Morgunblaðið - 19.04.1947, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagrur 19. apríl 1947
1«
Á HEIMILI ANNARAR
q. a erhart
38. dagur
„Við sjáum nú hvað setur“,
sagði Sam. „En við skulum
ekki hrapa að neinu. Alice
. hefir orðið fyrir þungu áfalli,
og bað verður að gefa henni
tíma til þess að jafna sig“.
Gefa henni tíma, hugsaði
Myra, tíma til þess að vinna
Richard, tíma til þess að búa
um sig í sínu eigin húsi. Tíma
til-------
Sam var sýnilega sannfærð-
ur um það, að alt mundi jafn-
ast með tímanum. Hann var
svo öruggur, að hann gekk til
Myru og sagði: „Mjer þykir
fyrir þessu, Myra. En þegar
þjer hafið hugsað yður vel um,
þá munuð þjer sjá hvað rjett
er, bæði gagnvart yður sjálfri
og eins gagnvart þeim Richard
og Alice“.
Já„ hann var á bandi Alice,
eins og hann háfði áður sagt.
Richard greip fram í: „Þjer
er óhætt að trúa mjer, Sam.
Jeg elska Myru og Myra elskar
mig og ekkert getur breytt
því“._
„En þú ætlar nú samt að
bíða. Þú lofar mjer því að
rasa ekki fyrir ráð fram“, sagði
Sam.
„Við skulum bíða, það er
ekki nema svo sem sjálfsagt“,
sagði Richard.
Það hýrnaði yfir Sam. Það
var auðsjeð að honum fanst að
þau Alice hefði sigrað. Hann
sagði við Myru: „Jeg veit að
Alice hefir á rjettu að standa
og j~g býst við því að þjer vit-
ið það líka“. Svo sneri hann
sjer að Richard: Nú ætla jeg að
fara upp á loft. Láttu vekja
mig, _ef sakadómarinn kemur“.
Svo gekk hann rösklega út
og upp stigann.
Richard horfði á eftir .hon-
um, brosti lítið eitt og sagði:
„Hann er svo góður lögfræð-
ingur að hann veit að óþarft
er að tefja ef hann hefir unnið.
En hann hefir ekki unnið,
Myra“.
Hvað gat Richard vitað um
það_ Þau Alice og Sam ætluðu
að láta tímann vinna fyrir sig.
Eftir nokkra stund sagði Ric
hard. hugsandi: „Alice mun
fallast á þetta. Jeg get ekki
neytt hana til þess að gefa eft-
ir skjlnað, en hún mun sjá að
ekki er um annað að gera. Það
er best að gefa henni tíma til
að átta sig á því“.
Svo gekk hann til Myru og
lagði handlegginn um mitti
hennar: „Sakamáladómarinn
er á leið hingað — það er að
segja, hann er á leið til lög-
reglustöðvarinnar. Hann er í
bíl. Jeg þarf að athuga ýmis-
legt áður en hann kemur. Viltu
bíða mín hjerna á meðan. Jeg
kem bráðum aftur“.
Og svo rauk hann á stað og
^iljÓD fram ganginn. Þar greip
hann yfirhöfn sína. Og svo
heyrði hún að hann lokaði úti-
dyrahurðinni.
Það varð ógurlega tómlegt í
kring um hana þegar hann var
íarinn. Það var eins og Kupido
glotti hæðnisléga að henni. Það
var eins og alt þarna inni ásak-
aði hana fyrir það að hafa troð
ið sjer inn á þetta heimili —
heimili Alice.
Hún settist í hægindastól
Richards og horfði inn í eld-
inn. Niður heyrðist af regninu,
sem fjell á veröndina.
Hvað var Richard að fara?
Hvað var það, sem hann þurfti
að gera áður en sakadómarinn
kom? Jæja, það er svo sem
sama, hugsaði hún, því að nú
er hann ekki í neinni hættu út
af morðmálinu. Það hefði svo
sem ekkert gert til nú, þótt
þeir hefði fundið byssuna hans.
En þeir höfðu ekki fundið
hana. Hvernig stóð á því?
Það var mjög hljótt í hús-
inu, þar heyrðist ekkert nema
regnniðurinn og snark í eldin-
um. Og henni fanst niðurinn
og snarkið taka undir spurn-
inguna. Hvernig stóð á því?
Morð hafði verið framið í
þessu herbergi og alt sem þar
var inni geymdi minninguna
um það og gleymdi því ekki.
Hjer við fætur hennar hafði
dauður maður legið.
Mildred hafði skotið hann.
Og Mildred var dáin. Nú var
því kominn tími til þess fyrir
húsið að gleyma þessu. Það
sem þarna var inni þurfti ekki
lengur að vara við nýrri hættu.
Hættu? Það var áreiðanlega
engin hætta á ferðum.
Samt sem áður spratt hún á
fætur, hleraði og skygndist um
herbergið eins og hún ætti von
á því að þar væri einhverjir ó-
vinir í felum. En auðvitað var
þar enginn.
Þá fór hún að hugsa um byss
una. Byssa var hættulegt vopn.
Fimm kúlum hafði verið skotið
á mann þarna inni í herberg-
inu svo að hann dó samstundis.
Og Myru fanst þessi atburður
liggja þar enn í loftinu og vera
eins og mara á húsinu. Hún
hljóp út og inn í herbergið, þar
sem Mildred dó, til þess að
leita að byssunni.
XVIII. KAFLI.
Sejustofan var opin og ljós
loguðu þar enn og birta þeirra
þeirra endurkastaðist úr stóra
speglinum. Ekkert minti á hinn
sorglega atburð er þar hafði
gerst fyrir skemstu, nema hvað
ekki var alt þar í sömu reglu
éins og vant var að vera. Hún
gekk yfir blettinn þar sem
Mildred hafði legið og inn í
herbergið. Hún lokaði dyrun-
um á eftir sjer og fór að leita.
Stólarnir höfðu færst úr
venjulegum skorðum og vindl-
ingaaska hafði farið niður á
gólfteppið. Myndin af Alice
horfði yfir þetta dökkum, blíð-
legum augum eins og henni
kæmi ekkert við hvað gerst
hafði þarna.
Byssan var hvergi sjáanleg,
og bó átti hún að vera þarna.
Enginn nema Mildred hafði
getað tekið hana úr felustaðn-
um. Enginn hafði getað falið
hana nema Mildred, máske
ekki hið örlagaríka júníkvöld
fyrir tveimur árum, því að þá
mundi henni ekki hafa gefist
tími til þess, heldur seinna.
Hún hafði sjálfsagt falið vopn-
ið í handriðssúlunni eftir að
Alice var kærð fyrir morð. í
þeirri von að lögreglan mundi
finna það. í þeirri von að það
mundi vera til þess að full-
komna líkurnar gegn Alice.
Eða þá til þess að koma grun-
inum á Richard. Enginn gat
grunað Mildred. Hún hafði
auðvitað gert ráð fyrir því að
lögreglan mundi hugsa sem svo
að hún hefði ekki farið að fela
byssuna þarna, hún mundi auð
vitað hafa falið hana annars-
staðar, ef hún hefði átt sök á
morðinu. En þarna sæist það
— Alice hafði verið í fangelsi
og þess vegna hefði hún ekki
getað forðað byssunni. En ef
þeir hefði grunað Richard, þá
hefði þeir auðvitað talið að
hann hefði álitið þennan íelu-
stað öruggan. Þannig hafði
Mildred sennilega hugsað. Eða
másLe hún hafi falið byssuna
þarna í hugsunarleysi?
Myra leitaði alls staðar, í
samskeytunum á legubekkn-
um, í skúffunum í skrifborð-
inu, sem Mildred sat við þegar
hún skrifaði seinasta brjef sitt.
Hún rannsakaði allar hirslur
og á bak við dyratjöld og
gluggatjöld. Einn glugginn var
var opinn og regnið hafði sett
vætublett í silkitjöldin. Regnið
skall á rúðunum og ljósin
spegluðust í ýmsum gljáandi
munum og það var eins og log-
andi glyrnur störðu á hana.
Hún lokaði glugganum. Og svo
hóf hún aðra umferð og leitaði
í öllum þeim stöðum, þar sem
hún hafði áður leitað. Hún var
æst og það var eitthvert fum á
henv*. Og svo fór hún þriðju
hrineferðina um alt herbergið,
leitaði nú meira að segja í stól-
unum, en fann ekkert og hætti
leitinni.
Bvssan var algerlega horfin
og hún agt ekki gert sjer neina
grein fyrir því. hvað Mildred
mur^i hafa gert af henni. Það
gat verið að hún hefði falið
hana úti. Hún hafði nægan
tíma til þess áður en Alice kom
niður. Það gat líka verið, úr
því að hún komst inn í húsið,
að hún hefði tekið byssuna og
falið hana áður en hún vakti
Alice. Og þá voru litlar líkur
til þess að hún mundi finnast.
Ekki var heldur loku fyrir
það skotið að lögreglan hefði
fundið byssuna og farið með
hana, án þess að geta um það
við neinn mann, og ætlaði sjer
að nota hana sem sönnunar-
gagn síðar.
Myra slökti ljósin í stofunni
og gekk fram í anddyrið. Ric-
hard var ekki kominn og eng-
inn maður var í lesstofunni.
Þangað hjelt Myra. Klukan sló
eitt högg — það var alveg kom
ið að dögun. Þó var enn myrkt
vegna þess hvað dimt var í
lofti.
Hún var að hugsa um að (
læsa verandarhurðinni, þó það
væri aldrei gert. En í sama bili
sá hún að einhver hafði verið í
herberginu á meðan hún var í
burtu. Myndin af Kupido lá
mölbrotin á arinhellunni, eins
og henni hefgi verið fleygt þar
á með miklu afli. Myndin, sem
Alice þótti svo vænt um, lá nú
þarna í ótal molum og litlu
fingurnir bentu ankanalega út
í loftið. I
. i
Það kom hik á Myru. Þessi
brotna mynd vákti í henni nýj-
an geig, henni fanst eins og
þarna hefði verið framið morð.
Æfintýrið um llúða Manga
Eftir BEAU BLACKHAM. j
12.
Dýrin fyrir framan lestina byrjuðu að toga og toga,
trúðarnir æptu og hrópuðu og áður en Mangi vissi af,
var hann kominn af stað, og eftir örskamma stund var
komið til Staðar, einmitt þegar stöðvarstjórinn var byrj-
aður að velta því fyrir sjer, hvað orðið hefði um lestina.
Eftir að allur farangur hringleikahússins hafði verið tek
inn úr lestinni, var Móði Mangi dreginn inn á verkstæði,
og daginn eftir kom járnsmiður og gerði við gatið á gufu-
katlinum og setti nýtt hjól á flutningavagninn, og ekki
ieið á löngu þar til Mangi var orðinn eins og nýr.
Móði Mangi og Surtur sjóræningi.
Móði Mangi hjelt áfram ferð sinni eftir járnbrautartein-
runum- Það var sólarlaust þennan dag, himininn var skýj-
aður og kaldir vindar næddu gegnum merg og bein á
mönnum. Jafnvel Manga var hálf kalt, þrátt fyrir eldinn
undir gufukatlinum hans.
En hin furðulegustu ævintýri áttu eftir að koma fyrir
HAFNARFJÖRÐUR
Ungling
vantar Morgunblaðinu til blaðburðar í Hafnarfirði.
Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins, Austurgötu 31,
Hafnarfirði.
UNGLINGA
Vantar okkur til að bera Morgunblaðið
til kaupAnda.
Bráðræðisholf Laugav. Efri
Við sendum blöðin heim til barnanna.
Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600.
j j