<s-----------------------------
óþægilegar staðreyndir.
Cripps sagði blaðamönnum
að breska þjóðin ætti við
mikla erfiðleika að etja. Sagði
hann þjóðina verða að horf-
ast í augu við harðar og ó-
þægilegar efnahagslegar stað
reyndir.
preng-
ógurleg
ir endilangri eynni
LONDON í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter.
BRESKIR blaðamenn, sem flogið hafa yfir Helgoland í dag,
segja, að engu sje líkara en lögun eyjarinnar hafi breyttst eftir
sprenginguna í morgun, en þá voru sprengd í loft upp öll her-
virki á eynni, meðal annars kafbátastöðvar og geysilöng og
rammbyggileg neðanjarðargöng. Hver heildaráhrif sprenging-
arinnar hafa orðið, er þó lítið hægt um að segja, en fyrst V^rður
gengið á land á eynni á morgun (laugardag).
i,—,—„
Auglýsingaherferö.
í hinni nýju herferð verður
auglýsingum beitt til hins
ýtrasta. Verður auglýsinga-
spjöldum meðal annars kom-
ið fyrir á 13,000 stöðum.víðs
vegar um landið, auk 90,000
verksmiðja og annara vinnu-
staða.
í haust verður svo haldin í
London mikil sýning á kolaiðn
aðinum breska.
fylgisf
með þyí sem gerisi
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
í OPINBERRI tilkynningu
um líðan konungs segir, að
hann sje mjög máttlaus en
að kongur hafi fulla rænu.
Maður,' sem nákominn er
konungsættinni, hefir sagt í
viðtali við stjómarblaðið
,,Köbenhavn“, *að konungur
íylgist enn vel með öllu, sem
gerist í kringum hann og ræði
um það af áhuga.
Þrótturinn er furðanlega
mikill, en samt er lítil lífs-
von. — Páll.
u
Hollands
HOLLENSKA skáksam-
bandið hefir boðið Guð-
mundi S. Guðmundssyni
til þátttöku í skákmeist-
aramóti, sem fram mun
fara í Amsterdam dagana
9. til 15. maí. Guðmundur
hefir tekið þessu boði.
Meðal þeirra er taka
þátt í mótinu eru: Tarta-
kower, Ungverjinn Mar-
ovzy, Rússinn Znosko Bor
ovsky, skákmeistari Sviss
lands, Grod, B. H. Wood
og Golombek, Pomar,
skákmeistari Spánar, hann
er 14 eða 15 ára og skák-
meistari Hollands Prince.
Það var Prince sem skrif-
aði undir boðsbrjefið til
Guðmundar, en Hollands-
meisíarinn tók þátt í skák
mótinu í Hastings.
Geysistór réykjarstrókur.
Sjö smálestir af sprengiefni
voru notaðar 1 sprenginguna. —
Gaus upp reykjarstrókur, sem
var um mílu á lengd og 8000
feta hár.
Steinaregn.
Sjónarvottar segja, að er
sprengingin varð, hafi verið
eins og eldar gysu upp úr eynni
endilangri. Steinar á borð við
lítil hús þeyttust mílu á sjó út,
en smásteinaregnir var svo
mikið, að allur sjórinn um-
hverfis eyna var hvít-flyksótt-
ur. —
Vel undirbúið.
Eyðilegging hernaðarmann-
virkja á Helgolandi hefur ver-
ið lengi í undirbúningi. Fjöldi
vísindamanna fylgdist með
gang sprengingarinnar úr skip-
um, sem lágu undan eynni og
í það mikilli fjarlægð, að þau
voru óhult.
f Hrun framundan.
Churchill hjelt því fram í
ræðu sinni, að stefna verklýðs
stjórnarinnar mundi geta haft
í för með sjer algert hrun Bret-
lands. Sagði hann að breska
heimsveldið væri ekki síður í
hættu.
Óhófseyðsla.
Um lántöku stjórnarinnar í
Bandaríkjunum sagði Chur-
chill, að lánsupphæðinni væri
eytt af hinu mesta óhófi, en
þrátt fyrir það væri nú svo
komið, að aðstaða landsins
væri í dag að ýmsu leyti verri
en á sumum stríðsárunum.
Wallace.
Henry Wallace, sagði Chur-
chill að tilheyrði smá komm-
únistabroti, sem starfaði gegn
utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
En, sagði Churchill, við ættum
ekki að leyfa það, að Bretlandi
og Bandaríkjunum yrði stíað
sundur.
Bretland og umheimurinn.
Churchill hafði það að segja
um afstöðu Breta til annara
þjóða, að enda þótt breska
þjóðin mundi keppa að því að
starfa innan alþjóðasamtaka,
ætti breska heimsveldið að vera
efst í huga manna.
Hann sagði Breta óska þess
af alhug, að þeir mættu sjá
Evrópu sigrast á þjáningum
sínum.
Loks kvað hann Breta óska
rússnesku þjóðinni alls velfarn
aðar en vinátta þessara tveggja
þjóða ætti að byggjast á heiðri
og styrkleika.
NY VOPN TEKIN I NOTKUN
WASHINTON — Vandergrift
hershöfðingi, yfirmaður strand-
varnaliðs Bandaríkjanna, hefur
tilkynnt að strandvarnaliðið
verði endurskipulagt „með
atomstyrjöld fyrir augum“.
STASSEN TIL NORÐUR-
LANDA
LONDON: — Útvarpið í
Moskva hefur tilkynt, að Stass
en, fyrverandi ríkisstjóri í
Minnesota, sje nú á leið til
Norðurlanda.
Hann hefur að undanförnu
verið í kynnisför í Rússlandi.