Morgunblaðið - 19.04.1947, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. apríl 1947,
Fleipur Þjóðviljans um olíustöð ina í Hval
firði hrakið lið fyrir lið á Alþingi
í neðri deild Alþingis urðu
í gær alllangar umræður út af
sölu á olíustöðinni í Hvalfirði
og ummælum Þjóðviljans í gær
um þetta mál.
Tilefnislaus árás.
Bjarni Benediktsson utanrík-
isráðherra kvaddi sjer hljóðs
utan dagskrár og komst að orði
á þessa leið:
Tilefni þess, að jeg kveð mjer
hjer hljóðs, eru ummæli Þjóð-
viijans í dag, sem hafa í sjer
fólgin miklar og alvarlegar
árásir á ríkisstjórnina, ef sönn
væru. Tel jeg því nauðsynlegt
að fara hjer nokkrum orðum
um þetta mál.
Arásarefnið á ríkisstjórnina
er í stuttu máli það, að hún
hafi fyrir nokkru samþykt sölu
á olíustöðinni í Hvalfirði til
tveggja fjelaga, Olíufjelagsins
h.f. og Hvalveiðafjelagsins.
Málið rakið.
Gangur þessa máls er í fám
orðum þessi: A s.l. hausti var
ríkisstjórninni boðin til kaups
olíustöðin í Hvalfirði, sem þá
var í eigu Bandaríkjastjórnar.
Hófust um þetta samningar, er
undirritaðir voru 30. jan. s.l.
Var kaupverð þessara eigna 2
miljónir ísl. krón'a. Verðið var
svona lágt, vegna þess, að af
hálfu Islendinga var því haldið
fram, að stöðin væri illa sett
til starfrækslu fyrir Islendinga
og óhentug fyrir varanlegan
rekstur og verðið því miðað við
eignirnar til niðurrifs. Enda
voru öll olíufjelögin hjer sam-
mála um, að svo væri.
Þrír aðilar.
Það voru einkum þrír aðilar,
sem höfðu áhuga fvrir því, að
fá þessa stöð til kaups, eða
einhverja hluta hennar í sínar
hendur. 1. Hvalveiðafjelagið,
nýstofnað fjelag, sem ætlar að
reka hvalveiðar hjer frá land-
inu. 2. Olíufjelagið h.f., en þátt
takendur í þeim fjelagsskap eru
Samband ísl. samvinnufjelaga,
kaupfjelög innan sambandsins,
olíusamlög víðsvegar um land-
ið og nokkrir einstaklingar.
Fjelag þetta er alíslenskt og
hefir engin tengsli við erlend
fjelög, nema hvað það verður,
sem aðrir, að kaupa olíu af öðr
um fjelögum, og hefir það gert
samninga um olíukaup við sjer
stakt fjelag fyrst um sinn.
Þriðji aðilinn, sem kom til
greina, var Fjelag ísl. botn-
vörpuskipaeigenda, eða ein-
stakir meðlimir þess. Oll þessi
fjelög áttu sammerkt um það,
að þau höfðu engan stað fyrir
starfrækslu sína. Menn voru
sammála um, að Hvalveiðafje-
lagið væri vel sett í Hvalfirði,
en Olíufjelagið og togaraeig-
endur litu svo á, að stöð í Hval-
firði væri ekki heppileg fyrir
framtíðarrekstur þeirra.
Vantar olíugeyma.
Á hinn bóginn er mikill skort
.ur á olíugeymum í landinu fyrir
starfsemi olíufjelaganna. Ef
ekki rættist úr þessu, voru horf
Ræða Bjarna Benediktssonar
í neðri deild í gær
ur á, að mikil vandkvæði yrðu
á rekstri hins væntanlega nýja
togaraflota.
Af þessunr orsökum lögðu þess
ir tveir aðilar mikla áherslu á,
að fá bætta aðstöðu sína í bili,
með olíustöðinni í Hvalfirði.
Af hálfu ríkisstjórnarinnar
var lögþ áhersla á, að allir þrír
aðilar kæmu' sjer saman í mál-
inu, svo engir árekstrar yrðu
þeirra á milli. Enda varð nið-
urstaðan sú. •
Samkvæmt brjefi frá for-
manni Togaraeigendafjelagsins
frá 11. mars, hafði það fjelag
gert samninga við Olíufjelagið
um kaup, geymslu og afhend-
ingu á olíu, og lagði fjelagið
eindregið til, að Olíufjelagið
fengi hina umbeðnu aðstöðu í
Hvalfirði.
Ef geymarnir í Hvalfirði
hefðu verið rifnir niður, en þeir
eigi látnir viðkomahfb fjelög-
um í tje, hefði það orðið stór-
kostlegur bagi fyrir atvinnulíf
landsmanna.
Eftir að brjef frá Togaraeig-
endafjelaginu barst ríkisstjórn-
inni, skrifaði nefnd setuliðsvið-
skifta 14. mars og lagði til, að
eignirnar yrðu seldar Hvalveiði
fjelaginu og Olíufjelaginu. Síð-
ar í mánuðinum árjettaði nefnd
in þetta. Var svo til ætlast, að
Hvalveiðafjelagið fengi einn
þriðja eignanna og Olíufjelagið
tvo þriðju, fyrir utan tankskip,
sem fylgdi með í kaupunum og
selt var öðru fjelaginu.
Þurfa geymslu fyrir 30 þúsund
tonn.
Nú var mjer kunnugt um,
að nokkur tortryggni ríkti af
sumra hálfu varðandi þetta mál
og krafðist því greinargerðar
af hálfu aðila um það, áður en
sala færi fram, með hvaða hætti
ætti að reka þessa stöð. — Slík
greinargerð var mjer send í
brjefi 20. mars frá Oliufjelag-
inu. Fekk jeg fróða menn til að
athuga greinargerð þessa í ein-
stökum atriðum, og var það
samhljóða álit þeirra, að henni
væri ekki hægt að hnekkja.
Togaraeigendur hafa sagt, að
þeir óski eftir fyrir sitt leyti,
að þarna verði pláss fyrir 30000
smál. af olíu. Ef veruleg aukn-
ing yrði á togaraflotanum frá
því, sem ráðgert hefir verið
og sumir tala xim, þá þyrftu ol-
íugeymarnir hjer skv. þessu að
verða mun fleiri heldur en nú
eru í Hvalfirði. Svo mikið hefir
þetta breyst frá því fyrir nokkr
um árum.
Oþarfa geymar verða rifnir.
Greinargerð er í mínum
höndum, sem fróðir menn gátu
ekki hnekkt um fyrirhugaða
notkun geymanna í Hvalfirði.
Hefir því verið lýst yfir af hálfu
Olíufjelagsins, að geymar þeir,
sem ekki þyrfti til rekstur stöðv
arinnar, mundu verða rifnir
niður jafnóðum og fjelagið rpis
ir nýja olíugeyma víðsvegar um
land, þar sem það telur sjer
hentugast.
Athugað var hvort hagkvæmt
mundi, að ríkisstjórnin hefði
framvegis eignarhald á geym-
unum. En þeir menn, er voru
þeim málum kunnugastir,
mæltu eindregið gegh því, og
sögðu að það væri enginn feng-
ur fyrir ríkið, vegna þess, að
geymarnir væru ekki varanleg
eign. Það hefir og komið í ljós,
að það er vafasamur gróði af
því að rífa niður geymana og
flytja þá til annara staða. En
vegna þeirrar tortrygni, sem
hjer á sjer stað, var það sjálf-
sagt að búa svo um hnútana,
að fyrirbygt væri, að geymarn-
ir í Hvalfirði yrðu notaðir til
annarlegra þarfa.
Fyrirmæli.
Er jeg hafði kynt mjer öil
gögn málsins, þá ritaði jeg
nefnd setuliðsviðskifta brjef,
þar sem jeg lagði svo fyrir, að
geymarnir yrðu seldir, og komst
þanrtig að orði:
„Um þann hluta stöðvarinn-
ar, sem ráðgert er að selja Ol-
íufjelaginu h.f., skal það tekið
fram, að geymarnir eru seldir
til eðlilegs reksturs fjelagsins
og til niðurrifs að öðru leyti, og
hefir ríkisstjórnin heimild til
að þrem árum liðnum, að kreíj
ast þess, að stöðinni verð'i kom-
ið í það horf, sem samsvavar
þeim rekstri, er reynslan hefir
sýnt að þörf er á. Þennan fyrir-
vara verður að gera á fullnægj-
andi hátt, er salan fer fram“.
Eins og málið lá fyrir, var
ekki á þessu stigi málsins unt
að gera sjer grein fyrir því,
hver verður eðlilegur rekstur
stöðvarinnar. Taldi jeg því
skynsamlegast, að láta reynsl-
una skera úr því, og kveða svo
á, að stöðin yrði sett í eðlilegt
horf að nokkrum tíma liðnum.
Hitt fannst mjer ekki koma til
mála, að rífa niður þá olíu-
geyma, sem nú eru uppistand-
andi, er mundi leiða til stöðv-
unar á hinum nýja togaraflota
og setja bátaflotann í augljós
vandræði. Jeg vildi ekki láta í-
myndaða hræðslu eða uppgerð-
ar hræsni ýta mjer út í svo
þjóðskaðlegan verknað.
Þvættingur Þjóðviljans.
Þjóðviljinn segir, að samning
ar þessir sjeu gerðir fyrir Banda
ríkjaher og ákveðinn amerísk-
ur borgari hafi staðið að þeim
Jeg lýsti því hjer með yfir, að
viðlögðum embættisheiðri mín-
um, að þau ummæli eru 1 il-
hæfulaus með öllu. Síðan jeg
tók við starfi utanríkisráðherra,
hefir Bandaríkjastjórn aldrei
sýnt nokkurn áhuga fyrir því,
hvort olíustöðin í Hvalfirði yrði
látin standa, eða hún yrði lögð
niður. Jeg mun óhræddur leggja
það undir rannsókn, sem gerst
hefir í þessu máli.
Því hefir verið haldið fram,
að tortryggilegt sje, að engin op
inber tilkynning hafi verið gef
in út um þetta mál. En hjer er
um hliðstætt mál að ræða og af
hending annara setuliðseigna,
■ sem farið hefir fram, án þess
að nokkur tilkynning haíi verið
um það gefin, enda eru slíkar
tilkynningar ástæðulausar fyrr
en að gefnu tilefni, eins dg nú
er orðið. Það, sem skeð heíir,
þolir hverskonar gagnrýni,
enda geta þeir menn, er þess
óska, kynt sjer gögn málsins.
Þjóðhættulegt starf komm-
nista.
Jeg hefi gert þetta hjer að
umtalsefni, þareð ferlegar ásak
anir hafa verið bornar á hend-
ur mjer um landráð af Þjóð-
viljans.hálfu.
En þeir vinna þjóðhættulegt
starf, er með ósönnum ásökun-
um reyna að telja umheiminum
trú um, að útlend herstöð sja
hjer á íslandi, til notkunar í
styrjöld, er sömu menn haldai
fram að sje í uppsiglingu. Þeir
menn, sem sífelt bera fram þær
upplognu sakir, stofna örýggi
og sjálfstæði þjóðarinnar í
hættu. Jeg tel mjer skylt hjer
á Alþingi að afhjúpa blekking-
ar þessara manna fyrir þihg-
heimi og alþjóð og lýsa því
hættulega starfi, sem þeir hafa
með höndum.
Hjer er þá rakin frumræðaj
Bjarna Benediktssonar í þess-
um umræðum. Þær stóðu yfir
fram til kl. að ganga 5 e. h. og
voru allbvassar með köflum,
nema hvað svar og vörn Einars
Olgeirssonar var ákaflega lin,
eins og eðlilegt er, eftir mál-
staðnum. Þessir tóku og til
máls: Stefán Jóhann Stefáns-
son forsætisráðhefra, Eysteinn
Jónsson kenslumálaráðherra,
Emil Jónsson samgöngumála-
ráðherra og Áki Jakobsson, er
ætlaði að koma flokksbróður
sínum og fjelaga Einar Olgeirs
syni til hjálpar. En lítið varð
úr þeirir aðstoð hans.
Minningarorð um
Elísabet Guðmundsd.
í DAG verður jarðsélt í
Hjarðarholti í Dölum Elísabet
Guðmundsdóttir, sem fórst í
flugslysinu mikla á Hvamms-
firði hinn 13. mars s.l.
Frú Elísabet var fædd í Bol
ungarvík í Norður-ísafjarðar
sýslu 13. ágúst 1906. Foreídr-
ar hennar voru Guðmundur
Jakobsson, formaður í Bolung
arvík, Kolbeinssonar á Snæ-
fjöllum og Sigríður Jensdótt-
ir Jónssonar Halldórssonar
bónda í Arnardal. Eru það
þekktar bænda- og höfðingja-
ættir við ísafjarðardjúp.
Faðir hennar drukknaði í
fiskiróðri 27. nóv. 1915. ólst
hún svo upp hjá móður sinni
og var ein lifandi af sex börn-
um þeirra hjóna.
Sautján ára gömul fór hún
af landi burt, til Danmerkur,
að læra matreiðslu og rekstur
veitingahúsa. Dvaldi hún þar
í fimm ár og kom þá heim til
ísafjarðar og setti á stofn
veitingahús og rak það í nokk
ur ár. — Til Reykjavíkur
flutti hún 1932 og gegndi þar
ýmsum störfum, en fór aftur
til Danmerkur til að fullnema
sig í matreiðslu, en kom heim
aftur 1940 og tók þá við
stjórn mötuneytis Háskólans,
er það var stofnað.
Árið 1943 flutti hún til Búð
ardals í Dalasýslu og setti þar
á stofn veitingahús, við mjög
erfiðar aðstæður. Sama ár gift
ist hún eftirlifandi manni sín-
um, Magnúsi Rögnvaldssyni,
vegagerðarstjóra, hinum á-<
gætasta manni.
Byggðu þau þá strax hiðl
myndarlegasta veitingahús,
með gistingu að nokkru leyti,
og ráku það með hinni al-
kunnu rausn og ágætum, cr
einkendu þau hjón bæði.
Elísabet er horfin, ættingj-.
ar og vinir, er voru svo lán-
samir að njóta vináttu henn-
ar og umhyggju, sakna henn-
ar og málleysingjarnir, dýrin^
hafa misst þar sinn besta vin,
Elísabet sál. var að flestu
sjerstök kona. Framfaraþra
og hugsjónaauðgi, settu;
snemma mark sitt á líf henn-
ar. Alt, sem hún tók sjer fyr-»
ir hendur, bar vott um vits-
muni og starfsþrek. Hún vail
ætíð f jelítil, en þrátt fyrir það(
sást hún ekki fyrir að ráðastj
í fyrirtæki, ,er henni þótti $
Framh. á bls. 15 \