Morgunblaðið - 19.04.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.1947, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. apríl 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 Hjeraðabönn Brjei irá Rlþingi — Landhelgisgæsia og björg - Karakdlskýrslan — Fjáriiagsrað Þeir flytja þingsályktunartillögu um bætta landhelgisgæslu og björgunarstarfsemi við strendur íslands. ALLSHER J ARNEFND Sþ. hefir fyrir nokkru skilað nefnd- aráliti um tillöguna um hjeraða bönn, sem flutt var snemma á þinginu. Efni hennar var að Alþingi ályktaði að fela ríkis- Btjórninni að láta lögin um hjer aðabönn koma til framkvæmda eigi síðar en frá 1. júlí 1947. Meiri hluti nefndarinnar legg Ur til að tillaga þessi verði Samþykkt óbreytt. Samkvæmt lögunum um hjeraðabönn er ríkisstjórninni veitt heimild til þess að láta fara fram atkvæða- greiðslu kjósenda á einstökum stöðum um stofnsetningu eða Jokun áfengisútsölu. Einn nefndarmanna, Jón á Reynistað er tillögunni mót- fallinn, en tveir, Jörunur Brynj ólfsson og Bernharð Stefánsson skrifa undir nefndarálitið með fyrirvara. Finnur Jónsson er framsögu- tnaður meiri hlutans. Flutti hann alllanga ræðu er tillagan kom til umræðu s. 1. fimmtu- dag. Komst hann m. a. þannig að arði að íslendingar ættu þær miklu framfarir, sem orðið hefðu s.l. áratugi í landi þeirra bindindissemi sinni að þakka. Nú hefði drykkjuskapur hins- vegar færst svo í vöxt með þjóð inni að afturför hennar væri fyrirsjáanleg. Umræðunni varð ekki lokið en tveir þm., fyrri þm. Eyfirð- inga og sjöundi þm. Reykvík- inga höfðu kvatt sjer hljóðs. Má'gera ráð fyrir miklum um- ræðum um mál þetta á næsta fundi í sameinuðu þingi. Veru- legar líkur eru til að tillagan yerði samþykkt. Bætt landhelgisgæsla. Sigurður Bjarnason, Gunnar íThoroddsen, Ingólfur Jónsson og Sigurður Kristjánsson flytja í Sþ. tillögu til þingsályktunar um bætta landhelgisgæslu og björgunarstarfsemi við strend- Ur íslands. Er húii á þessa leið: „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd til þess að framkvæma ýtarlega rann- sókn á því, hvernig landhelgis- gæslu og björgunarstarfsemi við strendur Islands verði best og haganlegast fyrir komið. Nefndin skal sjerstaklega at- huga, hvaða gerð og stærð varð skipa henti best, hvernig nota megi flugvjelar í þjónustu land helgisgæslu og björgunarstarfa pg hvernig yfirstjórn þessarar * starfrækslu verði örugglegast fyrir komið. Niðurstöður af rannsókn þess ari skal ríkisstjórnin leggja fyr- ir næsta reglulegt Alþingi“. Kostnaður við störf nefndar- ínnar greiðist úr ríkissjóði“. Löng greinargerð fylgir til- lögunni, segir þar m. a. á þessa Jeið: Landhelgisgæslan vanrækt. „Kröfurnar til landhelgis- gæslunnar hafa vaxið jafnt og þjett og eiga eflaust eftir að aukast enn. En því miður virð- ist lítt skiljanleg deyfð hafa ríkt hjá ráðamönnum ríkisins gagnvart þessari þjónustu, þannig að henni hefir á undan- förnum árum hrakað æ meira, svo að nú má hún kallast í fullkominni vanrækslu. Má segja, að þar sje engum einum um að kenna, heldur öllum aðil um, bæði Alþingi, ríkisstjórnum og útgerðarstjórn. Og þó hefit ekki vantað óskir og kröfur um betri skipan þessara mála bæði frá almenningi og samtökum sjómanna. Fyrir þremur árum var borin fram á Alþingi tillaga til þings- ályktunar um svipað efni og þessi. Var hún mjög ýtarlega rædd af þáv. fjárveitinganefnd, er leitaði umsagnar ýmissa að- ila um málið og orsakaði, að samþykkt var þingsályktun, þar [sem Alþingi fól ríkisstjórninni að láta fara fram ýtarlega rann sókn á því,. hvernig landhelgis- gæslunni yrði best og hagan- legast fyrir komið, og jafnframt að leggja niðurstöður þessarar rannsóknar fyrir Alþingi eins fljótt og unnt væri. Eins og áður er sagt, eru sið- an liðin þrjú ár, og ekki hefir bólað á þessari rannsókn enn þá, en hins vegar hefir á þess- um tíma ýmislegt gerst, sem síst bendir til þess, að núver- andi fyrirkomulag sje vænlegt til frambúðar. A sama tíma og allir hjer á landi, jafnt einstakl- ingar sem fjelög og opinberar stofnanir, hafa stórkostlega end urbætt og byggt upp alla starf- semi sína með framtíðina fyrir augum, hefir ekkert verið gert á þessu sviði, sem nokkurt gagn hefir verið í. í þessu sambandi er og rjett að minna á, að ekki alls fyrir löngu fóru fram á Alþingi um- ræður um rýmkun landhelg- innar, og kom í ljós í þeim um- ræðum, að þar virtust allir ein- huga um, að slíkt væri mjög æskilegt, en hins vegar væri rjett að fara gætilega í þess- um efnum, þar sem hjer væri um mál að ræða, er snerti mjög ýmsa nágranna okkar. Mundi það eflaust styrkja aðstöðu okk ar í þeim efnum, ef við sýndum þessum málum meiri sóma meö betri skipulagningu rjettar- vörslunnar við strendur lands- ins. Sjerstök stofnun. Það er skoðun flm. þessarar tillögu nú sem fyrr, að frum- skilyrði þess, að landhelgis- gæsla og björgunarstarfsemi við . strendur íslands verði ör- ugglega rekin, sje, að sjerstök sjálfstæð stofnun hafi með hönd um stjórn hennar undir yfir- umsjón þess ráðherra, sem fer með landhelgismál. Höfuðverk- efni slíkrar stofnunar ætti í stuttu máli að vera þetta: 1. Að sjá um gæslu íslensku landhelginnar samkvæmt þeim lögum og reglum, sem á hverjum tíma gilda um þau efni. 2. Að halda uppi lögum og rjetti á hafinu við ísland utan landhelginnar eftir þeim alþjóðasamþykktum og venjum, er gilda um þau efni. 3. Að skipuleggja og sam- ræma bjö^unarstarfsem- ina og bátagæsluna hjer við land í sambandi við slysa- varnafjelögin. 4. Að sjá um framkvæmd fiskirannsókna, hafrann- sókna og sjómælinga við Island í samráði við þær stofnanir, sem hafa þessi mál með höndum í landi, og að sjá um, að ætíð sje fyrir hendi hæfur skipa- kostur til þess. Báta „gæslan“. Raunverulega eru engar skýrslur til um landhelgisgæsl- una á undanförnum árum, nema reikningur ýfir það, hve mikið hefir verið greitt til hennar. Þó er vitað, að sum skipanna, sem nefnd voru varðskip, komu ekki nálægt gæslu árum sam- an, heldur voru í alls konar flutningum, bæði fyrir ríki'og einstaklinga. A sama tíma hafa svo verið leigðir ýmsir bátar, skráðir sem fiskiskip, sem hafa verið sendir í „gæslu“. Ekki er vitað, að sumir þessara báta hafi nokkur þau plögg, sem þeir geta sannað með starfsemi sína, ef þess væri krafist, og ýmsir þeirra hafa ekki einu sinni haft löglega áhöfn til landhelgis- gæslu. Fyrir utan það hafa þess ir bátar iðulega verið litlir, gamlir og úr sjer gengnir á alla lund, og hnn eini útbúnaður þeirra fram yfir aðra báta af svipaðri stærð — til hins virðú- lega starfs, — hefir raunveru- lega verið sá, að settur var um borð í þá maður með kaskeiti og gyllta hnappá, færanlegt náð hús og síðan dreginn að hún íslenski tjúgufáninn. Um sjerstaka menntun og þjálfun yfirmanna til starfans er það skemmst að segja, að þar hafa kröfurnar um svonefnt varðskipaþróf aldrei komist lengra en á pappírinn. Virðist þó augljóst, að kröfurnar til menntunar yfirmanna þessara skipa ættu síst að vera minni en annarra skipsmanna, enda hefir það verið krafa löggjaf- ans. Kjarni þessa máls er, að nú- verandi ástand íslenskrar land- helgisgæslu og björgunarstarf- semi er óviðunandi. A því verð- ur að verða mikil og skjót breyt ing til batnaðar, ef ekki á að hljótast mikið og varanlegt tjón af. íslendingar hljóta að sjálf- sögðu að miða aðgerðir sínar í þessum málum við fjárhagslegt bolmagn sitt. Annað væri frá- leitt. En á miklu veltur fyrir álit landsins og hagsmuni þjóð- arinnar, að ekki verði látið reka á reiðanum um umbætur á þessu sviði. Hjer er um stórmál að ræða, sem ekki verður stung ið svefnþorn. Þess vegna er þessi tillaga fram komin. íþróttatryggingar. Hermann Guðmundsson flyt- ur frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um almannatrygg ingar. Miðar breyting frv. að því að íþróttamenn, sem verða fyrir slysum við iðkun íþrótta komi undir ákvæði laganna. Karakúlskýrslan. Jónas Jónsson flytur þings- ályktunartillögu um sölu á skýrslu milliþinganefndar í sauðfjárveikimálinu. Leggur hann til að ríkisstjóm in láti nú þegar til sölu í bóka- búðir um land allt skýrslu þá um innflutning búfjá'r, sem milliþinganefnd í sauðfjárveiki málum hefir látið prenta sem fylgiskjal við frv. um varnir gegn karakúlsjúkdómum. I greinargerð fyrir tillögunni lætur flm. liggja að því að nú- verandi landbúnaðarráðherra muni ekki hafa mikinn áhuga fyrir að bændur fái sanna skýrslu um aðdjraganda og sögu karakúlpestanna. Ennfremur fer hann hinurn háðulegustu orðum um þátt Búnaðarþings í þessum málum. Nefndarálit um fjárhagsráðið. Meiri hluti fjárhagsnefndar Nd. skilaði í gær nefndaráliti um frv. ríkisstjórnarinnar um fjárhagsráð o. fl. Leggur haim til að frv. verði samþykkt með nokkrum breytingum, m. a. þe.irri að ráðið verði skipað 5 mönnum í stað fjögra Ennfrem- ur að áætlun- fjárhagsráðs um framkvæmdir í landinu nái að- eins til stærri framkvæmda. Minni hluti nefndarinnar, Einar Olgeirsspn hefir ekki enn skilað áliti um frv. Gera má ráð fyrir miklum umræðum um þetta mál í næstu viku. Alþingi, 18. apríl 1947. S. Bj. 15 farasl í fiug- slysi London í gærkvöldi. ÞAÐ slys varð í dag, að bresk lierflugvjel hrapaði til jarðar í Kartun, með þeim árangri, að þeir 15, sem í henni voru, ljetu lífið. Flak flugvjelarinnar hefur fundist. — ííeuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.